Var í sýndarveruleika í átta tíma á dag Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 24. janúar 2017 11:30 Baldur Helgason fékk þann heiður að starfa að nýju sýndarveruleikaforriti frá Google. Vísir/Hanna „Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum. Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira
„Google hafði samband við mig á síðasta ári, þeir voru þá að byrja að vinna að þessu Artist in Residence prógrammi. Þau sögðust vera aðdáendur þess sem ég var að gera og vildu fá mig til að koma til San Francisco til að prófa og vinna með sýndarveruleikateikniforrit sem heitir Tilt Brush,“ segir myndlistarmaðurinn Baldur Helgason, spurður út í það hvernig það kom til að hann fékk að taka þátt í verkefni sem snýr að nýju sýndarveruleikateikniforriti á vegum stórfyrirtækisins Google. Baldur átti ekki í erfiðleikum með að ákveða sig og var fljótur að stökkva til San Francisco ásamt eiginkonu sinni, Patty Spyrakos, í þá viku sem hann vann að verkefninu fyrir Google. „Þau sögðu mér frá þeim listamönnum sem hefðu þegar komið og voru margir þeirra í uppáhaldi hjá mér, þannig að ég sló til,“ segir hann. „Þegar ég kom til San Francisco létu þau hjá Google mig hafa stúdíó með sýndarveruleikaforritinu Tilt Brush og gáfu mér frjálsar hendur. Það eina sem þau vildu var að ef mér dytti eitthvað í hug sem myndi bæta forritið þá ætti ég að láta þau vita. Ég var því í sýndarveruleika átta tíma á dag í þessa viku að teikna, sem voru algjör forréttindi því maður er einn af þeim fyrstu í heiminum sem fær að vinna með þessa tækni á þennan hátt,“ útskýrir Baldur.Forritið Tilt Brus gerir notandanum kleift að teikna beint inn í rýmið með sýndarveruleika . Mynd/Google. F16240117 BaldurEftir að Baldur vann með Tilt Brush hafði Oculus, sem er í eigu Facebook, samband. „Þau báðu mig um að vera partur af sérstöku „art council“ og vinna með þeirra sýndarveruleikaforrit sem heitir Medium,“ segir Baldur þakklátur. Baldur útskrifaðist úr grafískri hönnun frá LHÍ og flutti svo til San Francisco þar sem hann stundaði meistaranám í illustration/myndskreytingu við Academy of Art University. Þess má geta að hann hlaut Mastermind-verðlaun dagblaðsins SF Weekly í San Francisco árið 2012. Verðlaunin eru veitt árlega listamönnum sem þykja skara fram úr á sínu sviði af þátttakendum á San Francisco-svæðinu. „Í dag bý ég hins vegar í Chicago ásamt konu minni og dóttur, Harriet Selmu, og vinn sem myndskreytir og myndlistarmaður,“ segir Baldur og bætir við að hann sé þessa stundina að undirbúa myndlistarsýningu sem verður til sýnis í mars í nýju galleríi í Chicago sem heitir Miishkooki. „Á sýningunni verða mestmegnis olíumálverk, en ég sýndi teikningar á sólósýningu í Galleríi Porti á síðasta ári heima á Íslandi. Í sama mánuði eigum við konan mín von á okkar öðru barni,“ segir Baldur spenntur fyrir næstu mánuðum. „Ég er búinn að vera fastur í stúdíóinu mínu síðustu mánuði að mála og undirbúa sýninguna í mars og svo er ég í listaráði umdæmis míns í Chicago og við erum að fara að útdeila styrkjum og listamannalaunum fyrir þetta ár,“ segir Baldur að lokum.
Mest lesið Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Lífið Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París Lífið Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Lífið Bjarni Ben lét sig ekki vanta á Fjallabak Menning VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Lífið Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Lífið Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Lífið Í skýjunum með að vera fyrstir Tónlist Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Lífið Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Eiginkona rafrettukóngs keypti eitt dýrasta einbýlishús Garðabæjar Dóttir Fox og Kelly komin í heiminn „Þetta var ekki alið upp í mér“ Hefur miklar áhyggjur af auknum vopnaburði barna Bitin Bachelor stjarna Svara auknum fordómum og fáfræði með jákvæðni og list „Ég kalla mig alltaf flugfreyju þó að ég sé strákur“ Tíu skref í átt að nýju starti í svefnherberginu Fjallvegir á Vestfjörðum fengu hjartað til að slá hratt Ástfangin í sextán ár Sjá meira