Sigmundur Davíð sáttur við femínistanafnbótina Una Sighvatsdóttir skrifar 3. október 2015 20:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra. Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir mikilvægt að karlar beiti sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Financial Times hefur útnefnt hann einn af fremstu karlfemínistum heims, eins og Vísir greindi frá í gær. Forsætisráðherra er í hópi tíu karla sem Financial Times telur til sérstakrar fyrirmyndar sem femínistar. Sigmundur Davíð er ánægður með nafnbótina. „Hún leggst náttúrulega bara mjög vel í mig, ef við leggjum þann skilning í orðið að þetta snúist um jafnrétti," sagði Sigmundur Davíð í samtali við fréttastofu. Sigmundur segir útnefningu Financial Times þó fyrst og fremst jákvæða umsögn um stefnu íslenskra stjórnvalda, frekar en hann persónulega. „Ég geri ráð fyrir því að sú stefna sem að við erum sammála um, stjórnvöld, og höfum beitt okkur fyrir á almannavettvangi og ég hef verið talsmaður fyrir, að hún eigi nú kannski hvað stærstan þátt í þessu.“ Áfram stór hluti af utanríkisstefnu Íslands Jafnréttismál hafa verið lykilþáttur í utanríkisstefnu Íslands undanfarinn áratug og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra ítrekaði að svo yrði áfram, í stefnuræðu sinni á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna á föstudag. „Ísland mun halda áfram að vera leiðandi þegar kemr að jafnrétti kynjanna og valdeflingu kvenna, ásamt mörgum öðrum ríkjum sem hafa skuldbundið sig þeim málstað. Í byrjun þessa árs stóð ég ásamt kollega mínum frá Súrínam fyrir vel heppnaðari barbershop ráðstefnu hér á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Markmiðið var að sameina krafta okkar til að virkja karlmenn í jafnréttisbaráttunni. Ég leit á þetta sem stuðning við HeForShe átak UN Women," sagði Gunnar Bragi í ræðu sinni. Hann bætti við að árangurinn af ráðstefnunni hefði verið slíkur að til stæði að endurtaka leikinn víðar.Vill virkja karla til femínismaForsætisráðherra segir útnefningu Financial Times hvatningu, en miklu skipti að karlleiðtogar séu áberandi í jafnréttisbaráttunni. „Það skiptir gríðarlega miklu máli og það er sú áhersla sem við höfum bætt í þetta af miklum krafti, núna síðustu 1-2 árin, að leggja áherslu á og reyna að fá karla, á Íslandi auðvitað en líka í öðrum löndum, til að beita sér af auknum krafti í jafnréttismálum. Því jafnréttismálin eru fyrir alla, þau snúast um almenn mannréttindi en ekki bara rétt kvenna eða karla," segir forsætisráðherra.
Tengdar fréttir Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23 Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30 Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Belgar varaðir við því að borða jólatrén Erlent Ætlar að hitta kónginn í dag Erlent Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Innlent Fleiri fréttir Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Fjögur hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Sjá meira
Sigmundur Davíð meðal fremstu karlfemínista heims Financial Times segir forsætisráðherra Íslands sanna fyrirmynd á sviði jafnréttismála. 2. október 2015 15:23
Bein útsending: Gunnar Bragi ávarpar allsherjarþing SÞ Utanríkisráðherra flytur ræðu sína eftir fáeinar mínútur. 2. október 2015 14:30