Lögreglan rannsakar vinnumansal á Hótel Adam Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 21. maí 2016 18:00 Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála. Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Vinnumansalið sem lögreglan rannsakar átti sér stað á Hótel Adam en hótelið komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar það seldi ferðamönnum kranavatn á flösku. Fleiri starfsmenn hótelsins hafa leitað til lögreglu undanfarna daga vegna gruns um að vera sjálfar fórnarlömb mansals. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú mál erlendar konu sem var haldið nauðugri í starfi á hóteli á höfuðborgarsvæðinu en greint var frá málinu í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Konan þurfti að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði henni að annars yrði hún handtekin en hún var vinnu nánast alla daga í mánuði og fékk fyrir þá vinnu greiddar tæpar 60 þúsund krónur í mánaðarlaun. Mansalsteymi lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú málið en konan hefur lokið störfum á hótelinu.Sjá einnig fréttaskýringu:Blaðamaður Vísis gisti eina nótt á Hótel Adam Fréttastofa hefur áreiðanlegar heimildir fyrir því að umrætt sé Hótel Adam hér við Skólavörðustíg. Þegar leitað var eftir viðtali við eiganda þess fengust þær upplýsingar að hann væri staddur erlendis en væri væntanlegur eftir helgi. Félagið sem heldur utan um rekstur Hótels Adam á Skólavörðustíg heitir R. Guðmundsson ehf. en skráður eigandi félagsins er Ragnar Guðmundsson kaupsýslumaður og hótelstjóri. Ekki liggur fyrir hvort Ragnar sjálfur tengist málinu en hann er sem fyrr segir staddur erlendis. Fréttastofan hefur ekki upplýsingar um hvort eigandi hótelsins taki beinar ákvarðanir um rekstur hótelsins en hann einn er titlaður framkvæmdastjóri.Seldi vatn á kranaflöskuHótel Adam komst í fréttirnar fyrr á þessu ári þegar greint var frá því að það hefði komið upp myndum og tilkynningum til gesta þar sem varað var við kranavatninu á hótelinu. Þess í stað var gestum bent á að drekka vatn úr sérmerktum flöskum sem seldar voru á hótelinu á 400 krónur. Seinna kom í ljós eftir athugun Matvælastofnunar að vatnið í flöskunum var einmitt kranavatn. Í kjölfarið framkvæmdi heilbrigðiseftirlitið athugun á hótelinu sem kom margvíslegum ábendingum til lögreglu. Meðal annars um að rekstraraðilinn hefði leyfi til að leigja út níu herbergi en nærri 20 hafi verið í útleigu. Innsiglaði lögreglan í kjölfarið níu herbergi á hótelinu. Þá hafa einnig verið fluttar fréttir af því að eigendur bjóði starfsmönnum sínum kjör sem eru langt undir lágmarkslaunum.Fleiri hafa leitað til lögregluSamkvæmt upplýsingum fréttastofu hafa fleiri starfsmenn hótelsins af báðum kynum leitað til lögreglu. Þá hefur Vinnueftirlitið einnig verið með til skoðunar að grípa til aðgerða vegna fyrrgreindra mála.
Tengdar fréttir Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54 Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30 Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Varar við kranavatninu en selur vatn á flöskum Gestum á Hótel Adam er ráðlagt að kaupa frekar vatn á sérmerktum plastflöskum en drekka vatn af krana. 8. febrúar 2016 11:54
Heimsókn á Hótel Adam: „Ég drekk úr krananum“ Símaskrá frá 2012, latexhanski á reykskynjara, ólystugur morgunverður og kalt kaffi koma við sögu í heimsókn blaðamanns Vísis í gær. 10. febrúar 2016 15:30
Haldið nauðugri í starfi á hóteli Kona var þvinguð til að gista í herbergi með yfirmanni sínum sem hótaði því að hún yrði handtekin. 20. maí 2016 18:45