Villandi fréttamennska Ríkisútvarpsins Ólafur G. Flóvenz skrifar 11. september 2015 00:00 Af og til koma upp villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar sem bera merki vanþekkingar á viðfangsefninu. Þá eru gjarnan blásnar upp yfirlýsingar og fullyrðingar fólks sem takmarkað þekkir til mála, en jafnframt er eins og þess sé vandlega gætt að leita ekki sjónarmiða þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa rannsakað áratugum saman. Þetta leiðir til þess að almenningur fær ranga mynd af jarðhitavinnslu og sumir halda að verið sé að klára varmaforða jarðhitasvæðanna og orku til húshitunar muni senn þrjóta, sem fer víðs fjarri. Nýjast í þessum efnum er umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins 18. ágúst 2015 og í fréttum Sjónvarpsins ásamt viðtali við Gunnlaug H. Jónsson í framhaldi af grein sem hann birti í Fréttablaðinu skömmu áður. Í umfjöllun RÚV er Gunnlaugur ítrekað kynntur sem eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar, augljóslega í þeim tilgangi að láta líta svo út að þarna tali maður með sérþekkingu á málum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Gunnlaugur vann fyrir 35-40 árum hjá Orkustofnun aðallega að virkjanarannsóknum vatnsafls en síðan fyrst og fremst við fjármál og hætti þar árið 1988 og sneri sér alfarið að fjármálastjórnun við Háskóla Íslands. Vissulega er Gunnlaugur með BS-próf í eðlisfræði en hann hefur ekki starfað sem slíkur í marga áratugi. Þetta er alls ekki sagt hér til að hnýta í Gunnlaug, sem á að baki farsælan starfsferil, heldur til að benda á starfshætti fréttamanna RÚV í vali á viðmælendum. RÚV hélt áfram umfjöllun á sömu nótum næstu tvo daga. Daginn eftir var viðtal við Stefán Gíslason, formann stjórnar rammaáætlunar, sem ekki er jarðhitasérfræðingur. Þótt hann svaraði spurningum varfærnislega bar viðtalið glögg merki takmarkaðrar þekkingar á jarðhitanýtingu. Þriðja kvöldið var síðan viðtal við Stefán Arnórsson, fyrrverandi prófessor og góðan fræðimann í jarðefnafræði, en hann hefur margoft tjáð skoðanir á forðafræði jarðhitasvæða sem eru andstæðar áliti þorra þeirra sérfræðinga sem gerst til þekkja og í sumum tilfellum komið með rangar staðhæfingar eins og við Guðni Axelsson forðafræðingur röktum í grein í Morgunblaðinu árið 2011 (sjá https://isor.is/villandi-umfjollun-um-jardhitaaudlindina).xxxxxxxMenn með mikla þekkingu Fréttamönnum RÚV virðist hins vegar ekki hafa dottið í hug að leita til einhverra þeirra langreyndu og hæfu sérfræðinga sem hafa rannsakað og fylgst með jarðhitavinnslu víða um heim, jafnvel áratugum saman. Þarna má nefna menn eins og Guðna Axelsson og Benedikt Steingrímsson hjá ÍSOR sem tvímælalaust eru meðal fremstu jarðhitaforðafræðinga heimsins, Ómar Sigurðsson hjá HS Orku, Gunnar Gunnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Grím Björnsson sem starfar sjálfstætt eða Andra Arnaldsson hjá Vatnaskilum. Og RÚV kýs frekar að ræða þessi mál við mann sem starfaði að fjármálum á Orkustofnun fyrir um 30 árum en að leita álits hjá núverandi jarðhitasérfræðingi Orkustofnunar, Jónasi Ketilssyni forðafræðingi. Allt eru þetta menn með mikla þekkingu á forðafræði jarðhitasvæða en jafnframt vandaðir vísindamenn sem tala yfirleitt af yfirvegun og gaspra ekki um hluti sem þeir ekki þekkja til eða geta staðið við. Kannski er það einmitt þess vegna sem þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV. Og þegar sjónarmiðum Gunnlaugs var andmælt á síðum Fréttablaðsins skömmu síðar þótti RÚV engin ástæða til að gera grein fyrir andmælunum, hinar villandi fréttir skyldu standa. Menn geta hver um sig velt upp skýringum á þessu háttalagi RÚV. Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenning? Eða ráða einkaskoðanir og fordómar einstakra fréttamanna ferðinni? Eða er þetta bara dæmi um mjög óvandaða fréttamennsku sem síst ætti að sjást í Ríkisútvarpinu? Svari nú hver fyrir sig. Eftir að hafa hlustað á frammistöðu RÚV í þessu máli spurði ágætur maður sem þekkir vel til jarðhitamála hverju maður eigi að trúa af umfjöllun RÚV um önnur mál, sem maður þekkir lítið til, þegar það sem maður þekkir til er svona rangsnúið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Betra veður fyrir íþróttakrakkana okkar! Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Grjótið í eggjakörfunni Gunnsteinn R. Ómarsson skrifar Skoðun Vondar hugmyndir í verðbólgu Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Jólaheimsóknir á aðventunni Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Hvað viltu að bíði þín heima? Þórdís Dröfn Andrésdóttir skrifar Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Af og til koma upp villandi umræður í fjölmiðlum um jarðhitaauðlindina og nýtingu hennar sem bera merki vanþekkingar á viðfangsefninu. Þá eru gjarnan blásnar upp yfirlýsingar og fullyrðingar fólks sem takmarkað þekkir til mála, en jafnframt er eins og þess sé vandlega gætt að leita ekki sjónarmiða þeirra sérfræðinga sem gerst þekkja málin og hafa rannsakað áratugum saman. Þetta leiðir til þess að almenningur fær ranga mynd af jarðhitavinnslu og sumir halda að verið sé að klára varmaforða jarðhitasvæðanna og orku til húshitunar muni senn þrjóta, sem fer víðs fjarri. Nýjast í þessum efnum er umfjöllun í Spegli Ríkisútvarpsins 18. ágúst 2015 og í fréttum Sjónvarpsins ásamt viðtali við Gunnlaug H. Jónsson í framhaldi af grein sem hann birti í Fréttablaðinu skömmu áður. Í umfjöllun RÚV er Gunnlaugur ítrekað kynntur sem eðlisfræðingur og fyrrum starfsmaður Orkustofnunar, augljóslega í þeim tilgangi að láta líta svo út að þarna tali maður með sérþekkingu á málum. Sannleikurinn er hins vegar sá að Gunnlaugur vann fyrir 35-40 árum hjá Orkustofnun aðallega að virkjanarannsóknum vatnsafls en síðan fyrst og fremst við fjármál og hætti þar árið 1988 og sneri sér alfarið að fjármálastjórnun við Háskóla Íslands. Vissulega er Gunnlaugur með BS-próf í eðlisfræði en hann hefur ekki starfað sem slíkur í marga áratugi. Þetta er alls ekki sagt hér til að hnýta í Gunnlaug, sem á að baki farsælan starfsferil, heldur til að benda á starfshætti fréttamanna RÚV í vali á viðmælendum. RÚV hélt áfram umfjöllun á sömu nótum næstu tvo daga. Daginn eftir var viðtal við Stefán Gíslason, formann stjórnar rammaáætlunar, sem ekki er jarðhitasérfræðingur. Þótt hann svaraði spurningum varfærnislega bar viðtalið glögg merki takmarkaðrar þekkingar á jarðhitanýtingu. Þriðja kvöldið var síðan viðtal við Stefán Arnórsson, fyrrverandi prófessor og góðan fræðimann í jarðefnafræði, en hann hefur margoft tjáð skoðanir á forðafræði jarðhitasvæða sem eru andstæðar áliti þorra þeirra sérfræðinga sem gerst til þekkja og í sumum tilfellum komið með rangar staðhæfingar eins og við Guðni Axelsson forðafræðingur röktum í grein í Morgunblaðinu árið 2011 (sjá https://isor.is/villandi-umfjollun-um-jardhitaaudlindina).xxxxxxxMenn með mikla þekkingu Fréttamönnum RÚV virðist hins vegar ekki hafa dottið í hug að leita til einhverra þeirra langreyndu og hæfu sérfræðinga sem hafa rannsakað og fylgst með jarðhitavinnslu víða um heim, jafnvel áratugum saman. Þarna má nefna menn eins og Guðna Axelsson og Benedikt Steingrímsson hjá ÍSOR sem tvímælalaust eru meðal fremstu jarðhitaforðafræðinga heimsins, Ómar Sigurðsson hjá HS Orku, Gunnar Gunnarsson hjá Orkuveitu Reykjavíkur, Grím Björnsson sem starfar sjálfstætt eða Andra Arnaldsson hjá Vatnaskilum. Og RÚV kýs frekar að ræða þessi mál við mann sem starfaði að fjármálum á Orkustofnun fyrir um 30 árum en að leita álits hjá núverandi jarðhitasérfræðingi Orkustofnunar, Jónasi Ketilssyni forðafræðingi. Allt eru þetta menn með mikla þekkingu á forðafræði jarðhitasvæða en jafnframt vandaðir vísindamenn sem tala yfirleitt af yfirvegun og gaspra ekki um hluti sem þeir ekki þekkja til eða geta staðið við. Kannski er það einmitt þess vegna sem þessir menn eiga ekki upp á pallborðið hjá RÚV. Og þegar sjónarmiðum Gunnlaugs var andmælt á síðum Fréttablaðsins skömmu síðar þótti RÚV engin ástæða til að gera grein fyrir andmælunum, hinar villandi fréttir skyldu standa. Menn geta hver um sig velt upp skýringum á þessu háttalagi RÚV. Er markmiðið bara að ná athygli og selja óháð hvaða ranghugmyndir verið er að draga upp fyrir almenning? Eða ráða einkaskoðanir og fordómar einstakra fréttamanna ferðinni? Eða er þetta bara dæmi um mjög óvandaða fréttamennsku sem síst ætti að sjást í Ríkisútvarpinu? Svari nú hver fyrir sig. Eftir að hafa hlustað á frammistöðu RÚV í þessu máli spurði ágætur maður sem þekkir vel til jarðhitamála hverju maður eigi að trúa af umfjöllun RÚV um önnur mál, sem maður þekkir lítið til, þegar það sem maður þekkir til er svona rangsnúið.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar
Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson skrifar
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar