Þóttust vera hælisleitendur og stálu fyrir milljónir Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2015 09:00 Fólkið sem búið er að vísa úr landi fyrir þjófnað nýtti sér þjónustu póstsins til að koma góssinu úr landi. Mynd/Íslandspóstur Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra. Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira
Sex karlmenn og ein kona frá Hvíta-Rússlandi voru send úr landi með endurkomubanni þann 9. október síðastliðinn vegna brota á útlendingalögum, en þau höfðu sótt um hæli hér á landi á fölskum vegabréfum og stolið vörum úr verslunum landsins fyrir nokkrar milljónir króna. Öll voru þau úrskurðuð í þriggja vikna gæsluvarðhald í lok september vegna málsins og tók Útlendingastofnun í samráði við ákærusvið lögreglunnar þá ákvörðun að vísa þeim úr landi með endurkomubanni. „Við húsleit lögðum við hald á þýfi fyrir um tvær milljónir króna. Við vitum ekkert hvað það var mikils virði sem þau höfðu sent út með pósti en það var býsna mikið og ábyggilega annað eins,“ segir Benedikt Lund, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, um málið.Áttu flugmiða heim á eigin vegabréfum Fólkið kom flest til landsins í byrjun sumars á eigin vegabréfum og sótti um hæli með öðrum vegabréfum, sem öll voru fölsuð. Þeim var úthlutað húsnæði hér á landi á meðan hælisumsókn þeirra var í ferli. „Þau komu hingað til lands í þeim tilgangi einum að stela úr búðum og selja þýfið úti. Þau voru öll með vinnu í Hvíta-Rússlandi og vissu alveg hvað þau voru að gera, enda þaulskipulagt,“ segir Benedikt en fólkið stundaði hér skipulagðan þjófnað þar til lögreglan komst á snoðir um málið í lok september. Fólkið átti flugmiða úr landi á eigin vegabréfum.Benedikt Lund ,lögreglufulltrúi, til vinstriLjótt að misnota sér eymd annarraHluta þýfisins hafði fólkið sent með pósti til Hvíta-Rússlands þar sem það var selt í netverslun þar í landi. „Konan sem var nokkuð samvinnuþýð benti okkur á netsíðu þar sem varningurinn var til sölu. Við fundum líka kvittanir frá póstinum við húsleit hjá fólkinu.“ Málið komst upp í kjölfar ábendinga frá öðrum hælisleitendum sem bjuggu í sama íbúðakjarna. Einnig hafði fólkið náðst á myndbandsupptökum í nokkrum verslunum. „Þarna voru aðrir hælisleitendur sem voru reiðir yfir þessu og létu okkur vita. Auðvitað eru flestir sem koma hingað til lands heiðarlegt fólk og það er ömurlegt hvernig þessir einstaklingar reyna að misnota sér eymd annarra,“ segir Benedikt sem telur mikilvægt að umræðan beinist ekki að slæmum afleiðingum þess að veita fólki hæli hér á landi. Frekar eigi hún að beinast að því hve ljótt það sé að misnota sér eymd annarra.
Flóttamenn Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent Fleiri fréttir Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Sjá meira