Sport

Buggytorfæra í fyrsta skipti á Íslandi

Það verður gaman að sjá þessa bíla í gryfjunni á Hellu.
Það verður gaman að sjá þessa bíla í gryfjunni á Hellu.
Áhugaverð torfærukeppni fer fram á Hellu um næstu helgi.

Þá verður keppt í buggytorfæru en þessir fjórhjóladrifnu bílar hafa verið að slá í gegn hér á landi upp á síðkastið.

Það verður keppt í tveim flokkum. 800cc flokki og 1000cc flokki. Þegar er búið að skrá þrettán bíla til leiks og mögulega taka fleiri þátt.

Það er Flugbjörgunarsveitin á Hellu sem stendur fyrir keppninni en hún fer fram á laugardag. Keppnin byrjar á hádegi og kostar 1.500 kr. inn en frítt er fyrir 12 ára og yngri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×