Enski boltinn

Sækir Burnley sigur á St. Marys? | Hitað upp fyrir leiki dagsins

Tveir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Fyrri leikur dagsins hefst klukkan 12:30 en þar taka nýliðar Middlesbrough á móti Watford. Klukkan 15:00 er svo komið að leik Southampton og Burnley á St.Marys leikvanginum en þar verður landsliðsmaðurinn Johann Berg Guðmundsson væntanlega í eldlínunni með Burnely.

Middlesbrough er án sigurs í síðustu fimm leikjum og situr rétt ofan við fallsætin. Þeir fara uppfyrir Watford í töflunni með sigri.

Southampton hefur ekki tapað í síðustu þremur leikjum og freistar þess að halda áfram á þeirri braut. Burnley hefur ekki enn skorað á útivelli í deildinni og tapað báðum útileikjum sínum til þessa 3-0.

Í spilaranum hér fyrir ofan er hitað upp fyrir leiki dagsins í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×