Haiden Denise Palmer, bandaríski leikstjórnandi nýkrýndra Íslandsmeistara Snæfells í Domino´s deild kvenna, setti nýtt stigamet í lokaúrslitum kvenna í ár.
Haiden Palmer var mögnuð í úrslitaeinvíginu og það kom engum að óvart að hún hafi síðan verið valinn besti leikmaður lokaúrslitanna.
Palmer var efst hjá Snæfelli í öllum tölfræðiþáttum eða í stigum (134), fráköstum (59), stoðsendingum (28), stolnum boltum (18), vörðum skotum (9), sóknarfráköstum (13) og þriggja stiga körfum (11).
Haiden Palmer skoraði 134 stig í leikjunum fimm og bætti 22 ára stigamet Olgu Færseth í lokaúrslitum kvenna um 23 stig.
Olgu Færseth skoraði 111 stig í fimm leikjum með Keflavík árið 1994 (22,2 stig í leik) en Palmer var með 26,8 stig að meðaltali í úrslitaeinvíginu í ár.
Palmar var aðeins fimmta konan sem nær að skora hundrað stig í einni úrslitaseríu.
Haiden Palmer skoraði yfir 20 stig í öllum leikjunum þar af yfir 33 stig í bæði leik þrjú og fjögur. Hún skoraði mest í leik fjögur eða 35 stig en Snæfell tryggði sér þá oddaleik um titilinn.
Helena Sverrisdóttir rauf líka hundrað stiga múrinn en hún skoraði 107 stig í leikjunum fimm og aðeins þrjár konur hafa náð að skora meira en Helena í einum lokaúrslitum í sögu úrslitakeppni kvenna.
Flest stig í einum lokaúrslitum kvenna 1993-2016:
Haiden Denise Palmer (Snæfell, 2016) 134 stig
Olga Færseth (Keflavík, 1994) 111
Unnur Tara Jónsdóttir (KR, 2010) 110
Helena Sverrisdóttir (Haukar, 2016) 107
Meadow Overstreet (ÍS, 2002) 105
Kristen Denise McCarthy (Snæfell, 2015) 99
Helga Þorvaldsdóttir (KR, 1994) 99
Slavica Dimovska (Haukar, 2009) 98
Megan Mahoney (Haukar, 2006) 96
Lele Hardy (Njarðvík, 2012) 96
Candace Futrell (KR, 2008) 95
Ifeoma Okonkwo (Haukar, 2007) 95
Hildur Sigurðardóttir (KR, 2009) 95
Penny Peppas (Breiðablik, 1995) 95
