Umfjöllun og viðtöl: Haukar - Tindastóll 62-69 | Stólarnir í úrslit Henry Birgir Gunnarsson í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum skrifar 15. apríl 2015 16:00 Tindastóll er kominn í úrslit í Dominos-deild karla eftir frækinn sigur á Haukum í hörkuleik á Ásvöllum í kvöld. Stólarnir vinna því rimmu liðanna 3-1. Þeir mæta annað hvort KR eða Njarðvík í úrslitum en þau verða að mætast í oddaleik eftir sigur Njarðvíkur í kvöld. Hinn 39 ára gamli Darrel Lewis hefur spilað eins og tvítugur í þessu einvígi og hann tók leikinn í sínar hendur hér strax í upphafi. Sá til þess að Stólarnir tækju strax frumkvæðið. Haukarnir voru vel stemmdir, aldrei neitt stress og munurinn aðeins fjögur stig eftir fyrsta leikhluta, 12-16. Stólarnir gáfu svo aðeins í, settu í næsta gír. Þeir náðu ellefu stiga forskoti, 26-37, en þá svöruðu Haukar að bragði og sáu til þess að allt var gaopið í leikhléi. 32-37 í hálfleik. Lewis og Dempsey að draga vagninn fyrir Stólana með 11 stig á mann á meðan Hjálmar Stefáns og Alex Francis skoruðu báðir 8 stig fyrir Hauka. Stólarnir að vinna frákastabaráttuna og tóku fimm fleiri sóknarfráköst en heimamenn. Það skilaði sínu. Þriggja stiga hittni beggja liða aftur á móti skelfileg. Haukar hittu úr 3 af 11 en Stólarnir 2 af 16. Þriðji leikhluti var beint framhald af fyrri hálfleik. Stólarnir að leiða, stundum að hóta að stinga af en alltaf komu Haukar til baka. Þeir áttu frábæran endasprett á leikhlutanum og munurinn aðeins tvö stig, 49-51, þegar einn leikhluti var eftir. Það verður ekki tekið af Haukunum að þeir seldu sig dýrt á lokamínútunum og gerðu allt sem þeir gátu til þess að tryggja sér oddaleik. Haukarnir fengu tækifærið til þess að taka leikinn. Þeir jafna leikinn, 55-55, er sex mínútur voru eftir. Þá voru þeir búnir að elta lengi og náðu loksins í skottið á Stólunum. Þessir Stólar eru aftur á móti ekkert brothættir. Þeir fóru ekki á taugum við þetta, ýttu aftur á bensínið og sáu til þess að Haukarnir komust aldrei fram úr í leiknum. Að lokum unnu Stólarnir verðskuldaðan 62-69 sigur og eru komnir í úrslit þar sem liðið er til alls líklegt. Það verður aðeins að hrósa Haukunum. Þeir voru ekkert minna en skelfilegir í fyrstu tveim leikjunum en sýndu síðan karakter. Unnu á Króknum og voru svo ekki fjarri því að tryggja sér oddaleik í kvöld. Þeir mættu einfaldlega sterkara liði og eru því farnir í frí. Stólarnir unnu frákastabaráttuna og þar af 20-12 í sóknarfráköstum. Þar komu líklega stigin sem skildu liðin að. Liðið sýndi líka karakter. Lét áhlaup Haukanna ekki koma sér úr jafnvægi. Varnarleikur Stólanna einu sinni sem oftar til fyrirmyndar og flott liðsframmistaða hjá þeim þó svo liðið geti betur eins og það hefur áður sýnt. Frammistaðan þó nóg til þess að vinna en það segir meira en mörg orð um styrkleika liðsins.Ívar: Þeir vinna leikinn á sóknarfráköstum "Það vantaði að setja skotin niður í fjórða leikhluta. Þá erum við bara alls ekki að hitta nógu vel," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. "Við fengum alveg galopin skot en erum bara ekki að setja þau niður. Strákarnir voru að leggja sig fram en það vantaði að stíga þá út því þeir voru að fá allt of mikið af sóknarfráköstum. Þeir vinna þennan leik á sóknarfráköstum." Haukarnir voru að elta allan leikinn og það tók eðlilega á hjá liðinu. "Vissulega en við náum samt að jafna. Því miður náum við ekki að fylgja því eftir. Við vorum ekki að setja stóru skotin niður allan leikinn." Haukarnir börðust vissulega en náðu aldrei að taka stóra skrefið og fara fram úr. "Það vantaði svolítið upp á. Vörnin fín hjá okkur. Fáum bara á okkur 69 stig sem er allt í lagi. Þeir hafa samt örugglega skorað 15 stig úr sóknarfráköstum." Þjálfarinn er nokkuð sáttur við veturinn enda fór liðið skrefi lengra en í fyrra. Á næsta ári á að taka skrefið alla leið og fara í úrslit. "Það var markmiðið sem var sett fyrir þremur og hálfu ári. Við erum því á réttri leið."Helgi Rafn: Síðasta skrefið skiptir öllu máli "Það má segja að þetta hafi verið karaktersigur. Það komu allir vel gíraðir inn í þennan leik. Við vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera og við gerðum það," sagði fyrirliði Tindastóls, Helgi Rafn Viggósson, brosmildur í leikslok. "Við erum með breitt bak og brotnum ekki þó svo þeir sæki að okkur. Við stóðumst öll þeirra áhlaup og þessi frábæri stuðningur sem við fengum hjálpaði mikið til. Ég vil þakka þeim mikið fyrir það." Helgi segir að það skipti ekki máli hvort liðið fái KR eða Njarðvík í úrslitum. Liðið sé fyrst og fremst ánægt með að hafa komist í úrslit. "Við erum gríðarlega ánægðir með þetta og nú er það bara næsta skref," segir Helgi en Stólarnir eru ótrúlega yfirvegaðir yfir þessari velgengni og greinilega að ekkert nema stóri titillinn dugir til að metta þá. "Það er síðasta skrefið sem skiptir öllu máli og við mætum klárir í það verkefni."Haukar-Tindastóll 62-69 (12-16, 20-21, 17-14, 13-18)Haukar: Alex Francis 20/12 fráköst, Emil Barja 11/8 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 8/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 6/4 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Kristinn Jónasson 2, Helgi Björn Einarsson 2/7 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/11 fráköst, Myron Dempsey 17/14 fráköst/4 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 9/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 3, Viðar Ágústsson 1.Leiklýsing: Haukar - Tindastóll:Leik lokið | 62-69: Haukar brjóta um hæl en ekki kominn skotréttur. Leyfa svo Stólum að spila sókn. Boltinn fer ekki niður og Haukar missa svo boltann. Búið. Stólarnir komnir í úrslit. Rosalegur leikur.4. leikhluti | 62-69: Francis gleymir boltanum en nær honum til baka. Heppinn. Nær að bjarga sér síðan með því að skora. Pétur Rúnar svarar. 1 mín eftir og Haukar tapa svo boltanum.4. leikhluti | 60-67: Dempsey skorar eftir mikil átök og leikhlé tekið. 1.35 mín eftir. Haukar með boltann.4. leikhluti | 60-65: Boltinn vill ekki detta ofan í hjá Haukum. Flake klúðrar svo þriggja stiga skoti. Það gerir Kristinn Marinós ekki. Þristur og líf í Haukum. 1.45 eftir.4. leikhluti | 57-65: Emil með loftbolta. Sárt. Lewis með frábæran snúning og leggur boltann ofan í. 3 mín eftir.4. leikhluti | 57-63: Emil með frábæra sendingu á Francis sem skorar. Hér er öllu tjaldað. Helgi Freyr segir þeim að tvö stig séu ekki neitt og setur niður frábæran þrist. Allir standa upp. 3.50 mín eftir. Lewis svo með frábæra körfu og Haukar taka leikhlé. Stólarnir geta alltaf svarað. Haukar spila Megadeth. Það gæti bjargað einhverju.4. leikhluti | 55-58: Stólarnir svara með þriggja stiga körfu. Geta Haukar tekið skrefið og komist yfir? Stólarnir virðast ekki ætla að brotna.4. leikhluti | 55-55: Francis stelur boltanum, treður og jafnar, takk fyrir.4. leikhluti | 53-55: Svavar Atli ákveður að henda boltanum út af svona til að skapa meiri spennu. Biluð stemning í húsinu og allir taka undir. Fengum loksins alvöru, jafnan leik hjá þessum liðum. Haukarnir að berjast fyrir lífi sínu. Francis keyrir að körfu og skorar. Tveggja stiga munur og 6 mín eftir.4. leikhluti | 51-55: Helgi Björn með frekju og skorar mikilvæga körfu fyrir Hauka. Vantar meiri svona frekju hjá Haukum. 6.50 mín eftir.4. leikhluti | 49-55: Lewis fer á línuna og setur bæði niður. En ekki hvað? Flake stelur svo boltanum og skorar um leið og skotklukkan rennur út. Alltaf geta Stólarnir bætt í er Haukarnir koma.3. leikhluta lokið | 49-51: Haukarnir eru töffarar. Keyra upp hraðann og saxa niður forskotið jafnt og þétt. Eiga enn eftir að taka stóra skrefið og komast upp að hlið Stólanna og svo fram að þeim. Þessi lokaleikhluti verður rosalegur. Francis með 12 stig og Emil 11 fyrir Hauka. Dempsey 15 hjá Stólunum og Lewis 14.3. leikhluti | 45-51: Emil með stolinn bolta og körfu. Hann er sko ekki hættur.3. leikhluti | 41-50: Helgi Freyr með rosalegan þrist. Hann fer upp í hvert einasta skipti sem hann sér möguleika. Núna gekk það. Glæsilegt skot. Stemningin rosaleg. 2.30 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 41-47: Helgi Rafn með sóknarfrákast og skorar. Þessar körfur telja svo mikið. Lewis fljótur að skora líka. Leikhléið kveikt aðeins í Stólunum. Haukar nálgast oft en ná aldrei að taka lokaskrefið og komast upp að gestunum. Francis með góða körfu og fær víti líka. Nauðsynlegt. Vítið hörmulegt.3. leikhluti | 39-43: Þá datt karfa hjá Francis. Hann er fyrstur Haukamanna í 10 stig. Stólarnir taka leikhlé. 4.24 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 37-43: Dempsey kemur sér í 15 stig í leiknum og ver svo skot hinum megin. Hér er verið að vinna fyrir kaupinu sínu. Francis reynir en kemst ekki í gang. Ekki nógu ákveðinn eins og hann var í síðasta leik. Haukur Óskars sullar aftur á móti niður þristi til að róa menn.3. leikhluti | 34-41: Mikil átök á báðum endum og lítið um skor. Harkan að magnast. Menn dýfa sér á eftir öllum boltum. 6 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 34-41: Lewis með glæsilega varið skot hjá Francis. Ekki það sem sjálfstraustið hjá Francis þurfti á að halda. Emil kemur aftur inn í leikinn og Pétur Rúnar skorar fyrir Stólana. Loksins karfa.3. leikhluti | 34-39: Emil Barja verður fyrir smá hnjaski og þarf að stöðva leikinn. Emil stendur þó upp óstuddur en sest aðeins á bekkinn til þess að jafna sig. Helgo Rafn fljótastur allra í þrjár villur í kvöld.3. leikhluti | 34-39: Síðari hálfleikur byrjar af krafti. Áhorfendur kasta frá sér pítsa-sneiðunum og hlaupa inn í sal til að taka þátt í stuðinu.Hálfleikur | 32-37: Haukarnir skora síðustu sex stig hálfleiksins og sjá til þess að allt sé galopið í hálfleiknum. Hafa svarað allan leikinn og aldrei hleypt gestunum of langt fram úr sér. Þessi fyrri hálfleikur lofar góðu fyrir seinni hálfleikinn. Francis og Hjálmar hafa skorað 8 stig fyrir Hauka en Lewis og Dempsey eru báðir með 11 stig fyrir Stólana.2. leikhluti | 26-37: Dempsey að detta í gírinn og setur aðra körfu niður. Kristinn Marinós fær galopið þriggja stiga skot og þau setja menn eins og hann niður. Svavar Atli svarar að bragði.2. leikhluti | 23-32: Reynsluboltinn Helgi Freyr kemur af bekknum hjá Stólunum og setur niður góðan þrist. Dempsey fíflar svo Kristin Jónasar, skorar glæsilega körfu og fær víti. Mögnuð tilþrif. Vítið fer niður og 9 stig komin hjá honum. 3 mín í hálfleik.2. leikhluti | 23-26: Hjálmar henti svo í þrist. Sjóðheitur og sjálfstraustið í botni. Gæti verið að við fáum loksins jafnan leik hjá þessum liðum?2. leikhluti | 20-26: Hjálmar sýnir hugrekki og áræðni. Kominn með 5 stig fyrir Hauka. Betri vörn hjá Haukum núna. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 16-25: Pétur Rúnar ákveðinn, keyrir að körfu og skorar sín fyrstu stig í kvöld. Flottur strákur. Flake svo með flauelsmjúkt skot sem ratar ofan í.2. leikhluti | 15-21: Hjálmar með þrist fyrir Hauka og léttir aðeins á pressunni. Hittnin ekki upp á margar loðnur í síðustu sóknum.2. leikhluti | 12-19: Hinn 39 ára gamli Lewis heldur uppteknum hætti. Nú karfa og víti í bónus. Sullar því niður unglambið. Francis reynir að svara hinum megin en fullmikill hasar í honum. Skotið víðsfjarri.1. leikhluta lokið | 12-16: Stólarnir ívið sterkari en allt galopið. Lewis með 8 fyrir Stólana og Emil 5 fyrir Haukana.1. leikhluti | 10-16: Emil duglegur að sækja að körfu Stólanna. Var frábær í síðasta leik og veit að hann þarf að endurtaka leikinn. Dempsey með fyrstu troðslu kvöldsins og Skagafjörðurinn stendur á fætur.1. leikhluti | 9-12: Francis fer á línuna í fyrsta sinn. Með áhugaverðari atvikum þessara leikja. Fyrra skotið geigar en hið síðara fer niður. Allt að koma hjá stráknum. 2.30 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 8-10: Francis stimplar sig inn er 3.40 mín eru eftir af leikhlutanum. Hann þarf að reyna meira.1. leikhluti | 6-10: Varnirnar sterkar í síðustu sóknum en Helgi Rafn heggur á hnútinn.1. leikhluti | 6-8: Lewis með létta laumu. Skorar fyrstu sex stig Stólanna. Dempsey stimplar sig svo inn.1. leikhluti | 4-4: Stuðningsmenn Hauka byrja vel. Láta vel í sér heyra og virðast vera komnir með trú á sínum mönnum aftur. Mikil læti á báðum hliðum hússins. Glæsileg stemning.1. leikhluti | 2-4: Kári Jóns svaraði að bragði en Lewis svaraði.1. leikhluti | 0-2: Stólarnir ná uppkastinu. Lewis skorar fyrstu körfuna.Fyrir leik: Þá er verið að kynna liðin til leiks. Styttist í þetta. Mætingin ekki jafngóð og á síðasta leik liðanna hér. Nálgast það þó og hef fulla trú á að við náum yfir 1.500 manns á endanum.Fyrir leik: Haukarnir reyndu að fá Palla Rósinkrans til að mæta og taka Haukalagið live. Lagið er á fóninum núna þannig að takmarkaðar líkur á að hann mæti hér á eftir.Fyrir leik: Alex Francis var aðeins að æfa vítin áðan en hætti snögglega þar sem stuðningsmenn Stólanna kyntu undir honum allan tímann.Fyrir leik: Það þarf vart að rifja upp að Haukarnir komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Keflavík. Ef þeim tekst að endurtaka leikinn gegn Stólunum þá verður það sögulegt.Fyrir leik: Alex Francis hafði verið hörmulegur í fyrstu leikjunum en fann sig loksins í síðasta leik og skoraði 18 stig. Hann hitti meira að segja ágætlega, miðað við hans tölfræði, úr vítum. Haukar þurfa meira af því í kvöld til að lengja líf sitt í seríunni.Fyrir leik: Stólarnir voru mjög ólíkir sjálfum sér í síðasta leik. Voru óagaðir, völdu vitlaust og enginn taktur í þeirra leik. Stóra spurningin er hvernig þeir svara þessum slaka leik hjá sér.Fyrir leik: Það reiknuðu nú ekki margir, ef einhver, með sigri Haukanna í síðusta leik. Þeir voru eins og sprungnir vindlar í fyrstu leikjunum en eina ferðina enn risu þeir upp með bakið upp við vegginn. Þessi rimma í kvöld verður miklu meira en áhugaverð.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DB Schenker-höllina að Ásvöllum. Hér verður fylgst með fjórða leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla.Vonbrigðin voru mikil hjá Haukunum.Vísir/StefánHelgi Rafn fagnar með Darrel Lewis.Vísir/StefánIsrael Martin, þjálfari Tindastóls, fagnar sigrinum í kvöld.Vísir/StefánStuðningsmenn Tindastóls fögnuðu vel og innilega.Vísir/Stefán Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Tindastóll er kominn í úrslit í Dominos-deild karla eftir frækinn sigur á Haukum í hörkuleik á Ásvöllum í kvöld. Stólarnir vinna því rimmu liðanna 3-1. Þeir mæta annað hvort KR eða Njarðvík í úrslitum en þau verða að mætast í oddaleik eftir sigur Njarðvíkur í kvöld. Hinn 39 ára gamli Darrel Lewis hefur spilað eins og tvítugur í þessu einvígi og hann tók leikinn í sínar hendur hér strax í upphafi. Sá til þess að Stólarnir tækju strax frumkvæðið. Haukarnir voru vel stemmdir, aldrei neitt stress og munurinn aðeins fjögur stig eftir fyrsta leikhluta, 12-16. Stólarnir gáfu svo aðeins í, settu í næsta gír. Þeir náðu ellefu stiga forskoti, 26-37, en þá svöruðu Haukar að bragði og sáu til þess að allt var gaopið í leikhléi. 32-37 í hálfleik. Lewis og Dempsey að draga vagninn fyrir Stólana með 11 stig á mann á meðan Hjálmar Stefáns og Alex Francis skoruðu báðir 8 stig fyrir Hauka. Stólarnir að vinna frákastabaráttuna og tóku fimm fleiri sóknarfráköst en heimamenn. Það skilaði sínu. Þriggja stiga hittni beggja liða aftur á móti skelfileg. Haukar hittu úr 3 af 11 en Stólarnir 2 af 16. Þriðji leikhluti var beint framhald af fyrri hálfleik. Stólarnir að leiða, stundum að hóta að stinga af en alltaf komu Haukar til baka. Þeir áttu frábæran endasprett á leikhlutanum og munurinn aðeins tvö stig, 49-51, þegar einn leikhluti var eftir. Það verður ekki tekið af Haukunum að þeir seldu sig dýrt á lokamínútunum og gerðu allt sem þeir gátu til þess að tryggja sér oddaleik. Haukarnir fengu tækifærið til þess að taka leikinn. Þeir jafna leikinn, 55-55, er sex mínútur voru eftir. Þá voru þeir búnir að elta lengi og náðu loksins í skottið á Stólunum. Þessir Stólar eru aftur á móti ekkert brothættir. Þeir fóru ekki á taugum við þetta, ýttu aftur á bensínið og sáu til þess að Haukarnir komust aldrei fram úr í leiknum. Að lokum unnu Stólarnir verðskuldaðan 62-69 sigur og eru komnir í úrslit þar sem liðið er til alls líklegt. Það verður aðeins að hrósa Haukunum. Þeir voru ekkert minna en skelfilegir í fyrstu tveim leikjunum en sýndu síðan karakter. Unnu á Króknum og voru svo ekki fjarri því að tryggja sér oddaleik í kvöld. Þeir mættu einfaldlega sterkara liði og eru því farnir í frí. Stólarnir unnu frákastabaráttuna og þar af 20-12 í sóknarfráköstum. Þar komu líklega stigin sem skildu liðin að. Liðið sýndi líka karakter. Lét áhlaup Haukanna ekki koma sér úr jafnvægi. Varnarleikur Stólanna einu sinni sem oftar til fyrirmyndar og flott liðsframmistaða hjá þeim þó svo liðið geti betur eins og það hefur áður sýnt. Frammistaðan þó nóg til þess að vinna en það segir meira en mörg orð um styrkleika liðsins.Ívar: Þeir vinna leikinn á sóknarfráköstum "Það vantaði að setja skotin niður í fjórða leikhluta. Þá erum við bara alls ekki að hitta nógu vel," sagði Ívar Ásgrímsson, þjálfari Hauka, eftir tapið í kvöld. "Við fengum alveg galopin skot en erum bara ekki að setja þau niður. Strákarnir voru að leggja sig fram en það vantaði að stíga þá út því þeir voru að fá allt of mikið af sóknarfráköstum. Þeir vinna þennan leik á sóknarfráköstum." Haukarnir voru að elta allan leikinn og það tók eðlilega á hjá liðinu. "Vissulega en við náum samt að jafna. Því miður náum við ekki að fylgja því eftir. Við vorum ekki að setja stóru skotin niður allan leikinn." Haukarnir börðust vissulega en náðu aldrei að taka stóra skrefið og fara fram úr. "Það vantaði svolítið upp á. Vörnin fín hjá okkur. Fáum bara á okkur 69 stig sem er allt í lagi. Þeir hafa samt örugglega skorað 15 stig úr sóknarfráköstum." Þjálfarinn er nokkuð sáttur við veturinn enda fór liðið skrefi lengra en í fyrra. Á næsta ári á að taka skrefið alla leið og fara í úrslit. "Það var markmiðið sem var sett fyrir þremur og hálfu ári. Við erum því á réttri leið."Helgi Rafn: Síðasta skrefið skiptir öllu máli "Það má segja að þetta hafi verið karaktersigur. Það komu allir vel gíraðir inn í þennan leik. Við vissum nákvæmlega hvað við ætluðum að gera og við gerðum það," sagði fyrirliði Tindastóls, Helgi Rafn Viggósson, brosmildur í leikslok. "Við erum með breitt bak og brotnum ekki þó svo þeir sæki að okkur. Við stóðumst öll þeirra áhlaup og þessi frábæri stuðningur sem við fengum hjálpaði mikið til. Ég vil þakka þeim mikið fyrir það." Helgi segir að það skipti ekki máli hvort liðið fái KR eða Njarðvík í úrslitum. Liðið sé fyrst og fremst ánægt með að hafa komist í úrslit. "Við erum gríðarlega ánægðir með þetta og nú er það bara næsta skref," segir Helgi en Stólarnir eru ótrúlega yfirvegaðir yfir þessari velgengni og greinilega að ekkert nema stóri titillinn dugir til að metta þá. "Það er síðasta skrefið sem skiptir öllu máli og við mætum klárir í það verkefni."Haukar-Tindastóll 62-69 (12-16, 20-21, 17-14, 13-18)Haukar: Alex Francis 20/12 fráköst, Emil Barja 11/8 fráköst/6 stoðsendingar/4 varin skot, Hjálmar Stefánsson 8, Kári Jónsson 8/5 stoðsendingar, Kristinn Marinósson 6/4 fráköst, Haukur Óskarsson 5, Kristinn Jónasson 2, Helgi Björn Einarsson 2/7 fráköst.Tindastóll: Darrel Keith Lewis 20/11 fráköst, Myron Dempsey 17/14 fráköst/4 varin skot, Pétur Rúnar Birgisson 9/7 fráköst/5 stoðsendingar, Darrell Flake 9/7 fráköst, Helgi Freyr Margeirsson 6, Helgi Rafn Viggósson 4/5 fráköst, Svavar Atli Birgisson 3, Viðar Ágústsson 1.Leiklýsing: Haukar - Tindastóll:Leik lokið | 62-69: Haukar brjóta um hæl en ekki kominn skotréttur. Leyfa svo Stólum að spila sókn. Boltinn fer ekki niður og Haukar missa svo boltann. Búið. Stólarnir komnir í úrslit. Rosalegur leikur.4. leikhluti | 62-69: Francis gleymir boltanum en nær honum til baka. Heppinn. Nær að bjarga sér síðan með því að skora. Pétur Rúnar svarar. 1 mín eftir og Haukar tapa svo boltanum.4. leikhluti | 60-67: Dempsey skorar eftir mikil átök og leikhlé tekið. 1.35 mín eftir. Haukar með boltann.4. leikhluti | 60-65: Boltinn vill ekki detta ofan í hjá Haukum. Flake klúðrar svo þriggja stiga skoti. Það gerir Kristinn Marinós ekki. Þristur og líf í Haukum. 1.45 eftir.4. leikhluti | 57-65: Emil með loftbolta. Sárt. Lewis með frábæran snúning og leggur boltann ofan í. 3 mín eftir.4. leikhluti | 57-63: Emil með frábæra sendingu á Francis sem skorar. Hér er öllu tjaldað. Helgi Freyr segir þeim að tvö stig séu ekki neitt og setur niður frábæran þrist. Allir standa upp. 3.50 mín eftir. Lewis svo með frábæra körfu og Haukar taka leikhlé. Stólarnir geta alltaf svarað. Haukar spila Megadeth. Það gæti bjargað einhverju.4. leikhluti | 55-58: Stólarnir svara með þriggja stiga körfu. Geta Haukar tekið skrefið og komist yfir? Stólarnir virðast ekki ætla að brotna.4. leikhluti | 55-55: Francis stelur boltanum, treður og jafnar, takk fyrir.4. leikhluti | 53-55: Svavar Atli ákveður að henda boltanum út af svona til að skapa meiri spennu. Biluð stemning í húsinu og allir taka undir. Fengum loksins alvöru, jafnan leik hjá þessum liðum. Haukarnir að berjast fyrir lífi sínu. Francis keyrir að körfu og skorar. Tveggja stiga munur og 6 mín eftir.4. leikhluti | 51-55: Helgi Björn með frekju og skorar mikilvæga körfu fyrir Hauka. Vantar meiri svona frekju hjá Haukum. 6.50 mín eftir.4. leikhluti | 49-55: Lewis fer á línuna og setur bæði niður. En ekki hvað? Flake stelur svo boltanum og skorar um leið og skotklukkan rennur út. Alltaf geta Stólarnir bætt í er Haukarnir koma.3. leikhluta lokið | 49-51: Haukarnir eru töffarar. Keyra upp hraðann og saxa niður forskotið jafnt og þétt. Eiga enn eftir að taka stóra skrefið og komast upp að hlið Stólanna og svo fram að þeim. Þessi lokaleikhluti verður rosalegur. Francis með 12 stig og Emil 11 fyrir Hauka. Dempsey 15 hjá Stólunum og Lewis 14.3. leikhluti | 45-51: Emil með stolinn bolta og körfu. Hann er sko ekki hættur.3. leikhluti | 41-50: Helgi Freyr með rosalegan þrist. Hann fer upp í hvert einasta skipti sem hann sér möguleika. Núna gekk það. Glæsilegt skot. Stemningin rosaleg. 2.30 eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 41-47: Helgi Rafn með sóknarfrákast og skorar. Þessar körfur telja svo mikið. Lewis fljótur að skora líka. Leikhléið kveikt aðeins í Stólunum. Haukar nálgast oft en ná aldrei að taka lokaskrefið og komast upp að gestunum. Francis með góða körfu og fær víti líka. Nauðsynlegt. Vítið hörmulegt.3. leikhluti | 39-43: Þá datt karfa hjá Francis. Hann er fyrstur Haukamanna í 10 stig. Stólarnir taka leikhlé. 4.24 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 37-43: Dempsey kemur sér í 15 stig í leiknum og ver svo skot hinum megin. Hér er verið að vinna fyrir kaupinu sínu. Francis reynir en kemst ekki í gang. Ekki nógu ákveðinn eins og hann var í síðasta leik. Haukur Óskars sullar aftur á móti niður þristi til að róa menn.3. leikhluti | 34-41: Mikil átök á báðum endum og lítið um skor. Harkan að magnast. Menn dýfa sér á eftir öllum boltum. 6 mín eftir af leikhlutanum.3. leikhluti | 34-41: Lewis með glæsilega varið skot hjá Francis. Ekki það sem sjálfstraustið hjá Francis þurfti á að halda. Emil kemur aftur inn í leikinn og Pétur Rúnar skorar fyrir Stólana. Loksins karfa.3. leikhluti | 34-39: Emil Barja verður fyrir smá hnjaski og þarf að stöðva leikinn. Emil stendur þó upp óstuddur en sest aðeins á bekkinn til þess að jafna sig. Helgo Rafn fljótastur allra í þrjár villur í kvöld.3. leikhluti | 34-39: Síðari hálfleikur byrjar af krafti. Áhorfendur kasta frá sér pítsa-sneiðunum og hlaupa inn í sal til að taka þátt í stuðinu.Hálfleikur | 32-37: Haukarnir skora síðustu sex stig hálfleiksins og sjá til þess að allt sé galopið í hálfleiknum. Hafa svarað allan leikinn og aldrei hleypt gestunum of langt fram úr sér. Þessi fyrri hálfleikur lofar góðu fyrir seinni hálfleikinn. Francis og Hjálmar hafa skorað 8 stig fyrir Hauka en Lewis og Dempsey eru báðir með 11 stig fyrir Stólana.2. leikhluti | 26-37: Dempsey að detta í gírinn og setur aðra körfu niður. Kristinn Marinós fær galopið þriggja stiga skot og þau setja menn eins og hann niður. Svavar Atli svarar að bragði.2. leikhluti | 23-32: Reynsluboltinn Helgi Freyr kemur af bekknum hjá Stólunum og setur niður góðan þrist. Dempsey fíflar svo Kristin Jónasar, skorar glæsilega körfu og fær víti. Mögnuð tilþrif. Vítið fer niður og 9 stig komin hjá honum. 3 mín í hálfleik.2. leikhluti | 23-26: Hjálmar henti svo í þrist. Sjóðheitur og sjálfstraustið í botni. Gæti verið að við fáum loksins jafnan leik hjá þessum liðum?2. leikhluti | 20-26: Hjálmar sýnir hugrekki og áræðni. Kominn með 5 stig fyrir Hauka. Betri vörn hjá Haukum núna. 5 mín í hálfleik.2. leikhluti | 16-25: Pétur Rúnar ákveðinn, keyrir að körfu og skorar sín fyrstu stig í kvöld. Flottur strákur. Flake svo með flauelsmjúkt skot sem ratar ofan í.2. leikhluti | 15-21: Hjálmar með þrist fyrir Hauka og léttir aðeins á pressunni. Hittnin ekki upp á margar loðnur í síðustu sóknum.2. leikhluti | 12-19: Hinn 39 ára gamli Lewis heldur uppteknum hætti. Nú karfa og víti í bónus. Sullar því niður unglambið. Francis reynir að svara hinum megin en fullmikill hasar í honum. Skotið víðsfjarri.1. leikhluta lokið | 12-16: Stólarnir ívið sterkari en allt galopið. Lewis með 8 fyrir Stólana og Emil 5 fyrir Haukana.1. leikhluti | 10-16: Emil duglegur að sækja að körfu Stólanna. Var frábær í síðasta leik og veit að hann þarf að endurtaka leikinn. Dempsey með fyrstu troðslu kvöldsins og Skagafjörðurinn stendur á fætur.1. leikhluti | 9-12: Francis fer á línuna í fyrsta sinn. Með áhugaverðari atvikum þessara leikja. Fyrra skotið geigar en hið síðara fer niður. Allt að koma hjá stráknum. 2.30 mín eftir af leikhlutanum.1. leikhluti | 8-10: Francis stimplar sig inn er 3.40 mín eru eftir af leikhlutanum. Hann þarf að reyna meira.1. leikhluti | 6-10: Varnirnar sterkar í síðustu sóknum en Helgi Rafn heggur á hnútinn.1. leikhluti | 6-8: Lewis með létta laumu. Skorar fyrstu sex stig Stólanna. Dempsey stimplar sig svo inn.1. leikhluti | 4-4: Stuðningsmenn Hauka byrja vel. Láta vel í sér heyra og virðast vera komnir með trú á sínum mönnum aftur. Mikil læti á báðum hliðum hússins. Glæsileg stemning.1. leikhluti | 2-4: Kári Jóns svaraði að bragði en Lewis svaraði.1. leikhluti | 0-2: Stólarnir ná uppkastinu. Lewis skorar fyrstu körfuna.Fyrir leik: Þá er verið að kynna liðin til leiks. Styttist í þetta. Mætingin ekki jafngóð og á síðasta leik liðanna hér. Nálgast það þó og hef fulla trú á að við náum yfir 1.500 manns á endanum.Fyrir leik: Haukarnir reyndu að fá Palla Rósinkrans til að mæta og taka Haukalagið live. Lagið er á fóninum núna þannig að takmarkaðar líkur á að hann mæti hér á eftir.Fyrir leik: Alex Francis var aðeins að æfa vítin áðan en hætti snögglega þar sem stuðningsmenn Stólanna kyntu undir honum allan tímann.Fyrir leik: Það þarf vart að rifja upp að Haukarnir komu til baka eftir að hafa lent 2-0 undir gegn Keflavík. Ef þeim tekst að endurtaka leikinn gegn Stólunum þá verður það sögulegt.Fyrir leik: Alex Francis hafði verið hörmulegur í fyrstu leikjunum en fann sig loksins í síðasta leik og skoraði 18 stig. Hann hitti meira að segja ágætlega, miðað við hans tölfræði, úr vítum. Haukar þurfa meira af því í kvöld til að lengja líf sitt í seríunni.Fyrir leik: Stólarnir voru mjög ólíkir sjálfum sér í síðasta leik. Voru óagaðir, völdu vitlaust og enginn taktur í þeirra leik. Stóra spurningin er hvernig þeir svara þessum slaka leik hjá sér.Fyrir leik: Það reiknuðu nú ekki margir, ef einhver, með sigri Haukanna í síðusta leik. Þeir voru eins og sprungnir vindlar í fyrstu leikjunum en eina ferðina enn risu þeir upp með bakið upp við vegginn. Þessi rimma í kvöld verður miklu meira en áhugaverð.Fyrir leik: Góða kvöldið og velkomin með Vísi í DB Schenker-höllina að Ásvöllum. Hér verður fylgst með fjórða leik Hauka og Tindastóls í undanúrslitum Dominos-deildar karla.Vonbrigðin voru mikil hjá Haukunum.Vísir/StefánHelgi Rafn fagnar með Darrel Lewis.Vísir/StefánIsrael Martin, þjálfari Tindastóls, fagnar sigrinum í kvöld.Vísir/StefánStuðningsmenn Tindastóls fögnuðu vel og innilega.Vísir/Stefán
Dominos-deild karla Mest lesið Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Íslenski boltinn Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Damir á leið til Asíu Íslenski boltinn Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri Fótbolti „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Körfubolti Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Enski boltinn Ísak hættur með ÍR Körfubolti Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Enski boltinn „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Fótbolti Fleiri fréttir Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur „Hef meiri áhyggjur af þessu með Kára“ Kallaði Giannis barn eftir að hann neitaði að taka í höndina á honum Teitur spilaði með manni sem dekkaði Jordan og drakk kippu af bjór fyrir æfingar Körfuboltakvöld: Tilþrif 6. umferðar Uppgjörið: Ísland - Rúmenía 77-73 | Fyrsti sigur íslenska liðsins í tvö ár Fullkominn og frábær leikur Tryggvi dugði ekki Teitur og Sævar fóru fögrum orðum um Kane í Körfuboltakvöldi Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Grindavík fær 35 þúsund króna sekt vegna háttsemi Kane Sendu Bronny James niður í G-deild og allir miðarnir seldust upp Fyrstir í NBA í níu ár til að vinna tíu fyrstu leiki sína Jónína með þrennu og Ármannsstelpur ósigraðar á toppnum Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“ Álftanes sá til þess að Haukar eru enn án sigurs Uppgjörið: KR - Njarðvík 86-80 | Fyrsti sigur KR-inga á heimavelli Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Gaz-leikur Pavels: „Þurfa ekki ótrúlegir hlutir að gerast“ Körfuboltamennirnir sem Nablinn væri mest til í að taka tali Uppgjörið: Ísland - Slóvakía 70-78 | Svekkjandi tap gegn Slóvakíu Davíð Tómas dæmir landsleik í Helsinki í dag Þreytir frumraun þrítug: „Beðið eftir þessu í tvö ár“ Sjá meira
Pétur leitar að nýjum Bandaríkjamanni: „Fjölhæfari leikmann, einhvern sem getur leyst margar stöður“
Uppgjörið: ÍR - Keflavík 79-91 | Kanalausir Keflvíkingar sáu til þess að ÍR fagnaði ekki fyrsta sigrinum