Feðgar númer tvö sem verða báðir meistarar utan Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. október 2015 11:00 Eyjólfur Sverrisson og Hólmar Örn Eyjólfsson. Vísir/Getty Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas. Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira
Hólmar Örn Eyjólfsson og félagar í liði Rosenborg tryggðu sér í gær norska meistaratitilinn í fótbolta en með Hólmar leikur landi hans Matthías Vilhjálmsson. Rosenborg gerði þá 3-3 jafntefli á móti Strömsgodset sem er í öðru sæti deildarinnar. Eftir þessi úrslit munar tíu stigum á liðunum en aðeins sex stig eru eftir í pottinum. Þetta er fyrsti meistaratitill Rosenborg BK í fimm ár (síðast 2010) og fyrsti meistaratitill hins 25 ára gamla Hólmars Arnar á atvinnumannaferli hans. Hólmar Örn lék eftir afrek pabba síns, Eyjólfs Sverrissonar, að verða meistari í öðru landi. Eyjólfur Sverrisson var bæði þýskur og tyrkneskur meistari á sínum ferli en í bæði skiptin var hann undir stjórn Christoph Daum. Eyjólfur var með 3 mörk í 31 leik með Stuttgart þegar hann varð þýskur meistari með félaginu 1992 og þremur árum seinna var hann með með 9 mörk í 33 leikjum þegar hann hjálpaði Besiktas að vinna tyrkneska meistaratitilinn. Hólmar Örn Eyjólfsson hefur skorað eitt mark og gefið fjórar stoðsendingar í 27 leikjum með Rosenborg en hann hefur spilað alla leiki nema einn. Aðeins feðgarnir Arnór Guðjohnsen og Eiður Smári Guðjohnsen hafa komist í þennan klúbb það er að verða báðir meistarar í efstu deild í öðru landi. Arnór Guðjohnsen var þrisvar belgískur meistari með Anderlecht frá 1985 til 1987 en Eiður Smári vann enska titilinn tvisvar með Chelsea (2005 og 2006) og spænska titilinn einu sinni með Barcelona (2009). Hólmar Örn Eyjólfsson kom til Rosenborg á miðju síðasta tímabili og vann sér sæti í byrjunarliðinu. Hann hefur oftast spilað sem miðvörður á þessu tímabili en var í hlutverki hægri bakvarðar í jafntefli á móti Strömsgodset í gær. Eyjólfur spilaði margar stöður með Stuttgart á titilárinu, mest á miðjunni en einnig í vörninni. Hann spilaði mest á miðjunni hjá Besiktas.
Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið Littler í úrslit annað árið í röð Sport Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslenski boltinn „Það er krísa“ Körfubolti Van Gerwen í úrslit í sjöunda sinn Sport „Þeir eru örugglega sáttir að vinna okkur ekki aftur fyrr en 2045“ Sport Agnes Keleti látin eftir ótrúlegt lífshlaup Sport „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Körfubolti Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Fótbolti Fleiri fréttir Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Sjá meira