Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Costco gæti haft mikil áhrif á smásölumarkaðinn á Íslandi. Velta fyrirtækisins er rúmlega þrítugföld veltan á öllum íslenskum smásölumarkaði. Vísir/AFP Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið. Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið.
Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Framkvæmdir Starbucks við Laugaveg langt komnar Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Sjá meira
Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15
Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00