Íslenska á tölvuöld: Aukin notkun snjalltækja þegar haft áhrif á málkunnáttu barna? Bjarki Ármannsson skrifar 14. mars 2016 15:00 Varla hefur farið framhjá neinum að íslensk börn hafa margfalt betri aðgang að netinu nú en fyrir nokkrum árum. Vísir/Getty Líklegt þykir að aukin notkun íslenskra barna á snjalltækjum hafi þegar haft í för með sér einhverjar breytingar á orðaforða, málfræði og stöðu íslensks máls í huga barnanna. Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors í íslenskri málfræði, á málstofu um framtíð íslensku á tímum stafrænna miðla og snjalltækja sem haldin var fyrir helgi. Varla hefur farið framhjá neinum að íslensk börn hafa margfalt betri aðgang að netinu nú en fyrir nokkrum árum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar samtakanna SAFT frá árinu 2013 byrja flest íslensk börn, 62 prósent, að nota netið fimm til átta ára og tvö prósent yngri en þriggja ára. Niðurstöðurnar benda til aukinnar notkunar hjá allra yngstu börnunum og Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri SAFT, sagði í nýlegu viðtali við Morgunútvarpið að líklega hafi hún aukist síðan könnunin var gerð.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Sigríður segir að þótt snjalltækjaþróun undanfarinna ára sé að miklu leyti jákvæð, hafi hún einnig einhverjar hættur í för með sér fyrir íslenskuna. Hún nefnir sérstaklega tvær hættur: Annars vegar að notkun snjalltækja dragi úr mállegum samskiptum barna og fullorðinna og hins vegar að hún leiði til aukinnar notkunar ensku í íslensku málsamfélagi, þar sem upplýsingar og afþreying sem börn sækja sér í snjalltækjum eru að verulegu leyti á ensku.Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði.Vísir/Valli„Málleg samskipti og málörvun eru mjög mikilvæg fyrir máltöku og fyrstu sex árin, þegar flest börn eru í leikskóla, þurfum við að nýta til að efla málþroska og málskilning,“ sagði Sigríður um fyrrnefndu hættuna. „Það er mjög mikilvægt að börn á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla eigi sér góðar málfyrirmyndir og fái góða málörvun.“ Rannsóknir á máltöku barna benda ekki einungis til þess að börn þurfi að taka mál fyrir sex til níu ára aldur til þess að ná almennilega tökum á móðurmáli sínu, heldur virðist það vera forsenda þess að heili þeirra þróist og starfi eðlilega. Máláreiti svokallað, tal sem börn heyra og vinna úr á máltökuskeiðinu, sé nauðsynlegt og þannig segir Sigríður að snjalltækjavæðingin trufli máltöku barna ef hún verður til þess að börn og fullorðnir tala lítið saman.„Þetta er gott story“ Varðandi síðarnefndu hættuna bendir Sigríður á að aukin enskunotkun á máltökuskeiði sé líklega til að valda breytingu á orðaforða, málfræði og stöðu málsins í huga barnanna, til dæmis ef íslenska þykir ekki lengur brúkleg á ákveðnum sviðum á borð við í tölvuleikjum. Hún telur líklegt að breytingar hafi orðið á öllum þremur sviðum nú þegar, en engin rannsókn hefur farið fram á því.Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við unga íslenska drengi sem leika sér frekar saman á ensku en íslensku.„Breytingarnar myndu þá meðal annars felast í því að það væri meira um ensk orð og slettur í máli barna,“ segir hún. „Gerð íslenskunnar myndi breytast af náinni sambúð við ensku og maður gæti búist við að beygingum fækki, setningagerð breytist og jafnvel framburður.“ Í fyrirlestri sínum tók Sigríður dæmi úr máli sautján ára drengs sem nemandi hennar safnaði málsýnum frá fyrir BA-ritgerð. Setningar á borð við „þetta er gott story“ og „ég er að spá í að taka mig út úr íslensku“ benda til sterkra áhrifa ensku á orðaforða annars vegar og setningagerð hins vegar. Breytingar sem þessar í máli barna myndu auðvitað hafa áhrif á framtíð íslensku, sérstaklega ef notkunarsvið málsins myndi þrengjast.Sjá einnig: Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku „Það má kannski segja að þótt breytingar á orðaforða séu kannski hvimleiðar, þá væru þær ekki jafn alvarlegar og breytingar á málgerðinni eða því að við missum umdæmi til enskunnar,“ sagði Sigríður.Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur.Vísir/ValliVilja kanna hvort íslenskukunnáttu fari aftur Hópurinn sem stóð að málstofunni fyrir helgi hefur sótt um styrk frá Rannís til þess að rannsaka frekar áhrif snjalltækjavæðingarinnar á íslensku. Til dæmis vonast hópurinn eftir því að geta kannað hvort íslenskukunnáttu barna fari aftur og hvort þau leiki sér frekar á ensku, líkt og stundum er haldið fram. Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, er ein þeirra sem sagst hefur orðið var við dvínandi íslenskukunnáttu íslenskra barna og unglinga vegna tölvu- og snjalltækjanotkunar. Grein hennar í Fréttablaðinu og Vísi í fyrra, „Ég kann þetta ekkert á íslensku,“ vakti mjög mikla athygli. „Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti,“ skrifaði hún þar. „Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.““ Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir „Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. 14. apríl 2015 07:00 Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér. 16. apríl 2015 10:00 Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google Google er á landinu til að þróa íslenska máltækni. 6. október 2015 07:45 Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga 26. september 2015 07:00 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira
Líklegt þykir að aukin notkun íslenskra barna á snjalltækjum hafi þegar haft í för með sér einhverjar breytingar á orðaforða, málfræði og stöðu íslensks máls í huga barnanna. Fræðimenn vilja kanna hvort íslenskukunnáttu íslenskra barna hafi farið aftur og hvort satt sé að þau leiki sér í auknum mæli saman á ensku. Þetta er meðal þess sem fram kom í máli Sigríðar Sigurjónsdóttur, prófessors í íslenskri málfræði, á málstofu um framtíð íslensku á tímum stafrænna miðla og snjalltækja sem haldin var fyrir helgi. Varla hefur farið framhjá neinum að íslensk börn hafa margfalt betri aðgang að netinu nú en fyrir nokkrum árum. Samkvæmt niðurstöðum könnunar samtakanna SAFT frá árinu 2013 byrja flest íslensk börn, 62 prósent, að nota netið fimm til átta ára og tvö prósent yngri en þriggja ára. Niðurstöðurnar benda til aukinnar notkunar hjá allra yngstu börnunum og Björn Rúnar Egilsson, verkefnastjóri SAFT, sagði í nýlegu viðtali við Morgunútvarpið að líklega hafi hún aukist síðan könnunin var gerð.Sjá einnig: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Sigríður segir að þótt snjalltækjaþróun undanfarinna ára sé að miklu leyti jákvæð, hafi hún einnig einhverjar hættur í för með sér fyrir íslenskuna. Hún nefnir sérstaklega tvær hættur: Annars vegar að notkun snjalltækja dragi úr mállegum samskiptum barna og fullorðinna og hins vegar að hún leiði til aukinnar notkunar ensku í íslensku málsamfélagi, þar sem upplýsingar og afþreying sem börn sækja sér í snjalltækjum eru að verulegu leyti á ensku.Sigríður Sigurjónsdóttir, prófessor í íslenskri málfræði.Vísir/Valli„Málleg samskipti og málörvun eru mjög mikilvæg fyrir máltöku og fyrstu sex árin, þegar flest börn eru í leikskóla, þurfum við að nýta til að efla málþroska og málskilning,“ sagði Sigríður um fyrrnefndu hættuna. „Það er mjög mikilvægt að börn á leikskólaaldri og í fyrstu bekkjum grunnskóla eigi sér góðar málfyrirmyndir og fái góða málörvun.“ Rannsóknir á máltöku barna benda ekki einungis til þess að börn þurfi að taka mál fyrir sex til níu ára aldur til þess að ná almennilega tökum á móðurmáli sínu, heldur virðist það vera forsenda þess að heili þeirra þróist og starfi eðlilega. Máláreiti svokallað, tal sem börn heyra og vinna úr á máltökuskeiðinu, sé nauðsynlegt og þannig segir Sigríður að snjalltækjavæðingin trufli máltöku barna ef hún verður til þess að börn og fullorðnir tala lítið saman.„Þetta er gott story“ Varðandi síðarnefndu hættuna bendir Sigríður á að aukin enskunotkun á máltökuskeiði sé líklega til að valda breytingu á orðaforða, málfræði og stöðu málsins í huga barnanna, til dæmis ef íslenska þykir ekki lengur brúkleg á ákveðnum sviðum á borð við í tölvuleikjum. Hún telur líklegt að breytingar hafi orðið á öllum þremur sviðum nú þegar, en engin rannsókn hefur farið fram á því.Brot úr umfjöllun Bresta um framtíð íslensks máls árið 2014, þar sem meðal annars var rætt við unga íslenska drengi sem leika sér frekar saman á ensku en íslensku.„Breytingarnar myndu þá meðal annars felast í því að það væri meira um ensk orð og slettur í máli barna,“ segir hún. „Gerð íslenskunnar myndi breytast af náinni sambúð við ensku og maður gæti búist við að beygingum fækki, setningagerð breytist og jafnvel framburður.“ Í fyrirlestri sínum tók Sigríður dæmi úr máli sautján ára drengs sem nemandi hennar safnaði málsýnum frá fyrir BA-ritgerð. Setningar á borð við „þetta er gott story“ og „ég er að spá í að taka mig út úr íslensku“ benda til sterkra áhrifa ensku á orðaforða annars vegar og setningagerð hins vegar. Breytingar sem þessar í máli barna myndu auðvitað hafa áhrif á framtíð íslensku, sérstaklega ef notkunarsvið málsins myndi þrengjast.Sjá einnig: Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku „Það má kannski segja að þótt breytingar á orðaforða séu kannski hvimleiðar, þá væru þær ekki jafn alvarlegar og breytingar á málgerðinni eða því að við missum umdæmi til enskunnar,“ sagði Sigríður.Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur.Vísir/ValliVilja kanna hvort íslenskukunnáttu fari aftur Hópurinn sem stóð að málstofunni fyrir helgi hefur sótt um styrk frá Rannís til þess að rannsaka frekar áhrif snjalltækjavæðingarinnar á íslensku. Til dæmis vonast hópurinn eftir því að geta kannað hvort íslenskukunnáttu barna fari aftur og hvort þau leiki sér frekar á ensku, líkt og stundum er haldið fram. Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur, er ein þeirra sem sagst hefur orðið var við dvínandi íslenskukunnáttu íslenskra barna og unglinga vegna tölvu- og snjalltækjanotkunar. Grein hennar í Fréttablaðinu og Vísi í fyrra, „Ég kann þetta ekkert á íslensku,“ vakti mjög mikla athygli. „Undanfarið hefur það færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti,“ skrifaði hún þar. „Þeim sýni ég myndir af algengum hlutum og bið þau að segja mér hvað þeir heita. Oft fæ ég svör á borð við: „Ég veit alveg hvað þetta er sko, ég bara kann þetta ekkert á íslensku.““
Íslenska á tækniöld Tengdar fréttir „Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. 14. apríl 2015 07:00 Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér. 16. apríl 2015 10:00 Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google Google er á landinu til að þróa íslenska máltækni. 6. október 2015 07:45 Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga 26. september 2015 07:00 Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Innlent Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Erlent Einar baðst fyrirgefningar Innlent Fimm látnir og tvö hundruð særðir Erlent „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Erlent Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Erlent Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Innlent „Maður mun sakna þess mjög“ Innlent Fleiri fréttir Allir punktar stefnuyfirlýsingar ríkisstjórnarinnar Kallar eftir stillingu: „Menn eru saklausir uns sekt er sönnuð!“ Full tilhlökkunar að taka við nýju ráðuneyti „Það verður unnið fyrir heimilin í landinu“ Ný ríkisstjórn og áfall í Magdeburg „Ég held að þetta sé góður dagur fyrir þjóðina“ Áslaug Arna bjargaði kafnandi konu á veitingastað Tveir ungir á 140 kílómetra hraða Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Í eðli Sólveigar að vera með hnefann á lofti Hvetja Íslendinga á svæðinu til að láta vita af sér „Maður mun sakna þess mjög“ Engin breyting á hvalveiðileyfi því það sé glænýtt Ríkisstjórn sem þarfnist mikillar samhæfingar milli formannanna Einar baðst fyrirgefningar Áherslur nýrrar ríkisstjórnar, fordæmalausar aðgerðir og minningarathöfn Fönguðu augnablikin þegar tunglið skyggði á Mars Hafi litað bæjarpólitík í Hafnarfirði í áratugi Settur ráðherra skipar skrifstofustjóra Börnin búin að velja ný nöfn á skólana á Kársnesi „Nokkuð þægilegt samtal um hver fái hvað“ Skorað á Sjálfstæðiskonur í formannsframboð Óróahviður í Mýrafjöllum sagðar líkjast aðdraganda Reykjaneselda Kynna ráðherraskipan í Hafnarborg Síðasti fundur starfsstjórnar og rýnt í ráðherrakapalinn Fólk fari varlega í kringum nýfædd börn í jólaboðunum Viðreisn fær utanríkis- og fjármálaráðuneytið Borgin fær 150 milljónir frá ESB til að hreinsa Tjörnina og Vatnsmýri Starfsmaður sendiráðs hafi skilið við íbúðina í óviðunandi ástandi Vill að stjórn FH fari frá Sjá meira
„Ég kann þetta ekkert á íslensku“ Starf mitt sem talmeinafræðingur felst, meðal annars, í því að meta orðaforða og málkunnáttu barna og unglinga. Undanfarið hefur það hefur færst í aukana að ég fái til mín alíslensk börn sem kunna ekki íslensku nema að litlu og yfirborðskenndu leyti. 14. apríl 2015 07:00
Íslensk börn kunna heiti hluta á ensku en ekki íslensku Börn tala um og segja frá tölvuleikjum á ensku, segir Linda Björk Markúsardóttir, talmeina- og íslenskufræðingur. Íslensk tunga í hættu verði ekki fjármunum veitt í að efla stafræna stöðu hennar. Foreldrar beiti sér. 16. apríl 2015 10:00
Íslenskir sjálfboðaliðar þróa máltækni fyrir Google Google er á landinu til að þróa íslenska máltækni. 6. október 2015 07:45
Gæfumunurinn: 30 eða 300 milljónir? Hvernig deyja tungumál?“, spurði Linda Björk Markúsardóttir í titli greinar hér í Fréttablaðinu fyrir um tveimur vikum. Þeim fjölgar dag frá degi sem átta sig á því að nýrrar hugsunar, rannsókna og nýsköpunar er þörf, en umfram allt ákveðinna fjárfestinga 26. september 2015 07:00
Íslenska á tölvuöld: Næstu tvö til þrjú ár „krítísk“ fyrir framtíð tungumálsins Framþróunar í máltækni er þörf ef íslenska á að ná að halda velli hjá næstu kynslóðum, að mati sérfræðinga. 9. mars 2016 11:30