Benedikt: Stefni með liðið upp um deild næsta vetur Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. apríl 2015 07:00 Aftur hefst uppbygging hjá Benedikt. vísir/hag Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Þór á Akureyri fékk góðan mann um borð í skútuna í gær þegar þjálfarinn Benedikt Guðmundsson skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Benedikt hefur fyrir löngu sannað sig sem einn snjallasti þjálfari landsins en hann hefur meðal annars unnið titla með KR og gerði svo frábæra hluti hjá Þór í Þorlákshöfn. Hann lét af störfum í Þorlákshöfn á dögunum. „Ég er búinn að vera spenntur fyrir þessu allan tímann,“ segir Benedikt en hann fer niður um deild. Þór var í neðsta sæti í 1. deildinni á síðasta ári, vann aðeins einn leik en fellur ekki þar sem það á að fjölga í deildinni. „Ég heimsótti félagið, skoðaði allt og ég held að þetta sé málið núna. Þetta er ungt lið og það verður spennandi að móta lið þarna eftir mínu höfði.“ Benedikt hefur tröllatrú á því að það sé hægt að búa til sterkt félag á Akureyri. „Þetta er stórt bæjarfélag og fullt af krökkum þarna. Við byggjum þetta upp frá grunni. Byrjum á að búa til áhuga og þá þarf meistaraflokkurinn að vera sprækur. Ég sé helling af tækifærum þarna.“ Í liði Þórs er einn efnilegasti leikmaður landsins. Sá heitir Tryggvi Snær Hlinason og er aðeins 17 ára. Hann er 214 sentimetrar að hæð. „Það verður gaman að vinna með honum. Hann er tiltölulega nýbyrjaður og á langt í land. Ég hef unnið með strákum eins og Ragnari Nathanaelssyni og þessir stóru strákar hafa ýmislegt sem er ekki hægt að kenna.“ Benedikt hefur skólað til marga af bestu leikmönnum landsins og kann því vel að vinna með ungum mönnum sem hann getur kennt íþróttina. „Auðvitað er alltaf gaman að taka við þroskuðu og fullmótuðu liði sem getur verið í titilbaráttu en mér finnst ekki síður gaman að taka við ómótuðu liði og byggja það upp. Búa til samkeppnishæft lið,“ segir Benedikt en það er verk að vinna eins og áður segir, enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Hvað með markmiðin? „Það verður gerð atlaga að því að fara upp næsta vetur. Svo verður að koma í ljós hvað gerist enda vann liðið aðeins einn leik í vetur. Ég ætla því ekki að vera með of stórar yfirlýsingar til að byrja með. Ég reyni kannski að fá einhverja leikmenn með mér norður í verkefnið,“ segir Benedikt Guðmundsson.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Guðmundur hefur trú á Slóveníu Handbolti Egyptaland í átta liða úrslit eftir bras í byrjun Handbolti Martínez hetja Rauðu djöflanna Enski boltinn HM í dag: Fréttamaður í lífshættu og kvöldið ónýtt Handbolti Fleiri fréttir „Þetta eru allt Keflvíkingar“ „Þeirra langbesta sóknarframmistaða í vetur“ Tap eftir hræðilegan fjórða leikhluta „Ég viðurkenni að það var algjör þvæla hjá þér“ Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti