Hvar enda Kaupþingstopparnir? Líklega of þungir dómar fyrir Kvíabryggju Aðalsteinn Kjartansson skrifar 13. febrúar 2015 13:00 Fjórmenningarnir hefja allir afplánun í Hegningarhúsinu. Vísir Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir. Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira
Reiknað er með því að Kaupþingsmennirnir fjórir sem dæmdir voru í gær fyrir stórfelld brot muni að stærstum hluta afplána dóminn í fangelsinu að Kvíabryggju. Fangelsið, sem staðsett er rétt fyrir utan Grundarfjörð, er eitt sex fangelsa sem ríkið er með í notkun í dag en þar eru fangar af báðum kynjum, mest 22 í einu.Fordæmalaus refsing í efnahagsbrotamáliEkki hefur áður þurft að velja fangelsi fyrir dæmda efnahagsbrotamenn til að afplána jafn þunga dóma áður. Dómur Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, sem dæmdur var til fimm og hálfs árs fangelsisrefsingar, er sá þyngsti sem fallið hefur í efnahagsbrotamáli hér á landi. Hinir þrír sem dæmdir voru í málinu fengu mildari dóma. Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður, var dæmdur í fjögurra ára fangelsi og Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, og Ólafur Ólafsson, einn af stærstu eigendum bankans, báðir í fjögurra og hálfs árs fangelsi. Í dómi Hæstaréttar frá því í gær segir að brotin sem fjórmenningarnir séu dæmdir fyrir eigi sér ekki hliðstæðu hér á landi. „Þessi brot voru stórum alvarlegri en nokkur dæmi verða fundin um í íslenskri dómaframkvæmd varðandi efnahagsbrot,“ segir í dómnum.Allir karlar fyrst í HegningarhúsiðPáll Winkel fangelsismálastjóri segir í samtali við Mbl.is að allir karlmenn hefji afplánun í Hegningarhúsinu sem stendur við Skólavörðustíg í miðbæ Reykjavíkur. Misjafnt er hversu lengi fangar dvelja þar en Páll segir það vera allt frá nokkrum dögum til árs. „Enginn fer beint í opið fangelsi. Allir karlmenn koma fyrst til afplánunar í Hegningarhúsinu þar sem farið er yfir stöðu viðkomandi, brotaferil, ástand og annað þess háttar í samræmi við lög um fullnustu refsinga. Síðan eru menn eftir atvikum fluttir á Litla-Hraun eða í opnu fangelsin,“ segir Páll við Mbl.is. Eftir að þetta mat hefur fram er það ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert viðkomandi fangi er sendur. Miðað við tvö ár í opnu fangelsiAlgengt hefur verið að efnahagsbrotamenn séu sendir til afplánunar á Kvíabryggju. Fangelsið var fyrst um sinn fyrir þá sem ekki greiddu meðlagsskuldir eða barnalífeyri en allt frá 1963 hafa verið vistaðir refsifangar þar. 22 fangaklefar eru í fangelsinu auk eldhúss, borðstofu, góðs æfingarsalar og billiardaðstöðu í kjallara.Engir rimlar eru fyrir gluggum og er svæðið ekki afgirt með öðrum hætti en tíðkast á sveitabýlum. Þar fara helst menn sem hafa lítinn sakaferil og þeir sem Fangelsismálastofnun ætlar að sé treystandi til þess að afplána við þessar aðstæður.Samkvæmt upplýsingum í bæklingi sem Fangelsismálastofnun hefur gefið út um fangelsið Kvíabryggju koma fram eftirfarandi viðmið sem horft er til þegar valið er hvaða fangar afplána þar:Að fangi afpláni að jafnaði ekki lengur en 2 ár á staðnum.Að fangi sé að undirbúa sig undir að refsivist ljúki.Að fangi sé ekki háður vanabindandi lyfjum.Að fangi sé fær um að afplána við lágmarks gæslu, stundi vinnu eða nám og sé reiðubúinn til að taka virkan þátt í starfsemi fangelsisins.Við skoðun þessara viðmiða kemur strax í ljós að allir hinna dæmdu Kaupþingsmanna falla á fyrsta viðmiðinu. Þeir fengu allir að minnsta kosti fjögurra ára fangelsisdóm fyrir brot sín. Það er þó, eins og áður segir, ákvörðun Fangelsismálastofnunnar hvert fangar eru sendir.
Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Innlent Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir að áreita barn í búningsklefa Stöðug og jöfn jarðskjálftavirkni Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Sjá meira