Landvernd gagnrýnir nýtt myndband Justin Bieber Birgir Olgeirsson skrifar 15. september 2016 13:22 Formaður Landverndar segir mosaþembur í Eldhrauni með allra viðkvæmustu vistkerfum landsins og þoli nánast ekkert traðk. YouTube „Þetta er vont mál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar, um nýjasta myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber sem tekið var upp hér á landi. Myndbandið er við lagið Cold Water með Major Lazer, Justin Bieber og MØ en þar sjást þrír dansarar hoppa og traðka á mosa í Eldhrauni sem nú þegar liggur undir miklum skemmdum vegna ferðamanna. „Þetta er ekki gott til afspurnar. Þetta er sennilega versta meðferð sem hægt er að hugsa sér fyrir mosann, að hoppa á honum“ segir Snorri um dansarana í myndbandinu. „Svona mosaþembur eins og er í Eldhrauni eru einhver allra viðkvæmustu vistkerfi landsins. Það þolir nánast ekkert traðk. Fótspor eins manns haldast alveg hiklaust eitt sumar. Þegar er búið að hoppa svona á mosanum drepst efsta lagið og þá á hann mjög erfitt með að endurnýja sig.“Hann segir eldhraunið nú þegar mjög illa farið vegna ágangs ferðamanna. „Útlendingum finnst svona mosaþembur alveg magnaðar því þeir sjá þetta hvergi annar staðar í heiminum. Þess vegna stoppa þeir þarna á miðjum veginum í gegnum Eldhraunið og labba út á mosann og leggjast á hann. Þetta er auðvitað voða mjúkt og fínt en það stór sér á mosanum þarna í kringum þjóðveg 1 sem fer í gegnum Eldhraunið,“ segir Snorri. Mosinn sem slíkur er ekki verndaður en Snorri er þeirrar skoðunar að Skaftárhreppur þurfi að fara að huga að einhverskonar hverfisverndun á Eldhrauni til að koma í veg fyrir traðk. „Því þetta er gersemi sem laðar að ferðamann og er magnað að eiga.“ Hann segir að líklega hafi framleiðsluteymi myndbands ekki verið meðvitað um skaðann sem getur hlotist af svona hegðun og skrifast það því á óvitaskap. „Þeim finnst þetta örugglega æðislegt og þetta lúkkar vel,“ segir Snorri.Þegar leikstjórinn Darren Aranofsky var við tökur á kvikmynd sinni Noah hér á landi árið 2012 bað hann tökulið sitt um að virða ævagamlan mosann á Íslandi og var lögð göngubraut yfir hann til að lágmarka hnjask.respect the ancient moss: pic.twitter.com/TKCSvB3L— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) July 17, 2012 Í fyrra gaf Bieber út myndband við lagið I´ll Show You sem tekið var einnig upp á Íslandi. Þar stakk hann sér til sund í Jökulsárlóni sem er talið hættulegt og óskráð regla hjá starfsfólki í ferðaþjónustunni að þangað megi ekki fara út í. Var hegðun hans gagnrýnd af mörgum og ekki sögð til fyrirmyndar og geta sett væntanlegum ferðamönnum til landsins slæmt fordæmi. Sjá umfjöllun Vísis um málið hér: Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning Tengdar fréttir Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50 Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34 Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
„Þetta er vont mál,“ segir Snorri Baldursson, formaður Landverndar, um nýjasta myndband kanadíska tónlistarmannsins Justin Bieber sem tekið var upp hér á landi. Myndbandið er við lagið Cold Water með Major Lazer, Justin Bieber og MØ en þar sjást þrír dansarar hoppa og traðka á mosa í Eldhrauni sem nú þegar liggur undir miklum skemmdum vegna ferðamanna. „Þetta er ekki gott til afspurnar. Þetta er sennilega versta meðferð sem hægt er að hugsa sér fyrir mosann, að hoppa á honum“ segir Snorri um dansarana í myndbandinu. „Svona mosaþembur eins og er í Eldhrauni eru einhver allra viðkvæmustu vistkerfi landsins. Það þolir nánast ekkert traðk. Fótspor eins manns haldast alveg hiklaust eitt sumar. Þegar er búið að hoppa svona á mosanum drepst efsta lagið og þá á hann mjög erfitt með að endurnýja sig.“Hann segir eldhraunið nú þegar mjög illa farið vegna ágangs ferðamanna. „Útlendingum finnst svona mosaþembur alveg magnaðar því þeir sjá þetta hvergi annar staðar í heiminum. Þess vegna stoppa þeir þarna á miðjum veginum í gegnum Eldhraunið og labba út á mosann og leggjast á hann. Þetta er auðvitað voða mjúkt og fínt en það stór sér á mosanum þarna í kringum þjóðveg 1 sem fer í gegnum Eldhraunið,“ segir Snorri. Mosinn sem slíkur er ekki verndaður en Snorri er þeirrar skoðunar að Skaftárhreppur þurfi að fara að huga að einhverskonar hverfisverndun á Eldhrauni til að koma í veg fyrir traðk. „Því þetta er gersemi sem laðar að ferðamann og er magnað að eiga.“ Hann segir að líklega hafi framleiðsluteymi myndbands ekki verið meðvitað um skaðann sem getur hlotist af svona hegðun og skrifast það því á óvitaskap. „Þeim finnst þetta örugglega æðislegt og þetta lúkkar vel,“ segir Snorri.Þegar leikstjórinn Darren Aranofsky var við tökur á kvikmynd sinni Noah hér á landi árið 2012 bað hann tökulið sitt um að virða ævagamlan mosann á Íslandi og var lögð göngubraut yfir hann til að lágmarka hnjask.respect the ancient moss: pic.twitter.com/TKCSvB3L— darren aronofsky (@DarrenAronofsky) July 17, 2012 Í fyrra gaf Bieber út myndband við lagið I´ll Show You sem tekið var einnig upp á Íslandi. Þar stakk hann sér til sund í Jökulsárlóni sem er talið hættulegt og óskráð regla hjá starfsfólki í ferðaþjónustunni að þangað megi ekki fara út í. Var hegðun hans gagnrýnd af mörgum og ekki sögð til fyrirmyndar og geta sett væntanlegum ferðamönnum til landsins slæmt fordæmi. Sjá umfjöllun Vísis um málið hér: Hegðun Bieber ekki til fyrirmyndar en myndbandið frábær landkynning
Tengdar fréttir Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50 Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34 Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15 Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sjá meira
Bieber flaug beint frá Íslandi í sólina á Ibiza Kanadíska poppstjarnan Justin Bieber er farinn af landi brott og var hann staddur á Ibiza í gær. Hann heldur tónleika í Berlín á morgun og heldur Evróputúrinn hans áfram í Þýskalandi. 13. september 2016 15:50
Hótað öllu illu eftir að hafa sagt það sem henni fannst um tónleika Justins Bieber í Kórnum "Ég er hrædd um að þau komist að því hvar ég á heima,“ segir Hannah Jane Cohen hlæjandi. 11. september 2016 16:34
Vann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber ásamt því að setja kvikmyndagerðarskóla á laggirnar Unnar Helgi Daníelsson Beck kvikmyndagerðarmaður stendur í stórræðum þessa dagana. Í síðustu viku vann hann að tónlistarmyndbandi fyrir Major Lazer og Justin Bieber, sem frumsýnt var í gær. Unnar er einnig að setja kvikmyndagerðarskóla 15. september 2016 10:15