Enski boltinn

Özil fékk íslenskan afmælissöng eftir leikinn gegn Swansea

Smári Jökull Jónsson skrifar
Özil fagnar marki sínu á afmælisdaginn.
Özil fagnar marki sínu á afmælisdaginn. Vísir/Getty
Íslenskir stuðningsmenn Arsenal sungu afmælissönginn fyrir Mesut Özil eftir sigurleik Arsenal gegn Swansea í dag.

Hópur Íslendinga var staddur á Emirates leikvanginum í dag þar sem Arsenal lagði Swansea 3-2 í fjörugum leik. Hópurinn fékk meðal annars að sjá Gylfa Þór Sigurðsson skora glæsilegt mark framhjá Petr Cech.

En það var það sem gerðist eftir leikinn sem íslenski hópurinn mun eflaust muna hvað best eftir. Hópurinn söng þá afmælissönginn fyrir Mesut Özil en hann átti afmæli í dag. Hélt hann upp á afmælisdaginn með því að skora þriðja mark Arsenal í leiknum.

Arsenal birti myndband af söngnum inni á Twitter reikningi félagsins eftir leik og er ekki annað að sjá en að Özil hafi kunnað vel að meta söng Íslendinganna.

Myndbandið er hægt að sjá hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×