Gunnhildur: Alltaf best að spila heima Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2015 13:53 Gunnhildur átti frábært tímabil með Snæfelli. vísir/vilhelm „Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum. Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti Fleiri fréttir Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Sjá meira
„Það er alltaf gaman að fá viðurkenningu fyrir það sem maður leggur á sig,“ sagði Gunnhildur Gunnarsdóttir, leikmaður Íslandsmeistara Snæfells, í samtali við Vísi eftir lokahóf KKÍ sem fór fram í Laugardalnum í dag. Gunnhildur var valin besti varnarmaður Domino's deildar kvenna auk þess sem hún var í liði ársins.Sjá einnig: Hildur og Pavel best í Domino's deildunum. „Ég hef þroskast mikið sem varnarmaður og legg mikið upp úr því að spila góða vörn. Með góðri vörn kemur góð sókn og þú öðlast sjálftraust með því að standa þig vel í vörninni,“ sagði Gunnhildur sem sneri aftur í Hólminn fyrir tímabilið eftir nokkur ár í Haukum. Hún segist ekki sjá eftir þeirri ákvörðun. „Ég sé alls ekki eftir því. Ég bý fyrir vestan og það er gott að spila fyrir uppeldisfélagið, þótt ég hafi átt góð ár í Haukum. Það er alltaf best að spila heima,“ sagði Gunnhildur ennfremur sem gerir ráð fyrir að vera áfram í Hólminum næstu árin. Snæfell er Íslandsmeistari síðustu tveggja ára en mun væntanlega mæta með nokkuð breytt lið til leiks á næsta tímabili. Hildur Sigurðardóttir, leikmaður ársins og fyrirliði Snæfells, hefur lagt skóna á hilluna og þá ætlar Kristen McCarthy að reyna fyrir sér í sterkari deild. „Hópurinn mun líta öðruvísi út en vonandi fáum við einhverjar duglegar stelpur heim. Svo erum við með unga og efnilega leikmenn. Þessi hópur þarf að stíga eitt skref áfram og bæta sig,“ sagði Gunnhildur og bætti því við að hefðin sem hefur skapast í Snæfelli undanfarin ár sé mikilvæg. „Það er búið að sýna sig að karfan heima er á uppsiglingu. En við erum ekkert með endalaust úrval af leikmönnum. Árgangarnir í skólunum eru litlir og það er mjög mikilvægt að vera með góða þjálfara í yngri flokkunum svo leikmenn skili sér upp í meistaraflokkinn. „Það er gott fyrir yngri leikmenn að sjá að það er hægt að gera góða hluti,“ sagði Gunnhildur að lokum.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Íslenski boltinn Varaforseti Bandaríkjanna braut bikarinn Sport „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Íslenski boltinn Mörkin frá gærkvöldinu þegar tapliðin fögnuðu í Meistaradeildinni Fótbolti Adam Ingi í ótímabundið hlé frá knattspyrnu Fótbolti Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug Körfubolti Byrjaði sem grín en endaði með því að Römer fór frá Lyngby til Akureyrar Íslenski boltinn Baðst afsökunar á því að hafa beðið um að mótherjinn setti á sig svitalyktareyði Sport Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Körfubolti „Holan var of djúp“ Körfubolti Fleiri fréttir Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik