Tunglið lyktar eins og byssupúður segir síðasti tunglfarinn Heimir Már Pétursson skrifar 9. júlí 2015 19:04 Harrison Schmitt, síðasti landkönnuðurinn á Tunglinu, tók fyrstur manna ljósmynd af jörðinni í heilu lagi séð utan úr geimnum. Ólafur Ragnar Grímsson veitti honum Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar í dag. Annar tveggja síðustu mannanna til að fara til tungslins segir ferðina hafa verið frábæra lífsreynslu en hann tók eina frægustu ljósmynd af jörðinni sem tekin hefur verið. Aðeins tólf menn hafa komið til tunglsins og eru þeir allir sammála um að það lykti eins og byssupúður. Eugene Cernan, Ronald Evans og Harrison Schmitt var skotið á loft í geimflauginni Apollo sautjánda frá Kennedy höfða hinn 7. desember 1972 og voru þeir Cernan og Schmitt síðustu mennirnir til að stíga fæti á tungið hingað til. „Þetta var stórkostleg reynsla sem mér er mikill heiður að hafa notið. Einnig vegna þess að ég er jarðfræðingur sem fékk að rannsaka fallegan dal á Tunglinu sem enginn hafði rannsakað áður. Þannig að þetta var mikið tækifæri,“ sagði Schmitt á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en hann var að koma að norðan þar sem hann heimsótti m.a. Nautagil rétt norðaustan við Öskju þar sem hann og félagar hans undurbjuggu sig fyrir tunglferðina árið 1969. En Sigurður heitinn Þórarinsson jarðfæðingur og húmoristi nefndi Nautagil eftir Taurus-Littrow dalnum á tunglinu þar sem Harrison og Cernan lentu. Þeir slógu mörg met í þessari síðustu ferð manna til Mánans. „Við söfnuðum meira af sýnum og dvöldum þar lengur en nokkur annar (í þrjá daga) og tókum örugglega meira af myndum en nokkur annar. Aðallega vegna þess að við höfum meiri tækifæri til þess en aðrir,“ segir Harrison.Ólafur Ragnar Grímsson veitir Schmitt Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar í dag.vísir/andri marinóFann aldrei fyrir hræðslu bara gleðiSumir myndu segja að þið tólfmenningarnir hljótið að hafa haft viský í æðunum en ekki heitt blóð. Varstu aldrei hræddur í gegnum þetta ferli, var aldrei lítill maður í höfðinu sem sagði þér að hætta við?„Valferlið fyrir geimfara, reynsla okkar af flugi á ýmsum þotum og þyrlum sem og öll þjálfunin láta slík vandamál hverfa. Við lærðum að vinna saman og ég get aðeins sagt fyrir sjálfan mig að ég var aldrei hræddur. Bara mjög hamingjusamur að fá þetta tækifæri,“ segir Schmitt. Aðeins tólf menn hafa komið til tunglsins en á kvikmyndum og ljósmyndum tunglfaranna, sem flestar voru svarthvítar, er erfitt að ímynda sér útlit þess í návígi. „Tunglið er margtóna grátt þar með talið bláleitir og brúnir tónar. Aðallitirnir voru hins vegar litirnir af okkur mönnunum sem voru þarna og af geimfarinu. En okkur tókst þó að finna frábæran appelsínugulan lit, eldfjallaösku sem ég er viss um að kæmu Íslendingum sem þekkja til eldfjalla mjög kunnuglega fyrir sjónir,“ segir Schmitt. Þá segir hann þjálfunina hér á landi þremur árum fyrir geimskotið hafa verið mikilvæga enda landslagið í Nautagili ekki ósvipað lendingarstaðnum. „Ísland var mjög mikilvægt í þjálfunininni. Til að venjast landslaginu. Sérstaklega fyrir þá geimfara sem stjórnuðu lendingarförunum. Þannig að þeir væru vanir jarðvegi þar sem jöklar höfðu skriðið yfir og slíkt. Þetta kom sér ákaflega vel, sérstaklega fyrir Neil Armstrong sem fyrstur lenti á Tunglinu.“ Og Tunglið hefur sína sérstöku lykt. „Við fundum lyktina inni í geimfarinu. Rykið á tunglinu lyktar eins og byssupúður, brennt byssupúður. Við vorum allir sammála um það. Þetta er mjög afgerandi og sterk lykt.,“ segir Schmitt. Þessi annar af tveimur síðustu landkönnuða á Tunglinu flutti síðan fyrirlestur í hátíðarsal Háskólans í Reykjavík í dag. Að loknum fyrirlestrinum veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands honum könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar fyrir hönd Könnunarsafnsins á Húsavík, en þetta var í fyrsta skipti sem þau verðlaun voru veitt. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira
Harrison Schmitt, síðasti landkönnuðurinn á Tunglinu, tók fyrstur manna ljósmynd af jörðinni í heilu lagi séð utan úr geimnum. Ólafur Ragnar Grímsson veitti honum Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar í dag. Annar tveggja síðustu mannanna til að fara til tungslins segir ferðina hafa verið frábæra lífsreynslu en hann tók eina frægustu ljósmynd af jörðinni sem tekin hefur verið. Aðeins tólf menn hafa komið til tunglsins og eru þeir allir sammála um að það lykti eins og byssupúður. Eugene Cernan, Ronald Evans og Harrison Schmitt var skotið á loft í geimflauginni Apollo sautjánda frá Kennedy höfða hinn 7. desember 1972 og voru þeir Cernan og Schmitt síðustu mennirnir til að stíga fæti á tungið hingað til. „Þetta var stórkostleg reynsla sem mér er mikill heiður að hafa notið. Einnig vegna þess að ég er jarðfræðingur sem fékk að rannsaka fallegan dal á Tunglinu sem enginn hafði rannsakað áður. Þannig að þetta var mikið tækifæri,“ sagði Schmitt á Reykjavíkurflugvelli síðdegis en hann var að koma að norðan þar sem hann heimsótti m.a. Nautagil rétt norðaustan við Öskju þar sem hann og félagar hans undurbjuggu sig fyrir tunglferðina árið 1969. En Sigurður heitinn Þórarinsson jarðfæðingur og húmoristi nefndi Nautagil eftir Taurus-Littrow dalnum á tunglinu þar sem Harrison og Cernan lentu. Þeir slógu mörg met í þessari síðustu ferð manna til Mánans. „Við söfnuðum meira af sýnum og dvöldum þar lengur en nokkur annar (í þrjá daga) og tókum örugglega meira af myndum en nokkur annar. Aðallega vegna þess að við höfum meiri tækifæri til þess en aðrir,“ segir Harrison.Ólafur Ragnar Grímsson veitir Schmitt Könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar í dag.vísir/andri marinóFann aldrei fyrir hræðslu bara gleðiSumir myndu segja að þið tólfmenningarnir hljótið að hafa haft viský í æðunum en ekki heitt blóð. Varstu aldrei hræddur í gegnum þetta ferli, var aldrei lítill maður í höfðinu sem sagði þér að hætta við?„Valferlið fyrir geimfara, reynsla okkar af flugi á ýmsum þotum og þyrlum sem og öll þjálfunin láta slík vandamál hverfa. Við lærðum að vinna saman og ég get aðeins sagt fyrir sjálfan mig að ég var aldrei hræddur. Bara mjög hamingjusamur að fá þetta tækifæri,“ segir Schmitt. Aðeins tólf menn hafa komið til tunglsins en á kvikmyndum og ljósmyndum tunglfaranna, sem flestar voru svarthvítar, er erfitt að ímynda sér útlit þess í návígi. „Tunglið er margtóna grátt þar með talið bláleitir og brúnir tónar. Aðallitirnir voru hins vegar litirnir af okkur mönnunum sem voru þarna og af geimfarinu. En okkur tókst þó að finna frábæran appelsínugulan lit, eldfjallaösku sem ég er viss um að kæmu Íslendingum sem þekkja til eldfjalla mjög kunnuglega fyrir sjónir,“ segir Schmitt. Þá segir hann þjálfunina hér á landi þremur árum fyrir geimskotið hafa verið mikilvæga enda landslagið í Nautagili ekki ósvipað lendingarstaðnum. „Ísland var mjög mikilvægt í þjálfunininni. Til að venjast landslaginu. Sérstaklega fyrir þá geimfara sem stjórnuðu lendingarförunum. Þannig að þeir væru vanir jarðvegi þar sem jöklar höfðu skriðið yfir og slíkt. Þetta kom sér ákaflega vel, sérstaklega fyrir Neil Armstrong sem fyrstur lenti á Tunglinu.“ Og Tunglið hefur sína sérstöku lykt. „Við fundum lyktina inni í geimfarinu. Rykið á tunglinu lyktar eins og byssupúður, brennt byssupúður. Við vorum allir sammála um það. Þetta er mjög afgerandi og sterk lykt.,“ segir Schmitt. Þessi annar af tveimur síðustu landkönnuða á Tunglinu flutti síðan fyrirlestur í hátíðarsal Háskólans í Reykjavík í dag. Að loknum fyrirlestrinum veitti Ólafur Ragnar Grímsson forseti íslands honum könnunarverðlaun Leifs Eiríkssonar fyrir hönd Könnunarsafnsins á Húsavík, en þetta var í fyrsta skipti sem þau verðlaun voru veitt.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fleiri fréttir Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Sjá meira