Stóra samsærið Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 16. janúar 2016 07:00 Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Skoðun Hann breytti öllu – og gerði það með háði Jónas Sen skrifar Skoðun Ekki fylla höfnina af grjóti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Lengri útivistartími barna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að því að rjúfa vítahring kynslóðabundinna afbrota Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Flugan í ídýfunni Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir skrifar Skoðun Að mennta til lífs, ekki prófa Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími til... Birgir Rúnar Davíðsson skrifar Skoðun Er EES samningurinn gagnlaus fyrir Ísland? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Er píptest rót alls ills? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vertu bandamaður kæri bróðir! Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Frá frammistöðuvæðingu til farsældar Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ísland á að verja með íslenskum lögum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fyrsta skrefið í átt að betri Menntasjóði Logi Einarsson skrifar Skoðun Læknafélagið virðir ekki afstöðu félagsmanna sinna Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Göngum í takt skrifar Skoðun Hverju lofar þú? Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Það er vá fyrir dyrum - Börnin okkar Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Fréttamaður Stöðvar 2 fór á dögunum að Kvíabryggju og tók viðtal við þrjá menn sem allir eru í afplánun vegna Al Thani-málsins. Fréttamaðurinn hefur síðan þurft að heyra að greinilegt sé að nú sé í gangi „þaulskipulögð fjölmiðlaherferð fyrrum útrásarvíkinga“ þar sem miðlar 365 séu þungamiðjan. Starfsbróðir hans á öðrum fjölmiðli telur að viðtalið hafi verið liður í mikilli herferð þeirra sem hafa verið til rannsóknar í hrunmálum. Þessi herferð birtist skipulega í tveimur af stærstu einkareknu fjölmiðlum landsins. Þessum fjölmiðlum stýri fólk sem hafi lýst því yfir að rannsóknir á efnahagsbrotum séu óþarfar. Vangaveltur á sama grunni mátti svo heyra í morgunútvarpi Ríkisútvarpsins í gær. Það eru alvarlegar ásakanir að ætla fjölmiðlum að standa í einhvers konar herferð. Sú er svo sannarlega ekki raunin á okkar fréttastofu, þótt á þessum vettvangi hafi stundum birst greinar þar sem varað er við stemningu sem ríkir gagnvart ákveðnum þjóðfélagshópi. Í því felst ekki sú skoðun að ekki skuli rannsaka lögbrot, heldur ábendingar um að stigið skuli varlega til jarðar og hvergi gefinn afsláttur af reglum réttarríkisins. Væntanlega getum við verið sammála um að það sé nauðsynlegt í öllum sakamálum, sem geta haft víðtækar og alvarlegar afleiðingar fyrir frelsi þeirra sem í hlut eiga, fjölskyldur þeirra og vini. Ásakanir um herferð gera lítið úr fréttamanninum sem tók viðtalið. Hann er raunar þeirrar gerðar að hann tekur slíkt ekki inn á sig – enda standa verk hans fyrir sínu. Engu að síður er rétt að undirstrika, að hvorki hann, né aðrir fréttamenn 365, leggjast svo lágt að gerast peð í herferð manna utan úr bæ. Fréttastofa 365 sannar það á hverjum einasta degi, þótt fólk sjái náttúrulega draug ef það vill sjá draug. Það er gömul saga og ný að fólk ætli þeim á annað hundrað blaðamönnum sem starfa hér á landi að vera viljalaus verkfæri þessa eða hins. Einhverjir hafa nefnt að aðrir fangar séu ekki í þeirri stöðu að geta kallað til fjölmiðla til að koma boðskap sínum á framfæri. Það er ekki rétt. Alla jafna hefur það þótt afar áhugavert fréttaefni að taka viðtöl til að gefa innsýn í daglegt líf fanga. Dæmin eru mýmörg. Fyrir stuttu birti Stöð 2 viðtal við konu sem hlotið hafði dóm í fíkniefnamáli. Þá, líkt og nú, var það okkar mat að viðtalið væri fréttnæmt. Þá, líkt og nú, réð eðlilegt fréttamat ferðinni. Nú var tilefnið raunar stærra, því umboðsmaður Alþingis hafði brugðist við kvörtunum fanganna þriggja, sem töldu að brotið hefði verið á rétti sínum í fangelsinu. Ætlar einhver annars að halda því fram að viðtal innan úr fangelsi við menn sem eru vanir allt annars konar umhverfi sé ekki áhugavert? Nú er spurningin, hver sér samsæri í hverju horni? Ljóst er að minnsta kosti að kenningin um stóra samsærið veitir hentugt skjól til að loka augum og eyrum fyrir öllu sem ekki hentar fyrirframgefinni afstöðu til stórra og flókinna mála.
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Skoðun Við stöndum saman með íþróttafólkinu – en hvað með fólkið á bak við það? Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Hvert er eðli innflutningtolla? – Hvað er Trump eiginlega að gera? - Hverjir munu líða mest? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Babýlonherleiðingin og örlög smáþjóða í átökum heimsvelda Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun