Framtíð fíknimeðferðar Ráð Rótarinnar skrifar 16. nóvember 2016 07:00 Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.Óbreytt meðferð á nýjum stað SÁÁ er um þessar mundir að stækka meðferðaraðstöðu sína á Vík á Kjalarnesi og mun í framhaldinu hætta að reka meðferðarheimilið á Staðarfelli. Ekki hefur komið fram í fréttum að samhliða þessu sé um stefnubreytingu að ræða í meðferðarframboði. Ef það er rétt skilið vekur það undrun að farið sé í slíka uppbyggingu án þess að jafnframt fari fram endurmat á meðferðinni. Innan heilbrigðiskerfisins hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á framboð dagdeildar- og göngudeildarþjónustu í stað inniliggjandi meðferðar. Ekki virðist vera gert ráð fyrir þessari þróun í uppbyggingu SÁÁ. Nýjar rannsóknir erlendis sýna að ekki er betri árangur af inniliggjandi meðferð en af dag- og göngudeildarmeðferð. Ákveðinn hópur þarf vissulega á innlögn að halda en hér á landi virðast litlar tilraunir hafa verið gerðar til að þarfagreina þann hóp sem fer í fíknimeðferð. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir konur þar sem rannsóknir sýna að konur leita frekar í slíka þjónustu Ef hins vegar er ætlunin að auka dag- og göngudeildarþjónustu þá er staðsetning á Kjalarnesi ekki mjög aðgengileg.Nú er lag! Þetta vekur upp spurningar varðandi framtíð meðferðarstarfs á Íslandi. Var ný starfsemi SÁÁ undirbúin í samráði við heilbrigðisyfirvöld? Ef svo er á hvaða stefnumótun byggir hún? Hefur verið gerður samningur við SÁÁ um að kaupa þá þjónustu sem til stendur að bjóða á Kjalarnesi? Ef svo er ekki þá er ljóst að félagasamtök með ríka rekstrarhagsmuni fá mikið vald yfir lífi þeirra sem glíma við fíknivanda. Ef ríkið er ekki búið að gera bindandi samning við SÁÁ um þessa þjónustu er ljóst að nú er lag fyrir annað fagfólk að þróa nútímalegri og aðgengilegri meðferðarúrræði. Við vitum að það eru margir fagaðilar hér á landi sem hafa þá menntun, reynslu og sýn sem til þarf.Eru stjórnvöld stikkfrí? Hvers vegna er svo lítil áhersla á opinber úrræði fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuvanda? Eru heilbrigðisyfirvöld sammála því að aðferðir sem beitt er í meðferð við fíknivanda séu mótaðar af ákveðinni refsihyggju og smánunartilburðum gagnvart sjúklingunum? Fólki er ekki mætt þar sem það er statt með viðeigandi umgjörð, t.d. kynjaskiptri meðferð, heldur á það að fara að reglum sem illmögulegt er að fylgja. Dæmi um slíkt er t.d. sá háttur að refsa fólki fyrir að sýna einkenni fíknivandans með því að setja það aftast á biðlista eftir meðferð, að vísa fólki úr meðferð vegna kynlífsiðkunar og fleira í þeim dúr. Rétt er að vekja athygli á því að stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 var samþykkt af heilbrigðisráðherra í janúar 2014 en því miður hefur vinna að framkvæmdaáætlun sem átti að fylgja í kjölfarið ekki hafist. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að sú vinna hefjist. Árdís Þórðardóttir Áslaug Árnadóttir Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Heiða Brynja Heiðarsdóttir Katrín G. Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Meðferð við fíknivanda á Íslandi er að mestu í höndum einkaaðila og frjálsra félagasamtaka og þjónusta Landspítala er eingöngu ætluð fólki með tvíþættan vanda, alvarleg geðræn vandamál og fíknivanda. Hið opinbera hefur ekki mótað neina stefnu né gefið út klínískar leiðbeiningar um fíknimeðferð og hefur því í rauninni látið einkaaðilum það eftir að móta þjónustuna eftir hverri þeirri stefnu sem rekstraraðilum þóknast.Óbreytt meðferð á nýjum stað SÁÁ er um þessar mundir að stækka meðferðaraðstöðu sína á Vík á Kjalarnesi og mun í framhaldinu hætta að reka meðferðarheimilið á Staðarfelli. Ekki hefur komið fram í fréttum að samhliða þessu sé um stefnubreytingu að ræða í meðferðarframboði. Ef það er rétt skilið vekur það undrun að farið sé í slíka uppbyggingu án þess að jafnframt fari fram endurmat á meðferðinni. Innan heilbrigðiskerfisins hefur á undanförnum árum verið lögð aukin áhersla á framboð dagdeildar- og göngudeildarþjónustu í stað inniliggjandi meðferðar. Ekki virðist vera gert ráð fyrir þessari þróun í uppbyggingu SÁÁ. Nýjar rannsóknir erlendis sýna að ekki er betri árangur af inniliggjandi meðferð en af dag- og göngudeildarmeðferð. Ákveðinn hópur þarf vissulega á innlögn að halda en hér á landi virðast litlar tilraunir hafa verið gerðar til að þarfagreina þann hóp sem fer í fíknimeðferð. Þetta er sérstakt áhyggjuefni fyrir konur þar sem rannsóknir sýna að konur leita frekar í slíka þjónustu Ef hins vegar er ætlunin að auka dag- og göngudeildarþjónustu þá er staðsetning á Kjalarnesi ekki mjög aðgengileg.Nú er lag! Þetta vekur upp spurningar varðandi framtíð meðferðarstarfs á Íslandi. Var ný starfsemi SÁÁ undirbúin í samráði við heilbrigðisyfirvöld? Ef svo er á hvaða stefnumótun byggir hún? Hefur verið gerður samningur við SÁÁ um að kaupa þá þjónustu sem til stendur að bjóða á Kjalarnesi? Ef svo er ekki þá er ljóst að félagasamtök með ríka rekstrarhagsmuni fá mikið vald yfir lífi þeirra sem glíma við fíknivanda. Ef ríkið er ekki búið að gera bindandi samning við SÁÁ um þessa þjónustu er ljóst að nú er lag fyrir annað fagfólk að þróa nútímalegri og aðgengilegri meðferðarúrræði. Við vitum að það eru margir fagaðilar hér á landi sem hafa þá menntun, reynslu og sýn sem til þarf.Eru stjórnvöld stikkfrí? Hvers vegna er svo lítil áhersla á opinber úrræði fyrir fólk sem glímir við áfengis- og vímuvanda? Eru heilbrigðisyfirvöld sammála því að aðferðir sem beitt er í meðferð við fíknivanda séu mótaðar af ákveðinni refsihyggju og smánunartilburðum gagnvart sjúklingunum? Fólki er ekki mætt þar sem það er statt með viðeigandi umgjörð, t.d. kynjaskiptri meðferð, heldur á það að fara að reglum sem illmögulegt er að fylgja. Dæmi um slíkt er t.d. sá háttur að refsa fólki fyrir að sýna einkenni fíknivandans með því að setja það aftast á biðlista eftir meðferð, að vísa fólki úr meðferð vegna kynlífsiðkunar og fleira í þeim dúr. Rétt er að vekja athygli á því að stefna í áfengis- og vímuvörnum til ársins 2020 var samþykkt af heilbrigðisráðherra í janúar 2014 en því miður hefur vinna að framkvæmdaáætlun sem átti að fylgja í kjölfarið ekki hafist. Vonandi verður þess ekki langt að bíða að sú vinna hefjist. Árdís Þórðardóttir Áslaug Árnadóttir Edda Arinbjarnar Guðrún Ebba Ólafsdóttir Heiða Brynja Heiðarsdóttir Katrín G. Alfreðsdóttir Kristín I. Pálsdóttir Þórlaug Sveinsdóttir í ráði Rótarinnar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun