Vonar að aðfinnslur hreyfi við ráðherra Svavar Hávarðsson skrifar 20. maí 2015 07:00 Hilmar J. Malmquist Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ), vonar að ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum safnsins verði til þess stjórnvöld taki af skarið og marki framtíðarstefnu fyrir safnið. Ríkisendurskoðun, sem er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis, birti svokallaða eftirfylgniskýrslu á mánudag, en eftir úttekt á málefnum NMSÍ árið 2012 var hvatt til að stjórnvöld tækju ákvörðun um starfsemi safnsins, uppbyggingu þess og umfang til framtíðar, enda uppfyllti stofnunin ekki lögbundnar skyldur sínar sem eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar nú er í raun sú að ekkert hafi verið gert í málefnum safnsins og því hljóti að koma til álita, að óbreyttu, að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti. Hilmar bendir á að það glytti í eitt og annað jákvætt í starfseminni, en í fyrsta sinn tekur safnið nú þátt í samsýningu sex safna þar sem m.a. geirfuglinn er til sýnis í Safnahúsinu og gerður hefur verið samstarfssamningur milli Náttúrufræðistofnunar og safnsins um útlán og eftirlit með safnmunum.Niðurlæging Náttúruminjasafnsins er áratuga löng saga.fréttablaðið/gva„Ég hef enn von um að samstarf megi takast um myndarlega náttúrufræðisýningu í Perlunni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Eins er skrifstofuaðstaða safnsins í óvissu hér í Loftskeytastöðinni, húsaleigusamningnum hefur verið sagt upp og aðeins tveir mánuðir til stefnu,“ segir Hilmar og bætir við að staða safnsins sé vissulega ekki glæsileg en vonar að niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði til þess að brýna menn til dáða. „Þjóðin og gestir landsins eiga ekki annað skilið en að eignast safn þar sem staðið er að sýningahaldi og miðlun upplýsinga og fróðleiks um einstaka náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Við reiðum okkur í svo miklum mæli á auðlindir náttúrunnar að fræðsla um hana er grundvallaratriði,“ segir Hilmar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrúar að vegna skorts á fjármunum yrði ekki ráðist nýbyggingu í tengslum við NMSÍ á næstu árum. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu Perlunni var þá á lokastigum, að hans sögn. Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Hilmar J. Malmquist, forstöðumaður Náttúruminjasafns Íslands (NMSÍ), vonar að ávirðingar Ríkisendurskoðunar vegna aðgerðarleysis stjórnvalda í málefnum safnsins verði til þess stjórnvöld taki af skarið og marki framtíðarstefnu fyrir safnið. Ríkisendurskoðun, sem er sjálfstæð stofnun sem starfar á vegum Alþingis, birti svokallaða eftirfylgniskýrslu á mánudag, en eftir úttekt á málefnum NMSÍ árið 2012 var hvatt til að stjórnvöld tækju ákvörðun um starfsemi safnsins, uppbyggingu þess og umfang til framtíðar, enda uppfyllti stofnunin ekki lögbundnar skyldur sínar sem eitt þriggja höfuðsafna Íslands. Niðurstaða Ríkisendurskoðunar nú er í raun sú að ekkert hafi verið gert í málefnum safnsins og því hljóti að koma til álita, að óbreyttu, að leggja safnið niður sem sérstaka stofnun og koma starfseminni fyrir með öðrum hætti. Hilmar bendir á að það glytti í eitt og annað jákvætt í starfseminni, en í fyrsta sinn tekur safnið nú þátt í samsýningu sex safna þar sem m.a. geirfuglinn er til sýnis í Safnahúsinu og gerður hefur verið samstarfssamningur milli Náttúrufræðistofnunar og safnsins um útlán og eftirlit með safnmunum.Niðurlæging Náttúruminjasafnsins er áratuga löng saga.fréttablaðið/gva„Ég hef enn von um að samstarf megi takast um myndarlega náttúrufræðisýningu í Perlunni, en klukkan tifar og það má ekki dragast mikið lengur að taka ákvörðun um það. Eins er skrifstofuaðstaða safnsins í óvissu hér í Loftskeytastöðinni, húsaleigusamningnum hefur verið sagt upp og aðeins tveir mánuðir til stefnu,“ segir Hilmar og bætir við að staða safnsins sé vissulega ekki glæsileg en vonar að niðurstaða Ríkisendurskoðunar verði til þess að brýna menn til dáða. „Þjóðin og gestir landsins eiga ekki annað skilið en að eignast safn þar sem staðið er að sýningahaldi og miðlun upplýsinga og fróðleiks um einstaka náttúru landsins, náttúrusögu, náttúruvernd og nýtingu náttúruauðlinda. Við reiðum okkur í svo miklum mæli á auðlindir náttúrunnar að fræðsla um hana er grundvallaratriði,“ segir Hilmar. Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, sagði í viðtali við Fréttablaðið 23. febrúar að vegna skorts á fjármunum yrði ekki ráðist nýbyggingu í tengslum við NMSÍ á næstu árum. Viðræður við Reykjavíkurborg og einkafjárfesti um náttúrugripasýningu Perlunni var þá á lokastigum, að hans sögn.
Alþingi Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira