Fíkniefni, lyfseðilskyld lyf og vændi á Facebook Ólöf Skaftadóttir og Viktoría Hermannsdóttir skrifa 7. maí 2016 07:00 Nokkur skjáskot af sölusíðunum á Facebook. Í fjölmörgum hópum á Facebook fara fram viðskipti með fíkniefni, lyfseðilsskyld lyf og vændi. Um er að ræða tugi síðna þar sem ólögleg fíkniefni eru auglýst. Fíklar selja sig á samskiptasíðunni í skiptum fyrir næsta skammt.Óformleg rannsókn blaðamanna á þessum síðum leiddi í ljós ótrúlegt magn ávanabindandi, lyfseðilsskyldra lyfja sem boðin eru til sölu. Svokallað læknadóp. Þó aðallega sé um að ræða sölu á fíkniefnum þá er ýmislegt annað selt á síðunum. Dæmi eru um að ungir fíklar verði sér úti um næsta skammt með vændi. Ýmislegt gengur kaupum og sölum á þessum síðum. Meðal annars ber á því að ungir fíklar séu beðnir um að fara í búðir og stela ákveðnum hlutum og fá í staðinn fíkniefni, lyf eða peninga. Yfirmaður fíkniefnadeildar, Runólfur Þórhallsson, segir lögreglu reglulega taka rassíur á síðum á borð við þessar, en alltaf spretti upp nýjar og nýjar. Verkefnisstjóri lyfjateymis hjá Embætti landlæknis segir engar vísbendingar um að verið sé að flytja inn læknadóp. Allt komi þetta úr íslenskum apótekum.Vímuefni, lyfseðilsskyld lyf og vændiSéu þessar sölusíður skoðaðar kemur í ljós að þar eru flestir notendur undir einhvers konar dulnefnum. Sölumennirnir leggja mismikið upp úr auglýsingunum en í sumum tilvikum eru jafnvel búnar til sérstakar auglýsingar með slagorðum á borð við: „Bleika þruman – verður skemmtilega ruglaður á þessum.“ Önnur auglýsing hljómar svona: Alvöru keyrsla, pólska krítin! Ég nota þetta sjálfur og er búinn að gera lengi. Mikil virkni, hressir þig við og heldur þér endalaust gangandi! Er oftast vakandi á næturnar og alltaf vakandi um helgar frá föstudegi til sunnudags …“ skrifar einn sölumaðurinn á síðunni. „Sala fer ekki alfarið fram þarna en slatti af þessari smásölu fer fram á Facebook,“ segir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. „Við höfum farið í svona átak þar sem við höfum tekið 1-2 mánuði og gert rassíur í þessu. Við verðum að forgangsraða í þessu eins og öllu öðru,“ segir Runólfur.Taka reglulega rassíurYfirleitt sé um að ræða litla skammta sem enda sjaldnast með dómi heldur frekar sektum. „Þeir læra fljótt á hvernig við fylgjumst með og bregðumst við. Símanúmerin sem eru auglýst eru allt óskráð frelsisnúmer sem jafnvel ganga kaupum og sölum. Við erum að ná litlu magni í einu þannig að það er talsverð vinna fyrir litla uppskeru en við fylgjumst með þessum síðum og tökum reglulega rassíur,“ segir Runólfur. Hann segir reglulega koma tilkynningar um slíkar síður. Þegar síðunum er lokað spretta fljótt upp nýjar og erfitt er að koma í veg fyrir það. Hóparnir eru oft lokaðir og þarf sérstaklega að láta bjóða sér til þess að komast inn í þá. Talsvert magn lyfseðilsskyldra lyfja er að finna á þessum síðum. „Það eru lyf þarna bæði frá þeim sem eru að fá lyf á réttmætan hátt en eru kannski að fá of mikið og svo líka eins frá þeim sem eru að falsa lyfseðla.