Atvinnumennska er ekki bara gull og grænir skógar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 06:00 Ragnar í leik með Þór. fréttablaðið/ernir „Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“ Körfubolti Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
„Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“
Körfubolti Mest lesið Tekjur Wrexham í hæstu hæðum Fótbolti „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ Körfubolti „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Körfubolti Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil Körfubolti „Frábært að stela heimavellinum“ Körfubolti Haaland væntanlega úr leik í deildinni Fótbolti Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Sport Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Körfubolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fleiri fréttir Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti
Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Körfubolti