Chris Caird: „Ég elska íslenska lífstílinn“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. desember 2016 07:00 Chris Caird er að spila frábærlega fyrir Tindastól og er ein besta skytta deildarinnar. vísir/Anton Brink „Það hefur tekið smá tíma fyrir mig að komast almennilega í gang líkamlega en þetta er allt að koma. Mér líður vel,“ segir Chris Caird, leikmaður Tindastóls í Domino’s-deild karla í körfubolta. Þessu 27 ára gamli Englendingur hefur farið á kostum með Stólunum í vetur eftir að hann gekk í raðir liðsins frá FSu á Selfossi. Caird er að skora 19 stig að meðaltali í leik og er ein allra besta skyttan í deildinni. Hann er að hitta úr 46 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna en þessi fjölhæfi framherji getur jafnt skotið fyrir utan sem og ráðist að körfunni. Með hann í fantaformi og góða spilamennsku liðsins í heild sinni eru Sauðkrækingar búnir að vinna fimm leiki í röð og eru ásamt KR og Stjörnunni á toppi deildarinnar. „Við áttum í vandræðum með að finna einkenni okkar sem lið framan af leiktíð þar sem svo mikið af nýjum leikmönnum er í liðinu. Hér var traustur hópur heimamanna en svo komum við Björgvin og fleiri inn í þetta. Eftir að við skiptum um útlending og fengum Antonio Hester inn erum við búnir að finna okkar lið og okkar einkenni. Okkur finnst gaman að spila körfubolta saman og ég held að það sjáist á leik okkar,“ segir Chris.Senegalarnir algjörir fagmenn Tindastólsliðið var búið að vinna fjóra leiki og tapa tveimur í fyrstu sex umferðunum en talað var eins og Skagfirðingar væru í krísuástandi enda við miklu búist af liðinu sem styrkti sig mikið fyrir tímabilið. Stór hluti gagnrýninnar beindist að senegalska miðherjanum Mamadou Samb og varamanni hans, Pape Seck, sem síðar voru látnir fara en liðið hefur ekki tapað leik síðan. „Samb og Sack voru báðir miklir atvinnumenn og létu aldrei sjá á sér að þessi gagnrýni færi fyrir brjóstið á þeim. Þeir tækluðu þetta eins og algjörir fagmenn og létu pressuna til dæmis frá Körfuboltakvöldi ekki hafa áhrif á sig. Þeir komu sterkir á æfingu á hverjum degi. Þetta eru frábærir strákar og engin egó. Það kom mér á óvart að þeir voru látnir fara en ég get ekki kvartað yfir komu Antonios. Það er ekki hægt,“ segir Chris, en enginn hefur grætt meira á komu bandaríska miðherjans en hann sjálfur. „Hann tekur svo mikið til sín undir körfunni og er frábær sendingamaður. Þetta er bara góður leikmaður sem öll lið í deildinni eiga erfitt með að dekka í teignum. Við skotmennirnir njótum góðs af komu hans,“ segir Chris.graf/guðmundur snærLífið ljúft í alvöru körfuboltabæ Englendingurinn öflugi kom fyrst til Íslands árið 2008 og gekk í raðir akademíu FSu á Selfossi. Hann var þar til 2010 en kom svo aftur í fyrra. Nú er hann fluttur á Sauðárkrók og nýtur lífsins þar þó fjarlægðin frá höfuðborginni sé kannski aðeins of mikil. „Það er rosalega gott að búa hérna. Það er ekki mikill munur á Selfossi og Sauðárkróki þannig það breyttist ekki mikið. Það versta er hvað það er langt til Reykjavíkur,“ segir Caird sem hefur gaman af því hve körfuboltinn er í miklum metum í bænum. „Þetta er alveg frábært samfélag þar sem allt snýst um körfubolta. Maður fer ekki út í búð án þess að einhver hrósi manni fyrir góðan leik eða spyrji hvort maður sé klár í þann næsta. Þetta er allt annað en á Selfossi sem er alls enginn körfuboltabær. Þar fengum við ekki mikinn stuðning þrátt fyrir að vera eina liðið í bænum í efstu deild. Það var svolítið svekkjandi.“Chris Caird vildi komast frá Daventry og endaði á Íslandi.vísir/anton brinkFlúði heimabæinn Chris Caird er ekkert stórborgarbarn og því eðlilegt að hann njóti sín á Sauðárkróki. Hann er fæddur og uppalinn í bænum Daventry á Englandi, harðkjarnabæ 120 km norðvestur af Lundúnum. Flestir tengja England við fótbolta og fæstir við körfubolta svo að hvernig kom til að hann lagði körfuna fyrir sig? „Ég var aldrei í fótbolta. Ég var kannski ekki bestur í löppunum,“ segir Chris og hlær. „Tennis og golf voru mínar íþróttir en körfuboltann lagði ég alfarið fyrir mig þegar ég var 16 ára gamall. Hann var mín leið til að komast burt úr bænum.“ Englendingurinn bakkar aðeins þegar blaðamaður gengur á hann með flóttann frá Daventry. Var hann í slæmum félagsskap eða hvað var málið? „Lífsstíll heimamanna var ekki eitthvað sem mér líkaði og því þurfti ég að koma mér burt. Maður getur lent í slæmum félagsskap alls staðar en það eru töluvert meiri líkur á því að lenda í slíku í mínum heimabæ,“ segir Chris. Að æfa körfu í Daventry er ekki auðvelt. „Þarna er engin körfuboltaaðstaða. Ef maður vill spila er einn völlur sem þarf að borga tíu pund held ég til að spila á í klukkutíma. Síðasta útikarfan er líka farin veit ég. Ég þurfti að taka tvo strætóa til að komast á æfingu,“ segir hann, en Chris spilaði með sýsluliðinu sínu sem var töluverðan spotta frá heimili hans. Þá er gott að eiga góða að. „Ég verð að gefa mömmu „shout out“,“ segir Chris eins og sannur körfuboltamaður. „Hún studdi mig alltaf í körfunni og fór með mig á æfingar þannig að ég þurfti ekki oft að taka strætó. Ég á henni mikið að þakka. Nú býr hún á Selfossi þannig að ég er með stuðning hennar hér á Íslandi líka.“Englendingurinn er tveggja barna faðir og elskar að ala upp börnin á Sauðárkróki.vísir/gettyElskar Ísland Chris spilar sem Íslendingur í deildinni hér heima þar sem hann hefur verið með lögheimili í nokkur ár og þá er hann kvæntur íslenskri konu sem hann hitti á síðasta ári sínu hjá FSu áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Saman eiga hjónin fimm ára strák og tveggja ára stelpu en Chris verður æ meiri Íslendingur. „Ég elska Ísland og íslenska lífsstílinn og ég mun verða áfram á Sauðárkróki næstu árin,“ segir Chris, en hver eru framtíðarplönin? „Það óráðið. Ég vil fara í masters-nám á einhverjum tímapunkti hvort sem það verður í Reykjavík, á Englandi eða annars staðar. Ég geri bara það sem er best fyrir fjölskyldu mína. Núna er ég ekkert að vinna heldur bara einbeita mér að körfuboltanum. Körfubolta vil ég spila eins lengi og ég get en hvað gerist svo eftir ferilinn á eftir að koma í ljós,“ segir hann.Chris horfði á leikinn fræga í Hreiðrinu í Nice á sportbar á Selfossi.vísir/gettyErfitt að vera á Íslandi þegar England tapaði Þrátt fyrir að elska Ísland viðurkennir Chris að hann hélt með Englandi þegar liðin mættust á EM í fótbolta síðasta sumar. „Three Lions ‘til I die,“ segir Chris og vitnar til merkis enska knattspyrnusambandsins sem er þrjú ljón. „Ég vildi alls ekki að þau myndu mæta hvort öðru. Það var erfitt að vera á sportbar á Selfossi þegar leikurinn fór fram.“ Ég var alveg látinn vita að Ísland vann leikinn þá og næstu vikurnar. Stór hluti fagnaðarlátanna beindist að mér. Ég var samt mjög ánægður fyrir hönd íslenska liðsins og Íslendinga. Þeir áttu þetta svo sannarlega skilið,“ segir Chris Caird. Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
„Það hefur tekið smá tíma fyrir mig að komast almennilega í gang líkamlega en þetta er allt að koma. Mér líður vel,“ segir Chris Caird, leikmaður Tindastóls í Domino’s-deild karla í körfubolta. Þessu 27 ára gamli Englendingur hefur farið á kostum með Stólunum í vetur eftir að hann gekk í raðir liðsins frá FSu á Selfossi. Caird er að skora 19 stig að meðaltali í leik og er ein allra besta skyttan í deildinni. Hann er að hitta úr 46 prósent skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna en þessi fjölhæfi framherji getur jafnt skotið fyrir utan sem og ráðist að körfunni. Með hann í fantaformi og góða spilamennsku liðsins í heild sinni eru Sauðkrækingar búnir að vinna fimm leiki í röð og eru ásamt KR og Stjörnunni á toppi deildarinnar. „Við áttum í vandræðum með að finna einkenni okkar sem lið framan af leiktíð þar sem svo mikið af nýjum leikmönnum er í liðinu. Hér var traustur hópur heimamanna en svo komum við Björgvin og fleiri inn í þetta. Eftir að við skiptum um útlending og fengum Antonio Hester inn erum við búnir að finna okkar lið og okkar einkenni. Okkur finnst gaman að spila körfubolta saman og ég held að það sjáist á leik okkar,“ segir Chris.Senegalarnir algjörir fagmenn Tindastólsliðið var búið að vinna fjóra leiki og tapa tveimur í fyrstu sex umferðunum en talað var eins og Skagfirðingar væru í krísuástandi enda við miklu búist af liðinu sem styrkti sig mikið fyrir tímabilið. Stór hluti gagnrýninnar beindist að senegalska miðherjanum Mamadou Samb og varamanni hans, Pape Seck, sem síðar voru látnir fara en liðið hefur ekki tapað leik síðan. „Samb og Sack voru báðir miklir atvinnumenn og létu aldrei sjá á sér að þessi gagnrýni færi fyrir brjóstið á þeim. Þeir tækluðu þetta eins og algjörir fagmenn og létu pressuna til dæmis frá Körfuboltakvöldi ekki hafa áhrif á sig. Þeir komu sterkir á æfingu á hverjum degi. Þetta eru frábærir strákar og engin egó. Það kom mér á óvart að þeir voru látnir fara en ég get ekki kvartað yfir komu Antonios. Það er ekki hægt,“ segir Chris, en enginn hefur grætt meira á komu bandaríska miðherjans en hann sjálfur. „Hann tekur svo mikið til sín undir körfunni og er frábær sendingamaður. Þetta er bara góður leikmaður sem öll lið í deildinni eiga erfitt með að dekka í teignum. Við skotmennirnir njótum góðs af komu hans,“ segir Chris.graf/guðmundur snærLífið ljúft í alvöru körfuboltabæ Englendingurinn öflugi kom fyrst til Íslands árið 2008 og gekk í raðir akademíu FSu á Selfossi. Hann var þar til 2010 en kom svo aftur í fyrra. Nú er hann fluttur á Sauðárkrók og nýtur lífsins þar þó fjarlægðin frá höfuðborginni sé kannski aðeins of mikil. „Það er rosalega gott að búa hérna. Það er ekki mikill munur á Selfossi og Sauðárkróki þannig það breyttist ekki mikið. Það versta er hvað það er langt til Reykjavíkur,“ segir Caird sem hefur gaman af því hve körfuboltinn er í miklum metum í bænum. „Þetta er alveg frábært samfélag þar sem allt snýst um körfubolta. Maður fer ekki út í búð án þess að einhver hrósi manni fyrir góðan leik eða spyrji hvort maður sé klár í þann næsta. Þetta er allt annað en á Selfossi sem er alls enginn körfuboltabær. Þar fengum við ekki mikinn stuðning þrátt fyrir að vera eina liðið í bænum í efstu deild. Það var svolítið svekkjandi.“Chris Caird vildi komast frá Daventry og endaði á Íslandi.vísir/anton brinkFlúði heimabæinn Chris Caird er ekkert stórborgarbarn og því eðlilegt að hann njóti sín á Sauðárkróki. Hann er fæddur og uppalinn í bænum Daventry á Englandi, harðkjarnabæ 120 km norðvestur af Lundúnum. Flestir tengja England við fótbolta og fæstir við körfubolta svo að hvernig kom til að hann lagði körfuna fyrir sig? „Ég var aldrei í fótbolta. Ég var kannski ekki bestur í löppunum,“ segir Chris og hlær. „Tennis og golf voru mínar íþróttir en körfuboltann lagði ég alfarið fyrir mig þegar ég var 16 ára gamall. Hann var mín leið til að komast burt úr bænum.“ Englendingurinn bakkar aðeins þegar blaðamaður gengur á hann með flóttann frá Daventry. Var hann í slæmum félagsskap eða hvað var málið? „Lífsstíll heimamanna var ekki eitthvað sem mér líkaði og því þurfti ég að koma mér burt. Maður getur lent í slæmum félagsskap alls staðar en það eru töluvert meiri líkur á því að lenda í slíku í mínum heimabæ,“ segir Chris. Að æfa körfu í Daventry er ekki auðvelt. „Þarna er engin körfuboltaaðstaða. Ef maður vill spila er einn völlur sem þarf að borga tíu pund held ég til að spila á í klukkutíma. Síðasta útikarfan er líka farin veit ég. Ég þurfti að taka tvo strætóa til að komast á æfingu,“ segir hann, en Chris spilaði með sýsluliðinu sínu sem var töluverðan spotta frá heimili hans. Þá er gott að eiga góða að. „Ég verð að gefa mömmu „shout out“,“ segir Chris eins og sannur körfuboltamaður. „Hún studdi mig alltaf í körfunni og fór með mig á æfingar þannig að ég þurfti ekki oft að taka strætó. Ég á henni mikið að þakka. Nú býr hún á Selfossi þannig að ég er með stuðning hennar hér á Íslandi líka.“Englendingurinn er tveggja barna faðir og elskar að ala upp börnin á Sauðárkróki.vísir/gettyElskar Ísland Chris spilar sem Íslendingur í deildinni hér heima þar sem hann hefur verið með lögheimili í nokkur ár og þá er hann kvæntur íslenskri konu sem hann hitti á síðasta ári sínu hjá FSu áður en hann fór til Bandaríkjanna í háskóla. Saman eiga hjónin fimm ára strák og tveggja ára stelpu en Chris verður æ meiri Íslendingur. „Ég elska Ísland og íslenska lífsstílinn og ég mun verða áfram á Sauðárkróki næstu árin,“ segir Chris, en hver eru framtíðarplönin? „Það óráðið. Ég vil fara í masters-nám á einhverjum tímapunkti hvort sem það verður í Reykjavík, á Englandi eða annars staðar. Ég geri bara það sem er best fyrir fjölskyldu mína. Núna er ég ekkert að vinna heldur bara einbeita mér að körfuboltanum. Körfubolta vil ég spila eins lengi og ég get en hvað gerist svo eftir ferilinn á eftir að koma í ljós,“ segir hann.Chris horfði á leikinn fræga í Hreiðrinu í Nice á sportbar á Selfossi.vísir/gettyErfitt að vera á Íslandi þegar England tapaði Þrátt fyrir að elska Ísland viðurkennir Chris að hann hélt með Englandi þegar liðin mættust á EM í fótbolta síðasta sumar. „Three Lions ‘til I die,“ segir Chris og vitnar til merkis enska knattspyrnusambandsins sem er þrjú ljón. „Ég vildi alls ekki að þau myndu mæta hvort öðru. Það var erfitt að vera á sportbar á Selfossi þegar leikurinn fór fram.“ Ég var alveg látinn vita að Ísland vann leikinn þá og næstu vikurnar. Stór hluti fagnaðarlátanna beindist að mér. Ég var samt mjög ánægður fyrir hönd íslenska liðsins og Íslendinga. Þeir áttu þetta svo sannarlega skilið,“ segir Chris Caird.
Dominos-deild karla Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Fleiri fréttir Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum