Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Grótta 23-28 | Grótta Íslandsmeistari annað árið í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson í TM-höllinni í Garðabæ skrifar 15. maí 2016 12:53 Lovísa Thompson brýst í gegnum vörn Stjörnunnar. vísir/anton brink Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. Grótta mætti mjög ákveðin til leiks og lék við hvern sinn fingur. Liðið var sex mörkum yfir í hálfeik 17-11 en liði lék í senn öfluga vörn sem og frábæra sókn þar sem flest gekk upp. Stjarnan varð fyrir miklu áfalli þegar rétt innan við tvær mínútur voru til hálfleiks. Stórskyttan Helena Rut Örvarsdóttir fékk þá að líta beint rautt spjald. Sjö mörkum undir mátti Stjarnan illa við að missa sinn öflugasta sóknarmann. Úrslitin voru því nánast ráðin í hálfleik og Grótta féll ekki í þá gryfju að hægja á leiknum og fara að leika langar sóknir. Grótta hélt uppteknum hætti frá fyrri hálfleiknum og keyrði á Stjörnuna við hvert tækifæri og fyrir vikið komst aldrei spenna í leikinn í seinni hálfleik. Stjarnan skoraði sjö af átta síðustu mörkum leiksins eftir að Grótta hafði skipt byrjunarliði sínu útaf og því var sigurinn ekki eins stór og gangur leiksins gaf til kynna. Breiddin er meiri í liði Gróttu og áttu leikmenn liðsins hreinlega meira eftir til að ná eins góðum leik og raun bar vitni. Grótta sýndi svo ekki sé um villst að liðið er besta lið landsins í vetur. Íris Björk Símonardóttir fór á kostum fyrir aftan frábæra vörn liðsins og táningurinn Lovísa Thompson fór mikinn jafnt í vörn og sókn. Eftir síðasta leik liðanna var kvartað undan því að enginn leikmaður Gróttu tæki á skarið og svaraði Lovísa því með frábærum mörkum en hún var mjög áræðin í leiknum líkt og flestir samherjar hennar. Í raun lék allt lið Gróttu frábærlega í leiknum en nefna verður hið ótrúlega leikkerfi liðsins að fá línumanninn út til að stökkva upp og skjóta frá punktalínu. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er engum lík. Esther Viktoría Ragnarsdóttir leikstjórnandi Stjörnunnar byrjaði leikinn vel og þó Stjarnan hafi reynt allan leikinn sást á liðinu að það hafði ekki mikla trú á verkefninu eftir að Helena var send í sturtu. Vörn Stjörnunnar náði sér aldrei á strik og þó Florentina Stanciu hafi verið á bekknum kom hún aldrei við sögu í leiknum. Hún var enn meidd. Grótta horfði á eftir bikarnum til Stjörnunnar í vetur en annað árið í röð landaði liðið Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli Stjörnunnar. Anna Úrsúla: Áttum harma að hefnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir var að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sjötta sinn, tvö síðustu árin með uppeldisfélagi sínu Gróttu eftir góðan feril hjá Val. „Þetta var ofboðslega skemmtilegur dagur og það gekk í raun allt upp sem við settum upp,“ sagði Anna Úrsúla. „Við vissum að það yrði erfitt fyrir þær að mæta okkur, jafnvel þó þær hafi átt góðan leik á föstudaginn. Við áttum líka harma að hefna fannst okkur. Við vorum líka að hefna okkur fyrir bikarúrslitaleikinn.“ Leikurinn á föstudaginn sem Stjarnan vann minnta um margt á bikarúrslitaleik liðanna sem Stjarnan vann. „Við töluðum um það eftir síðasta leik að við færum ekki í færin til að skora heldur til bara til að fara í færi. Það hefur alls ekki einkennt okkur í úrslitakeppninni. „Það hafa allar farið ákveðnar í færin til að skora. Það lögðum við upp með í dag og það tókst mjög vel,“ sagði Anna. Leikmenn Gróttu voru gagnrýndir fyrir að hika í þriðja leiknum og stíga ekki upp þegar á reyndi. Allt annað var uppi á tengingum í dag. „Sú gagnrýni átti alveg rétt á sér. Gagnrýni er líka þannig að maður notar hana til að byggja sig upp.“ Eins og áður segir er þetta sjötti titill Önnu og annað árið í röð sem hún landar titlinum í TM höll Stjörnunnar. „Þetta er alltaf ótrúleg tilfinning. Þess vegna sækir maður í þetta. Þegar maður fær nasaþefinn af þessu þá heldur maður alltaf áfram. Það var það sem liðið gerði í dag. Liðið hafði reynsluna frá því í fyrra og sótti sigur,“ sagði sigurvegarinn Anna Úrsúla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sjötta sinn, tvö síðustu árin með uppeldisfélagi sínu Gróttu eftir góðan feril hjá Val. „Þetta var ofboðslega skemmtilegur dagur og það gekk í raun allt upp sem við settum upp,“ sagði Anna Úrsúla. „Við vissum að það yrði erfitt fyrir þær að mæta okkur, jafnvel þó þær hafi átt góðan leik á föstudaginn. Við áttum líka harma að hefna fannst okkur. Við vorum líka að hefna okkur fyrir bikarúrslitaleikinn.“ Leikurinn á föstudaginn sem Stjarnan vann minnta um margt á bikarúrslitaleik liðanna sem Stjarnan vann. „Við töluðum um það eftir síðasta leik að við færum ekki í færin til að skora heldur til bara til að fara í færi. Það hefur alls ekki einkennt okkur í úrslitakeppninni. „Það hafa allar farið ákveðnar í færin til að skora. Það lögðum við upp með í dag og það tókst mjög vel,“ sagði Anna. Leikmenn Gróttu voru gagnrýndir fyrir að hika í þriðja leiknum og stíga ekki upp þegar á reyndi. Allt annað var uppi á tengingum í dag. „Sú gagnrýni átti alveg rétt á sér. Gagnrýni er líka þannig að maður notar hana til að byggja sig upp.“ Eins og áður segir er þetta sjötti titill Önnu og annað árið í röð sem hún landar titlinum í TM höll Stjörnunnar. „Þetta er alltaf ótrúleg tilfinning. Þess vegna sækir maður í þetta. Þegar maður fær nasaþefinn af þessu þá heldur maður alltaf áfram. Það var það sem liðið gerði í dag. Liðið hafði reynsluna frá því í fyrra og sótti sigur,“ sagði sigurvegarinn Anna Úrsúla. Kári: Meistarabragur á okkur í úrslitakeppninniKári Garðarsson þjálfari Gróttu var að stýra liði sínu til sigurs í Íslandsmótinu annað árið í röð en liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðustu leiktíð. „Við vorum betri aðilinn í dag. Við vorum mjög öflugar frá byrjun og náðum upp okkar besta leik,“ sagði Kári. „Það var sami bragur og er búinn að vera nánast alla úrslitakeppnina hjá okkur. Við spiluðum þessa úrslitakeppni mjög vel.“ Grótta tapaði aðeins einum leik í úrslitakeppninni en það var þriðji leikurinn gegn Stjörnunni á föstudaginn á Seltjarnanesinu. „Það kom smá bakslag í síðasta leik þar sem spennustigið var aðeins of hátt þar sem við ætluðum svo mikið að klára þetta á heimavelli en það er ekkert verra að klára þetta hér í Mýrinni,“ sagði Kári en Grótta tryggði sér einnig titilinn á heimavelli Stjörnunnar fyrir ári síðan. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí. Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni.“ Grótta náði að stilla spennustigið fullkomlega fyrir leikinn í dag og var hvergi veikan blett að finna í liðinu. „Það var ágætt að fá að svara fyrir þennan leik á föstudaginn. Við vorum vonsvikin með ýmislegt þá og sýndum okkar allra bestu hliðar í dag. Á öllum sviðum. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar. „Það má ekki gleyma því að náðum Íslandsmeistaratitlinum í fyrra og það er erfiðara að sækja hann aftur. Það er mjög einfalt,“ sagði Kári en gat þó ekki sagt til um hvor titillinn sé sætari. „Er þetta ekki alltaf bara mjög sætt. Ég er voða glaður í dag en var aðallega ánægður með hvað úrslitakeppnin var góð því þetta er búið að vera brösótt í vetur þó við höfum ekki verið að spila illa. „Það var algjör meistarabragur á okkur í úrslitakeppninni,“ sagði Kári að lokum. Íris Björk: Frábært þegar svona margir styðja við bakið á manni.Íris Björk Símonardóttir markvörður Gróttu var mögnuð í úrslitakeppninni og hélt uppteknum hætti í dag þar sem hún varði hátt í 60% skota Stjörnunnar sem hún fékk á sig. „Mér fannst við mæta með spennustigið á réttum stað í þetta skiptið,“ sagði Íris eftir leikinn í dag. „Við vorum eins og villidýr í vörninni og tókum hraðaupphlaupin sem er okkar styrkleiki. Við vorum líka frábærar í sókninni. Ég er rosalega stolt af okkur.“ Allir leikmenn Gróttu áttu góðan leik í dag en Íris minntist sérstaklega á Lovísu Thompson og það ekki að ástæðulausu. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvað undrabarn. Hún skoraði örugglega meira en 40 mörk í þessari úrslitarimmu. „Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni. „Hún stígur upp í öllum stóru leikjunum. Þetta er manneskja sem þorir að stíga upp á réttum tímum. Það gleymist að hún er unglingur. Hún verður einhvern tíman góð, ég segi ekki annað,“ sagði Íris um þennan unga samherja sinn. Íris sjálf átti mjög góðan leik í dag og virðist kunna vel við sig í TM höllinni. „Okkar bestu leikir hafa verið hér. Ég veit ekki hvað það er. Við vorum yfirspenntar þegar allt Seltjarnarnesið mætti á síðasta leik. Sem er frábært en ég veit ekki hvort það spilaði inn í. „Í dag náðum við að nýta okkur þennan frábæra stuðning til góðs. Ég er rosaleg ánægð hvernig við mættum,“ sagði Íris en mjög fjölmennur hópur stuðningsmanna Gróttu fylgdi liðinu í dag og studdi vel við liðið. „Við eigum klárlega bestu stuðningsmennina á landinu kvenna megin. Það er frábært að mæta og keppa þegar svona margir mæta og styðja við bakið á manni.“ Lovísa: Þeir skora sem þoraEftir þriðja leik Gróttu og Stjörnunnar var auglýst eftir leikmanni Gróttu til að stíga upp og því kalli svaraði Lovísa Thompson. Hún átti magnaðan leik og gaf tóninn í byrjun með mikilli áræðni þrátt fyrir ungan aldur. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa sem er á fyrsta ári menntaskóla. „Mér finnst fólk oft afskrifa sóknarleikinn okkar. Þegar við náum að hreyfa varnirnar svona þá koma dauðafærin og þá erum við mjög góðar. Það var gott að sýna fólki að við getum þetta alveg. „Við áttum ekki góðan leik síðast og við ákváðum að svara því. Við vorum ákveðnar í að þetta yrði síðasti leikurinn okkar í vetur.“ Annað árið í röð tryggði Grótta sér titilinn á heimavelli Stjörnunnar en Lovísu er nokkuð sama hvar bikarinn fer á loft svo lengi sem það er Grótta sem lyftir honum. „Það skiptir ekki máli hvar maður vinnur. Það skiptir öllu máli að tryggja titilinn. „Við fengum magnaðan stuðning í dag. Það skiptir ótrúlega miklu máli að svona margir styðji við okkur og það var mjög gaman að sjá svona marga mæta og sjá að allir standi saman í svona litlu bæjarfélagi eins og á Seltjarnarnesi,“ sagði Lovísa að lokum um þann frábæra stuðning sem liðið fékk í dag og í allir úrslitakeppninni í raun. Laufey: Var voðalega þægilegt fyrir okkur„Það hentar okkur greinilega gríðarlega vel að leika hérna,“ sagði Laufey Ásta Guðmundsdóttir fyrirliði Gróttu eftir að hafa tekið við Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð í TM höll Stjörnunnar. Grótta vann titilinn í fyrra með eins marks sigri en nú voru úrslitin ráðin löngu fyrir leiks lok og gat Laufey ekki neitað því að það væri aðeins öðruvísi þó gleðin væri jafn ósvikin eftir leik. „Það er brjáluð spenna í því að vinna með einu marki eins og við gerðum í fyrra en þetta var voðalega þægilegt fyrir okkur. Fyrir áhorfendur var þetta kannski ekki alveg eins spennandi. „Spennustigið var frekar hátt hjá okkur í síðasta leik og þeir komu vel inn í þetta. Þær kýldu okkur niður á jörðina í síðasta leik en við svöruðum því í dag,“ sagði Laufey Ásta. Halldór Harri: Gerist ekki mikið verraÞó Stjarnan hafi þurft að sætta sig við fjórða silfrið á jafn mörgum árum var tímabilið mjög gott hjá Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari og komst alla leið í úrslit sem fáir bjuggust við þegar liðið mætti Haukum í undanúrslitum. Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar getur verið ánægður með tímabilið hjá sínu liði þó hann hafi eðlilega ekki verið upplitsdjarfur eftir ósigurinn í dag. „Í seinni hálfleik virkaði eins og trúin væri dottin út. Við fengum 17 mörk á okkur í fyrri hálfleik sem drap þetta,“ sagði Harri. Stjarnan varð fyrir miklu áfalli þegar Helena Rut Örvarsdóttir var send í sturtu skömmu fyrir hálfleik en staðan var þá þegar orðin erfið fyrir Stjörnuna sem var þá sjö mörkum undir. „Ég er með lélegan vinkil og sé þetta ekki. Maður heyrir út frá sjónvarpsmyndum að kannski hafi þetta ekki verið rautt en það skiptir þannig séð ekki máli núna. „Við erum að klikka of mikið á góðum færum í seinni hálfleik og fáum hraðaupphlaup í bakið og það drepur þetta.“ Stjarnan reyndi hvað liðið gat að minnka muninn í seinni hálfleik og keyrði hvað það gat á Gróttu en Grótta hægði aldrei á sér og gaf Stjörnunni í raun ekki færi á að komast inn í leikinn þó Stjarnan hafi skorað sjö af átta síðustu mörkum leiksins. „Þegar þú sérð titil í húfi þá heldur þú áfram. Að mörgu leyti er ég ánægður með að við héldum áfram að reyna þó það hafi ekki mikið gengið upp. „Við þurftum að breyta til. Helena er stór hluti af liðinu okkar og mér fannst við reyna að brjóta þetta upp og sjá hvað virkaði en maður sá það andlitunum að trúin var farin,“ sagði Harri.Florentina ekki leikfær Það vakti athygli fyrir leik að Florentina Stanciu var í leikmannahópi Stjörnunnar en hún kom aldrei við sögu í leiknum. „Hún var ekki alveg tilbúin. Hún var meira tekin inn sem andlegur stuðningur og geta komið inn í einhver víti eða eitthvað svoleiðis. Við vildum ekki taka neina sénsa með hana. „Hún var tilbúin að veita andlegan stuðning. Þetta var meira sálrænt á okkur heldur en á Gróttu. Við vorum að reyna að gefa okkar leikmönnum meiri von. Hún var meidd og ekkert við því að gera,“ sagði Harri. Stjarnan horfði upp á Gróttu vinna titilinn á heimavelli Stjörnunnar annað árið í röð á sínum heimavelli en Stjarnan hefur verið dugleg að safna silfrum síðustu ár. „Það gerist ekki mikið verra en það. Þetta fjórða árið í röð sem við fáum silfurverðlaun í staðin fyrir gull sem við ætlum okkur alltaf. „En þegar maður lítur til baka þá er ég rosalega stoltur af mínu liði. Við erum bikarmeistarar í ár og komum okkur í úrslitin eftir hörkuleiki á móti Haukum. Það getur vel verið að það hafi dregið aðeins of mikið úr okkur,“ sagði Harri að lokum.Laufey hefur verið frábær fyrir Gróttu í vetur.vísir/andri marinóLovísa fagnar marki í dag.vísir/andri marinóAnna Úrsúla fagnar.vísir/andri marinóVísirHalldór Harri var niðurlútur í leikslok.vísir/andri marinóÍris Björk og Anna Úrsúla í faðmlögum í leikslok.vísir/andri marinó Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira
Grótta tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í handbolta annað árið í röð í TM höllinni í Garðabæ þegar liðið vann fjórða leikinn gegn Stjörnunni 28-23 í úrslitum Olís deildar kvenna. Grótta mætti mjög ákveðin til leiks og lék við hvern sinn fingur. Liðið var sex mörkum yfir í hálfeik 17-11 en liði lék í senn öfluga vörn sem og frábæra sókn þar sem flest gekk upp. Stjarnan varð fyrir miklu áfalli þegar rétt innan við tvær mínútur voru til hálfleiks. Stórskyttan Helena Rut Örvarsdóttir fékk þá að líta beint rautt spjald. Sjö mörkum undir mátti Stjarnan illa við að missa sinn öflugasta sóknarmann. Úrslitin voru því nánast ráðin í hálfleik og Grótta féll ekki í þá gryfju að hægja á leiknum og fara að leika langar sóknir. Grótta hélt uppteknum hætti frá fyrri hálfleiknum og keyrði á Stjörnuna við hvert tækifæri og fyrir vikið komst aldrei spenna í leikinn í seinni hálfleik. Stjarnan skoraði sjö af átta síðustu mörkum leiksins eftir að Grótta hafði skipt byrjunarliði sínu útaf og því var sigurinn ekki eins stór og gangur leiksins gaf til kynna. Breiddin er meiri í liði Gróttu og áttu leikmenn liðsins hreinlega meira eftir til að ná eins góðum leik og raun bar vitni. Grótta sýndi svo ekki sé um villst að liðið er besta lið landsins í vetur. Íris Björk Símonardóttir fór á kostum fyrir aftan frábæra vörn liðsins og táningurinn Lovísa Thompson fór mikinn jafnt í vörn og sókn. Eftir síðasta leik liðanna var kvartað undan því að enginn leikmaður Gróttu tæki á skarið og svaraði Lovísa því með frábærum mörkum en hún var mjög áræðin í leiknum líkt og flestir samherjar hennar. Í raun lék allt lið Gróttu frábærlega í leiknum en nefna verður hið ótrúlega leikkerfi liðsins að fá línumanninn út til að stökkva upp og skjóta frá punktalínu. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir er engum lík. Esther Viktoría Ragnarsdóttir leikstjórnandi Stjörnunnar byrjaði leikinn vel og þó Stjarnan hafi reynt allan leikinn sást á liðinu að það hafði ekki mikla trú á verkefninu eftir að Helena var send í sturtu. Vörn Stjörnunnar náði sér aldrei á strik og þó Florentina Stanciu hafi verið á bekknum kom hún aldrei við sögu í leiknum. Hún var enn meidd. Grótta horfði á eftir bikarnum til Stjörnunnar í vetur en annað árið í röð landaði liðið Íslandsmeistaratitlinum á heimavelli Stjörnunnar. Anna Úrsúla: Áttum harma að hefnaAnna Úrsúla Guðmundsdóttir var að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sjötta sinn, tvö síðustu árin með uppeldisfélagi sínu Gróttu eftir góðan feril hjá Val. „Þetta var ofboðslega skemmtilegur dagur og það gekk í raun allt upp sem við settum upp,“ sagði Anna Úrsúla. „Við vissum að það yrði erfitt fyrir þær að mæta okkur, jafnvel þó þær hafi átt góðan leik á föstudaginn. Við áttum líka harma að hefna fannst okkur. Við vorum líka að hefna okkur fyrir bikarúrslitaleikinn.“ Leikurinn á föstudaginn sem Stjarnan vann minnta um margt á bikarúrslitaleik liðanna sem Stjarnan vann. „Við töluðum um það eftir síðasta leik að við færum ekki í færin til að skora heldur til bara til að fara í færi. Það hefur alls ekki einkennt okkur í úrslitakeppninni. „Það hafa allar farið ákveðnar í færin til að skora. Það lögðum við upp með í dag og það tókst mjög vel,“ sagði Anna. Leikmenn Gróttu voru gagnrýndir fyrir að hika í þriðja leiknum og stíga ekki upp þegar á reyndi. Allt annað var uppi á tengingum í dag. „Sú gagnrýni átti alveg rétt á sér. Gagnrýni er líka þannig að maður notar hana til að byggja sig upp.“ Eins og áður segir er þetta sjötti titill Önnu og annað árið í röð sem hún landar titlinum í TM höll Stjörnunnar. „Þetta er alltaf ótrúleg tilfinning. Þess vegna sækir maður í þetta. Þegar maður fær nasaþefinn af þessu þá heldur maður alltaf áfram. Það var það sem liðið gerði í dag. Liðið hafði reynsluna frá því í fyrra og sótti sigur,“ sagði sigurvegarinn Anna Úrsúla. Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var að fagna Íslandsmeistaratitlinum í sjötta sinn, tvö síðustu árin með uppeldisfélagi sínu Gróttu eftir góðan feril hjá Val. „Þetta var ofboðslega skemmtilegur dagur og það gekk í raun allt upp sem við settum upp,“ sagði Anna Úrsúla. „Við vissum að það yrði erfitt fyrir þær að mæta okkur, jafnvel þó þær hafi átt góðan leik á föstudaginn. Við áttum líka harma að hefna fannst okkur. Við vorum líka að hefna okkur fyrir bikarúrslitaleikinn.“ Leikurinn á föstudaginn sem Stjarnan vann minnta um margt á bikarúrslitaleik liðanna sem Stjarnan vann. „Við töluðum um það eftir síðasta leik að við færum ekki í færin til að skora heldur til bara til að fara í færi. Það hefur alls ekki einkennt okkur í úrslitakeppninni. „Það hafa allar farið ákveðnar í færin til að skora. Það lögðum við upp með í dag og það tókst mjög vel,“ sagði Anna. Leikmenn Gróttu voru gagnrýndir fyrir að hika í þriðja leiknum og stíga ekki upp þegar á reyndi. Allt annað var uppi á tengingum í dag. „Sú gagnrýni átti alveg rétt á sér. Gagnrýni er líka þannig að maður notar hana til að byggja sig upp.“ Eins og áður segir er þetta sjötti titill Önnu og annað árið í röð sem hún landar titlinum í TM höll Stjörnunnar. „Þetta er alltaf ótrúleg tilfinning. Þess vegna sækir maður í þetta. Þegar maður fær nasaþefinn af þessu þá heldur maður alltaf áfram. Það var það sem liðið gerði í dag. Liðið hafði reynsluna frá því í fyrra og sótti sigur,“ sagði sigurvegarinn Anna Úrsúla. Kári: Meistarabragur á okkur í úrslitakeppninniKári Garðarsson þjálfari Gróttu var að stýra liði sínu til sigurs í Íslandsmótinu annað árið í röð en liðið vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil á síðustu leiktíð. „Við vorum betri aðilinn í dag. Við vorum mjög öflugar frá byrjun og náðum upp okkar besta leik,“ sagði Kári. „Það var sami bragur og er búinn að vera nánast alla úrslitakeppnina hjá okkur. Við spiluðum þessa úrslitakeppni mjög vel.“ Grótta tapaði aðeins einum leik í úrslitakeppninni en það var þriðji leikurinn gegn Stjörnunni á föstudaginn á Seltjarnanesinu. „Það kom smá bakslag í síðasta leik þar sem spennustigið var aðeins of hátt þar sem við ætluðum svo mikið að klára þetta á heimavelli en það er ekkert verra að klára þetta hér í Mýrinni,“ sagði Kári en Grótta tryggði sér einnig titilinn á heimavelli Stjörnunnar fyrir ári síðan. „Er þetta ekki bara árlegur viðburður í maí. Titill á loft hjá Gróttu í TM höllinni.“ Grótta náði að stilla spennustigið fullkomlega fyrir leikinn í dag og var hvergi veikan blett að finna í liðinu. „Það var ágætt að fá að svara fyrir þennan leik á föstudaginn. Við vorum vonsvikin með ýmislegt þá og sýndum okkar allra bestu hliðar í dag. Á öllum sviðum. „Ef við hefðum farið í oddaleik hefði ég verið ein taugahrúga á mánudag og þriðjudag. Ég er rosalega feginn að vera búinn og geta fagnað í kvöld og notið stundarinnar. „Það má ekki gleyma því að náðum Íslandsmeistaratitlinum í fyrra og það er erfiðara að sækja hann aftur. Það er mjög einfalt,“ sagði Kári en gat þó ekki sagt til um hvor titillinn sé sætari. „Er þetta ekki alltaf bara mjög sætt. Ég er voða glaður í dag en var aðallega ánægður með hvað úrslitakeppnin var góð því þetta er búið að vera brösótt í vetur þó við höfum ekki verið að spila illa. „Það var algjör meistarabragur á okkur í úrslitakeppninni,“ sagði Kári að lokum. Íris Björk: Frábært þegar svona margir styðja við bakið á manni.Íris Björk Símonardóttir markvörður Gróttu var mögnuð í úrslitakeppninni og hélt uppteknum hætti í dag þar sem hún varði hátt í 60% skota Stjörnunnar sem hún fékk á sig. „Mér fannst við mæta með spennustigið á réttum stað í þetta skiptið,“ sagði Íris eftir leikinn í dag. „Við vorum eins og villidýr í vörninni og tókum hraðaupphlaupin sem er okkar styrkleiki. Við vorum líka frábærar í sókninni. Ég er rosalega stolt af okkur.“ Allir leikmenn Gróttu áttu góðan leik í dag en Íris minntist sérstaklega á Lovísu Thompson og það ekki að ástæðulausu. „Ég verð að minnast á hana Lovísu Thompson. Hún er eitthvað undrabarn. Hún skoraði örugglega meira en 40 mörk í þessari úrslitarimmu. „Hún er búin að vera mögnuð og það gleymist oft að hún er á fyrsta ári í menntaskóla. Ég dáist að því hvernig hún stígur upp. Hún er eins og gull fyrir okkur í þessari úrslitakeppni. „Hún stígur upp í öllum stóru leikjunum. Þetta er manneskja sem þorir að stíga upp á réttum tímum. Það gleymist að hún er unglingur. Hún verður einhvern tíman góð, ég segi ekki annað,“ sagði Íris um þennan unga samherja sinn. Íris sjálf átti mjög góðan leik í dag og virðist kunna vel við sig í TM höllinni. „Okkar bestu leikir hafa verið hér. Ég veit ekki hvað það er. Við vorum yfirspenntar þegar allt Seltjarnarnesið mætti á síðasta leik. Sem er frábært en ég veit ekki hvort það spilaði inn í. „Í dag náðum við að nýta okkur þennan frábæra stuðning til góðs. Ég er rosaleg ánægð hvernig við mættum,“ sagði Íris en mjög fjölmennur hópur stuðningsmanna Gróttu fylgdi liðinu í dag og studdi vel við liðið. „Við eigum klárlega bestu stuðningsmennina á landinu kvenna megin. Það er frábært að mæta og keppa þegar svona margir mæta og styðja við bakið á manni.“ Lovísa: Þeir skora sem þoraEftir þriðja leik Gróttu og Stjörnunnar var auglýst eftir leikmanni Gróttu til að stíga upp og því kalli svaraði Lovísa Thompson. Hún átti magnaðan leik og gaf tóninn í byrjun með mikilli áræðni þrátt fyrir ungan aldur. „Það er ekkert annað í stöðunni. Það þarf að sækja á markið og þeir skora sem þora,“ sagði Lovísa sem er á fyrsta ári menntaskóla. „Mér finnst fólk oft afskrifa sóknarleikinn okkar. Þegar við náum að hreyfa varnirnar svona þá koma dauðafærin og þá erum við mjög góðar. Það var gott að sýna fólki að við getum þetta alveg. „Við áttum ekki góðan leik síðast og við ákváðum að svara því. Við vorum ákveðnar í að þetta yrði síðasti leikurinn okkar í vetur.“ Annað árið í röð tryggði Grótta sér titilinn á heimavelli Stjörnunnar en Lovísu er nokkuð sama hvar bikarinn fer á loft svo lengi sem það er Grótta sem lyftir honum. „Það skiptir ekki máli hvar maður vinnur. Það skiptir öllu máli að tryggja titilinn. „Við fengum magnaðan stuðning í dag. Það skiptir ótrúlega miklu máli að svona margir styðji við okkur og það var mjög gaman að sjá svona marga mæta og sjá að allir standi saman í svona litlu bæjarfélagi eins og á Seltjarnarnesi,“ sagði Lovísa að lokum um þann frábæra stuðning sem liðið fékk í dag og í allir úrslitakeppninni í raun. Laufey: Var voðalega þægilegt fyrir okkur„Það hentar okkur greinilega gríðarlega vel að leika hérna,“ sagði Laufey Ásta Guðmundsdóttir fyrirliði Gróttu eftir að hafa tekið við Íslandsmeistarabikarnum annað árið í röð í TM höll Stjörnunnar. Grótta vann titilinn í fyrra með eins marks sigri en nú voru úrslitin ráðin löngu fyrir leiks lok og gat Laufey ekki neitað því að það væri aðeins öðruvísi þó gleðin væri jafn ósvikin eftir leik. „Það er brjáluð spenna í því að vinna með einu marki eins og við gerðum í fyrra en þetta var voðalega þægilegt fyrir okkur. Fyrir áhorfendur var þetta kannski ekki alveg eins spennandi. „Spennustigið var frekar hátt hjá okkur í síðasta leik og þeir komu vel inn í þetta. Þær kýldu okkur niður á jörðina í síðasta leik en við svöruðum því í dag,“ sagði Laufey Ásta. Halldór Harri: Gerist ekki mikið verraÞó Stjarnan hafi þurft að sætta sig við fjórða silfrið á jafn mörgum árum var tímabilið mjög gott hjá Stjörnunni. Liðið varð bikarmeistari og komst alla leið í úrslit sem fáir bjuggust við þegar liðið mætti Haukum í undanúrslitum. Halldór Harri Kristjánsson þjálfari Stjörnunnar getur verið ánægður með tímabilið hjá sínu liði þó hann hafi eðlilega ekki verið upplitsdjarfur eftir ósigurinn í dag. „Í seinni hálfleik virkaði eins og trúin væri dottin út. Við fengum 17 mörk á okkur í fyrri hálfleik sem drap þetta,“ sagði Harri. Stjarnan varð fyrir miklu áfalli þegar Helena Rut Örvarsdóttir var send í sturtu skömmu fyrir hálfleik en staðan var þá þegar orðin erfið fyrir Stjörnuna sem var þá sjö mörkum undir. „Ég er með lélegan vinkil og sé þetta ekki. Maður heyrir út frá sjónvarpsmyndum að kannski hafi þetta ekki verið rautt en það skiptir þannig séð ekki máli núna. „Við erum að klikka of mikið á góðum færum í seinni hálfleik og fáum hraðaupphlaup í bakið og það drepur þetta.“ Stjarnan reyndi hvað liðið gat að minnka muninn í seinni hálfleik og keyrði hvað það gat á Gróttu en Grótta hægði aldrei á sér og gaf Stjörnunni í raun ekki færi á að komast inn í leikinn þó Stjarnan hafi skorað sjö af átta síðustu mörkum leiksins. „Þegar þú sérð titil í húfi þá heldur þú áfram. Að mörgu leyti er ég ánægður með að við héldum áfram að reyna þó það hafi ekki mikið gengið upp. „Við þurftum að breyta til. Helena er stór hluti af liðinu okkar og mér fannst við reyna að brjóta þetta upp og sjá hvað virkaði en maður sá það andlitunum að trúin var farin,“ sagði Harri.Florentina ekki leikfær Það vakti athygli fyrir leik að Florentina Stanciu var í leikmannahópi Stjörnunnar en hún kom aldrei við sögu í leiknum. „Hún var ekki alveg tilbúin. Hún var meira tekin inn sem andlegur stuðningur og geta komið inn í einhver víti eða eitthvað svoleiðis. Við vildum ekki taka neina sénsa með hana. „Hún var tilbúin að veita andlegan stuðning. Þetta var meira sálrænt á okkur heldur en á Gróttu. Við vorum að reyna að gefa okkar leikmönnum meiri von. Hún var meidd og ekkert við því að gera,“ sagði Harri. Stjarnan horfði upp á Gróttu vinna titilinn á heimavelli Stjörnunnar annað árið í röð á sínum heimavelli en Stjarnan hefur verið dugleg að safna silfrum síðustu ár. „Það gerist ekki mikið verra en það. Þetta fjórða árið í röð sem við fáum silfurverðlaun í staðin fyrir gull sem við ætlum okkur alltaf. „En þegar maður lítur til baka þá er ég rosalega stoltur af mínu liði. Við erum bikarmeistarar í ár og komum okkur í úrslitin eftir hörkuleiki á móti Haukum. Það getur vel verið að það hafi dregið aðeins of mikið úr okkur,“ sagði Harri að lokum.Laufey hefur verið frábær fyrir Gróttu í vetur.vísir/andri marinóLovísa fagnar marki í dag.vísir/andri marinóAnna Úrsúla fagnar.vísir/andri marinóVísirHalldór Harri var niðurlútur í leikslok.vísir/andri marinóÍris Björk og Anna Úrsúla í faðmlögum í leikslok.vísir/andri marinó
Olís-deild kvenna Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Danir áfram með fullt hús stiga Aldís Ásta fór á kostum Allir vonsviknir af velli í Varazdin Fljúgandi start og Fram jók á raunir Eyjakvenna Vildi Viktor aftur inn í fyrri hálfleik: „Gekk andskotinn ekkert upp“ Gengst við því að hafa gert mistök Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM HM í dag: Erfitt kvöld með erkifífli Bjarni var kominn á lista hjá Icelandair: „Rotaðir frá fyrstu mínútu“ Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Ásgeir Örn: „Eigum okkur eiginlega engar málsbætur með þetta“ Myndasyrpa frá svekkelsinu í Zagreb Skýrsla Vals: Svartur Dagur í Zagreb Hvernig kemst Ísland áfram? Samfélagsmiðlar eftir tapið: „Ömurleg auglýsing fyrir McDonald‘s“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Króatíu: Hér varð hrun „Fyrri hálfleikurinn var alveg frábær“ Logi Geirs: „Það er ótrúlegt að liðið sé komið í þessa stöðu“ „Verðum bara að vera bjartsýnir og hafa trú“ Tölfræðin á móti Króatíu: Níu prósent markvarsla í fyrri hálfleik „Ég held að þeim hafi bara liðið vel allan tímann“ „Gerðum nákvæmlega það sem við ætluðum ekki að gera“ Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Stjarnan réði ekki við hraðann á Selfossi Afskrifuð stjarna Króata óvænt með Okkar menn fengu ekki slóvenskan greiða Einar Þorsteinn kemur inn í hópinn Sögulegur árangur Portúgals á HM Sjá meira