Körfubolti

Skallagrímur aftur í deild þeirra bestu eftir 40 ára bið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Skallagrímur tapaði aðeins þremur leikjum í deild og bikar í vetur.
Skallagrímur tapaði aðeins þremur leikjum í deild og bikar í vetur. mynd/facebook-síða skallagríms
Skallagrímur tryggði sér í kvöld sæti í Domino's deild kvenna á næsta ári með sigri á KR, 56-67, í umspili um sæti í efstu deild að ári.

Borgnesingar unnu einnig leik liðanna á þriðjudaginn, 79-69, og einvígið því 2-0.

Þetta verður í fyrsta sinn síðan 1976 sem Skallagrímur leikur í efstu deild en mikið púður var sett í kvennaliðið í ár.

Kristrún Sigurjónsdóttir og Erikka Banks skoruðu 17 stig hvor fyrir Skallagrím í kvöld en sú síðarnefnda tók einnig 23 fráköst. Þóra Kristín Jónsdóttir skoraði 12 stig og Ka-Deidre J. Simmons níu.

Perla Jóhannsdóttir skoraði 25 stig fyrir KR og Rannveig Ólafsdóttir 17. Þá skoraði Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir sjö stig og tók 20 fráköst.

Tölfræði leiks:

KR-Skallagrímur 56-67 (16-22, 13-19, 12-15, 15-11)

KR:
Perla Jóhannsdóttir 25/4 fráköst, Rannveig Ólafsdóttir 17/8 fráköst/6 stolnir, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 7/20 fráköst, Kristbjörg Pálsdóttir 4, Ingibjörg Yrsa Ellertsdóttir 3/5 fráköst, Veronika Sesselju-Lárusdóttir 0, Ástrós Lena Ægisdóttir 0, Ásta Júlía Grímsdóttir 0, Ísabella Lena Borgarsdóttir 0, Margrét Blöndal 0, Þorbjörg Andrea Friðriksdóttir 0/4 fráköst, Kristjana Pálsdóttir 0.

Skallagrímur:
Kristrún Sigurjónsdóttir 17, Erikka Banks 17/23 fráköst, Þóra Kristín Jónsdóttir 12, Ka-Deidre J. Simmons 9/4 fráköst, Guðrún Ósk Ámundadóttir 5/6 fráköst, Hanna Þráinsdóttir 4/8 fráköst, Sólrún Sæmundsdóttir 3, Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir 0/5 fráköst, Þorbjörg Helga Sigurðardóttir 0, Arna Hrönn Ámundaóttir 0, Edda Bára Árnadóttir 0, Melkorka Sól Péturdóttir 0.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×