Sigmundur Davíð sáttur við femínistanafnbótina Una Sighvatsdóttir skrifar 3. október 2015 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Fleiri fréttir Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Sjá meira
Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23
Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30