Ruslakjaftur Ívars Websters lykillinn að 100 stiga leik Danny Shouse Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. janúar 2016 11:45 Danny Shouse Mynd/Myndasafn Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér. Dominos-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira
Danny Shouse er með þeim eftirminnilegri bandarísku leikmönnum sem hafa spilað í íslenska körfuboltanum og hann fór meðal annars fyrir tveimur fyrstu Íslandsmeistaratitlum Njarðvíkinga í upphafi níunda áratugarins. Skúli Sigurðsson á karfan.is náði í Danny Shouse á dögunum og fékk að birta viðtal við hann á körfuboltasíðunni nú um áramótin. Danny Shouse ræðir meðal annars hundrað stiga leikinn en hann skoraði þessi 100 stig í sigri Ármanns á Skallagrími í Borgnesi í 1. deild karla 1. desember 1979. Leikurinn var því í næstefstu deild en hann náði þessu fyrir tíma þriggja stiga reglunnar. „Fyrsta árið mitt á Íslandi þá spilaði Dacarsta Webster (Ívar) fyrir Borgarnes og hann var með einhvern ruslakjaft við mig fyrir leik gegn þeim," rifjaði Danny Shouse upp og sagði frá því þegar Ívar Webester bauð honum út að borða fyrir leikinn og sagði að Skallagrímsliðið ætlaði að stoppa hann kvöldið eftir. „Ég gat varla sofið yfir nóttina því ég var svo ákveðin að sanna að Ívar hefði rangt fyrir sér. Þannig að þegar ég mætti á völlinn þá voru þeir með þrjá menn að dekka mig. Ég man að ég hugsaði með mér, hvað er eiginlega í gangi hérna," sagði Danny Shouse en hann skoraði 16 fyrstu stig Ármanns í leiknum og alls 56 stig í fyrri hálfleik. „Ég gersamlega varð sjóðandi heitur í þessum leik og nýtti mér það til fulls. Eftir leikinn kom svo einhver hlaupandi með skýrsluna og öskraði , Danny skoraði 100 stig! Ég hafði ekki hugmynd því Webster hafði pumpa mig svo upp fyrir þennan leik að ég bara spilaði af öllum kröftum.” sagði Danny. Danny Shouse talar vel um Ísland í viðtalinu og þá meðal annars um kurteisi íslenskra barna. „Ísland er frábært land og ég naut hverrar mínútu þegar ég var þarna. Það fyrsta sem kemur uppí hugann þegar ég hugsa til baka er hvernig fólkið bjó og hversu hreinir og beinir allir voru. Fólk var svo afslappað og landið er náttúrulega ótrúlega fallegt. Ég hef sagt mörgum hér heima frá Íslandi, hversu fallegt er þar, börnin svo kurteis og sýna virðingu. Þetta er bara fallegt land í heildina, þannig hugsa ég alltaf um Ísland," sagði Danny Shouse og bætti við: „Ég sakna þess að spila körfubolta og þeirra vináttu sem hann gaf mér. Ég eignaðist marga góða vini á Íslandi og ég sakna þeirra ásamt þess „kúltur“ sem Ísland bauð uppá. Þetta er allt annað hérna í Bandaríkjunum og fólk er mikið upptekið af sjálfum sér. Þarna var maður alltaf boðin velkomin með opnum örmum af fólkinu. Fólk kom virkilega vel fram við mig og gaf sér tíma í hlutina," sagði Danny Shouse en það er hægt að lesa allt viðtalið við hann inn á karfan.is. Danny Shouse varð Íslandsmeistari með Njarðvík 1981 og 1982. Hann var spilandi þjálfari fyrra tímabilið. Þetta voru tveir fyrstu Íslandsmeistaratitlar Njarðvíkinga og jafnframt þeir einu sem félagið hefur ekki unnið í úrslitakeppni. Það er hægt að skoða tölfræði Danny Shouse hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Í beinni: Everton - Man. City | Mega varla misstíga sig Enski boltinn Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Körfubolti Fleiri fréttir Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Sjá meira