Umfjöllun, viðtöl og myndir: Tindastóll - KR 81-88 | KR meistari annað árið í röð Eiríkur Stefán Ásgeirsson og Tómas Þór Þórðarson skrifa 29. apríl 2015 21:00 Brynjar Þór Björnsson lyftir Íslandsbikarnum í Síkinu. vísir/auðunn KR varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Tindastóli í Síkinu, 88-81, í fjórða leik liðanna. KR vann rimmuna, 3-1, og hefur nú orðið Íslandsmeistari fimm sinnum á síðustu átta árum. Stemningin var ósvikin í Síkinu í kvöld og slegist um hvert sæti og stæði. Það var til að toppa fjörið þegar Fjallkonan sjálf færði Sigmundi Má Herbertssyni, einum þriggja dómara leiksins, leikboltann svo hægt væri að hefja leik. KR náði snemma forystu í fyrri hálfleiknum en Tindastóll hélt í við meistarana til að byrja með. Gestirnir úr Vesturbænum létu auðvitað reyna á þriggja stiga skotin enda var skotnýtingin þeirra fyrir utan línuna ótrúleg í síðasta leik. Þegar þristarnir voru ekki að detta settu þeir boltann meira inn á teiginn á Michael Craion sem stóð fyrir sínu og var með tólf stig og sex fráköst í fyrri hálfleik. Darrel Lewis, sá mikli höfðingi, var allt í öllu hjá Tindastóli, en hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik(!), tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.Darrel Lewis var magnaður.vísir/auðunnFraman var fyrri hálfleiknum fór allur sóknarleikur Stólanna í gegnum hann og Lewis klikkaði ekki. Hann var með 63 prósent nýtingu í teignum, 40 prósent fyrir utan, hitti úr öllum sex vítaskotunum sínum og dró að sér fimm villur. Fáránlega flottar 20 mínútur hjá þessum fertuga leikmanni. Myron Dempsey, miðherjinn öflugi sem farið hefur á skotum með Stólunum í vetur, var búinn að jafna sig af höfuðáverkum sem hann varð fyrir daginn fyrir fyrsta leikinn og spilaði fyrstu mínúturnar í lokaúrslitunum í kvöld. Hann byrjaði þó ekki leikinn heldur Darrell Flake sem fór ágætlega af stað, en Flake lenti snemma í villuvandræðum og var kominn með þrjár slíkar eftir aðeins sjö mínútna leik. Stólarnir voru annars mjög spakir í villunum og allt liðið safnaði ekki einu sinni samtals þremur villum í fyrri hálfleik. Dempsey kom inn í fyrsta sinn undir lok fyrsta leikhluta og var skelfilegur til að byrja með enda langt síðan hann spilaði síðast. Dempsey fékk boltann undir körfunni og reyndi að þröngva fram skotum úr ótrúlegum færum, en hann leit illa út til að byrja með. Dempsey tapaði þremur boltum á fyrstu þremur mínútunum sem hann var inn á, en sá þriðji skilaði þriggja stiga körfu frá Helga Má Magnússyni fyrir KR. Þá sturlaðist Israel Martin, þjálfari Tindastóls, en hélt engu að síður tryggð við Dempsey.Stemningin var rosaleg í Síkinu.vísir/auðunnKR náði tíu stiga forystu í byrjun þriðja leikhluta, 32-22, eftir að vera sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-18. Varnarleikur KR var flottur og munaði mikið um töpuðu boltana hjá Dempsey. KR var á þeim tímapunkti að skjóta 82 prósent í teignum ov 40 prósent fyrir utan. Þegar á leið annan leikhlutann fór Síkið að breytast í síkið. Eftir leikhlé hjá Martin þar sem hann fór yfir varnarleikinn með sínum mönnum skiptu Stólarnir upp um gír og fólkið í húsinu fylgdi með. Stólarnir voru miklu ákveðnari, bæði í sókninni sem vörninni, og náðu í hverja villuna á fætur annarri á KR. Darri Hilmarsson var kominn með þrjár í fyrri hálfleik og þeir Helgi, Brynjar og Pavel tvær hver. Sumar þeirra fengu KR-ingar í sóknarleiknum þökk sé skynsömum og flottum varnarleik Tindastóls. Það munaði um fyrir Tindastól að Darri fór út af enda besti varnarmaður liðsins. Heimamenn nýttu sér það, Dempsey náði sér á ról og skoraði fjögur stig og þegar rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik jafnaði Pétur Rúnar Birgisson metin með þriggja stiga körfu, 38-38. Íslandsmeistararnir fóru þó inn í hálfleikinn með eins stigs forystu, 40-39. Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og rúmlega það. Heimamenn stálu boltanum í fyrstu tveimur sóknum KR og skoruðu fjögur stig í röð úr hraðaupphlaupum. En þeir hættu ekki þar. Myron Dempsey tróð úr frákasti í næsta hraðaupphlaupi, stal svo boltanum, skoraði aftur og þessu fylgdi tveggja stiga karfa frá Helga Rafni Viggóssyni. Stólarnir tóku 10-0 sprett á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiks og komust níu stigum yfir, 49-40. KR-minnkaði muninn niður í tvö stig þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, 55-53. Pavel Ermolinskij keyrði þá að körfunni, skoraði og fékk vítaskot sem hann nýtti. Þrátt fyrir nokkuð mótlæti á vellinum og með Síkið í kringum sig gáfu meistararnir ekkert eftir. Meira að segja Darri Hilmarsson á þremur villum átti stórtilþrif þegar hann pressaði Pétur Rúnar stíft á þremur villum, stal af honum boltanum, keyrði upp og skoraði með sniðskoti afturábak. Frábær tilþrif hjá Darra.Pavel Ermolinskij var magnaður.vísir/auðunnFrábær byrjun Tindastóls á seinni hálfleiknum var svo farin fyrir lítið og forystan horfin eins og dögg fyrir sólu þegar Pavel jafnaði leikinn, 58-58, úr tveimur vítaskotum. KR-ingar að spila eins og sannir meistararnir gegn ógnarsterkum heimamönnum með brjálaða áhorfendur á bakvið sig. KR var tveimur stigum yfir, 64-62, fyrir lokafjórðunginn, en þar munaði mikið um frammistöðu Pavels Ermolinskij í þriðja leikhluta. Eftir 30 mínútur var hann búinn að skora 18 stig, þar af tvo svakalega mikilvæga þrista úr horninu. Leikstjórnandinn fór fyrir sínum mönnum í þriðja leikhluta. Pavel fékk þó sína fjórðu villu á síðustu sekúndum þriðja leikhluta. Afskaplega klaufalega gert því hann rann í baráttunni við Ingva Rafn Ingvason og datt á strákinn unga. Tindastóll jafnaði leikinn, 66-66, þegar tæpar níu mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Darrel Lewis skoraði þá langan tvist sem flestir héldu að væri þriggja stiga karfa. Þarna var Lewis kominn með 32 stig. Leifur Garðarsson, einn dómara leiksins, var ekki viss um hvort Lewis hefði stigið á línuna eða ekki og bað um að fá að sjá skotið aftur hjá Guðjóni Guðmundssyni og Svala Björgvinssyni sem lýstu leiknum á Stöð 2 Sport. Þetta fannst Stólunum í stúkunni ekki sniðugt og létu þeir rigna fúkyrðunum yfir Leif. Þeim fannst hann hafa átt að skoða annað skot hjá Lewis skömmu áður líka þegar skotklukkan rann út. Leifur bað menn vinsamlegast bara um að þegja og í ljós kom að dómarinn hafði rétt fyrir sér. Mikið stuð. Lewis lét þetta ekkert á sig fá og skoraði bara þriggja stiga körfu í næstu sókn. Þá kominn með 35 stig. Með þeirri körfu kom Lewis Tindastóli í 73-68 þegar sjö mínútur tæpar voru eftir. Orð fá varla lýst því sem Lewis, 39 ára, gerði í þessum leik. Sveiflurnar héldu áfram. KR svaraði þristinum hans Lewis með sex stigum í röð og komst yfir á ný, 74-73, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Michael Craion að gera Stólunum lífið leitt, en hann skoraði í heildina 24 stig og tók 9 fráköst. KR komst fjórum stigum yfir, 79-75, þegar 2:23 voru til leiksloka. Pavel Ermolinskij keyrði þá að körfunni og nýtti sér flugbraut sem Craion bjó til fyrir hann með frekar vafasömum tilburðum. Karfan stóð, en það var eitthvað sem Israel Martin, þjálfari Tindastóls, átti erfitt með að sætta sig við. Hann eyddi stærstum hluta leikhlésins sem hann tók eftir körfuna í að ræða við dómarana. Helgi Már Magnússon fór langt með að gera út um leikinn þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var eftir. Staðan 83-77 og í næstu sókn Stólanna fékk hann villu undir eigin körfu á Myron Dempsey. Helgi barði sér á brjóst og "kassaði" alla liðsfélaga sína. Hann vissi að bikarinn var innan seilingar. Tindastóll þurfti að dansa vítadansinn við KR-inga síðustu mínútuna, en KR-liðið var bara of reynslumikið til að stíga feilspor í þeim dansi. Með hverri sekúndunni sem leið urðu stuðningsmenn Stólanna í stúkunni brúnaþyngri en KR-ingarnir stóðu á fætur; klappandi og stappandi. Þegar uppi var staðið hafði KR sigur, 88-81, og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í Síkinu. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill KR í röð og sá fimmti síðan 2007. Frábær árangur KR-liðsins. Stólarnir geta gengið sáttir frá borði, en þeir voru auðvitað nýliðar í deildinni. Tindastóll er með marga spennandi unga leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér, en nútíðin er KR-inga. Frábært lið sem var það besta í allan vetur. Pavel Ermolinskij skoraði 21 stig og tók 8 fráköst fyrir KR en Hjá Tindastóli var Darrel Lewis með 37 stig og 5 fráköst. Myron Dempsey átti frábæra innkomu þegar allt kom til alls; skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Hvað hefði gerst hefði hans notið við í öllum leikjunum er spurning sem engin fær svar við. Til hamingju KR.Vísir/AuðunnFinnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra.Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij fagna sigrinum í kvöld.vísir/auðunnHelgi Már: Við bognum ekki "Þetta er æðislegt. Sérstaklega eftir svona leik," sagði sigurreifur Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, við Vísi haldandi á Íslandsbikarnum eftir sigurinn í kvöld. "Það er skemmtilegast að vinna þetta á heimavelli en hér voru svo miklar tilfinningasveiflur í þessu. Þeir voru komnir tíu stigum yfir og blússandi stemning. Lewis að skora næstum 40 stig en einhvern veginn náðum við að klára þetta. Þetta var æðislegt. KR-liðið sýndi gæði sín í kvöld þegar það lenti undir í seinni hálfleik. Það lét pressuna ekki ná til sín heldur vann sig aftur inn í leikinn og fagnaði sigri. "Við bognum ekki og gefum okkur séns á að vinna sama hvað gerist," sagði Helgi Már áður en hann var bókstaflega tæklaður í gólfið af einum stuðningsmanni KR sem vildi ólmur faðma hann. Helgi stóð á fætur og hélt áfram: "Við höfum lent í mörgum svona leikjum. Allir leikirnir gegn Stólunum hafa verið hörkuleikir en við kláruðum þetta. Aðspurður hvort KR ætlaði ekki að vinna bara aftur á næsta ári sagði Helgi: "Það er stefnan. Alveg klárt mál."Brynjar Þór skoðar bikarinn eftir að lyfta honum í kvöld.vísir/auðunnBrynjar Þór: Stefni á tíuna eins og Teitur "Þetta er alltaf jafnyndislegt," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. "Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Maður vill komast í úrslitakeppnina. Við horfum alltaf til hennar í dimmum desembermánuðum. Þetta er alltaf jafn ljúft." KR vann titilinn enn og aftur á útivelli, en sigurinn í kvöld sæmdi þó sönnum meisturum enda leikurinn alveg frábær. Stuðningsmenn Stólanna létu KR-inga heyra það allan tímann. "Stólarnir eru með frábæra stuðningssveit og þeir voru að segja við værum ekki með stuðningsmenn. Því var troðið ofan í kokið á þeim," sagði Brynjar, en um 100 KR-ingar fylgdu sínu liði á Krókinn og fögnuðu með liðinu. "Þetta er yndislegt og skemmtileg tilbreyting að fara lengst út á land að vinna þetta. En það eru sex ár síðan ég vann þetta heima og auðvitað vil ég fara lyfta bikarnum þar. Vonandi tekur maður bikarinn næst þar." Brynjar Þór hefur nú unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum og er á besta aldri og í besta liði landsins. Það er ekki loku fyrir það skotið að hann vinni jafnvel fimm í viðbót og jafni sjálfan Teit Örlygsson sem á tíu Íslandsmeistaratitla í safninu. "Það er alveg freistandi. Ég man þegar maður var að byrja í þessu. Þá hugsaði maður að maður ætti ekki séns í þetta, en nú er aldrei að vita. Á ég ekki bara að stefna á það," sagði Brynjar Þór hlægjandi að lokum.Vísir/AuðunnDempsey: Líður ekki nógu vel Myron Dempsey fékk heilahristing á æfingu en spilaði með Tindastóli gegn KR í kvöld. Hann segist ekki hafa verið algjörlega heill heilsu í kvöld. „Ég veit ekki hvað gerðist hérna í lokin. Ég bara veit það ekki,“ sagði niðurlútur Dempsey við Vísi eftir leikinn. „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ „Ég reyndi að koma mér í takt við leikinn en það var erfitt. Ég var ryðgaður og það tekur tíma að komast aftur í gang eftir svona lagað.“ Hann fékk höfuðhögg á æfingu skömmu fyrir fyrsta leikinn gegn KR og segist ekki búinn að jafna sig fyllilega á því. Dempsey fékk heilahristing og var að glíma við eftirköst þess. „Ég var í raun ekki nógu góður í hausnum. Ég var um 90 prósent. En það eru engar afsakanir í kvöld.“ „Þetta var erfitt. En ég reyndi mitt besta til að hjálpa liðinu. Það var mjög erfitt að standa fyrir utan fyrstu þrjá leikina. Ég vildi vera inn á og hjálpa mínum strákum.“ „Ég held að ég hefði getað hjálpað til ef ég hefði haft heilsu til þess. En KR er með gott lið við vorum bara ekki með nóg til að vinna.“Vísir/AuðunnPavel: Þetta var bara bisness Pavel Ermolinskij segir að það hafi verið rólegri stemning yfir liði KR í lokaúrslitunum en í undanúrslitunum gegn Njarðvík. Fögnuður KR-inga var þó mikill eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. „Það var engin taktík eða áherslur sem skildu á milli í kvöld. Þetta voru bara sjö stig. Það er allt og sumt,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir sigur sinna manna á KR á Tindastóli í kvöld. „Bæði lið börðust og spiluðu vel að mér fannst. Þeir spiluðu mjög góða vörn en við hittum úr erfiðum skotum. Svona er þetta bara.“ Pavel var kominn með fjórar villur í lok þriðja leikhluta og hann segir að það hafi verið erfitt að finna jafnvægið í fjórða leikhluta. „Í svona leikjum eykst harkan og hraðinn í lokin og leikmönnum er leyft að gera meira. Maður þarf að passa sig. Maður vildi taka áhættur og vera ákveðinn en maður var alltaf með það á bak við eyrað að villurnar voru þarna. Maður getur samt ekkert slakað á.“ KR tapaði í bikarúrslitaleiknum og Pavel meiddist í lok hans sem var næstum búið að kosta hann tímabilið. Hann kom þó inn eftir langa mæðu í úrslitakeppninni. „Mér líður frábærlega enda frábær vetur. Það voru að sjálfsögðu mikil vonbrigði. Það er bara einn leikur og slæmur dagur. Svona hlutir gerast. Þennan titil vinnum við með því að spila vel yfir allan veturinn.“ KR vann Njarðvík í undanúrslitum eftir harða rimmu sem réðst í tvíframlengdum oddaleik. Þá voru miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er aðeins rólegra núna. Ég held að við kláruðum þann pakka í þeirri seríu. Þetta var bara „bisness“. Við vissum hvað við þurftum að gera og gerðum það. Við vissum að þetta myndi þá enda vel fyrir okkur sem og það gerði.“Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Þjálfari Tindastóls var stoltur af sínu liði og hrósaði sterkri liðsheild sinna manna sérstaklega. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“Darri Hilmarsson: Vonandi vinnum við fullt af titlum "Þetta er öðruvísi sætt en alltaf jafn gaman," sagði Darri Hilmarsson, leikmaður KR, við Vísi eftir að hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum sem mættu í Síkið á Króknum. "Það er rosalega skemmtileg stemning hérna; trommur og læti. Það hefur verið uppgangur hjá þeim í ár og áhorfendur tekið undir. Þetta er erfiðasti heimavöllurinn ásamt okkar," sagði Darri. KR-liðið lenti mest tíu stigum undir í leiknum í kvöld en náði að berjast í gegnum það og landa Íslandsmeistaratitlinum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem KR lendir undir en kemur til baka. "Maður þarf bara að halda áfram. Við töpuðum boltanum trekk í trekk og vorum að gera mistök. Húsið fylgdi því eftir og dómararnir voru með þeim eins og allir. Það gekk allt upp hjá Stólunum, en maður má bara ekki brotna. Það er alltaf næsta sókn og næsta vörn," sagði Darri. KR-liðið er á besta aldri með frábæra leikmenn sem eru ekki líklegir til að fara annað, nema kannski í atvinnumennsku. Hversu marga titla getur liðið unnið á næstu árum? "Vonandi vinnum við fullt af titlum. Aðalmálið er að halda kjarnanum áfram. Það gerðum við fyrir þetta tímabil og þess vegna gengur svona vel. Svo er bara að bæta við sig. Næst viljum við vinna bikarinn líka. Það hefur ekki gengið nógu vel," sagði brosmildur Darri Hilmarsson.Lewis: Gæti spilað í 3-4 ár í viðbót Darrel Lewis var magnaður með liði Tindastóls í kvöld og skoraði 37 stig. Það dugði þó ekki til gegn verðandi Íslandsmeisturum KR. „Þetta eru vonbrigði því við lögðum svo mikið á okkur til að komast á þennan stað. Það eru vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum en ég er stoltur af strákinum. Það voru forréttindi að fá að spila með þeim.“ Hann viðurkennir að það hefði verið betra að vera með Myron Dempsey, sem missti af fyrstu þremur leikjum rimmunnar vegna heilahristings, frá upphafi. „En þessir strákar stigu upp í hans fjarveru og spiluðu vel. Kannski hefði það breytt miklu að fá hann inn og kannski hefði niðurstaðan verið sú sama. Strákarnir gerðu það sem þeir gátu og það skiptir öllu.“ Hann segist vera ánægður nú í lok tímabilsins, þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. Þessi 39 ára kappi var magnaður í kvöld og skoraði 37 stig. Hann ætlar að halda áfram í eitt ár í viðbót. „Ég gæti haldið áfram í 3-4 ár í viðbót. En ég vil ekki spila svo lengi í viðbót. Ég ætla að spila í eitt ár í viðbót og svo hætti ég,“ sagði hann. „Ég ætla að spila á Íslandi. Ég vil ekkert annað fara. Ég hef ekki enn ákveðið mig. Kannski verð ég hér áfram og kannski fer ég eitthvað annað. Það er enn í óvissu.“ Hann og Darrell Flake vildu ná einu tímabili saman og það tókst hjá Tindastóli í vetur. „Hann er eins og bróðir minn. Það var frábært að spila með honum í vetur. Við gengum í gegnum margt með Tindastóli en náðum ekki stóra titlinum. Svona er bara lífið.“Leiklýsing: Tindastóll - KRLeik lokið | 81-88: Pavel nýtir seinna vítið. Ingvi ber boltann upp, gefur á Lewis sem kemst ekki framhjá Craion. Helgi Már fær boltann og brotið á honum þegar 9,3 sekúndur eru eftir. Þetta er búið. KR er Íslandsmeistari 2015.40. mín | 81-86: Lewis keyrir og skorar. Hann er kominn með 37 stig. Þvílíkur leikur hjá honum. Nú er brotið á Pavel. Hann klikkar á báðum. Stólarnir fram þegar rúmar 30 sekúndur eru eftir. Lewis í langan þrist, gengur ekki. Brotið á Pavel. 19,8 sekúndur eftir. Þetta hlýtur að vera kmoið hjá KR.40. mín | 79-86: Helgi Freyr reynir enn einn þristinn en klikkar. Dempsey nær þó frákastinu og skorar og heldur heimamönnum inni í leiknum. Brotið á Brynjari og hann á vítalínunni þegar 49,5 sekúndur eru eftir. Nýtir bæði og munurinn aftur sjö stig.39. mín | 77-84: Frábær sókn hjá KR. Boltinn gengur hratt þar til að Craion finnur dauðafrían Helga Má sem skorar úr opnu skoti. Helgi Freyr klikkar svo og KR fær boltann. Brotið á Helga Má. Hann fer á vítalínuna þegar 1:06 eru eftir. Nýtir annað og munurinn er sjö stig.39. mín | 77-80: Helgi Már fær villu fyrir að brjóta á Lewis, hans fjórða. Pavel líka með fjórar, munum það. Hann er inn á. Pavel kemst inn í sendingu Helga Freys sem brýtur svo á Craion í upphlaupinu. 1:56 eftir og Craion setur bannað vítið niður. Helgi Freyr með frákastið. Stólar fram og Dempsey sækir and-1 körfu. Klikkar þó á vítinu.38. mín | 75-79: Craion tapaði boltanum í umdeildri ákvörðun dómara. Helgi Rafn setur niður dýrmæta körfu en Helgi Már svarar með þristi. Helgi Rafn tapar svo boltanum og Pavel refsaði með körfu. Martin er brjálaður út í dómarana, vill fá meira en hans menn eru að fá þessa stundina. 2:23 eftir þegar leikhlé er tekið.36. mín | 73-74: Helgi Rafn fær nú opinn þrist en klikkar. Þetta er einfaldlega ekki hans kvöld. Langur bolti fram á Darra sem kemur KR yfir. Það er dýrt að nýta ekki þessi skot í svona leik.35. mín | 73-72: Flake fær sína fimmtu villu og Helgi Rafn kominn með fjórar villur. Helgi Freyr kemur því inn á hjá Stólunum. Klikkar á tveimur þristum í fyrstu sókn sinni. Craion sækir inn í teig og minnkar muninn í eitt.34. mín | 73-68: Darri setur niður tvö af vítalínunni og jafnar aftur metin. En svo kemur sprettur hjá Stólunum. Fimm stig í röð. Dempsey með körfu og svo Lewis með þrist. Brynjar Þór klikkar á meðan á tveimur þriggja stiga skotum. Heimamenn kunna að meta þetta. Craion með sjö stig í seinni hálfleik.32. mín | 66-66: Mikil stemning hjá heimamönnum. Viðar með körfu og svo Lewis með þrist á meðan að gestirnir klikka á sínum skotum. Leikurinn svo stöðvaður og dómararnir líta á upptöku Stöðvar 2 Sports til að sjá hvort að Lewis var fyrir utan þriggja stiga línuna. Svo reyndist ekki vera og því stig tekið af honum. Hnífjöfn staða.Þriðja leikhluta lokið | 62-64: Pavel er búinn að vera magnaður í þriðja leikhluta og skorað ellefu stig. Hann setti niður þrist sem kom KR yfir en braut svo af sér í baráttu um frákast eftir að Dempsey hafði stolið boltanum. Það var fjórða villa Pavels í leiknum og hann þarf því hvíla í upphafi fjórða leikhluta. Stigin: Tindastóll: Lewis 30, Pétur 14, Dempsey 12, Viðar 2, Helgi Rafn 2, Flake 2. KR: Pavel 18, Craion 17, Brynjar 11, Darri 9, Helgi Már 7, Finnur Atli 2.28. mín | 60-61: Lewis er enn að og setur enn eina körfuna niður. Kominn með 30 stig. En Pavel er kominn í gang fyrir KR-inga eftir rólegan fyrri hálfleik og nær forystunni aftur fyrir sína menn með þristi. Israel Martin tekur leikhlé.28. mín | 58-58: Pétur setur niður þrist og kemur muninum í fimm stig, skömmu eftir að Helgi Rafn fékk sína þriðju villu í leiknum. Pavel náði svo að stela boltanum, fiska villu á Dempsey og setja bæði vítin niður. Það jafnaði leikinn.26. mín | 53-49: Craion brýtur loksins ísinn fyrir KR og fiskar villu á Helga Rafn þar að auki. Darri setur svo niður þrist sem hjálpar gestunum. Heimamenn hafa verið að klikka á skotum síðustu mínúturnar en það er mikil barátta í báðum liðum.23. mín | 49-40: Fjórir tapaðir boltar í fyrstu fjórum sóknunum hjá KR. Svo klikkar Darri og svo annar tapaður bolti hjá KR. Svakalegt að sjá. Dempsey með fjögur stig í röð og svo kemur Helgi Rafn loksins með körfu eftir að hafa klikkað á fyrstu sjö skotunum sínum. Til að bæta gráu á svart stelur Dempsey boltanum eftir innkast KR, skorar og gestirnir neyðast til að taka leikhlé. Þvílík hörmungarbyrjun hjá KR í síðari hálfleik.21. mín | 41-40: KR-ingar byrjar í sókn í seinni hálfleik og hann byrjar þa því að Pétur kemst inn í sendingu Craion og kemur heimamönnum yfir með auðveldri körfu.Helena er mætt í KR-búningi: Besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir er mætt til að styðja sinn mann, KR-inginn Finn Atla Magnússon. Helena er því að sjálfsögðu í KR-búningi með númerinu fjórtán. Veit ekki hvað Haukafólki finnst um þetta.Heimamaður í vanda: Helgi Rafn er fyrirliði Tindastóls og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann er búinn að klikka á öllum sex skotunum sínum í fyrri hálfleik og tapa boltanum einu sinni. Heimamenn þurfa meira frá honum.Framlag af bekknum: Aðeins tvö stig af bekknum hjá KR í fyrri hálfleik, Finnur Atli átti þau. Það er aðeins meira hjá Tindastóli, samtals sex stig.Baráttuvilji heimamanna: Eftir rólega byrjun hefur verið frábært að sjá baráttuvilja Stólanna, sérstaklega í sókninni. Það sést best á því að Tindastóll er með ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleik gegn fjögur frá KR.Tölfræðin í fyrri hálfleik:Tindastóll: Lewis 22/3/0, Pétur 9/5/4, Dempsey 4/3/0, Viðar 2/4/0, Flake 2/3/0, Helgi Rafn 0/3/3.KR: Craion 12/6/3, Brynjar Þór 8/0/3, Helgi Már 7/2/1, Pavel 7/2/3, Darri 4/1/0.Skotnýting: Tindastóll 10/24 (2ja), 4/12 (3ja) - KR 13/21 (2ja), 4/13 (3ja)Fráköst: Tindastóll 24 (13/11) - KR 15 (4/11).Tapaðir boltar: Tindastóll 8 - KR 6.Fyrri hálfleik lokið | 39-40: Craion og Pavel töpuðu boltanum báðir á lokamínútunum og Brynjar Þór klikkaði á þristi. Heimamenn færðu sér þetta í nyt og þakið ætlaði að rifna af þegar Pétur Rúnar setti niður þrist. Stólarnir fengu tækifæri til að komast yfir en Helgi Rafn klikkaði og Craion refsaði í hraðaupphlaupi. Stólarnir eru þó á meira skriði sem stendur og allt annað að sjá til liðsins en í upphafi leiksins.18. mín | 35-38: Mikil barátta í liði Tindastóls á báðum endum vallarins. Liðið er að uppskera samkvæmt því, sóknarfráköst og eru að þvinga KR-inga í erfiðari skot. Viðar hefur komið inn af miklum krafti í lið Tindastóls. Helgi Már kominn með tvær villur á skömmum tíma hjá KR og það stefnir í óefni hjá þeim í þessum málum ef ekkert breytist.15. mín | 31-36: Darri trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk dæmda á sig villu eftir frákastabaráttu við Viðar. Hann þurfti að fara af velli. Skellur fyrir varnarleik KR-inga.15. mín | 31-36: KR heldur áfram að salla niður stigum en Lewis heldur uppteknum hætti og setur þrist. Hann er kominn með 20. Flake klikkar svo en Demspey nær í afar mikilvægt sóknarfrákast og skorar. KR er byrjað að hiksta. Tapar boltanum, Dempsey skorar eftir sóknarfrákast og Finnur Freyr tekur leikhlé.13. mín | 24-32: Aðeins betra hjá Tindastóli í sókninni og þeir hafa náð að stöðva síðustu tvær sóknirnar hjá KR. Dempsey varði skot frá Helga Má og kannski að það hafi komið honum í gang. Lewis kominn með sautján stig en Flake með þrjár villur og það gæti verið erfitt fyrir heimamenn.Fyrsta leikhluta lokið | 18-25: Dempsey virðist einfaldlega ryðgaður og í engum takti við leikinn. Hann er búinn að tapa boltanum tvisvar og klikka á tveimur skotum á tæpum þremur mínútum. Lewis er allt í öllu hjá Tindastóli en það er ekki nóg og sóknin hjá Tindastóli virðist engan vegin í jafnvægi. Stigin: Tindastóll: Lewis 13, Pétur 3, Flake 2. KR: Brynjar 8, Craion 6, Pavel 5, Helgi már 4, Darri 28. mín | 18-20: KR er að skora í nánast hverri sókn. Lewis er enn að skila mikilvægu framlagi en á meðan að varnarleikurinn er ekki að stoppa þarf meira til hjá Tindastóli. Dempsey kemur inn fyrir Helga Rafn og sjáum hverju það skilar.5. mín | 11-11: Lewis byrjar mjög vel. Sækir mikilvægt sóknarfrákast og skorar tvö stig. Setur niður þrist í næstu sókn. Á meðan klikkar Brynjar Þór á þristi og brýtur svo af sér, nær í fyrstu villuna sína. Engin villa á Tindastól hingað til. Lewis með níu stig af ellefu hjá heimamönnum.3. mín | 4-7: Craion í aðalhlutverki. Skorar fyrstu stigin, tapar svo boltanum í annarri sókn KR og brýtur svo af sér og fær fyrstu villu leiksins. Lewis með fyrstu fjögur stig heimamanna en Brynjar setur svo niður þrist og heldur uppteknum hætti frá síðasta leik.1. mín | 0-0: Þá er þetta byrjað! Þetta var stórskemmtilegt. Skagfirsk fjallkona kom inn með boltann í öllum sínum skrúða. Almennilegt! KR vinnur uppkastið.Fyrir leik: Ljósin slökkt og öllu tjaldað til þegar leikmenn Tindastóls eru kynntir til leiks. Það eru gríðarleg læti í höllinni þegar áhorfendur taka til sinna mála. Það heyrist einfaldlega ekki í næsta manni.Fyrir leik: Þá er leikmannakynningin að hefjast. Fyrst eru heiðursgestir kvöldsins kynntir en það eru forráðamenn KKÍ og Domino's sem eru hér til að sjá um bikarafhendingu ef hún fer fram í kvöld. Heimamenn ætla þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að þetta fólk fari með bikarinn aftur heim í kvöld.Fyrir leik: Við vorum að fá þær upplýsingar að Myron Dempsey verði ekki í byrjunarliði Tindastóls í kvöld. Það verður sama byrjunarlið og í síðustu leikjum hjá báðum liðum.Fyrir leik: Það er heilmikil reynsla í dómaratríói kvöldsins. Leifur Sigfinnur Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmundur Már Herbertsson dæma þennan leik. Margir vilja deila við dómarann í körfuboltaleikjum en það ætti að vera algjör óþarfi í kvöld, eða hvað?Fyrir leik: Það er óhætt að segja að Brynjar hafi haft rétt fyrir sér þá. KR var með 76% nýtingu í 2ja stiga skotum, 56% utan þriggja stiga línunnar og 78% nýtingu af vítalínunni. Ótrúlegar tölur.Fyrir leik: „Við viljum meina að þegar við spilum okkar best þá standist okkur fá lið snúning. Ég held að það hafi verið raunin í kvöld,“ sagði Brynjar Þór Björnsson eftir leikinn á sunnudag en hann átti stórleik og skoraði þá 26 stig, þar af 20 í fyrri hálfleik.Fyrir leik: Það var mikið rætt um frákastabaráttuna eftir fyrsta leikinn. Eðlilega því KR tók 61 frákast í þessum eina leik. Þar af voru 23 sóknarfráköst. Þetta jafnaðist út í næsta leik (23-20 fyrir Tindastóli) og hún var nánast jöfn í síðasta leik (27-26 fyrir KR). Dempsey er mikið frákastatröll og við skulum sjá hvaða áhrif hans innkoma hefur á þessa baráttu í kvöld.Fyrir leik: Ef Tindastóll vinnur í kvöld fáum við oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í KR-húsinu á laugardag. En það er nokkuð ljóst að KR-ingar ætla sér að klára þetta í kvöld í stað þess að gefa Stólunum blóð á tennurnar fyrir oddaleik þar sem allt getur gerst.Fyrir leik: Það er að verða uppselt í stúkusætin, að minnsta kosti Tindastólsmegin. Það er enn nóg pláss fyrir KR-inga. Svo er staðið á svölunum næstum allan hringinn.Fyrir leik: KR-ingurinn Michael Craion er algjör lykilmaður í liði KR, bæði í vörn og sókn. Hann hefur verið magnaður í seríunni og er með 24,7 stig og 13,3 fráköst að meðaltali í leikjunum þremur. Afar stöðugur og erfiður við að eiga.Fyrir leik: „Þeir eiga enga stuðningsmenn, KR, KR. Ekkert nema gamalt fólk sem líkar best að hafa hljótt. Það gengur ekkert upp í vesturbæ,“ syngja stuðningsmenn Tindastóls og bæta svo við: „Velkomin í Síkið. Velkomin í Síkið.“Fyrir leik: Metallica á fóninum. Menn eru ánægðir með það hér á bæ og er það vel. Hér eru líka Gaupi og Svali en þeir sjá um að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport af sinni alkunnu snilld.Fyrir leik: Darrel Flake var magnaður í leik liðanna hér á Sauðárkróki á miðvikudag. Flake er meiddur og hefur spilað einvígið nánast á annarri löppinni. Ef Dempsey getur beitt sér eðlilega í þessum leik er von á því að álagið á Flake minnki í kvöld.Fyrir leik: Það er tímabært að fá alvöru dramatík í leik í þessari seríu. KR hefur unnið sína heimaleiki til þessa nokkuð þægilega og þó svo að það var meiri spenna í leiknum í Síkinni á miðvikudag vann Tindastóll engu að síður með átta stiga mun. Væri til of mikils mælst að leikurinn ynnist á flautukörfu í kvöld.?Fyrir leik: Öll körfuboltafjölskyldan er mætt í húsið. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er mættur með allt starfslið skrifstofunnar og Íslandsbikarinn í Síkið. Hannes fagnaði fertugsafmæli sínu um síðustu helgi og gifti sig um leið. Góðir dagar hjá formanninum.Fyrir leik: Það eru góðar fréttir af liði Tindatóls, en miðherjinn Myron Dempsey er kominn í búning og byrjaður að hita upp. Hann hefur ekkert spilað í lokaúrslitunum vegna höfuðáverka og um hann hefur munað. Óvíst er hversu virkan þátt hann mun taka í leiknum.Fyrir leik: Þá erum við mætt hingað í Síkið þar sem að stuðningsmenn byrjuðu að hrópa og kalla um klukkustund áður en leikurinn hefst. Bæði lið eru löngu byrjuð að hita upp fyrir þennan mikilvæga leik á Sauðárkróki.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Tindastóls og KR lýst. BACK TO BACK CHAMPIONS! #WEWASCONFIDENT #KR #krkarfa #Storveldid #threepeat #letsdothis #ballin #dominos #dominosdeildin #slices A video posted by Bodvar Gudjonsson (@bodvarg) on Apr 29, 2015 at 2:12pm PDT Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira
KR varð í kvöld Íslandsmeistari í körfubolta annað árið í röð eftir sigur á Tindastóli í Síkinu, 88-81, í fjórða leik liðanna. KR vann rimmuna, 3-1, og hefur nú orðið Íslandsmeistari fimm sinnum á síðustu átta árum. Stemningin var ósvikin í Síkinu í kvöld og slegist um hvert sæti og stæði. Það var til að toppa fjörið þegar Fjallkonan sjálf færði Sigmundi Má Herbertssyni, einum þriggja dómara leiksins, leikboltann svo hægt væri að hefja leik. KR náði snemma forystu í fyrri hálfleiknum en Tindastóll hélt í við meistarana til að byrja með. Gestirnir úr Vesturbænum létu auðvitað reyna á þriggja stiga skotin enda var skotnýtingin þeirra fyrir utan línuna ótrúleg í síðasta leik. Þegar þristarnir voru ekki að detta settu þeir boltann meira inn á teiginn á Michael Craion sem stóð fyrir sínu og var með tólf stig og sex fráköst í fyrri hálfleik. Darrel Lewis, sá mikli höfðingi, var allt í öllu hjá Tindastóli, en hann skoraði 22 stig í fyrri hálfleik(!), tók þrjú fráköst og gaf þrjár stoðsendingar.Darrel Lewis var magnaður.vísir/auðunnFraman var fyrri hálfleiknum fór allur sóknarleikur Stólanna í gegnum hann og Lewis klikkaði ekki. Hann var með 63 prósent nýtingu í teignum, 40 prósent fyrir utan, hitti úr öllum sex vítaskotunum sínum og dró að sér fimm villur. Fáránlega flottar 20 mínútur hjá þessum fertuga leikmanni. Myron Dempsey, miðherjinn öflugi sem farið hefur á skotum með Stólunum í vetur, var búinn að jafna sig af höfuðáverkum sem hann varð fyrir daginn fyrir fyrsta leikinn og spilaði fyrstu mínúturnar í lokaúrslitunum í kvöld. Hann byrjaði þó ekki leikinn heldur Darrell Flake sem fór ágætlega af stað, en Flake lenti snemma í villuvandræðum og var kominn með þrjár slíkar eftir aðeins sjö mínútna leik. Stólarnir voru annars mjög spakir í villunum og allt liðið safnaði ekki einu sinni samtals þremur villum í fyrri hálfleik. Dempsey kom inn í fyrsta sinn undir lok fyrsta leikhluta og var skelfilegur til að byrja með enda langt síðan hann spilaði síðast. Dempsey fékk boltann undir körfunni og reyndi að þröngva fram skotum úr ótrúlegum færum, en hann leit illa út til að byrja með. Dempsey tapaði þremur boltum á fyrstu þremur mínútunum sem hann var inn á, en sá þriðji skilaði þriggja stiga körfu frá Helga Má Magnússyni fyrir KR. Þá sturlaðist Israel Martin, þjálfari Tindastóls, en hélt engu að síður tryggð við Dempsey.Stemningin var rosaleg í Síkinu.vísir/auðunnKR náði tíu stiga forystu í byrjun þriðja leikhluta, 32-22, eftir að vera sjö stigum yfir eftir fyrsta leikhluta, 25-18. Varnarleikur KR var flottur og munaði mikið um töpuðu boltana hjá Dempsey. KR var á þeim tímapunkti að skjóta 82 prósent í teignum ov 40 prósent fyrir utan. Þegar á leið annan leikhlutann fór Síkið að breytast í síkið. Eftir leikhlé hjá Martin þar sem hann fór yfir varnarleikinn með sínum mönnum skiptu Stólarnir upp um gír og fólkið í húsinu fylgdi með. Stólarnir voru miklu ákveðnari, bæði í sókninni sem vörninni, og náðu í hverja villuna á fætur annarri á KR. Darri Hilmarsson var kominn með þrjár í fyrri hálfleik og þeir Helgi, Brynjar og Pavel tvær hver. Sumar þeirra fengu KR-ingar í sóknarleiknum þökk sé skynsömum og flottum varnarleik Tindastóls. Það munaði um fyrir Tindastól að Darri fór út af enda besti varnarmaður liðsins. Heimamenn nýttu sér það, Dempsey náði sér á ról og skoraði fjögur stig og þegar rúm mínúta var eftir af fyrri hálfleik jafnaði Pétur Rúnar Birgisson metin með þriggja stiga körfu, 38-38. Íslandsmeistararnir fóru þó inn í hálfleikinn með eins stigs forystu, 40-39. Tindastóll byrjaði seinni hálfleikinn af krafti og rúmlega það. Heimamenn stálu boltanum í fyrstu tveimur sóknum KR og skoruðu fjögur stig í röð úr hraðaupphlaupum. En þeir hættu ekki þar. Myron Dempsey tróð úr frákasti í næsta hraðaupphlaupi, stal svo boltanum, skoraði aftur og þessu fylgdi tveggja stiga karfa frá Helga Rafni Viggóssyni. Stólarnir tóku 10-0 sprett á fyrstu tveimur mínútum seinni hálfleiks og komust níu stigum yfir, 49-40. KR-minnkaði muninn niður í tvö stig þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta, 55-53. Pavel Ermolinskij keyrði þá að körfunni, skoraði og fékk vítaskot sem hann nýtti. Þrátt fyrir nokkuð mótlæti á vellinum og með Síkið í kringum sig gáfu meistararnir ekkert eftir. Meira að segja Darri Hilmarsson á þremur villum átti stórtilþrif þegar hann pressaði Pétur Rúnar stíft á þremur villum, stal af honum boltanum, keyrði upp og skoraði með sniðskoti afturábak. Frábær tilþrif hjá Darra.Pavel Ermolinskij var magnaður.vísir/auðunnFrábær byrjun Tindastóls á seinni hálfleiknum var svo farin fyrir lítið og forystan horfin eins og dögg fyrir sólu þegar Pavel jafnaði leikinn, 58-58, úr tveimur vítaskotum. KR-ingar að spila eins og sannir meistararnir gegn ógnarsterkum heimamönnum með brjálaða áhorfendur á bakvið sig. KR var tveimur stigum yfir, 64-62, fyrir lokafjórðunginn, en þar munaði mikið um frammistöðu Pavels Ermolinskij í þriðja leikhluta. Eftir 30 mínútur var hann búinn að skora 18 stig, þar af tvo svakalega mikilvæga þrista úr horninu. Leikstjórnandinn fór fyrir sínum mönnum í þriðja leikhluta. Pavel fékk þó sína fjórðu villu á síðustu sekúndum þriðja leikhluta. Afskaplega klaufalega gert því hann rann í baráttunni við Ingva Rafn Ingvason og datt á strákinn unga. Tindastóll jafnaði leikinn, 66-66, þegar tæpar níu mínútur voru eftir af fjórða leikhluta. Darrel Lewis skoraði þá langan tvist sem flestir héldu að væri þriggja stiga karfa. Þarna var Lewis kominn með 32 stig. Leifur Garðarsson, einn dómara leiksins, var ekki viss um hvort Lewis hefði stigið á línuna eða ekki og bað um að fá að sjá skotið aftur hjá Guðjóni Guðmundssyni og Svala Björgvinssyni sem lýstu leiknum á Stöð 2 Sport. Þetta fannst Stólunum í stúkunni ekki sniðugt og létu þeir rigna fúkyrðunum yfir Leif. Þeim fannst hann hafa átt að skoða annað skot hjá Lewis skömmu áður líka þegar skotklukkan rann út. Leifur bað menn vinsamlegast bara um að þegja og í ljós kom að dómarinn hafði rétt fyrir sér. Mikið stuð. Lewis lét þetta ekkert á sig fá og skoraði bara þriggja stiga körfu í næstu sókn. Þá kominn með 35 stig. Með þeirri körfu kom Lewis Tindastóli í 73-68 þegar sjö mínútur tæpar voru eftir. Orð fá varla lýst því sem Lewis, 39 ára, gerði í þessum leik. Sveiflurnar héldu áfram. KR svaraði þristinum hans Lewis með sex stigum í röð og komst yfir á ný, 74-73, þegar tæpar fimm mínútur voru eftir. Michael Craion að gera Stólunum lífið leitt, en hann skoraði í heildina 24 stig og tók 9 fráköst. KR komst fjórum stigum yfir, 79-75, þegar 2:23 voru til leiksloka. Pavel Ermolinskij keyrði þá að körfunni og nýtti sér flugbraut sem Craion bjó til fyrir hann með frekar vafasömum tilburðum. Karfan stóð, en það var eitthvað sem Israel Martin, þjálfari Tindastóls, átti erfitt með að sætta sig við. Hann eyddi stærstum hluta leikhlésins sem hann tók eftir körfuna í að ræða við dómarana. Helgi Már Magnússon fór langt með að gera út um leikinn þegar hann skoraði þriggja stiga körfu þegar ein og hálf mínúta var eftir. Staðan 83-77 og í næstu sókn Stólanna fékk hann villu undir eigin körfu á Myron Dempsey. Helgi barði sér á brjóst og "kassaði" alla liðsfélaga sína. Hann vissi að bikarinn var innan seilingar. Tindastóll þurfti að dansa vítadansinn við KR-inga síðustu mínútuna, en KR-liðið var bara of reynslumikið til að stíga feilspor í þeim dansi. Með hverri sekúndunni sem leið urðu stuðningsmenn Stólanna í stúkunni brúnaþyngri en KR-ingarnir stóðu á fætur; klappandi og stappandi. Þegar uppi var staðið hafði KR sigur, 88-81, og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í Síkinu. Þetta er annar Íslandsmeistaratitill KR í röð og sá fimmti síðan 2007. Frábær árangur KR-liðsins. Stólarnir geta gengið sáttir frá borði, en þeir voru auðvitað nýliðar í deildinni. Tindastóll er með marga spennandi unga leikmenn sem eiga framtíðina fyrir sér, en nútíðin er KR-inga. Frábært lið sem var það besta í allan vetur. Pavel Ermolinskij skoraði 21 stig og tók 8 fráköst fyrir KR en Hjá Tindastóli var Darrel Lewis með 37 stig og 5 fráköst. Myron Dempsey átti frábæra innkomu þegar allt kom til alls; skoraði 18 stig og tók 12 fráköst. Hvað hefði gerst hefði hans notið við í öllum leikjunum er spurning sem engin fær svar við. Til hamingju KR.Vísir/AuðunnFinnur Freyr: Höfum verið með skotmark á bakinu í tvö ár „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar,“ sagði ákveðinn og sigurreifur Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, í kvöld. KR varð í kvöld Íslandsmeistari karla í körfubolta eftir að hafa unnið Tindastól í fjórða leik liðanna í lokaúrslitunum. KR vann rimmuna þar með 3-1. „Þetta er æðislegt. Þetta er bara ólýsanleg tilfinning. Fólk úti í bæ hefur alltaf talað um einhvern létti. Eitthvað kjaftæði bara.“ „Bikarar vinnast og tapast. Þeir vinnast út af vinnunni sem maður leggur á sig. Við erum búnir að vera með skotmark á bakinu í tvö ár en höfum náð að ýta því frá okkur og gert allt sem við getum til að vinna hvern einasta leik sem við spilum,“ sagði Finnur Freyr ákveðinn. „Léttir? Þetta er bara sigur. Sigur heildarinnar. Við erum með frábæra stráka í liðinu, aðstoðarþjálfara, sjúkraþjálfara og alla í stjórn og sem eru í kringum liðið.“ „Þetta er fjölskylda. Það er það sem skiptir öllu máli.“ Hann segir að sínir menn hafi byrjað vel í kvöld en að eitthvað hafi gerst undir lok fyrri hálfleiksins. „Ég veit ekki hvort menn voru þreyttir eða hvað. Eitthvað gerðist en við brotnum ekki. Við bognum kannski en brotnum nánast aldrei. Í eina skiptið sem það hefur gerst var í leik númer fjögur gegn Njarðvík.“ „Við höfðum alltaf trú á þessu. Við vissum að skotin myndu detta og að varnarleikurinn myndi koma. Þvílíkir töffarar, þessir strákar.“ Hann hrósaði Michael Craion en hann tognaði á kálfa í fyrri hálfleik. „Hann var á annarri löppinni í seinni hálfleik. Hann var ótrúlegur. Þegar við töluðum við hann í haust þá töluðum við um að við ætluðum að verða Íslandsmeistarar aftur og mikið rosalega er gaman að geta staðið við það.“ Það mátti heyra á Finni að hann væri hvergi nærri hættur og vildi ná í fleiri titla fyrir KR. „Ég er í þessu starfi til að gera það sem ég er að gera núna. Þetta er það sem þetta félag snýst um. Við vorum taplausir í DHL-höllinni í ár en mig dauðlangar að vinna titilinn minnst einu sinni á heimavelli,“ sagði hann að lokum en KR varð Íslandsmeistari í Grindavík í fyrra.Helgi Már Magnússon og Pavel Ermolinskij fagna sigrinum í kvöld.vísir/auðunnHelgi Már: Við bognum ekki "Þetta er æðislegt. Sérstaklega eftir svona leik," sagði sigurreifur Helgi Már Magnússon, leikmaður KR, við Vísi haldandi á Íslandsbikarnum eftir sigurinn í kvöld. "Það er skemmtilegast að vinna þetta á heimavelli en hér voru svo miklar tilfinningasveiflur í þessu. Þeir voru komnir tíu stigum yfir og blússandi stemning. Lewis að skora næstum 40 stig en einhvern veginn náðum við að klára þetta. Þetta var æðislegt. KR-liðið sýndi gæði sín í kvöld þegar það lenti undir í seinni hálfleik. Það lét pressuna ekki ná til sín heldur vann sig aftur inn í leikinn og fagnaði sigri. "Við bognum ekki og gefum okkur séns á að vinna sama hvað gerist," sagði Helgi Már áður en hann var bókstaflega tæklaður í gólfið af einum stuðningsmanni KR sem vildi ólmur faðma hann. Helgi stóð á fætur og hélt áfram: "Við höfum lent í mörgum svona leikjum. Allir leikirnir gegn Stólunum hafa verið hörkuleikir en við kláruðum þetta. Aðspurður hvort KR ætlaði ekki að vinna bara aftur á næsta ári sagði Helgi: "Það er stefnan. Alveg klárt mál."Brynjar Þór skoðar bikarinn eftir að lyfta honum í kvöld.vísir/auðunnBrynjar Þór: Stefni á tíuna eins og Teitur "Þetta er alltaf jafnyndislegt," sagði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, við Vísi eftir sigurinn á Tindastóli í kvöld. "Þetta er ástæðan fyrir því að maður er í þessu. Maður vill komast í úrslitakeppnina. Við horfum alltaf til hennar í dimmum desembermánuðum. Þetta er alltaf jafn ljúft." KR vann titilinn enn og aftur á útivelli, en sigurinn í kvöld sæmdi þó sönnum meisturum enda leikurinn alveg frábær. Stuðningsmenn Stólanna létu KR-inga heyra það allan tímann. "Stólarnir eru með frábæra stuðningssveit og þeir voru að segja við værum ekki með stuðningsmenn. Því var troðið ofan í kokið á þeim," sagði Brynjar, en um 100 KR-ingar fylgdu sínu liði á Krókinn og fögnuðu með liðinu. "Þetta er yndislegt og skemmtileg tilbreyting að fara lengst út á land að vinna þetta. En það eru sex ár síðan ég vann þetta heima og auðvitað vil ég fara lyfta bikarnum þar. Vonandi tekur maður bikarinn næst þar." Brynjar Þór hefur nú unnið Íslandsmeistaratitilinn fimm sinnum og er á besta aldri og í besta liði landsins. Það er ekki loku fyrir það skotið að hann vinni jafnvel fimm í viðbót og jafni sjálfan Teit Örlygsson sem á tíu Íslandsmeistaratitla í safninu. "Það er alveg freistandi. Ég man þegar maður var að byrja í þessu. Þá hugsaði maður að maður ætti ekki séns í þetta, en nú er aldrei að vita. Á ég ekki bara að stefna á það," sagði Brynjar Þór hlægjandi að lokum.Vísir/AuðunnDempsey: Líður ekki nógu vel Myron Dempsey fékk heilahristing á æfingu en spilaði með Tindastóli gegn KR í kvöld. Hann segist ekki hafa verið algjörlega heill heilsu í kvöld. „Ég veit ekki hvað gerðist hérna í lokin. Ég bara veit það ekki,“ sagði niðurlútur Dempsey við Vísi eftir leikinn. „Ég er þreyttur. Ég hef ekki verið með í tíu daga. Það er erfitt og ég er bara ekki í formi. En ég gerði það sem ég gat.“ „Ég reyndi að koma mér í takt við leikinn en það var erfitt. Ég var ryðgaður og það tekur tíma að komast aftur í gang eftir svona lagað.“ Hann fékk höfuðhögg á æfingu skömmu fyrir fyrsta leikinn gegn KR og segist ekki búinn að jafna sig fyllilega á því. Dempsey fékk heilahristing og var að glíma við eftirköst þess. „Ég var í raun ekki nógu góður í hausnum. Ég var um 90 prósent. En það eru engar afsakanir í kvöld.“ „Þetta var erfitt. En ég reyndi mitt besta til að hjálpa liðinu. Það var mjög erfitt að standa fyrir utan fyrstu þrjá leikina. Ég vildi vera inn á og hjálpa mínum strákum.“ „Ég held að ég hefði getað hjálpað til ef ég hefði haft heilsu til þess. En KR er með gott lið við vorum bara ekki með nóg til að vinna.“Vísir/AuðunnPavel: Þetta var bara bisness Pavel Ermolinskij segir að það hafi verið rólegri stemning yfir liði KR í lokaúrslitunum en í undanúrslitunum gegn Njarðvík. Fögnuður KR-inga var þó mikill eftir að liðið tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í Síkinu á Sauðárkróki í kvöld. „Það var engin taktík eða áherslur sem skildu á milli í kvöld. Þetta voru bara sjö stig. Það er allt og sumt,“ sagði Pavel Ermolinskij eftir sigur sinna manna á KR á Tindastóli í kvöld. „Bæði lið börðust og spiluðu vel að mér fannst. Þeir spiluðu mjög góða vörn en við hittum úr erfiðum skotum. Svona er þetta bara.“ Pavel var kominn með fjórar villur í lok þriðja leikhluta og hann segir að það hafi verið erfitt að finna jafnvægið í fjórða leikhluta. „Í svona leikjum eykst harkan og hraðinn í lokin og leikmönnum er leyft að gera meira. Maður þarf að passa sig. Maður vildi taka áhættur og vera ákveðinn en maður var alltaf með það á bak við eyrað að villurnar voru þarna. Maður getur samt ekkert slakað á.“ KR tapaði í bikarúrslitaleiknum og Pavel meiddist í lok hans sem var næstum búið að kosta hann tímabilið. Hann kom þó inn eftir langa mæðu í úrslitakeppninni. „Mér líður frábærlega enda frábær vetur. Það voru að sjálfsögðu mikil vonbrigði. Það er bara einn leikur og slæmur dagur. Svona hlutir gerast. Þennan titil vinnum við með því að spila vel yfir allan veturinn.“ KR vann Njarðvík í undanúrslitum eftir harða rimmu sem réðst í tvíframlengdum oddaleik. Þá voru miklar tilfinningar í spilinu. „Þetta er aðeins rólegra núna. Ég held að við kláruðum þann pakka í þeirri seríu. Þetta var bara „bisness“. Við vissum hvað við þurftum að gera og gerðum það. Við vissum að þetta myndi þá enda vel fyrir okkur sem og það gerði.“Israel Martin: Ræði framtíðina síðar Þjálfari Tindastóls var stoltur af sínu liði og hrósaði sterkri liðsheild sinna manna sérstaklega. „Þetta var frábær sería og ég held að við sýndum að við erum með tvö bestu liðin í vetur. Ég óska KR til hamingju. Ég tel að KR sé skrefi framar en við.“ „Ég vil þakka leikmönnunum mínum sem reyndu að berjast 40 mínútur í hverjum einasta leik. Ég veit að þetta voru ekki kjöraðstæður vegna meiðsla leikmanna eins og Dempsey, Flake og Helga Rafns. En það eru engar afsakanir. Meiðsli eru hluti af íþróttinni.“ „Það hefði verið frábært að vera með alla hundrað prósent heila. En við sýndum líka að við erum með frábæra liðsheild og stólum ekki á neinn einstakan leikmann. Við náðum þeim árangri sem við náðum í vetur út á sterka liðsheild.“ Hann vildi þakka öllum í kringum félagið sem og stuðningsmönnum liðsins. „Þeir eru okkar sjötti leikmaður en því miður var þetta ekki hægt í dag. Við verðum þó að halda haus og vera stoltir af okkar afrekum. Við gerðum eins vel og við gátum.“ Martin segist líða vel á Sauðárkróki en hann ætli nú að taka sér frí og meta stöðuna fyrir næsta tímabil. Hann vildi ekki gefa út að hann yrði áfram með Tindastól næsta vetur. „Nú þurfum við að taka okkur hlé og skoða allar aðstæður. Ég hef verið hér síðan í ágúst og unnið mikið með öllum í félaginu. Við verðum að setjast niður og ræða um framtíðina.“ Hann segist ánægður á Íslandi og þrátt fyrir bestu viðleytni allra í kringum íþróttina séu aðstæður og umgjörð ekki í takt við atvinnumannadeildir í Evrópu. „Ástríðan er mikil. Leikmenn vinna með íþróttinni og elska að spila körfubolta. Íþróttin er á uppleið á Íslandi. Þjálfun er góð og allt skipulag af hendi KKÍ er gott. Íslendingar mega vera ánægðir með körfuboltann hér á landi.“Darri Hilmarsson: Vonandi vinnum við fullt af titlum "Þetta er öðruvísi sætt en alltaf jafn gaman," sagði Darri Hilmarsson, leikmaður KR, við Vísi eftir að hafa fagnað Íslandsmeistaratitlinum með liðsfélögum sínum og stuðningsmönnum sem mættu í Síkið á Króknum. "Það er rosalega skemmtileg stemning hérna; trommur og læti. Það hefur verið uppgangur hjá þeim í ár og áhorfendur tekið undir. Þetta er erfiðasti heimavöllurinn ásamt okkar," sagði Darri. KR-liðið lenti mest tíu stigum undir í leiknum í kvöld en náði að berjast í gegnum það og landa Íslandsmeistaratitlinum. Þetta var ekki í fyrsta skipti sem KR lendir undir en kemur til baka. "Maður þarf bara að halda áfram. Við töpuðum boltanum trekk í trekk og vorum að gera mistök. Húsið fylgdi því eftir og dómararnir voru með þeim eins og allir. Það gekk allt upp hjá Stólunum, en maður má bara ekki brotna. Það er alltaf næsta sókn og næsta vörn," sagði Darri. KR-liðið er á besta aldri með frábæra leikmenn sem eru ekki líklegir til að fara annað, nema kannski í atvinnumennsku. Hversu marga titla getur liðið unnið á næstu árum? "Vonandi vinnum við fullt af titlum. Aðalmálið er að halda kjarnanum áfram. Það gerðum við fyrir þetta tímabil og þess vegna gengur svona vel. Svo er bara að bæta við sig. Næst viljum við vinna bikarinn líka. Það hefur ekki gengið nógu vel," sagði brosmildur Darri Hilmarsson.Lewis: Gæti spilað í 3-4 ár í viðbót Darrel Lewis var magnaður með liði Tindastóls í kvöld og skoraði 37 stig. Það dugði þó ekki til gegn verðandi Íslandsmeisturum KR. „Þetta eru vonbrigði því við lögðum svo mikið á okkur til að komast á þennan stað. Það eru vonbrigði að ná ekki markmiðum sínum en ég er stoltur af strákinum. Það voru forréttindi að fá að spila með þeim.“ Hann viðurkennir að það hefði verið betra að vera með Myron Dempsey, sem missti af fyrstu þremur leikjum rimmunnar vegna heilahristings, frá upphafi. „En þessir strákar stigu upp í hans fjarveru og spiluðu vel. Kannski hefði það breytt miklu að fá hann inn og kannski hefði niðurstaðan verið sú sama. Strákarnir gerðu það sem þeir gátu og það skiptir öllu.“ Hann segist vera ánægður nú í lok tímabilsins, þrátt fyrir vonbrigði kvöldsins. Þessi 39 ára kappi var magnaður í kvöld og skoraði 37 stig. Hann ætlar að halda áfram í eitt ár í viðbót. „Ég gæti haldið áfram í 3-4 ár í viðbót. En ég vil ekki spila svo lengi í viðbót. Ég ætla að spila í eitt ár í viðbót og svo hætti ég,“ sagði hann. „Ég ætla að spila á Íslandi. Ég vil ekkert annað fara. Ég hef ekki enn ákveðið mig. Kannski verð ég hér áfram og kannski fer ég eitthvað annað. Það er enn í óvissu.“ Hann og Darrell Flake vildu ná einu tímabili saman og það tókst hjá Tindastóli í vetur. „Hann er eins og bróðir minn. Það var frábært að spila með honum í vetur. Við gengum í gegnum margt með Tindastóli en náðum ekki stóra titlinum. Svona er bara lífið.“Leiklýsing: Tindastóll - KRLeik lokið | 81-88: Pavel nýtir seinna vítið. Ingvi ber boltann upp, gefur á Lewis sem kemst ekki framhjá Craion. Helgi Már fær boltann og brotið á honum þegar 9,3 sekúndur eru eftir. Þetta er búið. KR er Íslandsmeistari 2015.40. mín | 81-86: Lewis keyrir og skorar. Hann er kominn með 37 stig. Þvílíkur leikur hjá honum. Nú er brotið á Pavel. Hann klikkar á báðum. Stólarnir fram þegar rúmar 30 sekúndur eru eftir. Lewis í langan þrist, gengur ekki. Brotið á Pavel. 19,8 sekúndur eftir. Þetta hlýtur að vera kmoið hjá KR.40. mín | 79-86: Helgi Freyr reynir enn einn þristinn en klikkar. Dempsey nær þó frákastinu og skorar og heldur heimamönnum inni í leiknum. Brotið á Brynjari og hann á vítalínunni þegar 49,5 sekúndur eru eftir. Nýtir bæði og munurinn aftur sjö stig.39. mín | 77-84: Frábær sókn hjá KR. Boltinn gengur hratt þar til að Craion finnur dauðafrían Helga Má sem skorar úr opnu skoti. Helgi Freyr klikkar svo og KR fær boltann. Brotið á Helga Má. Hann fer á vítalínuna þegar 1:06 eru eftir. Nýtir annað og munurinn er sjö stig.39. mín | 77-80: Helgi Már fær villu fyrir að brjóta á Lewis, hans fjórða. Pavel líka með fjórar, munum það. Hann er inn á. Pavel kemst inn í sendingu Helga Freys sem brýtur svo á Craion í upphlaupinu. 1:56 eftir og Craion setur bannað vítið niður. Helgi Freyr með frákastið. Stólar fram og Dempsey sækir and-1 körfu. Klikkar þó á vítinu.38. mín | 75-79: Craion tapaði boltanum í umdeildri ákvörðun dómara. Helgi Rafn setur niður dýrmæta körfu en Helgi Már svarar með þristi. Helgi Rafn tapar svo boltanum og Pavel refsaði með körfu. Martin er brjálaður út í dómarana, vill fá meira en hans menn eru að fá þessa stundina. 2:23 eftir þegar leikhlé er tekið.36. mín | 73-74: Helgi Rafn fær nú opinn þrist en klikkar. Þetta er einfaldlega ekki hans kvöld. Langur bolti fram á Darra sem kemur KR yfir. Það er dýrt að nýta ekki þessi skot í svona leik.35. mín | 73-72: Flake fær sína fimmtu villu og Helgi Rafn kominn með fjórar villur. Helgi Freyr kemur því inn á hjá Stólunum. Klikkar á tveimur þristum í fyrstu sókn sinni. Craion sækir inn í teig og minnkar muninn í eitt.34. mín | 73-68: Darri setur niður tvö af vítalínunni og jafnar aftur metin. En svo kemur sprettur hjá Stólunum. Fimm stig í röð. Dempsey með körfu og svo Lewis með þrist. Brynjar Þór klikkar á meðan á tveimur þriggja stiga skotum. Heimamenn kunna að meta þetta. Craion með sjö stig í seinni hálfleik.32. mín | 66-66: Mikil stemning hjá heimamönnum. Viðar með körfu og svo Lewis með þrist á meðan að gestirnir klikka á sínum skotum. Leikurinn svo stöðvaður og dómararnir líta á upptöku Stöðvar 2 Sports til að sjá hvort að Lewis var fyrir utan þriggja stiga línuna. Svo reyndist ekki vera og því stig tekið af honum. Hnífjöfn staða.Þriðja leikhluta lokið | 62-64: Pavel er búinn að vera magnaður í þriðja leikhluta og skorað ellefu stig. Hann setti niður þrist sem kom KR yfir en braut svo af sér í baráttu um frákast eftir að Dempsey hafði stolið boltanum. Það var fjórða villa Pavels í leiknum og hann þarf því hvíla í upphafi fjórða leikhluta. Stigin: Tindastóll: Lewis 30, Pétur 14, Dempsey 12, Viðar 2, Helgi Rafn 2, Flake 2. KR: Pavel 18, Craion 17, Brynjar 11, Darri 9, Helgi Már 7, Finnur Atli 2.28. mín | 60-61: Lewis er enn að og setur enn eina körfuna niður. Kominn með 30 stig. En Pavel er kominn í gang fyrir KR-inga eftir rólegan fyrri hálfleik og nær forystunni aftur fyrir sína menn með þristi. Israel Martin tekur leikhlé.28. mín | 58-58: Pétur setur niður þrist og kemur muninum í fimm stig, skömmu eftir að Helgi Rafn fékk sína þriðju villu í leiknum. Pavel náði svo að stela boltanum, fiska villu á Dempsey og setja bæði vítin niður. Það jafnaði leikinn.26. mín | 53-49: Craion brýtur loksins ísinn fyrir KR og fiskar villu á Helga Rafn þar að auki. Darri setur svo niður þrist sem hjálpar gestunum. Heimamenn hafa verið að klikka á skotum síðustu mínúturnar en það er mikil barátta í báðum liðum.23. mín | 49-40: Fjórir tapaðir boltar í fyrstu fjórum sóknunum hjá KR. Svo klikkar Darri og svo annar tapaður bolti hjá KR. Svakalegt að sjá. Dempsey með fjögur stig í röð og svo kemur Helgi Rafn loksins með körfu eftir að hafa klikkað á fyrstu sjö skotunum sínum. Til að bæta gráu á svart stelur Dempsey boltanum eftir innkast KR, skorar og gestirnir neyðast til að taka leikhlé. Þvílík hörmungarbyrjun hjá KR í síðari hálfleik.21. mín | 41-40: KR-ingar byrjar í sókn í seinni hálfleik og hann byrjar þa því að Pétur kemst inn í sendingu Craion og kemur heimamönnum yfir með auðveldri körfu.Helena er mætt í KR-búningi: Besta körfuboltakona landsins, Helena Sverrisdóttir er mætt til að styðja sinn mann, KR-inginn Finn Atla Magnússon. Helena er því að sjálfsögðu í KR-búningi með númerinu fjórtán. Veit ekki hvað Haukafólki finnst um þetta.Heimamaður í vanda: Helgi Rafn er fyrirliði Tindastóls og hefur aldrei spilað fyrir annað félag. Hann er búinn að klikka á öllum sex skotunum sínum í fyrri hálfleik og tapa boltanum einu sinni. Heimamenn þurfa meira frá honum.Framlag af bekknum: Aðeins tvö stig af bekknum hjá KR í fyrri hálfleik, Finnur Atli átti þau. Það er aðeins meira hjá Tindastóli, samtals sex stig.Baráttuvilji heimamanna: Eftir rólega byrjun hefur verið frábært að sjá baráttuvilja Stólanna, sérstaklega í sókninni. Það sést best á því að Tindastóll er með ellefu sóknarfráköst í fyrri hálfleik gegn fjögur frá KR.Tölfræðin í fyrri hálfleik:Tindastóll: Lewis 22/3/0, Pétur 9/5/4, Dempsey 4/3/0, Viðar 2/4/0, Flake 2/3/0, Helgi Rafn 0/3/3.KR: Craion 12/6/3, Brynjar Þór 8/0/3, Helgi Már 7/2/1, Pavel 7/2/3, Darri 4/1/0.Skotnýting: Tindastóll 10/24 (2ja), 4/12 (3ja) - KR 13/21 (2ja), 4/13 (3ja)Fráköst: Tindastóll 24 (13/11) - KR 15 (4/11).Tapaðir boltar: Tindastóll 8 - KR 6.Fyrri hálfleik lokið | 39-40: Craion og Pavel töpuðu boltanum báðir á lokamínútunum og Brynjar Þór klikkaði á þristi. Heimamenn færðu sér þetta í nyt og þakið ætlaði að rifna af þegar Pétur Rúnar setti niður þrist. Stólarnir fengu tækifæri til að komast yfir en Helgi Rafn klikkaði og Craion refsaði í hraðaupphlaupi. Stólarnir eru þó á meira skriði sem stendur og allt annað að sjá til liðsins en í upphafi leiksins.18. mín | 35-38: Mikil barátta í liði Tindastóls á báðum endum vallarins. Liðið er að uppskera samkvæmt því, sóknarfráköst og eru að þvinga KR-inga í erfiðari skot. Viðar hefur komið inn af miklum krafti í lið Tindastóls. Helgi Már kominn með tvær villur á skömmum tíma hjá KR og það stefnir í óefni hjá þeim í þessum málum ef ekkert breytist.15. mín | 31-36: Darri trúði ekki sínum eigin augum þegar hann fékk dæmda á sig villu eftir frákastabaráttu við Viðar. Hann þurfti að fara af velli. Skellur fyrir varnarleik KR-inga.15. mín | 31-36: KR heldur áfram að salla niður stigum en Lewis heldur uppteknum hætti og setur þrist. Hann er kominn með 20. Flake klikkar svo en Demspey nær í afar mikilvægt sóknarfrákast og skorar. KR er byrjað að hiksta. Tapar boltanum, Dempsey skorar eftir sóknarfrákast og Finnur Freyr tekur leikhlé.13. mín | 24-32: Aðeins betra hjá Tindastóli í sókninni og þeir hafa náð að stöðva síðustu tvær sóknirnar hjá KR. Dempsey varði skot frá Helga Má og kannski að það hafi komið honum í gang. Lewis kominn með sautján stig en Flake með þrjár villur og það gæti verið erfitt fyrir heimamenn.Fyrsta leikhluta lokið | 18-25: Dempsey virðist einfaldlega ryðgaður og í engum takti við leikinn. Hann er búinn að tapa boltanum tvisvar og klikka á tveimur skotum á tæpum þremur mínútum. Lewis er allt í öllu hjá Tindastóli en það er ekki nóg og sóknin hjá Tindastóli virðist engan vegin í jafnvægi. Stigin: Tindastóll: Lewis 13, Pétur 3, Flake 2. KR: Brynjar 8, Craion 6, Pavel 5, Helgi már 4, Darri 28. mín | 18-20: KR er að skora í nánast hverri sókn. Lewis er enn að skila mikilvægu framlagi en á meðan að varnarleikurinn er ekki að stoppa þarf meira til hjá Tindastóli. Dempsey kemur inn fyrir Helga Rafn og sjáum hverju það skilar.5. mín | 11-11: Lewis byrjar mjög vel. Sækir mikilvægt sóknarfrákast og skorar tvö stig. Setur niður þrist í næstu sókn. Á meðan klikkar Brynjar Þór á þristi og brýtur svo af sér, nær í fyrstu villuna sína. Engin villa á Tindastól hingað til. Lewis með níu stig af ellefu hjá heimamönnum.3. mín | 4-7: Craion í aðalhlutverki. Skorar fyrstu stigin, tapar svo boltanum í annarri sókn KR og brýtur svo af sér og fær fyrstu villu leiksins. Lewis með fyrstu fjögur stig heimamanna en Brynjar setur svo niður þrist og heldur uppteknum hætti frá síðasta leik.1. mín | 0-0: Þá er þetta byrjað! Þetta var stórskemmtilegt. Skagfirsk fjallkona kom inn með boltann í öllum sínum skrúða. Almennilegt! KR vinnur uppkastið.Fyrir leik: Ljósin slökkt og öllu tjaldað til þegar leikmenn Tindastóls eru kynntir til leiks. Það eru gríðarleg læti í höllinni þegar áhorfendur taka til sinna mála. Það heyrist einfaldlega ekki í næsta manni.Fyrir leik: Þá er leikmannakynningin að hefjast. Fyrst eru heiðursgestir kvöldsins kynntir en það eru forráðamenn KKÍ og Domino's sem eru hér til að sjá um bikarafhendingu ef hún fer fram í kvöld. Heimamenn ætla þó að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að þetta fólk fari með bikarinn aftur heim í kvöld.Fyrir leik: Við vorum að fá þær upplýsingar að Myron Dempsey verði ekki í byrjunarliði Tindastóls í kvöld. Það verður sama byrjunarlið og í síðustu leikjum hjá báðum liðum.Fyrir leik: Það er heilmikil reynsla í dómaratríói kvöldsins. Leifur Sigfinnur Garðarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Sigmundur Már Herbertsson dæma þennan leik. Margir vilja deila við dómarann í körfuboltaleikjum en það ætti að vera algjör óþarfi í kvöld, eða hvað?Fyrir leik: Það er óhætt að segja að Brynjar hafi haft rétt fyrir sér þá. KR var með 76% nýtingu í 2ja stiga skotum, 56% utan þriggja stiga línunnar og 78% nýtingu af vítalínunni. Ótrúlegar tölur.Fyrir leik: „Við viljum meina að þegar við spilum okkar best þá standist okkur fá lið snúning. Ég held að það hafi verið raunin í kvöld,“ sagði Brynjar Þór Björnsson eftir leikinn á sunnudag en hann átti stórleik og skoraði þá 26 stig, þar af 20 í fyrri hálfleik.Fyrir leik: Það var mikið rætt um frákastabaráttuna eftir fyrsta leikinn. Eðlilega því KR tók 61 frákast í þessum eina leik. Þar af voru 23 sóknarfráköst. Þetta jafnaðist út í næsta leik (23-20 fyrir Tindastóli) og hún var nánast jöfn í síðasta leik (27-26 fyrir KR). Dempsey er mikið frákastatröll og við skulum sjá hvaða áhrif hans innkoma hefur á þessa baráttu í kvöld.Fyrir leik: Ef Tindastóll vinnur í kvöld fáum við oddaleik um Íslandsmeistaratitilinn í KR-húsinu á laugardag. En það er nokkuð ljóst að KR-ingar ætla sér að klára þetta í kvöld í stað þess að gefa Stólunum blóð á tennurnar fyrir oddaleik þar sem allt getur gerst.Fyrir leik: Það er að verða uppselt í stúkusætin, að minnsta kosti Tindastólsmegin. Það er enn nóg pláss fyrir KR-inga. Svo er staðið á svölunum næstum allan hringinn.Fyrir leik: KR-ingurinn Michael Craion er algjör lykilmaður í liði KR, bæði í vörn og sókn. Hann hefur verið magnaður í seríunni og er með 24,7 stig og 13,3 fráköst að meðaltali í leikjunum þremur. Afar stöðugur og erfiður við að eiga.Fyrir leik: „Þeir eiga enga stuðningsmenn, KR, KR. Ekkert nema gamalt fólk sem líkar best að hafa hljótt. Það gengur ekkert upp í vesturbæ,“ syngja stuðningsmenn Tindastóls og bæta svo við: „Velkomin í Síkið. Velkomin í Síkið.“Fyrir leik: Metallica á fóninum. Menn eru ánægðir með það hér á bæ og er það vel. Hér eru líka Gaupi og Svali en þeir sjá um að lýsa leiknum á Stöð 2 Sport af sinni alkunnu snilld.Fyrir leik: Darrel Flake var magnaður í leik liðanna hér á Sauðárkróki á miðvikudag. Flake er meiddur og hefur spilað einvígið nánast á annarri löppinni. Ef Dempsey getur beitt sér eðlilega í þessum leik er von á því að álagið á Flake minnki í kvöld.Fyrir leik: Það er tímabært að fá alvöru dramatík í leik í þessari seríu. KR hefur unnið sína heimaleiki til þessa nokkuð þægilega og þó svo að það var meiri spenna í leiknum í Síkinni á miðvikudag vann Tindastóll engu að síður með átta stiga mun. Væri til of mikils mælst að leikurinn ynnist á flautukörfu í kvöld.?Fyrir leik: Öll körfuboltafjölskyldan er mætt í húsið. Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, er mættur með allt starfslið skrifstofunnar og Íslandsbikarinn í Síkið. Hannes fagnaði fertugsafmæli sínu um síðustu helgi og gifti sig um leið. Góðir dagar hjá formanninum.Fyrir leik: Það eru góðar fréttir af liði Tindatóls, en miðherjinn Myron Dempsey er kominn í búning og byrjaður að hita upp. Hann hefur ekkert spilað í lokaúrslitunum vegna höfuðáverka og um hann hefur munað. Óvíst er hversu virkan þátt hann mun taka í leiknum.Fyrir leik: Þá erum við mætt hingað í Síkið þar sem að stuðningsmenn byrjuðu að hrópa og kalla um klukkustund áður en leikurinn hefst. Bæði lið eru löngu byrjuð að hita upp fyrir þennan mikilvæga leik á Sauðárkróki.Fyrir leik: Komiði sæl og blessuð. Hér verður leik Tindastóls og KR lýst. BACK TO BACK CHAMPIONS! #WEWASCONFIDENT #KR #krkarfa #Storveldid #threepeat #letsdothis #ballin #dominos #dominosdeildin #slices A video posted by Bodvar Gudjonsson (@bodvarg) on Apr 29, 2015 at 2:12pm PDT
Dominos-deild karla Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti FH-ingar kynntu Birki og Braga Íslenski boltinn Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Sjá meira