Formaður Tindastóls: „Leiðir okkar Costa lágu ekki saman“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. nóvember 2016 11:15 Jose Costa er hættur og Israel Martin tekur við Tindastóli á nýjan leik en Martin hóf tímabilið sem aðstoðarþjálfari Costa. vísir/anton brink „Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
„Staðreyndin er sú að stjórnin tók ákvörðun um að við vildum skipta út Senegölunum; bæði Pape Seck og Mamadou Samb. Í framhaldinu var gert samkomulag um að Costa myndi stíga til hliðar.“ Þetta segir Stefán Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Tindastóls, við Vísi um fréttir gærkvöldsins. Eins og kom fram í gær var Jose Costa látinn fara sem þjálfari liðsins og senegölsku leikmennirnir Mamadou Samb og Pape Seck leystir undan samningi. Costa tók við Tindastóli snemma á síðustu leiktíð og kom liðinu í undanúrslit Dominos-deildarinnar en liðið er nú í þriðja sæti. Seck og Samb hafa ekki þótt standa undir væntingum. „Þetta var ekki gert í illu. Leiðir okkar Costa lágu bara ekki saman,“ segir Stefán, en hvað á hann við með því? „Það gefur augað leið að við vildum vera með Bandaríkjamann,“ segir formaðurinn sem samdi við bandaríska miðherjann Antonio Hester.Mamadou Samb er farinn heim og Antonio Hester mættur.vísir/anton brinkTók sinn tíma Hester var kominn til Stólanna fyrir tímabilið en þá bauðst Costa að fá Samb í Skagafjörðinn og var þjálfarinn mjög spenntur fyrir því. Samb er með flotta ferilskrá og var eitt sinn á mála hjá Barcelona. „Við þurftum að hafa helling fyrir því að ráða þessa stráka. Það var ekki bara pappírsvinnan heldur tók bara hellings tíma að koma Seck inn í deildina. Það fór langur tími í þetta og það er eins leiðinlegt að standa í því að láta þá fara og það var að koma þeim inn,“ segir Stefán. „Staðreyndin er bara sú að þetta er okkar skoðun. Þeir voru ekki að standa undir væntingum. Við erum samt í þriðja sæti í deildinni og ætlum okkur alla leið. Við erum ekkert hættir.“ Israel Martin var ráðinn á ný sem aðalþjálfari Tindastóls en hann stýrði liðinu fyrir tveimur árum með góðum árangri og er dýrkaður og dáður í Skagafirðinum. Hvernig svarar Stefán þeim gagnrýnisröddum að Costa hafi nánast alltaf verið á útleið eftir að hinn vinsæli Martin kom aftur og var gerður að yfirþjálfara Tindastóls?Jose Costa náði næstum sama árangri og Martin á síðustu leiktíð og er í þriðja sæti en Martin er tekinn aftur við.vísir/anton brinkSamb ekki lélegur „Það var aldrei nokkurn tíma í spilinu. Þeir eru báðir svo miklir fagmenn að þetta samstarf þeirra truflaði þá ekki í eina sekúndu. Báðir höfðu nóg að gera og voru sáttir. Costa er algjör eðaldrengur og toppmaður. Það var frábært að starfa með honum. Svo má ekki gleyma að Costa er ekkert búinn að misstíga sig. Að þessu sinni lágu leiðir okkar bara ekki saman,“ segir Stefán. Þegar Vísir ræddi við Stefán í morgun var hann á leiðinni heim á Sauðárkrók frá Keflavík þar sem hann var að skutla Mamadou Samb út á flugvöll. Um leið sótti hann Antonio Hester en þeir félagarnir voru að berjast í gegnum hríðina á Holtavörðuheiðinni. „Formaðurinn fer alltaf í svona mál,“ segir Stefán. „Samb er alls ekkert lélegur leikmaður og hann verður kominn með lið innan tíðar. Seck er nú þegar kominn með lið á Spáni. Þetta eru eðaldrengir báðir tveir og það var nú ekki brasið á þeim,“ segir Stefán Jónsson. Formaðurinn bætir við að Hester ætti að vera klár í slaginn þegar Tindastóll mætir Stjörnunni í Garðabænum á fimmtudagskvöldið en sá leikur verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51 Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Enski boltinn Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Íslenski boltinn Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Vinur Pútíns við það að slá eitt stærsta metið í bandarískum íþróttum Sport Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Íslenski boltinn Í beinni: Everton - Arsenal | Skytturnar mæta í síðasta sinn á Goodison Park Enski boltinn Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Körfubolti Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tólf ára fangelsi fyrir að svindla á NBA stjörnum Finnur Freyr framlengdi til 2028 „Erum í basli undir körfunni“ „Það erfiðasta er ennþá eftir“ Ármann, Fjölnir og Breiðablik kláruðu öll einvígin sín 3-0 Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 78-90 | Keflavík ekki í vandræðum í Síkinu Martin með tíu stoðsendingar í Euroleague í kvöld Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Sjá meira
Costa og Senegalarnir látnir fara frá Stólunum Jose Maria Costa hefur verið látinn fara sem þjálfari Tindastóls og þá hafa Senegalarnir tveir hjá félaginu, Mamadou Samb og Pape Seck, verið sendir heim. 14. nóvember 2016 20:51
Uppgjörið og viðtöl: Grindavík - Haukar 87-73 | Deildarmeistararnir komnir með bakið upp að veggnum