#Túrvæðingin Gunnhildur Jónsdóttir skrifar 5. september 2015 09:00 Sumar konur fá mikla túrverki en aðrar ekki. Getty Kassamerkið „Túrvæðingin“ hefur verið áberandi á Twitter á þessu ári en þar hafa konur verið að segja frá mýtum og ranghugmyndum sem margir eru með um blæðingar og kalla eftir opnari umræðu. Flestar konur fara reglulega á blæðingar og það er því í raun ótrúlegt hversu mikið feimnismál það er miðað við að um er að ræða helming mannkynsins. Það er mikil fáfræði varðandi blæðingar og hvernig þær ganga fyrir sig. Það kemur ekki á óvart þar sem það eru yfirleitt bara stelpur sem fá fræðslu um blæðingar í grunnskólum. Oftast eru stelpurnar dregnar úr kennslustofunni þar sem kennari eða hjúkrunarfræðingur segir þeim aðeins frá hvernig það er að byrja á blæðingum.Hér fyrir neðan má sjá þau málefni sem brenna hvað mest á Twitter-notendum:Fræðsla og feimni Menn munu alltaf vera í kringum konur sem fara á blæðingar. Ættu þeir ekki að fá tækifæri til þess að fá fræðslu? Ef það kemur blóð í buxurnar þá yrði ekki gert grín af stelpunni heldur sýndur skilningur. Þá myndu margir ekki fá æluna upp í hálsinn við að sjá túrtappa eða dömubindi og stelpur þyrftu ekki að lauma þeim í vasann svo enginn sjái áður en þær fara á klósettið.Túrverkir Konur fá mismikla túrverki. Sumar verða óvinnufærar og kasta jafnvel upp en aðrar finna ekki fyrir því. Það getur oft verið óþægilegt að taka sér frí frá vinnu vegna túrverkja þar sem margir yfirmenn taka lítið mark á því. Sumar konur taka getnaðarpilluna stanslaust í marga mánuði svo að þær þurfi ekki að sleppa við vinnu vegna túrverkja.Það að fara á túr á ekki að vera feimnismál.Tott-dagar Það virðist vera algengt að þegar stelpan er á túr finnist henni hún skulda stráknum það að veita honum fullnægingu þar sem það er „henni að kenna“ að þau geti ekki stundað samfarir. Þetta er rangt hugarfar og segja Twitter-notendur að strákarnir ættu að stjana við stelpurnar í staðinn, enda líkaminn þeirra undir mun meira álagi.Blár vökvinn í auglýsingum Í öllum auglýsingum fyrir dömubindi er allur vökvi sem er notaður blár á litinn. Það er forvitnilegt að vita ástæðuna fyrir því að vökvinn sé blár vegna þess að vökvinn ætti að vera rauður. Líklegast er það til að valda fólki ekki óhug enda eru blæðingar eins og hrollvekja í augum sumra.Vont skap á túr Vissulega geta blæðingar farið í skapið á sumum konum en að gera ráð fyrir að stelpur séu á túr einungis vegna þess að þær eru í vondu skapi fer enn verra í skapið á Twitter-notendum.Hér má sjá dömubindi.24% Skattur á dömubindum Nýlega var lækkaður skattur á smokkum, bleyjum og bleyjufóðri en skattur á dömubindum og túrtöppum hélst ósnertur í 24%. Fréttablaðið hafði samband við skrifstofu Ríkisskattstjóra og fékk þau svör að skattalækkanirnar hafi verið til þess gerðar að lækka útgjöld heimilanna. Dömubindi og túrtappar eru tvímælalausar nauðsynjavörur og komast fæstar fjölskyldur hjá því að kaupa þær. Það er hægt að setja stórt spurningarmerki við þessa ákvörðun og forvitnilegt að vita rökin fyrir því að lækka smokka og bleyjur en ekki dömubindi.Unnur EggertsdóttirfacebookUnnur Eggertsdóttir hefur verið virk á Twitter að opna umræðuna í túrvæðingunni. „Mér finnst þetta geðveikt sjálfsagt og það er gaman að sjá hvað það eru margir búnir að taka vel í þetta. Konum hefur blætt einu sinni í mánuði í þúsund ár. Það að þetta sé enn þá eitthvað tabú er eiginlega bara fyndið.“ Blæðingar eru ekki feimnismál í innsta hóp Unnar en hún segist stundum fá komment frá ókunnugum um að hún sé einum of opinská. „Ég vil ekkert vera að þröngva túr upp á fólk en þessi umræða er nauðsynleg og mér er alveg sama þó að einhver félagi út í bæ unfollowi mig á Twitter. Mamma passaði vel upp á það á sínum tíma að þetta væri ekki neitt til að skammast sín fyrir. Ég var að springa úr stolti þegar ég byrjaði fyrst á túr, mér fannst ég loksins vera orðin kona.“Eydís BlöndalfacebookEydís Blöndal var ein af þeim fyrstu til þess að taka þátt í túrvæðingunni á Twitter. „Það verða svo oft umræður á Twitter og þá á svona til að springa út. Það er svo skrítið hvernig allar konur ganga í gegnum þetta en samt má ekkert tala um þetta. Umræðunni hefur hingað til verið stjórnað af karlmönnum og þeir vilja ekki heyra um þetta.“ Mikil fáfræði fylgir blæðingum og hefur hún nokkrum sinnum lent í skrítnum atvikum. „Ég var einu sinni spurð hvort að það væri einhver örvun í því þegar ég set í mig túrtappa. Einu sinni varð líka kærastinn minn pirraður út í mig af því ég byrjaði á blæðingum heima hjá honum. Hann hélt að þetta væri eins og að pissa og að ég gæti stjórnað þessu,“ segir Eydís en henni finnst ekki nógu mikil umræða um túr og ekki tekið nógu mikið tillit til þess. „Það er algengt að ungar stelpur í þróunarlöndunum þurfa að hætta í skóla því þær hafa ekki aðgengi að dömubindum og túrtöppum. Þær nota tuskur í staðinn og fá sýkingu og þurfa því að hætta í skólanum og halda sig heima. Fólk lítur ekki á þessa hluti sem nauðsynjavörur. Það er 24% skattur á dömubindum á Íslandi en aðeins 11% á bleyjum og smokkum.“ Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Kassamerkið „Túrvæðingin“ hefur verið áberandi á Twitter á þessu ári en þar hafa konur verið að segja frá mýtum og ranghugmyndum sem margir eru með um blæðingar og kalla eftir opnari umræðu. Flestar konur fara reglulega á blæðingar og það er því í raun ótrúlegt hversu mikið feimnismál það er miðað við að um er að ræða helming mannkynsins. Það er mikil fáfræði varðandi blæðingar og hvernig þær ganga fyrir sig. Það kemur ekki á óvart þar sem það eru yfirleitt bara stelpur sem fá fræðslu um blæðingar í grunnskólum. Oftast eru stelpurnar dregnar úr kennslustofunni þar sem kennari eða hjúkrunarfræðingur segir þeim aðeins frá hvernig það er að byrja á blæðingum.Hér fyrir neðan má sjá þau málefni sem brenna hvað mest á Twitter-notendum:Fræðsla og feimni Menn munu alltaf vera í kringum konur sem fara á blæðingar. Ættu þeir ekki að fá tækifæri til þess að fá fræðslu? Ef það kemur blóð í buxurnar þá yrði ekki gert grín af stelpunni heldur sýndur skilningur. Þá myndu margir ekki fá æluna upp í hálsinn við að sjá túrtappa eða dömubindi og stelpur þyrftu ekki að lauma þeim í vasann svo enginn sjái áður en þær fara á klósettið.Túrverkir Konur fá mismikla túrverki. Sumar verða óvinnufærar og kasta jafnvel upp en aðrar finna ekki fyrir því. Það getur oft verið óþægilegt að taka sér frí frá vinnu vegna túrverkja þar sem margir yfirmenn taka lítið mark á því. Sumar konur taka getnaðarpilluna stanslaust í marga mánuði svo að þær þurfi ekki að sleppa við vinnu vegna túrverkja.Það að fara á túr á ekki að vera feimnismál.Tott-dagar Það virðist vera algengt að þegar stelpan er á túr finnist henni hún skulda stráknum það að veita honum fullnægingu þar sem það er „henni að kenna“ að þau geti ekki stundað samfarir. Þetta er rangt hugarfar og segja Twitter-notendur að strákarnir ættu að stjana við stelpurnar í staðinn, enda líkaminn þeirra undir mun meira álagi.Blár vökvinn í auglýsingum Í öllum auglýsingum fyrir dömubindi er allur vökvi sem er notaður blár á litinn. Það er forvitnilegt að vita ástæðuna fyrir því að vökvinn sé blár vegna þess að vökvinn ætti að vera rauður. Líklegast er það til að valda fólki ekki óhug enda eru blæðingar eins og hrollvekja í augum sumra.Vont skap á túr Vissulega geta blæðingar farið í skapið á sumum konum en að gera ráð fyrir að stelpur séu á túr einungis vegna þess að þær eru í vondu skapi fer enn verra í skapið á Twitter-notendum.Hér má sjá dömubindi.24% Skattur á dömubindum Nýlega var lækkaður skattur á smokkum, bleyjum og bleyjufóðri en skattur á dömubindum og túrtöppum hélst ósnertur í 24%. Fréttablaðið hafði samband við skrifstofu Ríkisskattstjóra og fékk þau svör að skattalækkanirnar hafi verið til þess gerðar að lækka útgjöld heimilanna. Dömubindi og túrtappar eru tvímælalausar nauðsynjavörur og komast fæstar fjölskyldur hjá því að kaupa þær. Það er hægt að setja stórt spurningarmerki við þessa ákvörðun og forvitnilegt að vita rökin fyrir því að lækka smokka og bleyjur en ekki dömubindi.Unnur EggertsdóttirfacebookUnnur Eggertsdóttir hefur verið virk á Twitter að opna umræðuna í túrvæðingunni. „Mér finnst þetta geðveikt sjálfsagt og það er gaman að sjá hvað það eru margir búnir að taka vel í þetta. Konum hefur blætt einu sinni í mánuði í þúsund ár. Það að þetta sé enn þá eitthvað tabú er eiginlega bara fyndið.“ Blæðingar eru ekki feimnismál í innsta hóp Unnar en hún segist stundum fá komment frá ókunnugum um að hún sé einum of opinská. „Ég vil ekkert vera að þröngva túr upp á fólk en þessi umræða er nauðsynleg og mér er alveg sama þó að einhver félagi út í bæ unfollowi mig á Twitter. Mamma passaði vel upp á það á sínum tíma að þetta væri ekki neitt til að skammast sín fyrir. Ég var að springa úr stolti þegar ég byrjaði fyrst á túr, mér fannst ég loksins vera orðin kona.“Eydís BlöndalfacebookEydís Blöndal var ein af þeim fyrstu til þess að taka þátt í túrvæðingunni á Twitter. „Það verða svo oft umræður á Twitter og þá á svona til að springa út. Það er svo skrítið hvernig allar konur ganga í gegnum þetta en samt má ekkert tala um þetta. Umræðunni hefur hingað til verið stjórnað af karlmönnum og þeir vilja ekki heyra um þetta.“ Mikil fáfræði fylgir blæðingum og hefur hún nokkrum sinnum lent í skrítnum atvikum. „Ég var einu sinni spurð hvort að það væri einhver örvun í því þegar ég set í mig túrtappa. Einu sinni varð líka kærastinn minn pirraður út í mig af því ég byrjaði á blæðingum heima hjá honum. Hann hélt að þetta væri eins og að pissa og að ég gæti stjórnað þessu,“ segir Eydís en henni finnst ekki nógu mikil umræða um túr og ekki tekið nógu mikið tillit til þess. „Það er algengt að ungar stelpur í þróunarlöndunum þurfa að hætta í skóla því þær hafa ekki aðgengi að dömubindum og túrtöppum. Þær nota tuskur í staðinn og fá sýkingu og þurfa því að hætta í skólanum og halda sig heima. Fólk lítur ekki á þessa hluti sem nauðsynjavörur. Það er 24% skattur á dömubindum á Íslandi en aðeins 11% á bleyjum og smokkum.“
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira