Körfubolti

Aðeins fimm með betri þriggja stiga nýtingu á EM en Haukur Helgi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Haukur Helgi fann sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í Mercedes Benz-höllinni í Berlín.
Haukur Helgi fann sig vel fyrir utan þriggja stiga línuna í Mercedes Benz-höllinni í Berlín. vísir/valli
Haukur Helgi Pálsson stóð vel fyrir sínu með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í körfubolta. Ísland lauk leik á mótinu í gær þegar liðið tapaði með níu stigum fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik.

Haukur var næststigahæstur í íslenska liðinu á mótinu með 12,8 stig en einungis Jón Arnór Stefánsson skoraði fleiri stig að meðaltali í leik, eða 13,6.

Haukur var heitur fyrir utan þriggja stiga línuna á EM en 42 af 64 stigum hans á mótinu komu úr þriggja stiga skotum. Fjórtán af stigunum 64 komu með skotum inni í teig og þá gerði Haukur átta stig úr vítaskotum.

Þriggja stiga nýting hans var einnig til mikillar fyrirmyndar en Haukur hitti úr 56% þriggja stiga skota sinna á mótinu sem er frábær tölfræði.

Aðeins fimm leikmenn voru með betri þriggja stiga nýtingu í riðlakeppninni en Haukur (þ.e. af þeim leikmönnum sem tóku a.m.k. tíu skot fyrir utan þriggja stiga línuna).

Rússinn Vitaly Fridzon var með bestu þriggja stiga nýtinguna en 65,2% skota hans fyrir utan þriggja stiga línuna rötuðu ofan í körfuna. Spánverjinn Pau Ribas og Hollendingurinn Charlon Kloof komu næstir með 61,1% nýtingu.

Annar Íslendingur, Logi Gunnarsson, komst einnig inn á lista yfir þá 20 leikmenn sem voru með bestu þriggja stiga nýtinguna. Njarðvíkingurinn er í 18. sæti en hann setti niður 47,4% þriggja stiga skota sinna.

Besta þriggja stiga nýtingin á mótinu:

1. Vitaly Fridzon (Rússland) - 15/23=65,2%

2. Pau Ribas (Spánn) - 11/18=61,1%

3. Charlon Kloof (Holland) - 11/18=61,1%

4. Nick Calathes (Grikkland) - 6/10=60%

5. Krunoslav Simon (Króatía) - 12/21=57,1%

6. Haukur Helgi Pálsson (Ísland) - 14/25=56,0%

7. Nikola Kalinic (Serbía) - 6/11=54,5%

8. Oleksandr Lypovyy (Úkraína) - 7/13=53,8%

9. Jonas Maciulis (Litháen) - 7/13=53,8%

10. Klemen Prepelic (Slóvenía) - 10/19=52,6%

Vitaly Fridzon er besta þriggja stiga skyttan á EM.vísir/afp

Tengdar fréttir

Logi: Ég tróð mér inná í lokin

Logi Gunnarsson átti mjög flottan leik á móti Tyrkjum í kvöld en hann kom með 16 stig af bekknum og hitti úr 4 af 5 þriggja stiga skotum sínum.

Jón Arnór semur við Valencia

Jón Arnór Stefánsson, íþróttamaður ársins 2014, er búinn að gera þriggja mánaða samning við Valencia í ACB-deildinni.

Er körfuboltinn kominn heim?

Íslensku strákunum var fagnað sem sigurvegurum í gærkvöldi þrátt fyrir fimmta tapið í röð á Evrópumótinu í körfubolta, að þessu sinni eftir rosalegan framlengdan leik á móti Tyrkjum. Íslensku leikmennirnir og íslenska stuðningsfólkið unnu hug og hjörtu allra í Berlín með frábærri frammistöðu.

Haukur: Erum með bestu áhorfendur sem hægt er að hugsa sér

Haukur Helgi Pálsson var þakklátur fyrir stuðninginn á Eurobasket en hann segir strákana vera ákveðna í að vinna leikinn í dag til þess að verðlauna stuðningsmenn liðsins eftir frábæran stuðning í fyrstu fjórum leikjum liðsins.

Jón Arnór: Eftir svona mót vill maður ekkert hætta

Jón Arnór Stefánsson stóð fyrir sínu þegar íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með níu stiga mun, 111-102, fyrir Tyrklandi eftir framlengdan leik á Evrópumótinu í Berlín í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×