Atvinnumennska er ekki bara gull og grænir skógar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 26. ágúst 2016 06:00 Ragnar í leik með Þór. fréttablaðið/ernir „Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“ Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Sjá meira
„Ég er alveg hrikalega ánægður með þetta,“ segir hinn 218 sentimetra hái Ragnar Nathanaelsson en hann skrifaði í gær undir samning við spænska B-deildarfélagið Caceres sem Pavel Ermolinskij lék með á sínum tíma. Ragnar skrifaði undir svokallaðan einn plús einn samning við félagið. Ef allir eru sáttir eftir veturinn þá mun hann framlengja og spila áfram fyrir félagið. „Þetta kom fyrst upp fyrir um mánuði. Ég var mjög spenntur er þetta kom fyrst upp. Mikið tækifæri í nýju landi. Þetta er líka sterk og skemmtileg deild. Það hafa margir frábærir leikmenn komið frá Spáni og þar er spilaður alvöru körfubolti,“ segir Ragnar og tilhlökkunin leynir sér ekki. Ragnar segist vera mjög ánægður með samninginn sem hann sé að fá. „Ég er mjög ánægður þar sem þetta er fyrsti samningur en ég lít samt aðallega á þetta sem gott tækifæri til að koma mér á framfæri. Sýna mig og sanna. Það er líka mikil ástríða hjá þjálfaranum og hann gerði mig mjög spenntan fyrir að koma til félagsins,“ segir Ragnar en liðið datt út í átta liða úrslitum í úrslitakeppninni í fyrra. Ragnar prófaði fyrst að fara í atvinnumennsku fyrir tveimur árum er hann samdi við Sundsvall Dragons í Svíþjóð. Þar voru fyrir þrír Íslendingar. Það reyndist ekki ferð til fjár enda sat Ragnar meira og minna á bekknum. „Ég sá þar að atvinnumannslífið er ekki bara gull og grænir skógar. Ég lærði aðeins að standa á eigin fótum þarna þó svo ég hafi haft Hlyn [Bæringsson] og Jakob [Sigurðarson] til að halda í höndina á mér og svo bjó ég með Ægi Þór Steinarssyni. Það hjálpaði til en núna verð ég einn og er tilbúinn að takast á við það. Þetta er bara spennandi. Ég er kominn með íslensk/spænska orðabók og byrjaður að tala við Jón Arnór og strákana og þeir eru farnir að kenna mér smá setningar,“ segir Ragnar en hann er bjartsýnn á að fá að spila mikið. „Þeir tala um að ætla að nota mig. Ég er líka hugsanlega að fá mun betri þjálfun þarna en í Svíþjóð. Þjálfarinn hefur talað mikið um hversu spenntur hann sé að fara að vinna með mér og ég hef verið að leita að slíku. Ég er eiginlega mest spenntur fyrir því að fá hörkuþjálfun.“ Ragnar er metnaðarfullur og ætlar að nýta þetta tækifæri vel í von um að það leiði til einhvers enn betra. „Ég lít á þetta sem glugga sem vonandi kemur mér enn lengra. Nú verð ég að nýta tækifærið vel. Ég bíð svo spenntastur eftir leiknum við liðið hans Ægis þann 20. desember. Ef allt fer að óskum þá eyði ég svo jólunum heima hjá honum. Það væri frábært.“
Körfubolti Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Ena Viso til Grindavíkur KFG sektað um 30 þúsund vegna kynþáttaníðs Grindavík fær félaga Kane sem spilaði í NBA „Hann sem klárar dæmið“ Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Elvar Már og Tryggvi Snær með fína frammistöðu í tapleikjum Ótrúlegar Þórskonur: „Þær eru stórhættulegar“ KR verði að bregðast við: „Hann lifir ekki af úrslitakeppni“ Jón Axel og félagar spila til úrslita Uppgjörið: Keflavík - Valur 70-81 | Valur vann er meistararnir mættust Uppgjörið og viðtöl: Þór Þ. - ÍR 94-95 | Dramatískur sigur hjá gestunum Borðuðu aldrei kvöldmat saman Bræður slógu sitthvort metið í sama leiknum Njarðvík fær Svía frá Egyptalandi en Viso kveður Jókerinn með körfu yfir næstum því allan völlinn „Keppni um hvort liðið myndi ná að strengja saman nokkur stopp í röð“ „Erum í þessu til þess að vinna“ Uppgjörið: Álftanes - KR 111-100 | Langþráður heimasigur hjá Álftanesi Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 97-79 | Öruggt hjá heimamönnum á Króknum Uppgjörið: Stjarnan - Haukar 99-75 | Stjarnan aftur á sigurbraut Uppgjörið: Njarðvík - Höttur 110-101 | Grænir unnið fjóra í röð Uppgjörið: Tindastóll - Grindavík 72-80 | Mikilvægur sigur gestanna Hætti 14 ára en á nú leikjametið: „Fannst þær allar mikið stærri og sterkari“ Bragi heim frá Bandaríkjunum Ætla þeir þá að segjast hafa verið að grínast? Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-93 | Grænar betri þegar mest á reyndi Skoraði sína þúsundustu körfu í metleiknum Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Þór Ak. lagði toppliðið og galopnaði toppbaráttuna Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti