Stjórnendur og innherjar selja bréf í Högum sveinn arnarsson skrifar 29. ágúst 2016 07:00 Costco gæti haft mikil áhrif á smásölumarkaðinn á Íslandi. Velta fyrirtækisins er rúmlega þrítugföld veltan á öllum íslenskum smásölumarkaði. Vísir/AFP Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið. Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Lykilstjórnendur Haga og tengdir aðilar hafa á síðustu vikum selt hluti sína í Högum. Titrings gætir á smásölumarkaði með komu Costco til landsins. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, og eiginkona hans, Ingibjörg B. Halldórsdóttir, seldu allt sitt hlutafé í félaginu síðastliðinn mánudag á genginu 49,2. Fengu þau um 100 milljónir í sinn hlut fyrir viðskiptin.Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónus, vill ekki tjá sig um hvort sala hlutabréfanna í Högum sé tilkomin vegna komu Costco til landsins.vísir/stefánEiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, losaði sig við rúmlega milljón hluti í félaginu í júlí á genginu 47,8 og eftir viðskiptin á hún enn hlut í fyrirtækinu sem metinn er á um 200 milljónir króna. Einnig seldi Kjartan Már Friðsteinsson, framkvæmdastjóri Banana ehf., dótturfyrirtækis Haga, allan hlut sinn í fyrirtækinu í júlí. Greiningarfyrirtækið Zenter gerði skýrslu um komu Costco til landsins og hvaða áhrif hún muni hafa á þau fyrirtæki sem fyrir eru á smásölumarkaði. Voru niðurstöður fyrirtækisins þær að þarna væri á ferðinni risi sem að öllum líkindum myndi hafa mikil áhrif á markaðsstöðu fyrirtækja, mismikil þó. Guðmundur Marteinsson, framkvæmdastjóri Bónuss, neitaði að svara því hvort sala hluta hans í Högum væri til komin vegna hugsanlegrar komu Costco til landsins. Að sama skapi sagði Finnur Árnason, forstjóri Haga, sölu fjölskyldunnar á hlutum í Högum vera persónuleg fjármál sem ekki yrðu rædd í fjölmiðlum.Eiginkona Finns Árnasonar, forstjóra Haga, seldi hluti í félaginu fyrir um 50 milljónir króna í júní.Costco áformar að opna verslun í Garðabæ innan skamms og mun hafa mikil áhrif á smásölu á höfuðborgarsvæðinu. Fram kemur í glærukynningu Zenter að fyrirtækið sé annar stærsti smásali í heiminum. Veltan á íslenskum smásölumarkaði sé um 400 milljarðar króna og í samanburði er velta Costco rúmir fjórtán þúsund milljarðar króna á ári. Trausti Haraldsson, framkvæmdastjóri Zenter, sagðist hvorki geta staðfest eða neitað því að Hagar hefðu fengið í hendur skýrslu fyrirtækisins um komu Costco til Íslands. Þar lægi trúnaður sem þyrfti að virða. Fyrirtækið vinnur fyrir um 120 fyrirtæki og stofnanir vítt og breitt um landið.
Tengdar fréttir Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15 Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00 Mest lesið „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Viðskipti innlent Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Viðskipti innlent Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Costco mun umturna íslenskum markaði Stórfyrirtækið Costco býður að jafnaði 30 prósenta lægra vöruverð en gerist og gengur. 6. júní 2016 10:15
Opnun Costco á Íslandi frestast Verslunin verður opnuð í Garðabæ í lok mars á næsta ári. 18. júlí 2016 07:00