Einar Árni fær tækifæri til að vinna bæði Njarðvík og Friðrik Inga í fyrsta sinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2015 14:30 Einar Árni Jóhannsson þegar hann þjálfaði Njarðvíkurliðið. Vísir/Anton Einar Árni Jóhannsson mætir með Þórsliðið í Ljónagryfjuna í Njarðvík í kvöld en Njarðvík og Þór úr Þorlákshöfn mætast þá í 9. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Einar Árni er á sínu fyrsta tímabili með Þórsliðið en hann er Njarðvíkingur sem hefur á einhverjum tímapunkti þjálfað flesta ef ekki bara alla uppalda körfuboltamenn Njarðvíkinga undanfarin fimmtán ár. Einar Árni hefur aldrei unnið Njarðvík eða Friðrik Inga Rúnarsson í úrvalsdeildinni en Þórsliðið vann öruggan sigur á Njarðvík undir hans stjórn í Lengjubikarnum í haust. Einar Árni hefur þjálfað Njarðvíkurliðið á sex og hálfu tímabili í úrvalsdeild karla, fyrst frá 2004 til 2007 og svo aftur frá 2011 til 2014. Þetta verður aðeins þriðji leikur hans sem þjálfari mótherja Njarðvíkur í úrvalsdeild karla en Einar Árni stýrði Blikum tvisvar á móti Njarðvík í úrvalsdeildinni veturinn 2008 til 2009. Njarðvíkurliðið vann báða leikina, fyrst 107-103 eftir framlengdan leik í Smáranum og svo 111-78 í Ljónagryfjunni, Einar Árni hefur heldur ekki náð að vinna Friðrik Inga Rúnarsson í úrvalsdeild karla en Einar Árni var aðstoðarþjálfari Friðriks hjá Njarðvík á sínum tíma og saman urðu þeir Íslandsmeistarar vorið 1998. Einar Árni stýrði Njarðvík tvisvar á móti liði Friðriks Inga tímabilið 2005-06 þegar Friðrik Ingi var með Grindavíkurliðið. Friðrik Ingi og lærisveinar hans í Grindavík unnu báða leikina eftir framlengingu, fyrst 105-106 í Njarðvík og svo 112-116 í Grindavík. Einar Árni hefur aftur á móti unnið nokkra leiki á móti Teiti Örlygssyni, aðstoðarþjálfara Njarðvíkur, þegar Teitur þjálfaði Stjörnuna og Einar Árni var með Njarðvík eða Blika. Það fara þrír aðrir leikir fram í Domino´s deild karla í kvöld. Snæfell tekur á móti ÍR í Hólminum, Stjörnumenn heimsækja Hött á Egilsstaði (klukkan 18.30) og Haukar taka á móti Grindavík á Ásvöllum. Umferðinni lýkur svo á morgun með leikjum Keflavíkur og FSU í Keflavík og leik KR og Tindastóls í Vesturbænum en sá síðarnefndi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Umferðin verður síðan gerð upp í Körfuboltakvöldi sem hefst klukkan 22.00 annað kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Einar Árni Jóhannsson mætir með Þórsliðið í Ljónagryfjuna í Njarðvík í kvöld en Njarðvík og Þór úr Þorlákshöfn mætast þá í 9. umferð Domino´s deildar karla í körfubolta. Einar Árni er á sínu fyrsta tímabili með Þórsliðið en hann er Njarðvíkingur sem hefur á einhverjum tímapunkti þjálfað flesta ef ekki bara alla uppalda körfuboltamenn Njarðvíkinga undanfarin fimmtán ár. Einar Árni hefur aldrei unnið Njarðvík eða Friðrik Inga Rúnarsson í úrvalsdeildinni en Þórsliðið vann öruggan sigur á Njarðvík undir hans stjórn í Lengjubikarnum í haust. Einar Árni hefur þjálfað Njarðvíkurliðið á sex og hálfu tímabili í úrvalsdeild karla, fyrst frá 2004 til 2007 og svo aftur frá 2011 til 2014. Þetta verður aðeins þriðji leikur hans sem þjálfari mótherja Njarðvíkur í úrvalsdeild karla en Einar Árni stýrði Blikum tvisvar á móti Njarðvík í úrvalsdeildinni veturinn 2008 til 2009. Njarðvíkurliðið vann báða leikina, fyrst 107-103 eftir framlengdan leik í Smáranum og svo 111-78 í Ljónagryfjunni, Einar Árni hefur heldur ekki náð að vinna Friðrik Inga Rúnarsson í úrvalsdeild karla en Einar Árni var aðstoðarþjálfari Friðriks hjá Njarðvík á sínum tíma og saman urðu þeir Íslandsmeistarar vorið 1998. Einar Árni stýrði Njarðvík tvisvar á móti liði Friðriks Inga tímabilið 2005-06 þegar Friðrik Ingi var með Grindavíkurliðið. Friðrik Ingi og lærisveinar hans í Grindavík unnu báða leikina eftir framlengingu, fyrst 105-106 í Njarðvík og svo 112-116 í Grindavík. Einar Árni hefur aftur á móti unnið nokkra leiki á móti Teiti Örlygssyni, aðstoðarþjálfara Njarðvíkur, þegar Teitur þjálfaði Stjörnuna og Einar Árni var með Njarðvík eða Blika. Það fara þrír aðrir leikir fram í Domino´s deild karla í kvöld. Snæfell tekur á móti ÍR í Hólminum, Stjörnumenn heimsækja Hött á Egilsstaði (klukkan 18.30) og Haukar taka á móti Grindavík á Ásvöllum. Umferðinni lýkur svo á morgun með leikjum Keflavíkur og FSU í Keflavík og leik KR og Tindastóls í Vesturbænum en sá síðarnefndi verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Umferðin verður síðan gerð upp í Körfuboltakvöldi sem hefst klukkan 22.00 annað kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum