Innlent

Átta ákærðir fyrir hatursfulla orðræðu á netinu

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Björg Valgeirsdóttir lögmaður.
Björg Valgeirsdóttir lögmaður. Mynd/DIKA lögmenn
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur ákært átta aðila fyrir hatursorðræðu. Samtökin 78 kærðu viðkomandi aðila í apríl árið 2015.

Pétur Gunnlaugsson, útvarpsmaður á Útvarpi Sögu, er einn hinna ákærðu og sagðist bálreiður í útvarpinu í gær. „Ég skal alveg viðurkenna það að einhver lögreglustjóri hér skuli saka mig um þetta,“ sagði Pétur í símatíma á Útvarpi Sögu.

Björg Valgeirsdóttir, lögmaður Samtakanna 78, staðfestir að ákærurnar hafi verið gefnar út. „Það er búið að gefa út ákæru af hálfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Kærandi í því máli eru Samtökin 78,“ segir hún.

Lögregla vísaði kærum Samtakanna 78 upphaflega frá án rannsóknar. Sú ákvörðun var kærð og sendi ríkissaksóknari málið til baka til lögreglu. Þá var málið rannsakað og nú hafa ákærur verið gefnar út.

Ummælin sem fyrir er ákært voru látin falla í umræðu um hinsegin fræðslu í grunnskólum Hafnarfjarðar. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×