Umboðsaðili fær ekki greidda krónu sveinn arnarsson skrifar 31. mars 2015 07:45 Búið er að steypa fyrir minna húsnæðinu sem hefur vinnuheitið Dvergurinn. Grunnflöturinn er 25x50 metrar. Fimleikafélag Hafnarfjarðar vinnur nú að byggingu tveggja nýrra knatthúsa á íþróttasvæði félagsins við Kaplakrika. Byggingarnar eru keyptar af finnsku fyrirtæki sem nefnist Best-Hall. Umboðsmaður fyrirtækisins á Íslandi er Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Einkahlutafélagið FH-knatthús annast uppbyggingu knatthúsanna. Einkahlutafélagið er í helmingseigu FH og knattspyrnudeildar FH. Jón Rúnar, sem hefur umboð fyrir finnska fyrirtækið, er stjórnarmaður í FH-knatthús ehf., og formaður stjórnar knattspyrnudeildar. „Það hafa verið reist um það bil sex hús hér á landi frá þessum framleiðanda og ég hef komið að þeim öllum,“ segir Jón Rúnar. „Ég get fullyrt það að ég fæ ekki greidda krónu fyrir uppbygginguna á Kaplakrikavelli. Allir sem vilja vita geta séð það í bókum okkar. Menn hafa spurt sig hvort hér sé um hagsmunaárekstur að ræða, ég sé það ekki.“ FH ræðst alfarið í þessar framkvæmdir sjálft og fjármagnar þær af eigin fé og lánsfé. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, segir skort á húsnæði á suðvesturhorninu og lítið vandamál að leigja út aðstöðuna til að skapa tekjur og standa undir framkvæmdunum. „Við leigjum út tíma í húsinu undir æfingar. Það er skortur á æfingaaðstöðu í stóru húsi og sjáum við mikla möguleika í framkvæmdunum. Eins og staðan er núna þurfum við að finna æfingatíma í Reykjanesbæ og á Akranesi. Einnig hafa margir aðilar sett sig í samband við okkur sem vilja leigja aðstöðu hjá okkur,“ segir Birgir.Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH.Knatthúsin tvö eru mislangt komin í framkvæmd. Lokið verður við minna knatthúsið í lok aprílmánaðar en stærra húsið, sem hýsir knattspyrnuvöll í fullri stærð, á samkvæmt áætlun að verða lokið í október á þessu ári. Hvorki Jón Rúnar né Birgir vildu gefa upp kostnaðinn við framkvæmdirnar. „Við erum byrjaðir að grafa fyrir stærra húsinu. Við þurfum að sjá hvernig klöppin er undir húsinu hvort hægt sé að nota hana sem stífingu. Hönnun hússins ræðst svolítið af því hvernig klöppin lítur út,“ segir Birgir. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
Fimleikafélag Hafnarfjarðar vinnur nú að byggingu tveggja nýrra knatthúsa á íþróttasvæði félagsins við Kaplakrika. Byggingarnar eru keyptar af finnsku fyrirtæki sem nefnist Best-Hall. Umboðsmaður fyrirtækisins á Íslandi er Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Jón Rúnar Halldórsson, formaður stjórnar knattspyrnudeildar FH.Einkahlutafélagið FH-knatthús annast uppbyggingu knatthúsanna. Einkahlutafélagið er í helmingseigu FH og knattspyrnudeildar FH. Jón Rúnar, sem hefur umboð fyrir finnska fyrirtækið, er stjórnarmaður í FH-knatthús ehf., og formaður stjórnar knattspyrnudeildar. „Það hafa verið reist um það bil sex hús hér á landi frá þessum framleiðanda og ég hef komið að þeim öllum,“ segir Jón Rúnar. „Ég get fullyrt það að ég fæ ekki greidda krónu fyrir uppbygginguna á Kaplakrikavelli. Allir sem vilja vita geta séð það í bókum okkar. Menn hafa spurt sig hvort hér sé um hagsmunaárekstur að ræða, ég sé það ekki.“ FH ræðst alfarið í þessar framkvæmdir sjálft og fjármagnar þær af eigin fé og lánsfé. Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH, segir skort á húsnæði á suðvesturhorninu og lítið vandamál að leigja út aðstöðuna til að skapa tekjur og standa undir framkvæmdunum. „Við leigjum út tíma í húsinu undir æfingar. Það er skortur á æfingaaðstöðu í stóru húsi og sjáum við mikla möguleika í framkvæmdunum. Eins og staðan er núna þurfum við að finna æfingatíma í Reykjanesbæ og á Akranesi. Einnig hafa margir aðilar sett sig í samband við okkur sem vilja leigja aðstöðu hjá okkur,“ segir Birgir.Birgir Jóhannsson, framkvæmdastjóri knattspyrnudeildar FH.Knatthúsin tvö eru mislangt komin í framkvæmd. Lokið verður við minna knatthúsið í lok aprílmánaðar en stærra húsið, sem hýsir knattspyrnuvöll í fullri stærð, á samkvæmt áætlun að verða lokið í október á þessu ári. Hvorki Jón Rúnar né Birgir vildu gefa upp kostnaðinn við framkvæmdirnar. „Við erum byrjaðir að grafa fyrir stærra húsinu. Við þurfum að sjá hvernig klöppin er undir húsinu hvort hægt sé að nota hana sem stífingu. Hönnun hússins ræðst svolítið af því hvernig klöppin lítur út,“ segir Birgir.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira