Yrði algjört æði að kveðja með titli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. apríl 2015 06:30 Sara Rún Hinriksdóttir í leik með Keflavíkurliðinu. Fréttablaðið/stefán Hin átján ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir er í stóru hlutverki hjá kvennaliði Keflavíkur sem hefur ekki tapað í úrslitakeppninni í ár þegar liðið mætir í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti deildarmeisturum Snæfells í kvöld. Leikirnir í lokaúrslitunum verða síðustu leikir Söru með Keflavíkurliðinu því hún er á leiðinni út í háskólanám í Bandaríkjunum næsta vetur. „Við erum allar orðnar mjög spenntar enda erum við búnar að bíða í heila viku,“ segir Sara Rún en Keflavík vann 3-0 sigur á Haukum í undanúrslitunum. Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum og þær ætla sér að bæta fyrir það. „Við ætlum ekki að missa að þessum líka. Við vorum mjög svekktar eftir hann en ætlum okkur að vinna þennan,“ segir Sara. Framundan eru síðustu leikir hennar með Keflavíkurliðinu í bili. „Þetta er löngu ákveðið og ég er búin að stefna að þessu mjög lengi. Ég er mjög glöð með að þetta sé að ganga upp en ég er ekki alveg að átta mig á því að það sé svona stutt í þetta,“ segir Sara. Keflavíkurliðið virðist vera að koma upp á réttum tíma. „Við spiluðum rosalega vel saman í vörn sem sókn á móti Haukunum. Vonandi heldur það áfram á móti Snæfelli,“ segir Sara sem skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni og varð stigahæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum. Hún vill ekki gera of mikið úr sínu hlutverki eða pressunni á liðinu. „Það er mikið af góðum stelpum í Keflavíkurliðinu og það eru því margir lykilleikmenn sem gætu stigið fram í úrslitaleikjunum. Ábyrgðin er því að dreifast hjá okkur. Það er kannski engin sérstök pressa á okkur. Keflavík er samt Keflavík og það búast allir við titli. Ég held að pressan komi aðallega frá okkur sjálfum,“ segir Sara.Klárar á þremur árum Tvíburasystir Söru, Bríet, er einnig í Keflavíkurliðinu og þær hafa spilað saman með öllum liðum, bæði félagsliðum og landsliðum. Nú spila þær ekki saman næsta vetur. „Hún er ekki að útskrifast alveg strax en ég er að útskrifast á þremur árum,“ segir Sara. Hún talar samt eins og þríburi því jafnaldri hennar og Bríetar, Sandra Lind Þrastardóttir, hefur einnig spilað við hlið hennar alla tíð. „Við erum þrjár bestu vinkonur og alveg límdar saman. Við vorum að átta okkur á því í fyrradag að þetta yrðu síðustu leikirnir okkar saman,“ segir Sara og viðurkennir að hafa þá sýnt tilfinningar. Sara ætlar sér líka stóra hluti í náminu. „Ég er ekki búin að ákveða mig en ég ætla að ná mér í gott nám. Ég er að skoða læknisfræði en það er ekki orðið staðfest,“ segir Sara sem valdi Canisius úr góðum hópi skóla sem vildu fá hana. Hún fékk að fara í heimsókn til Buffalo og heillaðist strax.Tilbúnar í alvöru seríu Keflavík sló Snæfell út úr undanúrslitunum bikarsins og liðin unnu tvo leiki hvort í deildarkeppninni. „Þær eru mjög góðar á heimavelli og við höfum alveg fengið að finna fyrir því. Við unnum þær samt í fyrsta leiknum sem við spiluðum í Hólminum í vetur þannig að við vitum að það er hægt,“ segir Sara en hvað þarf helst að ganga upp? „Það þarf eiginlega allt að ganga upp hjá okkur því Snæfellsliðið er með mjög góða leikmenn. Við þurfum kannski helst að stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við höfum bæði breidd og leikmenn í allar stöður. Við erum alveg tilbúnar í alvöru seríu,“ segir Sara Rún og bætir við að lokum: „Það yrði algjört æði að kveðja með Íslandsmeistaratitli.“ Dominos-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Hin átján ára gamla Sara Rún Hinriksdóttir er í stóru hlutverki hjá kvennaliði Keflavíkur sem hefur ekki tapað í úrslitakeppninni í ár þegar liðið mætir í fyrsta leik lokaúrslitanna á móti deildarmeisturum Snæfells í kvöld. Leikirnir í lokaúrslitunum verða síðustu leikir Söru með Keflavíkurliðinu því hún er á leiðinni út í háskólanám í Bandaríkjunum næsta vetur. „Við erum allar orðnar mjög spenntar enda erum við búnar að bíða í heila viku,“ segir Sara Rún en Keflavík vann 3-0 sigur á Haukum í undanúrslitunum. Keflavíkurkonur töpuðu fyrir Grindavík í bikarúrslitaleiknum og þær ætla sér að bæta fyrir það. „Við ætlum ekki að missa að þessum líka. Við vorum mjög svekktar eftir hann en ætlum okkur að vinna þennan,“ segir Sara. Framundan eru síðustu leikir hennar með Keflavíkurliðinu í bili. „Þetta er löngu ákveðið og ég er búin að stefna að þessu mjög lengi. Ég er mjög glöð með að þetta sé að ganga upp en ég er ekki alveg að átta mig á því að það sé svona stutt í þetta,“ segir Sara. Keflavíkurliðið virðist vera að koma upp á réttum tíma. „Við spiluðum rosalega vel saman í vörn sem sókn á móti Haukunum. Vonandi heldur það áfram á móti Snæfelli,“ segir Sara sem skoraði 17,0 stig að meðaltali í seríunni og varð stigahæsti íslenski leikmaðurinn í undanúrslitunum. Hún vill ekki gera of mikið úr sínu hlutverki eða pressunni á liðinu. „Það er mikið af góðum stelpum í Keflavíkurliðinu og það eru því margir lykilleikmenn sem gætu stigið fram í úrslitaleikjunum. Ábyrgðin er því að dreifast hjá okkur. Það er kannski engin sérstök pressa á okkur. Keflavík er samt Keflavík og það búast allir við titli. Ég held að pressan komi aðallega frá okkur sjálfum,“ segir Sara.Klárar á þremur árum Tvíburasystir Söru, Bríet, er einnig í Keflavíkurliðinu og þær hafa spilað saman með öllum liðum, bæði félagsliðum og landsliðum. Nú spila þær ekki saman næsta vetur. „Hún er ekki að útskrifast alveg strax en ég er að útskrifast á þremur árum,“ segir Sara. Hún talar samt eins og þríburi því jafnaldri hennar og Bríetar, Sandra Lind Þrastardóttir, hefur einnig spilað við hlið hennar alla tíð. „Við erum þrjár bestu vinkonur og alveg límdar saman. Við vorum að átta okkur á því í fyrradag að þetta yrðu síðustu leikirnir okkar saman,“ segir Sara og viðurkennir að hafa þá sýnt tilfinningar. Sara ætlar sér líka stóra hluti í náminu. „Ég er ekki búin að ákveða mig en ég ætla að ná mér í gott nám. Ég er að skoða læknisfræði en það er ekki orðið staðfest,“ segir Sara sem valdi Canisius úr góðum hópi skóla sem vildu fá hana. Hún fékk að fara í heimsókn til Buffalo og heillaðist strax.Tilbúnar í alvöru seríu Keflavík sló Snæfell út úr undanúrslitunum bikarsins og liðin unnu tvo leiki hvort í deildarkeppninni. „Þær eru mjög góðar á heimavelli og við höfum alveg fengið að finna fyrir því. Við unnum þær samt í fyrsta leiknum sem við spiluðum í Hólminum í vetur þannig að við vitum að það er hægt,“ segir Sara en hvað þarf helst að ganga upp? „Það þarf eiginlega allt að ganga upp hjá okkur því Snæfellsliðið er með mjög góða leikmenn. Við þurfum kannski helst að stoppa þessi hraðaupphlaup hjá þeim. Við höfum bæði breidd og leikmenn í allar stöður. Við erum alveg tilbúnar í alvöru seríu,“ segir Sara Rún og bætir við að lokum: „Það yrði algjört æði að kveðja með Íslandsmeistaratitli.“
Dominos-deild kvenna Mest lesið Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport „Hugur minn er bara hjá henni“ Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Fótbolti Rekinn út af eftir 36 sekúndur Handbolti Neymar fór grátandi af velli Fótbolti Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Íslenski boltinn Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik