Jakob Örn hættur með landsliðinu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. ágúst 2016 11:29 Jakob Örn í leik með íslenska landsliðinu. Hann á að baki fimmtán ára feril með því og lék á þeim árum 85 landsleiki. Vísir/Valli Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Jakob Örn Sigurðarson hefur ákveðið að hætta að spila með íslenska landsliðinu í körfubolta en þetta staðfesti hann í samtali við Vísi í dag. „Ég hef ákveðið að segja það gott með landsliðinu. Þetta er því meira en það að ég gefi ekki bara kost á mér í þetta verkefni,“ sagði Jakob Örn en í tilkynningu KKÍ í dag var sagt að hann gæfi ekki kost á sér í landsliðið fyrir undankeppni EM 2017 í haust. Jakob hefur ekkert æft með landsliðinu í sumar og gaf sér góðan tíma í að taka ákvörðun sína. „Ég tók mér veturinn og sumarið í að hugsa þetta almennilega í gegn. Einhvern tímann verður þetta að taka enda og ég ákvað að núna væri sá tími kominn,“ segir Jakob. „Mér fannst það í fyrstu skrítin tilhugsun að ég myndi ekki spila meira með landsliðinu. Sérstaklega þegar strákarnir byrjuðu að æfa og maður sá myndir af þeim á æfingum. Ég saknaði þess að vera með þeim og geri enn.“ „En mér líður vel með mína ákvörðun og finnst hún rétt. Ég er mjög sáttur með minn feril og ánægður með hvernig hann hefur verið. Ég geng sáttur frá landsliðsferlinum.“ Hann segir að aðalástæðan fyrir því að hann vilji hætta nú er að gefa fjölskyldu sinni meiri tíma. „Strákarnir mínir eru á þeim aldri að þeir þurfa mikinn tíma og mér finnst mikilvægt að ég get gefið mig að fjölskyldunni eins mikið og hægt er. Þetta er tími sem ég vil ekki missa af. Þó svo að tíminn með landsliðinu sé í sjálfu sér stuttur þá fer öll einbeitingin yfir allt sumarið í landsliðið en ég vil einbeita mér að fjölskyldunni eins mikið og ég get.“ Jakob Örn er á mála hjá Borås í sænsku úrvalsdeildinni og á eitt ár eftir af samningi sínum við félagið. Hann lék sinn síðasta landsleik árið 2015 en á fimmtán árum lék hann alls 85 landsleiki.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14 Mest lesið Scholes óttast það að Man. United verði fallbaráttu á næsta ári Enski boltinn Bellingham tryggði Real sigur með síðustu snertingu leiksins Fótbolti Dómarinn spilaði fyrir lið sem hann dæmdi hjá í sömu viku Sport Bellingham: „Þessi var skrýtinn“ Fótbolti Nottingham Forest slapp með skrekkinn í vítakeppni Enski boltinn „Gott að koma inn á og fá nokkrar mínútur“ Handbolti Sker af sér eistun ef Man. City tapar fyrir Real Madrid Fótbolti Andri Rúnar með þrennu fyrir Stjörnuna í kvöld Íslenski boltinn Ein efnilegasta handboltakona Frakka látin Handbolti Þorsteinn Leó markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Handbolti Fleiri fréttir Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Hver skiptir svo til nýjum Audi E-tron út fyrir sjö ára gamlan jeppa? Davis meiddist strax í fyrsta leik „Þeir þekkja hann ekki og það er aðalvesenið“ Körfuboltakvöld: Hvaða lið komast í úrslitakeppnina? Elvar sló stoðsendingamet grísku úrvalsdeildarinnar Umfjöllun: Slóvakía - Ísland 78-55 | Ekki góður endir á undankeppninni Martin stoðsendingahæstur í öruggum sigri „Meiri ró og betri ára yfir Grindavík“ með Jeremy Pargo Besta frumraunin síðan Kevin Durant kom til Golden State Féll á læknisskoðun og verður ekki leikmaður Lakers Keflavík í vandræðum: „Vörnin hélt áfram að vera léleg og varð eiginlega verri“ Sigurður stýrir báðum liðum Keflavíkur LeBron James tók met af Jordan með stórleik sínum „Eins og menn hafi bara slökkt á fokking heilanum“ Uppgjörið: Valur - Höttur 92 - 58 | Valsmenn keyrðu yfir Hött í fyrri hálfleik Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík „Ég er að koma aftur fyrir skemmtilegasta hlutann“ „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Kjartan: Við erum að vaða á liðin Uppgjör: Njarðvík - KR 103-79 | Njarðvíkingar hefndu bikartapsins með stæl Uppgjör, myndir og viðtöl: Álftanes - Haukar 107-90 | Álftanes frábærir þegar á þurfti að halda Uppgjörið: Þór Þ. - Grindavík 95-104 | Grindvíkingar með stáltaugar í lokin Uppgjör: Stelpurnar stóðu í Tyrkjum fyrir framan troðfulla höll „Þetta er náttúrulega alltaf skrýtið“ Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Íslensku stelpurnar vinsælar í Izmit Sjá meira
Jakob Örn gaf ekki kost á sér í landsliðið Sextán manna landsliðshópur tilkynntur fyrir undankeppni EM í haust. 4. ágúst 2016 10:14