Salmann Tamimi óínáanlegur Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2015 14:10 Hvorki hefur heyrst né spurst til Salmanns eftir að Sverrir setti fram alvarlegar athugasemdir við framgöngu hans. Vísir greindi frá hallarbyltingu í Félagi múslima á Íslandi á mánudag. Á aðalfundi félagsins sem fram fór síðastliðinn sunnudag steypti Salmann Tamimi og hans stuðningsmenn Sverri Agnarssyni, fráfarandi formanni, og sjálfur settist Salmann í formannsstólinn. Sverrir tók við af Salmann á sínum tíma. Vísir hefur nú í tæpa viku reynt að ná tali af Salmann Tamimi en án árangurs.Afturhvarf til karlrembu og stæks afturhalds Með fréttinni fylgdi viðtal við Sverri þar sem hann setti fram kröftuga gagnrýni á arftaka sinn og þá sem eru honum handgengnir. Var ekki annað á Sverri að skilja en alfarið yrði fallið frá frjálslyndi, sem Sverrir sjálfur telur sig hafa boðað yfir í miðaldahugsunarhátt, þá til að mynda gagnvart samkynhneigðum og konum: „Hann dreifði því að ég teldi ekki skyldu múslímskra kvenna að ganga með slæðu og því að ég væri of vinsamlegur í garð samkynhneigðra. En, þar sneri hann út úr og brenglaði það sem ég hafði sagt. Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Yfirlýsingar Sverris kalla á ýmsar spurningar sem nýr formaður hlýtur eðli máls samkvæmt að vilja svara en þrátt fyrir ótal símtöl og skilaboð, hefur enn ekki tekist að ná tali af Salmann Tamimi.Óútskýrður styrkur frá Sádi ArabíuSamkvæmt nýlegri frétt Vísis eru 462 meðlimir skráðir í Félag múslima á Íslandi, ívið fleiri en eru skráðir í hitt megin trúfélag múslima á Íslandi: Menningarsetur múslima á Íslandi, en þar eru skráðir félagar 377. Þar hefur harðari útgáfa af íslam verið boðuð en verið hefur í Félagi múslima á Íslandi, eftir því sem næst verður komið. Og fer fjármögnun þess félags fram í gegnum fasteignafélag í Svíþjóð, með náin tengsl við sendiráð Saudi Arabíu á Íslandi, sem hefur einmitt aðsetur í Svíþjóð. Sendiherra Saudi Arabíu boðaði styrk til til byggingar mosku á Íslandi, upp á sem nemur 135 milljónum króna, þegar hann afhenti forseta Íslands erindisbréf sitt. Þetta var í marsmánuði. Hins vegar hefur enn ekki fengist staðfest hvert þeir fjármunir runnu. Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Segir það gleðiefni að einhver vilji gefa félaginu hundrað milljónir Sverrir Agnarsson, formaður stjórnar Félags íslenskra múslima, gerir ráð fyrir því að gjöf Sádi-Arabíu sé til félags hans. 6. mars 2015 20:44 Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25 Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Treystir sér ekki í deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. 12. október 2015 14:25 Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Vísir greindi frá hallarbyltingu í Félagi múslima á Íslandi á mánudag. Á aðalfundi félagsins sem fram fór síðastliðinn sunnudag steypti Salmann Tamimi og hans stuðningsmenn Sverri Agnarssyni, fráfarandi formanni, og sjálfur settist Salmann í formannsstólinn. Sverrir tók við af Salmann á sínum tíma. Vísir hefur nú í tæpa viku reynt að ná tali af Salmann Tamimi en án árangurs.Afturhvarf til karlrembu og stæks afturhalds Með fréttinni fylgdi viðtal við Sverri þar sem hann setti fram kröftuga gagnrýni á arftaka sinn og þá sem eru honum handgengnir. Var ekki annað á Sverri að skilja en alfarið yrði fallið frá frjálslyndi, sem Sverrir sjálfur telur sig hafa boðað yfir í miðaldahugsunarhátt, þá til að mynda gagnvart samkynhneigðum og konum: „Hann dreifði því að ég teldi ekki skyldu múslímskra kvenna að ganga með slæðu og því að ég væri of vinsamlegur í garð samkynhneigðra. En, þar sneri hann út úr og brenglaði það sem ég hafði sagt. Svo var það stórmál að ég tók afstöðu með íslensku konunum í félaginu sem vildu burt með ljóta ókláraða, nú í tíu ár, búrið sem konurnar er látar vera í við bænahald. Ég taldi rétt og tel rakið að fara til baka, til fyrirkomulagsins í Medína á dögum spámannsins og fyrstu fjögurra kalífana þannig að þær væru í sama rými og karlarnir. Þetta fór illa í karlfauskanna sem sendu kerlingarnar út á völlinn að mótmæla svona ósvinnu. Þetta var núningur menningarfasisma og heilbrigðs Islam ómenguðu af karlrembu,“ sagði Sverrir. Yfirlýsingar Sverris kalla á ýmsar spurningar sem nýr formaður hlýtur eðli máls samkvæmt að vilja svara en þrátt fyrir ótal símtöl og skilaboð, hefur enn ekki tekist að ná tali af Salmann Tamimi.Óútskýrður styrkur frá Sádi ArabíuSamkvæmt nýlegri frétt Vísis eru 462 meðlimir skráðir í Félag múslima á Íslandi, ívið fleiri en eru skráðir í hitt megin trúfélag múslima á Íslandi: Menningarsetur múslima á Íslandi, en þar eru skráðir félagar 377. Þar hefur harðari útgáfa af íslam verið boðuð en verið hefur í Félagi múslima á Íslandi, eftir því sem næst verður komið. Og fer fjármögnun þess félags fram í gegnum fasteignafélag í Svíþjóð, með náin tengsl við sendiráð Saudi Arabíu á Íslandi, sem hefur einmitt aðsetur í Svíþjóð. Sendiherra Saudi Arabíu boðaði styrk til til byggingar mosku á Íslandi, upp á sem nemur 135 milljónum króna, þegar hann afhenti forseta Íslands erindisbréf sitt. Þetta var í marsmánuði. Hins vegar hefur enn ekki fengist staðfest hvert þeir fjármunir runnu.
Tengdar fréttir Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44 Segir það gleðiefni að einhver vilji gefa félaginu hundrað milljónir Sverrir Agnarsson, formaður stjórnar Félags íslenskra múslima, gerir ráð fyrir því að gjöf Sádi-Arabíu sé til félags hans. 6. mars 2015 20:44 Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25 Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Treystir sér ekki í deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. 12. október 2015 14:25 Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30 Mest lesið Kosningavaktin: Landsmenn kjósa sér nýtt þing Innlent Kanónurnar sem eru að hverfa Innlent „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Innlent Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Innlent Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Innlent Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Innlent Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins Innlent Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Innlent „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Innlent „Ég get ekki hugsað mér að fleiri börn lendi í honum“ Innlent Fleiri fréttir „Þannig fór um sjóferð þá“ Framsókn: Það verður alltaf sviðasulta í kæliborðinu Boltinn kominn til þeirra sem unnu kosningarnar „Mjög skýrt ákall um breytingar“ segir Kristrún um stjórnarmyndun Orðlaus yfir sigrinum: „Þetta er með ólíkindum“ „Þjóðin er að refsa stjórnarflokkunum grimmilega“ Nú reynir á konurnar þrjár Formenn flokkanna í Sprengisandi „Afhroð vinstrisins er rosalegt“ Lokatölur úr Suðurkjördæmi: Sigur Flokks fólksins „Ég byrja harður og svo er ég bara grillaður í restina“ Reyndi að brjótast inn með exi Lokatölur úr Reykjavík norður: Stórsigur Samfylkingarinnar Lokatölur í Reykjavík suður: Fyrrverandi borgarstjóri og ritstjóri á þing Kanónurnar sem eru að hverfa Ungur maður og spenntur fyrir framtíðinni Tárin streymdu þegar María Rut mældist inni Flokkurinn verði að líta inn á við Stefnir í að flokkunum fækki um tvo Flokkur fólksins í gríðarlegri sókn í Norðvesturkjördæmi Vísbending um að þetta séu „jarðskjálftakosningar“ Samfylkingin langstærst í kjördæmi Kristrúnar Stefnir í að VG þurrkist út af þingi Gríðarlega mikið fylgi sem dettur niður dautt Ljóst að þetta yrði brekka fyrir Framsókn Sjálfstæðisflokkur og Samfylking ná bæði fjórum inn í Kraganum „Ég veit ekki hvort ég er að koma eða fara“ Merkir hægribylgju en ekki vonbrigði Glaður maður en býst við batnandi tölum Samfylkingin og Flokkur fólksins bæta miklu við sig Sjá meira
Sádi Arabía leggur 135 milljónir í byggingu mosku Alibrahim sendiherra skoðaði í gær lóðina þar sem moskan mun rísa. 5. mars 2015 17:44
Segir það gleðiefni að einhver vilji gefa félaginu hundrað milljónir Sverrir Agnarsson, formaður stjórnar Félags íslenskra múslima, gerir ráð fyrir því að gjöf Sádi-Arabíu sé til félags hans. 6. mars 2015 20:44
Skráðir félagar í Vottum Jehóva eru 666 Yfirgnæfandi meirihluti landsmanna í þjóðkirkjunni. 1. október 2015 13:25
Gunnar Smári segir sig úr Félagi múslíma á Íslandi Treystir sér ekki í deilur um klæðaburð kvenna og afstöðu til samkynhneigðra. 12. október 2015 14:25
Salmann steypti Sverri sem meðal annars er talinn of vinsamlegur í garð samkynhneigðra Hallarbylting í Félagi íslenskra múslima. Óánægja með frjálslyndi fráfarandi formanns sem vildi konur úr búrum við bænahald. 12. október 2015 09:30