Ritari „falsaða“ skjalsins hafnar kenningum Vigdísar Bjarki Ármannsson skrifar 10. febrúar 2016 13:46 Samningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Vísir Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016 Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður, sem hélt utan um ritvinnslu á samningi sem Vigdís Hauksdóttir þingmaður sagði í morgun sönnun á því að skjalafals hefði átt sér stað í fjármálaráðuneytinu, útskýrir í tilkynningu til fjölmiðla hvers vegna svo virðist sem ákvæði í samningnum vanti. Vigdís hefur undanfarið ítrekað sakað starfsmenn ráðuneytisins um að hafa falsað skjöl í tíð síðustu ríkisstjórnar. Í viðtali við útvarpsþáttinn Í Bítið á Bylgjunni í morgun sýndi Vigdís þáttastjórnendum eintak sitt af samningi frá árinu 2009 sem tengist endurreisn Landsbankans og sagðist telja að ákvæði hefði verið útmáð þaðan. „Samkvæmt þessu vantar lið 4.2 (b) sem vísað er í hér að ofan, og fyrst það er kominn b-liður, þá vantar líka a-lið,“ sagði Vigdís í viðtalinu. „Þetta vísar í skilyrta skuldabréfið sem var fært inn í Landsbankann sem leiddi það af sér að ef starfsmenn bankans myndu geta rukkað lánasafnið upp í topp, rúma níutíu milljarða, af skuldugum heimilum og fyrirtækjum, þá fengju starfsmenn tvö prósent í Landsbankanum. Og það gekk eftir. Og þennan lið vantar, útskýringu á því.“Jóhannes Karl Sveinsson lögmaður.Vísir/AntonSamningurinn var birtur í heild sinni með frétt á Vísi, með athugasemdum Vigdísar. Lesendur töldu margir að um einfalda misritun væri að ræða, vísa ætti til liðs 3.2 (b) en ekki 4.2 (b) sem hvergi er til staðar. Jóhannes Karl staðfestir nú að þannig er í pottinn búið. „Í upphafi þriðju greinar samningsins er vísað til gr. 4.2 (b) en af efnislegu samhengi sést að þar er verið að vísa til svokallaðs viðbótarskuldabréfs nýja Landsbankans til þess gamla. Um þetta er fjallað í gr. 3.2 (b) og er þetta því augljós misritun,“ segir meðal annars í tilkynningu Jóhannesar Karls. „Í mínum fórum eru til fyrri drög að þessu skjali og þar sést að endanleg þriðja grein var áður sú fjórða. Ein féll niður frá fyrri drögum. Við lokagerð skjalsins hafði því tilvísunin á milli greina ekki verið uppfærð, en það hafði reyndar verið gert á öðrum stöðum í skjalinu. Á þessu bera starfsmenn Fjármálaráðuneytisins enga ábyrgð, en málið er vonandi hér með upplýst.“- verið er að tala um að hugsanleg innsláttarvilla sé í gögnunum - ég á nóg af gögnum sem sanna fitl og ósamræmi - það verður að rannsaka alla einkavæðinguna hina síðariPosted by Vigdís Hauksdóttir on 10. febrúar 2016
Tengdar fréttir "Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37 Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45 Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09 Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Fleiri fréttir Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Sjá meira
"Það vita allir þingmenn að leynimappan er uppi í leyniherberginu“ Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýnir að gögn sem snúa að endurreisn bankanna skuli ekki vera opinber heldur ríki algjör trúnaður um þau. 1. febrúar 2016 08:37
Sjáðu gögnin sem Vigdís segir sanna skjalafals Formaður fjárlaganefndar Alþingis birtir samning um þrotabú gamla Landsbankans, sem í vantar samningslið. 10. febrúar 2016 10:45
Segir framkomu Eyglóar og Vigdísar gagnvart starfsmönnum fjármálaráðuneytisins óásættanlega Oddný Harðardóttir, fyrrverandi fjármálaráðherra, kemur starfsmönnum fjármálaráðuneytisins til varnar. 2. febrúar 2016 16:09