Sonurinn var jólagjöf Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 1. október 2016 09:00 Lárus segir að þrátt fyrir aukið frjálsræði í íslensku samfélagi hafi þeir báðir þurft að sanna sig töluvert meira sem samkynhneigðir karlmenn og Sævar tekur undir það. "Sérstaklega í lögmennsku. Ekki að það sé issjú, það er samt bara þannig að það eru alltaf þessar staðalímyndir og baráttan við feðraveldið.“ Fréttablaðið/Ernir Lögmennirnir Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson hafa búið sér fallegt heimili í Laugarneshverfinu þangað sem þeir bjóða blaðamanni í heimsókn. Húsið er æskuheimili Sævars. Það er virðulegt og því hefur verið vel við haldið. Gamalt og nýtt kallast á, þeir hafa reynt að halda í auðkenni hússins sem Sævar er alinn upp í en á sama tíma reynt að setja sitt eigið mark á heimilið. Í sófa í bókastofu hússins situr sex ára sonur þeirra og leikur sér. Hann er spenntur yfir nýhafinni skólagöngu og segist vera að læra að lesa. Sævar segir það sérstaka tilfinningu að endurupplifa æskuárin í gegnum son sinn. „Þegar ég fylgi syni mínum í skólann sem ég gekk sjálfur í þegar ég var lítill þá finnst mér ég vera orðinn svolítið gamall. Svo býr hann hér í sama húsi og ég gerði sem lítill strákur, það eru sérstakar tilfinningar sem fylgja því,“ segir hann.Sterk bönd Það hefur vakið athygli að þeir eru giftir og sitja hlið við hlið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi þingkosningar. Þeir starfa líka saman á lögmannsstofu. Þeir segjast aðspurðir hafa bundist sterkum böndum allt frá fyrstu kynnum og örlögin hafi hagað því þannig að þeir hafi unnið saman að verkefnum sínum. „Við kynntumst árið 2003 á bar í Reykjavík og fórum að vera saman mjög fljótlega. Ég var á fyrsta ári í lögfræði og Lárus nýútskrifaður óperusöngvari frá Söngskólanum í Reykjavík. Ef að við hefðum ekki orðið ástfangnir þá finnst mér allt eins líklegt að Lárus hefði farið út til Þýskalands að sinna óperusöng en örlögin höguðu því öðruvísi,“ segir Sævar frá. „Það er rétt, ég ákvað að fara í lögfræði í stað þess að taka stóra stökkið í óperusöng. Ég hafði gluggað í bækurnar hjá honum og ákvað að láta slag standa. Við fylgdumst svo að í náminu,“ segir Lárus. Sævar segir þá alltaf hafa verið gott teymi. „Við höfum í rauninni alltaf unnið saman. Í laganáminu studdum við hvor annan. Við vorum líka alltaf að vinna með námi og aðstoða hvor annan í því. Eftir útskrift förum við á sitthvorn vinnustaðinn,“ segir hann og segir örlögin hafa ýtt þeim saman í vinnu á ný. Sævar fór til starfa hjá Skattstjóranum í Reykjavík á meðan Lárus starfaði hjá Samkeppniseftirlitinu og hjá Persónuvernd. „Eftir hrunið var mér sjálfkrafa ýtt úr starfi hjá Skattstjóra. Mér hugnuðust ekki breytingar á skattframkvæmd, þegar tíu stofnanir skattyfirvalda voru sameinaðar í eina stofnun. Tíminn til undirbúnings var mjög skammur og ég var ósammála því hvernig þetta var unnið,“ segir Sævar sem sagði starfi sínu lausu, tók málflutningsréttindi og skipti um kúrs. „Í gegnum stjórnmálin kynntist ég svo lögmanni sem stofnaði með mér stofuna Lagarök. Lárus hvatti mig til dáða og ég hef verið í lögmennsku frá árinu 2009 og nú hjá Lögmönnum Sundagörðum,“ segir Sævar. Lárus bættist í hóp lögmanna á stofunni á síðasta ári. „Það voru svo mikil umsvif og ég þurfti stuðning. Lárus vildi breyta til og kom til mín á stofuna. Mér fannst ég orðinn hálfgert eyland þarna á stofunni og var alltaf að vinna. Þetta gengur betur með Lárus mér við hlið. Það er svo mikill styrkur í því að makinn sé inni í því sem maður er að fást við,“ segir Sævar.Barist fyrir sínu Þeir segjast ólíkir. „Sævar er mun ákveðnari en ég. Hann er röggsamur og keyrir hlutina áfram. Ég er rólegri.. Við bætum hvor annan upp í vinnunni. Hann getur kýlt allt áfram og mig áfram,“ segir Lárus. „En við eigum það sameiginlegt að við höfum alltaf þurft að sanna okkur og brjóta okkur veg í menntun. Við erum báðir komnir af verkafólki og höfum þurft að vinna allt af eigin rammleik. Kosta eigið nám, vinna með námi til að halda okkur gangandi,“ segir Lárus sem er alinn upp í Fellahverfinu í Breiðholti. „Ég er úr Fellahverfinu eins og Lilja Alfreðsdóttir. Hún er þremur árum eldri en ég og tók á móti mér í MR. Það eru svo fáir sem koma úr Fellaskóla í MR að um leið og maður kom þangað þá tók hún bara á móti manni,“ segir hann og hlær. Lárus kom út úr skápnum þegar hann var í MR. Á svipuðum tíma fer hann að taka þátt í stjórnmálastarfi með Framsóknarflokknum. Hann segir í gamni félagana hafa átt erfiðara með að sætta sig við að eiga vin í Framsóknarflokknum en að hann væri samkynhneigður. Þegar ég var í MR og kom út úr skápnum með mína kynhneigð þá var það allt fínt og eðlilegt. En svo þegar ég sagði þeim að ég væri Framsóknarmaður þá fyrst kom áfallið,“ segir hann og brosir við. „Það var miklu erfiðara að sætta sig við það að eiga vin sem var Framsóknarmaður.“Feimnismál að vera í Framsókn Lárus hefur verið virkur í flokknum frá unglingsárum. „Ég hef tekið þátt í nokkrum deildum innan flokksins. Manni fer að þykja vænt um samtök sem maður er í. Framsóknarflokkurinn er hugsjónsamtök fyrir fólk með svipaðar hugsjónir. Þá yfirgefur maður það ekkert þótt á móti blási. Þá leggur maður frekar eitthvað til starfsins. Það er gamaldags og hallærislegt, en mér finnst samvinnuhugsjónin heillandi. Að pólitíkin sé samvinnuverkefni með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er ný áhersla í pólitíkinni í dag, sem kemur með nýju fólki að líta ekki á þetta sem flokkslínuátök, það er held ég framtíðin. Ég hef verið í Framsóknarflokknum í meira en 20 ár. Það liggur við að það hafi stundum verið feimnismál að vera í Framsóknarflokknum og oft verið mjög erfitt,“ segir hann. Sævar er nýr á vettvangi stjórnmálanna og segir eins og Lárus að það hafi komið mörgum rækilega á óvart að hann valdi Framsóknarflokkinn. „Það kom mjög mörgum á óvart að ég væri í Framsóknarflokknum, það gerðu margir ráð fyrir því að ég væri blákalt íhald,“ segir hann. „Það fylgir starfinu,“ skýtur Lárus inn í og hlær. „Lárus hvatti mig til að fara í pólitík,“ segir Sævar frá. „Þó að það sé klisjukennt, þá held ég að það eigi allir að gefa af sér til samfélagsins með því að taka þátt í stjórnmálum að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni, þótt það verði ekki að ævistarfi. Ég hef því miður í mínu starfi mikla reynslu af málum sem snúa að húsnæðismálum og skuldamálum einstaklinga og fyrirtækja og það situr mjög mikið í mér hvað fólk þarf að færa miklar fórnir til þess að eignast þak yfir höfuðið í okkar þjóðfélagi. Húsnæðismarkaðurinn er í lamasessi. Mér hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa gengið hvað lengst af þeim flokkum sem eru í framboði til að reyna að rétta hlut fólks á húsnæðismarkaði. Ég vil verðtrygginguna burt og burt með okurvexti á húsnæðislánum. Ég er með þetta svolítið á heilanum. Ég fann mér þann farveg í Framsóknarflokknum,“ segir Sævar um metnað sinn.Eru hommarnir ekki þar? Sævar segir hann og Lárus ekki hafa þá ímynd sem fólk búi sér til af samkynhneigðum karlmönnum. „Við erum alltaf að brjóta staðalímyndirnar, við Lárus. Við erum karlmenn, við erum samkynhneigðir, við eigum barn og erum í framboði. Þá kvikna spurningarnar: Bíddu, ertu samkynhneigður? Eigið þið barn? Hvernig er það hægt? Eruð þið í Framsóknarflokknum? Af hverju eruð þið ekki í Samfylkingunni, Vinstri grænum eða Pírötum? Eru hommarnir ekki þar? Það er kannski ekkert skrýtið því að ímyndin sem fólk hefur af samkynhneigðum mönnum er ákveðin staðalímynd,“ segir Sævar. „Og þegar við fengum son okkar í líf okkar þá höfðu mæður í fjölskyldunni okkar áhyggjur af því að það þyrfti að vera móðir á heimilinu. Tveir karlar í lögmennsku? Hvernig ættu þeir að geta gert þetta? Svo mætir okkur auðvitað rótgróið feðraveldi í stjórnmálum og í lögmennsku. Það þykir merkilegt að við séum bara með eðlilegt fjölskyldulíf, að við höfum metnað og væntingar í stjórnmálum. Og í lögmennsku verða margir umbjóðendur okkar líka hissa,“ segir Sævar. Lárus segir að þrátt fyrir aukið frjálsræði í íslensku samfélagi hafi þeir báðir þurft að sanna sig töluvert meira sem samkynhneigðir karlmenn og Sævar tekur undir það. „Sérstaklega í lögmennsku. Ekki að það sé issjú, það er samt bara þannig að það eru alltaf þessar staðalímyndir og baráttan við feðraveldið. Hvort sem þú ert kona, eða samkynhneigður eða af öðrum minnihlutahópi. Þegar þú kemur inn í þessa stétt þá er þér gert að spila eftir gömlu feðraveldisreglunum, en það ætti ekki endilega ekki að vera þannig,“ segir Sævar.Neitaði að tjá sig Sævar vakti athygli þegar hann tók að sér að verja málstað Útvarps Sögu. Í síðustu viku greindi svo Stundin frá því að hann hefði sent fjölmiðlinum 7,5 milljóna króna kröfu og upplýsingafulltrúi hans hefði sagst láta hana niður falla ef Sævar yrði ekki nefndur á nafn í umfjöllun um málið. Hverjir eru málavextir? „Sem lögmaður tek ég að mér ýmis verkefni fyrir hina ýmsu aðila, það er eðli starfsins. Ég get vitaskuld ekki tjáð mig um málefni umbjóðenda minna opinberlega eða við óviðkomandi aðila,“Er það rangt sem kemur þar fram að þú hafir boðist til að fella niður skuldina gegn því að nafn þitt yrði ekki nefnt? Ég verð að fá úr því skorið? „Þeir hringdu í mig á sínum tíma en ég neitaði að tjá mig um málið, ég ræddi aldrei málið við neinn blaðamann hjá Stundinni, ég benti þeim á að tala við umbjóðandann sjálfan enda hef ég enga heimild til að ræða mál umbjóðenda minna opinberlega nema með þeirra leyfi. Það var hringt tvisvar sinnum í mig og í bæði skiptin neitaði ég að tjá mig um málið og var það algjörlega út af störfum mínum sem lögmaður en ekki að ég væri að bjóða mig fram. Þetta mál er hefðbundið innheimtumál sem er verið að reyna að gera að pólitísku máli sem mér finnst mjög óvægið,“ segir Sævar sem svarar að endingu ekki þeirri spurningu blaðamanns hvort upplýsingafulltrúi hans hafi beðið um að láta málið niður falla að hans beiðni.Fjölskyldan í fyrirrúmi Nú eru kosningar framundan og þeir sitja á lista í lélegasta vígi Framsóknarflokksins á landsvísu. „Mér finnst meiri líkur á að Lárus komist inn,“ segir Sævar. „Sætið hans gæti orðið baráttusæti og ef flokkurinn fær jafn góða kosningu og síðast þá gæti hann komist á þing.“ Lárusi eru velferðarmálin hugleiknust. Það eru svo mörg málefni sem þarf að sinna. Ég held að stóru málin verði velferðar- og heilbrigðismálin. Það hefur verið mikill fókus á efnahagsmálin og kreppuna, úrvinnslu þeirra og fjármagnshaftanna. Nú þurfum við að setja fókusinn á einstaklingana aftur. Byggja upp innviði samfélagsins,“ segir Lárus. Og eitt baráttumál eru þeir sammála um. Fjölskyldumálin. „Við höfum byggt upp samfélag sem er efnishyggjusamfélag. Neysla er orðin gríðarleg,“ segir Sævar. „Mig langar að sjá þetta samfélag dafna í aðra átt, þannig að fjölskyldufólki sé gert lífið auðveldara. Við höfum nefnilega efni á því. Við eigum að styðja mun betur við fólk sem tekur ákvörðun um að stofna fjölskyldu. Það er ekkert eins mikilvægt og fjölskyldan. Hvernig sem hún er samsett, tveir karlar, tvær konur, karl og kona og einstæðir foreldrar. Samfélagið þarf að vera þannig gert að við séum fyrir hvert annað,“ segir Sævar. Lárus tekur undir með Sævari. „Við sem tveir feður teljum að það sé svo margt sem við getum lagt til málanna. Mér finnast stjórnmálin oft snúast um innihaldslaus loforð og maður fær svona ákveðna klígju og hugsar um það hvort maður sér staddur í þessu loforðakapphlaupi líka,“ segir hann.Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson með sex ára gömlum syni sínum sem þeir ættleiddu þriggja ára gamlan.Sonurinn jólagjöf Aðdragandinn að því að Lárus og Sævar stofnuðu fjölskyldu var langur og ekki þrautalaus. „Þetta var ekki auðvelt. Það var ég sem dró lappirnar í þessu fyrst,“ segir Lárus sem segist hafa tekið nokkur ár til að melta það með sér. „Svo þegar ég var tilbúinn þá stigum við þetta skref að fara í þessa ferla. Þó að regluverkið hér á Íslandi sé þannig að það eigi allt að vera jafnt, þá er það vonlaust fyrir tvo karlmenn að ættleiða barn,“ segir hann. Sævar tekur undir með Lárusi og segir stjórnsýsluna beinlínis vinna gegn samkynhneigðum körlum í ættleiðingarferli. „Við sóttum um það að vera fósturforeldrar. Fórum svo á námskeið og í mikla naflaskoðun. Þetta var þriggja ára ferli,“ segir Sævar. Það er svo skömmu fyrir jól að Sævar fær símtal sem breytir lífi þeirra. Þeir voru á leiðinni í jólafrí til Þýskalands, höfðu pantað flugmiða og hótel en segjast af einhverjum ástæðum ekki hafa gengið frá kaupunum. „Þann 18. desember 2013 var ég í búð og það var hringt í mig og mér tjáð að það væri strákur sem þyrfti að fá heimili strax. Hann hefði beðið á vistheimili í tvo mánuði, það væri of langur tími fyrir þriggja ára dreng og því kæmi til greina að leyfa okkur að kynnast honum. Þá var mér sagt að við hefðum tvo tíma til að ákveða okkur. Ég bað um að fá að hringja aftur eftir hálftíma og hringdi í Lárus sem var alveg sammála mér um að fara á fund barnaverndar. Símtalið fékk ég hálf tólf og klukkan tvö sátum við á fundi með barnaverndarnefnd og þar var okkur sagt frá aðstæðum hans sem voru vondar. Við vorum spurðir hvort við vildum hitta hann strax morguninn eftir. Klukkan átta þann 19. desember förum við á vistheimilið að hitta hann í fyrsta skipti. Þá er hann að borða morgunmat og það var yndislegt að sjá hann. Við sátum með honum og svo fór hann í leikskólann. Við fórum í fylgd að sækja hann á leikskólann. Svona var þetta til 22. desember. Við hittum hann á morgnana, fylgdum honum í leikskólann og vorum svo með honum á vistheimilinu og svæfðum hann,“ segir Sævar frá. „En svo leið að jólum og þá kom ekki til greina að hann væri á vistheimilinu. Fyrstu jólin okkar saman kom hann sem lítil jólagjöf heim til okkar,“ segir Sævar. „Sagan er mjög sérstök að mörgu leyti og það hefur reynt mikið á mann sem persónu að taka ábyrgð á lífi hans. Brjóta niður ýmsa breyskleika hjá manni sjálfum. Takast á við það að vera foreldri. Afstaða mín til lífsins er önnur og breytt,“ segir Sævar. Lárus tekur undir með honum og segir þá ekki geta ímyndað sér lífið án hans. „Þetta voru örlögin og við tölum stundum um það að við vitum ekki enn hvað það var sem stöðvaði okkur í að fara í þetta jólafrí til Þýskalands. Við vorum búnir að panta miðana og hótelið og vorum á leiðinni út, en eitthvað stöðvaði okkur,“ segir Lárus. Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Lögmennirnir Sævar Þór Jónsson og Lárus Sigurður Lárusson hafa búið sér fallegt heimili í Laugarneshverfinu þangað sem þeir bjóða blaðamanni í heimsókn. Húsið er æskuheimili Sævars. Það er virðulegt og því hefur verið vel við haldið. Gamalt og nýtt kallast á, þeir hafa reynt að halda í auðkenni hússins sem Sævar er alinn upp í en á sama tíma reynt að setja sitt eigið mark á heimilið. Í sófa í bókastofu hússins situr sex ára sonur þeirra og leikur sér. Hann er spenntur yfir nýhafinni skólagöngu og segist vera að læra að lesa. Sævar segir það sérstaka tilfinningu að endurupplifa æskuárin í gegnum son sinn. „Þegar ég fylgi syni mínum í skólann sem ég gekk sjálfur í þegar ég var lítill þá finnst mér ég vera orðinn svolítið gamall. Svo býr hann hér í sama húsi og ég gerði sem lítill strákur, það eru sérstakar tilfinningar sem fylgja því,“ segir hann.Sterk bönd Það hefur vakið athygli að þeir eru giftir og sitja hlið við hlið á lista Framsóknarflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi þingkosningar. Þeir starfa líka saman á lögmannsstofu. Þeir segjast aðspurðir hafa bundist sterkum böndum allt frá fyrstu kynnum og örlögin hafi hagað því þannig að þeir hafi unnið saman að verkefnum sínum. „Við kynntumst árið 2003 á bar í Reykjavík og fórum að vera saman mjög fljótlega. Ég var á fyrsta ári í lögfræði og Lárus nýútskrifaður óperusöngvari frá Söngskólanum í Reykjavík. Ef að við hefðum ekki orðið ástfangnir þá finnst mér allt eins líklegt að Lárus hefði farið út til Þýskalands að sinna óperusöng en örlögin höguðu því öðruvísi,“ segir Sævar frá. „Það er rétt, ég ákvað að fara í lögfræði í stað þess að taka stóra stökkið í óperusöng. Ég hafði gluggað í bækurnar hjá honum og ákvað að láta slag standa. Við fylgdumst svo að í náminu,“ segir Lárus. Sævar segir þá alltaf hafa verið gott teymi. „Við höfum í rauninni alltaf unnið saman. Í laganáminu studdum við hvor annan. Við vorum líka alltaf að vinna með námi og aðstoða hvor annan í því. Eftir útskrift förum við á sitthvorn vinnustaðinn,“ segir hann og segir örlögin hafa ýtt þeim saman í vinnu á ný. Sævar fór til starfa hjá Skattstjóranum í Reykjavík á meðan Lárus starfaði hjá Samkeppniseftirlitinu og hjá Persónuvernd. „Eftir hrunið var mér sjálfkrafa ýtt úr starfi hjá Skattstjóra. Mér hugnuðust ekki breytingar á skattframkvæmd, þegar tíu stofnanir skattyfirvalda voru sameinaðar í eina stofnun. Tíminn til undirbúnings var mjög skammur og ég var ósammála því hvernig þetta var unnið,“ segir Sævar sem sagði starfi sínu lausu, tók málflutningsréttindi og skipti um kúrs. „Í gegnum stjórnmálin kynntist ég svo lögmanni sem stofnaði með mér stofuna Lagarök. Lárus hvatti mig til dáða og ég hef verið í lögmennsku frá árinu 2009 og nú hjá Lögmönnum Sundagörðum,“ segir Sævar. Lárus bættist í hóp lögmanna á stofunni á síðasta ári. „Það voru svo mikil umsvif og ég þurfti stuðning. Lárus vildi breyta til og kom til mín á stofuna. Mér fannst ég orðinn hálfgert eyland þarna á stofunni og var alltaf að vinna. Þetta gengur betur með Lárus mér við hlið. Það er svo mikill styrkur í því að makinn sé inni í því sem maður er að fást við,“ segir Sævar.Barist fyrir sínu Þeir segjast ólíkir. „Sævar er mun ákveðnari en ég. Hann er röggsamur og keyrir hlutina áfram. Ég er rólegri.. Við bætum hvor annan upp í vinnunni. Hann getur kýlt allt áfram og mig áfram,“ segir Lárus. „En við eigum það sameiginlegt að við höfum alltaf þurft að sanna okkur og brjóta okkur veg í menntun. Við erum báðir komnir af verkafólki og höfum þurft að vinna allt af eigin rammleik. Kosta eigið nám, vinna með námi til að halda okkur gangandi,“ segir Lárus sem er alinn upp í Fellahverfinu í Breiðholti. „Ég er úr Fellahverfinu eins og Lilja Alfreðsdóttir. Hún er þremur árum eldri en ég og tók á móti mér í MR. Það eru svo fáir sem koma úr Fellaskóla í MR að um leið og maður kom þangað þá tók hún bara á móti manni,“ segir hann og hlær. Lárus kom út úr skápnum þegar hann var í MR. Á svipuðum tíma fer hann að taka þátt í stjórnmálastarfi með Framsóknarflokknum. Hann segir í gamni félagana hafa átt erfiðara með að sætta sig við að eiga vin í Framsóknarflokknum en að hann væri samkynhneigður. Þegar ég var í MR og kom út úr skápnum með mína kynhneigð þá var það allt fínt og eðlilegt. En svo þegar ég sagði þeim að ég væri Framsóknarmaður þá fyrst kom áfallið,“ segir hann og brosir við. „Það var miklu erfiðara að sætta sig við það að eiga vin sem var Framsóknarmaður.“Feimnismál að vera í Framsókn Lárus hefur verið virkur í flokknum frá unglingsárum. „Ég hef tekið þátt í nokkrum deildum innan flokksins. Manni fer að þykja vænt um samtök sem maður er í. Framsóknarflokkurinn er hugsjónsamtök fyrir fólk með svipaðar hugsjónir. Þá yfirgefur maður það ekkert þótt á móti blási. Þá leggur maður frekar eitthvað til starfsins. Það er gamaldags og hallærislegt, en mér finnst samvinnuhugsjónin heillandi. Að pólitíkin sé samvinnuverkefni með hagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Það er ný áhersla í pólitíkinni í dag, sem kemur með nýju fólki að líta ekki á þetta sem flokkslínuátök, það er held ég framtíðin. Ég hef verið í Framsóknarflokknum í meira en 20 ár. Það liggur við að það hafi stundum verið feimnismál að vera í Framsóknarflokknum og oft verið mjög erfitt,“ segir hann. Sævar er nýr á vettvangi stjórnmálanna og segir eins og Lárus að það hafi komið mörgum rækilega á óvart að hann valdi Framsóknarflokkinn. „Það kom mjög mörgum á óvart að ég væri í Framsóknarflokknum, það gerðu margir ráð fyrir því að ég væri blákalt íhald,“ segir hann. „Það fylgir starfinu,“ skýtur Lárus inn í og hlær. „Lárus hvatti mig til að fara í pólitík,“ segir Sævar frá. „Þó að það sé klisjukennt, þá held ég að það eigi allir að gefa af sér til samfélagsins með því að taka þátt í stjórnmálum að minnsta kosti einu sinni á lífsleiðinni, þótt það verði ekki að ævistarfi. Ég hef því miður í mínu starfi mikla reynslu af málum sem snúa að húsnæðismálum og skuldamálum einstaklinga og fyrirtækja og það situr mjög mikið í mér hvað fólk þarf að færa miklar fórnir til þess að eignast þak yfir höfuðið í okkar þjóðfélagi. Húsnæðismarkaðurinn er í lamasessi. Mér hefur fundist Framsóknarflokkurinn hafa gengið hvað lengst af þeim flokkum sem eru í framboði til að reyna að rétta hlut fólks á húsnæðismarkaði. Ég vil verðtrygginguna burt og burt með okurvexti á húsnæðislánum. Ég er með þetta svolítið á heilanum. Ég fann mér þann farveg í Framsóknarflokknum,“ segir Sævar um metnað sinn.Eru hommarnir ekki þar? Sævar segir hann og Lárus ekki hafa þá ímynd sem fólk búi sér til af samkynhneigðum karlmönnum. „Við erum alltaf að brjóta staðalímyndirnar, við Lárus. Við erum karlmenn, við erum samkynhneigðir, við eigum barn og erum í framboði. Þá kvikna spurningarnar: Bíddu, ertu samkynhneigður? Eigið þið barn? Hvernig er það hægt? Eruð þið í Framsóknarflokknum? Af hverju eruð þið ekki í Samfylkingunni, Vinstri grænum eða Pírötum? Eru hommarnir ekki þar? Það er kannski ekkert skrýtið því að ímyndin sem fólk hefur af samkynhneigðum mönnum er ákveðin staðalímynd,“ segir Sævar. „Og þegar við fengum son okkar í líf okkar þá höfðu mæður í fjölskyldunni okkar áhyggjur af því að það þyrfti að vera móðir á heimilinu. Tveir karlar í lögmennsku? Hvernig ættu þeir að geta gert þetta? Svo mætir okkur auðvitað rótgróið feðraveldi í stjórnmálum og í lögmennsku. Það þykir merkilegt að við séum bara með eðlilegt fjölskyldulíf, að við höfum metnað og væntingar í stjórnmálum. Og í lögmennsku verða margir umbjóðendur okkar líka hissa,“ segir Sævar. Lárus segir að þrátt fyrir aukið frjálsræði í íslensku samfélagi hafi þeir báðir þurft að sanna sig töluvert meira sem samkynhneigðir karlmenn og Sævar tekur undir það. „Sérstaklega í lögmennsku. Ekki að það sé issjú, það er samt bara þannig að það eru alltaf þessar staðalímyndir og baráttan við feðraveldið. Hvort sem þú ert kona, eða samkynhneigður eða af öðrum minnihlutahópi. Þegar þú kemur inn í þessa stétt þá er þér gert að spila eftir gömlu feðraveldisreglunum, en það ætti ekki endilega ekki að vera þannig,“ segir Sævar.Neitaði að tjá sig Sævar vakti athygli þegar hann tók að sér að verja málstað Útvarps Sögu. Í síðustu viku greindi svo Stundin frá því að hann hefði sent fjölmiðlinum 7,5 milljóna króna kröfu og upplýsingafulltrúi hans hefði sagst láta hana niður falla ef Sævar yrði ekki nefndur á nafn í umfjöllun um málið. Hverjir eru málavextir? „Sem lögmaður tek ég að mér ýmis verkefni fyrir hina ýmsu aðila, það er eðli starfsins. Ég get vitaskuld ekki tjáð mig um málefni umbjóðenda minna opinberlega eða við óviðkomandi aðila,“Er það rangt sem kemur þar fram að þú hafir boðist til að fella niður skuldina gegn því að nafn þitt yrði ekki nefnt? Ég verð að fá úr því skorið? „Þeir hringdu í mig á sínum tíma en ég neitaði að tjá mig um málið, ég ræddi aldrei málið við neinn blaðamann hjá Stundinni, ég benti þeim á að tala við umbjóðandann sjálfan enda hef ég enga heimild til að ræða mál umbjóðenda minna opinberlega nema með þeirra leyfi. Það var hringt tvisvar sinnum í mig og í bæði skiptin neitaði ég að tjá mig um málið og var það algjörlega út af störfum mínum sem lögmaður en ekki að ég væri að bjóða mig fram. Þetta mál er hefðbundið innheimtumál sem er verið að reyna að gera að pólitísku máli sem mér finnst mjög óvægið,“ segir Sævar sem svarar að endingu ekki þeirri spurningu blaðamanns hvort upplýsingafulltrúi hans hafi beðið um að láta málið niður falla að hans beiðni.Fjölskyldan í fyrirrúmi Nú eru kosningar framundan og þeir sitja á lista í lélegasta vígi Framsóknarflokksins á landsvísu. „Mér finnst meiri líkur á að Lárus komist inn,“ segir Sævar. „Sætið hans gæti orðið baráttusæti og ef flokkurinn fær jafn góða kosningu og síðast þá gæti hann komist á þing.“ Lárusi eru velferðarmálin hugleiknust. Það eru svo mörg málefni sem þarf að sinna. Ég held að stóru málin verði velferðar- og heilbrigðismálin. Það hefur verið mikill fókus á efnahagsmálin og kreppuna, úrvinnslu þeirra og fjármagnshaftanna. Nú þurfum við að setja fókusinn á einstaklingana aftur. Byggja upp innviði samfélagsins,“ segir Lárus. Og eitt baráttumál eru þeir sammála um. Fjölskyldumálin. „Við höfum byggt upp samfélag sem er efnishyggjusamfélag. Neysla er orðin gríðarleg,“ segir Sævar. „Mig langar að sjá þetta samfélag dafna í aðra átt, þannig að fjölskyldufólki sé gert lífið auðveldara. Við höfum nefnilega efni á því. Við eigum að styðja mun betur við fólk sem tekur ákvörðun um að stofna fjölskyldu. Það er ekkert eins mikilvægt og fjölskyldan. Hvernig sem hún er samsett, tveir karlar, tvær konur, karl og kona og einstæðir foreldrar. Samfélagið þarf að vera þannig gert að við séum fyrir hvert annað,“ segir Sævar. Lárus tekur undir með Sævari. „Við sem tveir feður teljum að það sé svo margt sem við getum lagt til málanna. Mér finnast stjórnmálin oft snúast um innihaldslaus loforð og maður fær svona ákveðna klígju og hugsar um það hvort maður sér staddur í þessu loforðakapphlaupi líka,“ segir hann.Lárus Sigurður Lárusson og Sævar Þór Jónsson með sex ára gömlum syni sínum sem þeir ættleiddu þriggja ára gamlan.Sonurinn jólagjöf Aðdragandinn að því að Lárus og Sævar stofnuðu fjölskyldu var langur og ekki þrautalaus. „Þetta var ekki auðvelt. Það var ég sem dró lappirnar í þessu fyrst,“ segir Lárus sem segist hafa tekið nokkur ár til að melta það með sér. „Svo þegar ég var tilbúinn þá stigum við þetta skref að fara í þessa ferla. Þó að regluverkið hér á Íslandi sé þannig að það eigi allt að vera jafnt, þá er það vonlaust fyrir tvo karlmenn að ættleiða barn,“ segir hann. Sævar tekur undir með Lárusi og segir stjórnsýsluna beinlínis vinna gegn samkynhneigðum körlum í ættleiðingarferli. „Við sóttum um það að vera fósturforeldrar. Fórum svo á námskeið og í mikla naflaskoðun. Þetta var þriggja ára ferli,“ segir Sævar. Það er svo skömmu fyrir jól að Sævar fær símtal sem breytir lífi þeirra. Þeir voru á leiðinni í jólafrí til Þýskalands, höfðu pantað flugmiða og hótel en segjast af einhverjum ástæðum ekki hafa gengið frá kaupunum. „Þann 18. desember 2013 var ég í búð og það var hringt í mig og mér tjáð að það væri strákur sem þyrfti að fá heimili strax. Hann hefði beðið á vistheimili í tvo mánuði, það væri of langur tími fyrir þriggja ára dreng og því kæmi til greina að leyfa okkur að kynnast honum. Þá var mér sagt að við hefðum tvo tíma til að ákveða okkur. Ég bað um að fá að hringja aftur eftir hálftíma og hringdi í Lárus sem var alveg sammála mér um að fara á fund barnaverndar. Símtalið fékk ég hálf tólf og klukkan tvö sátum við á fundi með barnaverndarnefnd og þar var okkur sagt frá aðstæðum hans sem voru vondar. Við vorum spurðir hvort við vildum hitta hann strax morguninn eftir. Klukkan átta þann 19. desember förum við á vistheimilið að hitta hann í fyrsta skipti. Þá er hann að borða morgunmat og það var yndislegt að sjá hann. Við sátum með honum og svo fór hann í leikskólann. Við fórum í fylgd að sækja hann á leikskólann. Svona var þetta til 22. desember. Við hittum hann á morgnana, fylgdum honum í leikskólann og vorum svo með honum á vistheimilinu og svæfðum hann,“ segir Sævar frá. „En svo leið að jólum og þá kom ekki til greina að hann væri á vistheimilinu. Fyrstu jólin okkar saman kom hann sem lítil jólagjöf heim til okkar,“ segir Sævar. „Sagan er mjög sérstök að mörgu leyti og það hefur reynt mikið á mann sem persónu að taka ábyrgð á lífi hans. Brjóta niður ýmsa breyskleika hjá manni sjálfum. Takast á við það að vera foreldri. Afstaða mín til lífsins er önnur og breytt,“ segir Sævar. Lárus tekur undir með honum og segir þá ekki geta ímyndað sér lífið án hans. „Þetta voru örlögin og við tölum stundum um það að við vitum ekki enn hvað það var sem stöðvaði okkur í að fara í þetta jólafrí til Þýskalands. Við vorum búnir að panta miðana og hótelið og vorum á leiðinni út, en eitthvað stöðvaði okkur,“ segir Lárus.
Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Króli trúlofaður Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira