Ekki nógu margir kokkar á landinu til að anna eftirspurn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 30. ágúst 2016 18:45 Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“ Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Aldrei hefur verið meiri eftirspurn eftir lærðum mat- og framreiðslumönnum hér á landi, en færir kokkar fá sumir hverjir fjölda atvinnutilboða í hverri viku. Álagið er gríðarlegt og algengt að nemar séu látnir vinna sextán tíma á dag. „Jú það er mjög mikil eftirspurn bæði eftir matreiðslumönnum og framreiðslumönnum. Fjölgun veitingastaða er þvílík að við höfum ekki náð að auka nýliðunina í samræmi við það,“ segir Níels Sigurður Olgeirsson, formaður matvæla- og veitingafélags Íslands. Hann bendir á að margir faglærðir matreiðslumenn hafi flutt úr landi í hruninu. Einhverjir séu þó komnir heim aftur þar sem laun í geiranum hafi hækkað undanfarið. Veitingastaðirnir hreinlega sláist um fært fólk. „Já, ég held að góðir matreiðslumenn séu nú að fá nokkur sms á viku þar sem verið er að bjóða þeim betri laun og betri kjör. Það sem maður hefur tekið eftir líka er að verið sé að kaupa nemana af stöðunum þegar þeir eru komnir með reynslu.“ En þessari þróun og manneklu fylgir einnig aukið vinnuálag. Níels segir algengt að nemar vinni allt að sextán tíma á dag. „Þetta er of mikið álag. Það næst ekki í nógu mikinn mannskap þannig að þeir sem eru til staðar eru keyrðir í botn. Þetta er víða gengið útí öfgar. Þegar vaktin er orðin 13-16 tímar á dag þá er þetta orðið of mikið. Ég held að ástandið hjá okkur sé verra en það hefur nokkurn tímann verið að því leyti að það er meira af brotum, frítökuréttur ekki virtur og kaffi - og matartímar ekki virtir heldur því það er bara brjáluð keyrsla,“ segir hann. Þrátt fyrir mikið álag með auknum ferðamannastraumi er góð nýliðun í mat og framreiðslunámi á Íslandi, enda nánast hægt að ganga að störfunum vísum. „Það er enginn matreiðslumaður eða framreiðslumaður að ganga atvinnulaus. Ef svo er þá er eitthvað að.“
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira