Sport

Aníta og Kristinn fyrst í Víðavangshlaupi ÍR

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Efstu þrjár í kvennaflokki.
Efstu þrjár í kvennaflokki.
101. Víðavangshlaup ÍR fór fram í blíðskaparveðri í miðborg Reykjavíkur í dag.

Alls luku 699 hlauparar keppni að þessu sinni en þetta er annað fjölmennasta hlaupið frá upphafi. 740 voru skráðir til leiks.

Hlaupið er 5 km langt og fór fram í miðbæ Reykjavíkur þar sem meðal annars var hlaupið upp Hverfisgötuna og niður Laugaveginn.

Þetta hlaup er elsta hlaup landsins og með elstu almenningshlaupum Evrópu.

Efstir í karlaflokki:

1. Kristinn Þór Kristinsson,  Selfoss - 00:16:08    

2. Guðni Páll Pálsson, ÍR - 00:16:18

3. Þórólfur Ingi Þórsson, ÍR - 00:16:23

Efstar í kvennaflokki:

1. Aníta Hinriksdóttir, ÍR - 00:17:21    

2. Andrea Kolbeinsdóttir, ÍR  - 00:18:31    

3. Jóhanna Skúladóttir Ólafsdóttir - 00:18:59

Efstu þrír í karlaflokki.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×