“Snorri Birgisson lögreglufulltrúi.Mynd/aðsendNeyslutengt vændi„Við heyrum ekki af mörgum tilfellum, en þetta er að gerast og hefur verið að gerast. Oft eru þetta ungir krakkar, sumir strokukrakkar sem leiðast út í fíkniefnaneyslu. Búnir að brenna allar brýr að baki sér fjárhagslega og þurfa að finna leiðir til að fjármagna neysluna,“ segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi sem sér um þau mál sem snúa að mansali og vændi. Hann segir ákveðinn hóp auglýsa vændi á Facebook, það sé þó aðallega neyslutengt. „Þetta er innan fíkniefnaheimsins. Fólk í neyslu er að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Snorri. „Það eru bæði skipti á lyfjum og dópi og líka peningar sem þessir einstaklingar fá í hönd. Þetta er neyslutengt.“ Snorri segir lögregluna fá margar ábendingar um slíkar síður. „Við höfum látið loka slatta af síðum, sérstaklega með íslenska notendur, þar sem er augljóst vændi. Facebook hefur tekið til skoðunar og lokað óhikað ef fyrirtækið er sammála en það þarf að vera áberandi að þetta sé vændissíða.“ Það er hins vegar ekki alltaf augljóst að verið sé að auglýsa vændi. Sumir auglýsa eftir hitting fyrir $ eða nota svokallað peningamerki til þess að skilgreina hvers konar þjónustu sé um að ræða. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum og sýna samskipti ungrar konu sem glímt hefur við fíknivanda, á Facebook, sýna að fjölmargir vilja kaupa vændi í skiptum fyrir peninga eða fíkniefni. Konan setti inn auglýsingu og fékk yfir 100 skilaboð á nokkurra daga tímabili þar sem menn vildu kaupa þjónustu hennar og vissu í flestum tilvikum af fíknivanda hennar. Margir buðu lyf í skiptum fyrir kynlíf. Snorri segir bæði stelpur og stráka vera á þessum síðu að selja sig fyrir fíkniefni eða lyf.Þýfi og vændiGuðmundur Fylkisson fer fyrir sérstöku verkefni hjá lögreglunni sem snýr að því að finna strokubörn. Sum þessara barna eru í neyslu og hefur hann því í gegnum starf sitt kynnst svartamarkaðnum á Facebook. „Það er mjög mikið af sölusíðum á Facebook þar sem allt virðist vera til sölu. Fíkniefni, vændi, þýfi og önnur lyf,“ segir Guðmundur sem hefur orðið var við að sumir skjólstæðinga hans nota þessar síður. „Mitt ráð til foreldra þessara krakka er að ef þau rekast á svona síður eða einstaklinga sem eru að selja þá eiga þau að nota tilkynningarhnappinn á Facebook. Það getur verið að þeir hunsi þig í fyrstu 1-2 skiptin sem þú tilkynnir og það spretta upp nýjar síður en við eigum ekki að lúta í lægra haldi fyrir þessum hluta samfélagsins sem er þarna að brjóta af sér.“ Guðmundur vill þó taka fram að þetta sé ekki stór hópur sem noti sér þessar síður. „Þetta er veruleiki en ég get ekki sagt þetta sé margir tugir einstaklinga sem ég verð var við en því miður á þetta sér stað.“ Hann segist líka vita til þess að vændi sé boðið til sölu á þessum síðum. Hann viti til þess að fíklar skipti á kynlífi fyrir næsta skammt. „Vissulega verður maður var við það að vændi er í boði.“ Ýmislegt þýfi er einnig boðið í skiptum fyrir fíkniefni eða lyf. Til dæmis hefur borið á að fólk sé að stela kjöti í skiptum fyrir fíkniefni eða peninga. „Það virðist vera algengt að menn séu að fara inn í verslanir að stela kjöti. Þau eru að stela þessu og selja síðan eða skipta fyrir efni.“ Hann nefnir líka 66°Norður úlpur sem dæmi um þýfi sem sé algengt.Lyf úr íslenskum apótekumLyfjateymi Embættis landlæknis sér um reglubundið eftirlit með ávísunum á ávanabindandi lyf. „Við skoðum öll ávanabindandi lyf og þá hvort einhverjir eru að fá lyfin í miklum mæli eða frá mörgum læknum á sama tíma, þá skoðum við einnig sjálfsávísanir lækna. Þetta eru um 130 lyfjaheitisnúmer sem eru til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. „Við fylgjumst mjög grannt með þessu og erum í miklum samskiptum við lækna. Í þessum úttektum sjáum við fólk sem er að fá gríðarlega mikið magn lyfja ávísað. Oftast eru þetta einstaklingar sem eru að glíma við mjög erfið veikindi.“ Í frétt Morgunblaðsins frá því á fimmtudag segir að komið hafi upp dæmi um að fólk sé að nýta sér kennitölur annarra til að leysa út lyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það færst í aukana að fólk sem ásælist svokallað ,,læknadóp“ eða ávanabindandi lyf, skrái sig inn í Facebook-hópa ætlaða sem stuðning við þá sem glíma við ýmis veikindi og þurfa lyf við sínum kvillum. Þar inni deili fólk persónulegum upplýsingum um sig. Kennitölum þeirra sé stolið og lyf leyst út á nöfnum þeirra. Ólafur kannast við þessa tegund mála. „Við höfum fengið svona ábendingar á okkar borð. Ef verið er að taka út lyf í nafni einhvers, án þess að viðkomandi viti af því, þá getur sá einstaklingur látið loka fyrir úttektir, þannig að hann einn sé sá sem geti leyst út lyfin í apótekum.“Stórt vandamál á ÍslandiÓlafur segist hafa fengið ábendingar um Facebook-síður þar sem verið er að selja lyfseðilsskyld lyf. „Á tímabili vorum við að fá mikið af ábendingum um slíkt. Þar voru upplýsingar um símanúmer og nöfn einstaklinga, en svo allt í einu datt það upp fyrir og við hættum að fá slíkar ábendingar. Þá virðist þetta hafa farið inn í lokaðar grúppur sem er erfiðara að hafa aðgang að.“Guðmundur Fylkisson.Hann segir sína tilfinningu vera þá að fólk sem glími við lyfjafíkn hafi nægan aðgang að lyfjum en það er erfitt að koma í veg fyrir misnotkun þegar aðrir fá lyfin ávísuð. Vandamálið er því bæði fíknivandi fólks og einstaklingar sem gera sér upp veikindi til að geta grætt á sölu lyfja sem það fær ávísuð. Þessir einstaklingar gefa eða selja lyf beint til fíkla eða til milliliða, sem skaffa svo fíklum lyf gegn háu gjaldi. „Það er eitthvert svona form á þessu. Það er stórt vandamál á Íslandi, hvað mikið af læknalyfjum er notað af öðrum en þeim sem fá þau ávísuð. Við höfum litlar vísbendingar fengið um að verið sé að flytja þetta inn til landsins eftir öðrum leiðum. Þannig að þetta virðist allt komið úr apótekum hérlendis.“Læknum jafnvel hótað Eitthvað er um að læknum og jafnvel fjölskyldum þeirra sé beinlínis hótað, skrifi þeir ekki upp á lyf. Ólafur kannast við slík mál. „Við höfum heyrt dæmi þess að verið sé að hóta læknum, já.“ En hafa margir læknar misst leyfið fyrir að skrifa upp á óeðlilegt magn ávanabindandi lyfja? „Það eru dæmi um lækna sem hafa misst læknaleyfið og eins leyfið til að ávísa ávanabindandi lyfjum.“ Hann vill þó ekki gefa upp hversu margir læknar hafi misst leyfið. „Við teljum óréttlátt að fara að birta það. Læknirinn getur verið að missa leyfið því hann er að ávísa á sjálfan sig, aðra einstaklinga eða hefur gerst sekur um annað en það sem viðkemur ávísunum lyfja. Þá eru einnig dæmi um lækna sem leggja inn leyfið sjálfir.“ Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Í fjölmörgum hópum á Facebook fara fram viðskipti með fíkniefni, lyfseðilsskyld lyf og vændi. Um er að ræða tugi síðna þar sem ólögleg fíkniefni eru auglýst. Fíklar selja sig á samskiptasíðunni í skiptum fyrir næsta skammt.Óformleg rannsókn blaðamanna á þessum síðum leiddi í ljós ótrúlegt magn ávanabindandi, lyfseðilsskyldra lyfja sem boðin eru til sölu. Svokallað læknadóp. Þó aðallega sé um að ræða sölu á fíkniefnum þá er ýmislegt annað selt á síðunum. Dæmi eru um að ungir fíklar verði sér úti um næsta skammt með vændi. Ýmislegt gengur kaupum og sölum á þessum síðum. Meðal annars ber á því að ungir fíklar séu beðnir um að fara í búðir og stela ákveðnum hlutum og fá í staðinn fíkniefni, lyf eða peninga. Yfirmaður fíkniefnadeildar, Runólfur Þórhallsson, segir lögreglu reglulega taka rassíur á síðum á borð við þessar, en alltaf spretti upp nýjar og nýjar. Verkefnisstjóri lyfjateymis hjá Embætti landlæknis segir engar vísbendingar um að verið sé að flytja inn læknadóp. Allt komi þetta úr íslenskum apótekum.Vímuefni, lyfseðilsskyld lyf og vændiSéu þessar sölusíður skoðaðar kemur í ljós að þar eru flestir notendur undir einhvers konar dulnefnum. Sölumennirnir leggja mismikið upp úr auglýsingunum en í sumum tilvikum eru jafnvel búnar til sérstakar auglýsingar með slagorðum á borð við: „Bleika þruman – verður skemmtilega ruglaður á þessum.“ Önnur auglýsing hljómar svona: Alvöru keyrsla, pólska krítin! Ég nota þetta sjálfur og er búinn að gera lengi. Mikil virkni, hressir þig við og heldur þér endalaust gangandi! Er oftast vakandi á næturnar og alltaf vakandi um helgar frá föstudegi til sunnudags …“ skrifar einn sölumaðurinn á síðunni. „Sala fer ekki alfarið fram þarna en slatti af þessari smásölu fer fram á Facebook,“ segir Runólfur Þórhallsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar. „Við höfum farið í svona átak þar sem við höfum tekið 1-2 mánuði og gert rassíur í þessu. Við verðum að forgangsraða í þessu eins og öllu öðru,“ segir Runólfur.Taka reglulega rassíurYfirleitt sé um að ræða litla skammta sem enda sjaldnast með dómi heldur frekar sektum. „Þeir læra fljótt á hvernig við fylgjumst með og bregðumst við. Símanúmerin sem eru auglýst eru allt óskráð frelsisnúmer sem jafnvel ganga kaupum og sölum. Við erum að ná litlu magni í einu þannig að það er talsverð vinna fyrir litla uppskeru en við fylgjumst með þessum síðum og tökum reglulega rassíur,“ segir Runólfur. Hann segir reglulega koma tilkynningar um slíkar síður. Þegar síðunum er lokað spretta fljótt upp nýjar og erfitt er að koma í veg fyrir það. Hóparnir eru oft lokaðir og þarf sérstaklega að láta bjóða sér til þess að komast inn í þá. Talsvert magn lyfseðilsskyldra lyfja er að finna á þessum síðum. „Það eru lyf þarna bæði frá þeim sem eru að fá lyf á réttmætan hátt en eru kannski að fá of mikið og svo líka eins frá þeim sem eru að falsa lyfseðla.“Snorri Birgisson lögreglufulltrúi.Mynd/aðsendNeyslutengt vændi„Við heyrum ekki af mörgum tilfellum, en þetta er að gerast og hefur verið að gerast. Oft eru þetta ungir krakkar, sumir strokukrakkar sem leiðast út í fíkniefnaneyslu. Búnir að brenna allar brýr að baki sér fjárhagslega og þurfa að finna leiðir til að fjármagna neysluna,“ segir Snorri Birgisson lögreglufulltrúi sem sér um þau mál sem snúa að mansali og vændi. Hann segir ákveðinn hóp auglýsa vændi á Facebook, það sé þó aðallega neyslutengt. „Þetta er innan fíkniefnaheimsins. Fólk í neyslu er að nýta sér þessa þjónustu,“ segir Snorri. „Það eru bæði skipti á lyfjum og dópi og líka peningar sem þessir einstaklingar fá í hönd. Þetta er neyslutengt.“ Snorri segir lögregluna fá margar ábendingar um slíkar síður. „Við höfum látið loka slatta af síðum, sérstaklega með íslenska notendur, þar sem er augljóst vændi. Facebook hefur tekið til skoðunar og lokað óhikað ef fyrirtækið er sammála en það þarf að vera áberandi að þetta sé vændissíða.“ Það er hins vegar ekki alltaf augljóst að verið sé að auglýsa vændi. Sumir auglýsa eftir hitting fyrir $ eða nota svokallað peningamerki til þess að skilgreina hvers konar þjónustu sé um að ræða. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum og sýna samskipti ungrar konu sem glímt hefur við fíknivanda, á Facebook, sýna að fjölmargir vilja kaupa vændi í skiptum fyrir peninga eða fíkniefni. Konan setti inn auglýsingu og fékk yfir 100 skilaboð á nokkurra daga tímabili þar sem menn vildu kaupa þjónustu hennar og vissu í flestum tilvikum af fíknivanda hennar. Margir buðu lyf í skiptum fyrir kynlíf. Snorri segir bæði stelpur og stráka vera á þessum síðu að selja sig fyrir fíkniefni eða lyf.Þýfi og vændiGuðmundur Fylkisson fer fyrir sérstöku verkefni hjá lögreglunni sem snýr að því að finna strokubörn. Sum þessara barna eru í neyslu og hefur hann því í gegnum starf sitt kynnst svartamarkaðnum á Facebook. „Það er mjög mikið af sölusíðum á Facebook þar sem allt virðist vera til sölu. Fíkniefni, vændi, þýfi og önnur lyf,“ segir Guðmundur sem hefur orðið var við að sumir skjólstæðinga hans nota þessar síður. „Mitt ráð til foreldra þessara krakka er að ef þau rekast á svona síður eða einstaklinga sem eru að selja þá eiga þau að nota tilkynningarhnappinn á Facebook. Það getur verið að þeir hunsi þig í fyrstu 1-2 skiptin sem þú tilkynnir og það spretta upp nýjar síður en við eigum ekki að lúta í lægra haldi fyrir þessum hluta samfélagsins sem er þarna að brjóta af sér.“ Guðmundur vill þó taka fram að þetta sé ekki stór hópur sem noti sér þessar síður. „Þetta er veruleiki en ég get ekki sagt þetta sé margir tugir einstaklinga sem ég verð var við en því miður á þetta sér stað.“ Hann segist líka vita til þess að vændi sé boðið til sölu á þessum síðum. Hann viti til þess að fíklar skipti á kynlífi fyrir næsta skammt. „Vissulega verður maður var við það að vændi er í boði.“ Ýmislegt þýfi er einnig boðið í skiptum fyrir fíkniefni eða lyf. Til dæmis hefur borið á að fólk sé að stela kjöti í skiptum fyrir fíkniefni eða peninga. „Það virðist vera algengt að menn séu að fara inn í verslanir að stela kjöti. Þau eru að stela þessu og selja síðan eða skipta fyrir efni.