Erlent

Bíða í flóttamannabúðum

guðsteinn bjarnason skrifar
Safna rigningarvatni Flóttamenn í Búrma nota sér regnið til að ná sér í drykkjarvatn.
Safna rigningarvatni Flóttamenn í Búrma nota sér regnið til að ná sér í drykkjarvatn. fréttablaðið/EPA
Á miðvikudaginn leyfðu stjórnvöld í Búrma 700 flóttamönnum að koma í land, eftir að hafa meinað þeim landgöngu dögum saman. Þeir hafast nú við í flóttamannabúðum.

Margir flóttamannanna eru rohingja-menn frá Búrma en einnig er í hópnum fólk frá Bangladess.

Búrmastjórn viðurkennir ekki ríkisborgararétt rohingja-fólksins, sem býr við vesturströnd landsins. Þúsundir þeirra hafa flúið land undanfarna mánuði vegna ofsókna og fátæktar, bæði frá Búrma og Bangladess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×