“ Hann nefnir líka 66°Norður úlpur sem dæmi um þýfi sem sé algengt.Lyf úr íslenskum apótekumLyfjateymi Embættis landlæknis sér um reglubundið eftirlit með ávísunum á ávanabindandi lyf. „Við skoðum öll ávanabindandi lyf og þá hvort einhverjir eru að fá lyfin í miklum mæli eða frá mörgum læknum á sama tíma, þá skoðum við einnig sjálfsávísanir lækna. Þetta eru um 130 lyfjaheitisnúmer sem eru til skoðunar,“ segir Ólafur B. Einarsson, verkefnisstjóri lyfjamála hjá Embætti landlæknis. „Við fylgjumst mjög grannt með þessu og erum í miklum samskiptum við lækna. Í þessum úttektum sjáum við fólk sem er að fá gríðarlega mikið magn lyfja ávísað. Oftast eru þetta einstaklingar sem eru að glíma við mjög erfið veikindi.“ Í frétt Morgunblaðsins frá því á fimmtudag segir að komið hafi upp dæmi um að fólk sé að nýta sér kennitölur annarra til að leysa út lyf. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur það færst í aukana að fólk sem ásælist svokallað ,,læknadóp“ eða ávanabindandi lyf, skrái sig inn í Facebook-hópa ætlaða sem stuðning við þá sem glíma við ýmis veikindi og þurfa lyf við sínum kvillum. Þar inni deili fólk persónulegum upplýsingum um sig. Kennitölum þeirra sé stolið og lyf leyst út á nöfnum þeirra. Ólafur kannast við þessa tegund mála. „Við höfum fengið svona ábendingar á okkar borð. Ef verið er að taka út lyf í nafni einhvers, án þess að viðkomandi viti af því, þá getur sá einstaklingur látið loka fyrir úttektir, þannig að hann einn sé sá sem geti leyst út lyfin í apótekum.“Stórt vandamál á ÍslandiÓlafur segist hafa fengið ábendingar um Facebook-síður þar sem verið er að selja lyfseðilsskyld lyf. „Á tímabili vorum við að fá mikið af ábendingum um slíkt. Þar voru upplýsingar um símanúmer og nöfn einstaklinga, en svo allt í einu datt það upp fyrir og við hættum að fá slíkar ábendingar. Þá virðist þetta hafa farið inn í lokaðar grúppur sem er erfiðara að hafa aðgang að.“Guðmundur Fylkisson.Hann segir sína tilfinningu vera þá að fólk sem glími við lyfjafíkn hafi nægan aðgang að lyfjum en það er erfitt að koma í veg fyrir misnotkun þegar aðrir fá lyfin ávísuð. Vandamálið er því bæði fíknivandi fólks og einstaklingar sem gera sér upp veikindi til að geta grætt á sölu lyfja sem það fær ávísuð. Þessir einstaklingar gefa eða selja lyf beint til fíkla eða til milliliða, sem skaffa svo fíklum lyf gegn háu gjaldi. „Það er eitthvert svona form á þessu. Það er stórt vandamál á Íslandi, hvað mikið af læknalyfjum er notað af öðrum en þeim sem fá þau ávísuð. Við höfum litlar vísbendingar fengið um að verið sé að flytja þetta inn til landsins eftir öðrum leiðum. Þannig að þetta virðist allt komið úr apótekum hérlendis.“Læknum jafnvel hótað Eitthvað er um að læknum og jafnvel fjölskyldum þeirra sé beinlínis hótað, skrifi þeir ekki upp á lyf. Ólafur kannast við slík mál. „Við höfum heyrt dæmi þess að verið sé að hóta læknum, já.“ En hafa margir læknar misst leyfið fyrir að skrifa upp á óeðlilegt magn ávanabindandi lyfja? „Það eru dæmi um lækna sem hafa misst læknaleyfið og eins leyfið til að ávísa ávanabindandi lyfjum.“ Hann vill þó ekki gefa upp hversu margir læknar hafi misst leyfið. „Við teljum óréttlátt að fara að birta það. Læknirinn getur verið að missa leyfið því hann er að ávísa á sjálfan sig, aðra einstaklinga eða hefur gerst sekur um annað en það sem viðkemur ávísunum lyfja. Þá eru einnig dæmi um lækna sem leggja inn leyfið sjálfir.“
Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira