Sara: Mig langaði aldrei að verða svona "mössuð“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 08:45 Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir. Mynd/Instagram-síða Söru - sarasigmunds Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira
Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir, crossfit-kona, var í viðtali við Suðurnesjamagasín á Hringbraut í gærkvöldi og þar ræddi hún margt meðal annars hvernig það er fyrir stelpu að vera komin með svona mikla vöðva. Ragnheiður Sara hefur staðið sig frábærlega í alþjóðlegum keppnum undanfarin ár og er fyrir löngu orðin stórstjarna í crossfit-heiminum. Hún hefur endaði í þriðja sæti á heimsleikunum undanfarin tvö ár. Eyþór Sæmundsson fékk Ragnheiði Söru í veglegt viðtal fyrir Suðurnesjamagasínþáttinn og talið barst af því hvernig það er fyrir 24 ára konu að vera komin með svona mikla vöðva. „Mig langaði aldrei að verða svona mössuð en því miður ef ég geri allar þessar æfingar í crossfit þá koma vöðvarnir ósjálfrátt. Það er eiginlega mesta sjokkið að vera í crossfit og að vera stelpa. Ég bjóst aldrei við því að geta orðið svona ótrúlega mössuð,“ sagði Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir í viðtalinu á Hringbraut. Hún segir að það geti verið erfitt að fata út í fatabúð með vinkonum sínum og þurfa að kaupa stærri föt. „Ég get alveg viðurkennt það að mér fannst mjög erfitt að vera með vinkonum mínum sem eru ekki að lyfta og þurfa allt í einu að taka „large“ jakka. Ég er stelpa og maður pælir rosalega mikið í þessu þá þarf maður að sætta sig við þetta,“ sagði Ragnheiður Sara. Hún hefur heldur ekki sloppið við athugasemdir við það hvernig hún lítur út. „Maður fær alltaf skot en fólk er alltaf að meina það vel. Stundum er sagt við mig: Ég hef aldrei séð kvenmann svona massaðan. Þá hefur viðkomandi ekki séð vaxtarækt. Fólk kemur með stundum svolítið særandi komment en er ekki að meina það,“ sagði Ragnheiður Sara „Ímyndin mín á kvenmönnum hefur alveg breyst helling eftir að ég byrjaði í crossfit. Mér fannst ótrúlega flott að vera ekki með neina vöðva og vera ógeðslega grönn eða eins og týpísk hlaupakona ef það er hægt að segja það. Núna finnst mér ótrúlega flott ef stelpur eru með vöðva og þegar ég veit að stelpur eru hraustar. Mér finnst það vera meira heillandi en útlitið sjálft. Mér sér alltaf hver er crossfittari og hver er ekki crossfittari á stelpum því þær eru aðeins massaðari, “ sagði Ragnheiður Sara. Sara er búin að sætta sig við eigin líkama í dag. „Ég er þakklát fyrir það hvernig líkaminn minn er því annars væri ég ekki komin svona langt, “ sagði Ragnheiður Sara.Hér er viðtalið í heild sinni við Söru Sigmunds sem var í þætti Víkurfrétta á Hringbraut í gærkvöldi. One Pre-workout a day makes problems go away. = @berserkur . @niketraining #niketraining #justdoit #nike @mission6nutrition #OnAMission #Mission6 #prepreislife A post shared by Sara Sigmundsdóttir (@sarasigmunds) on Feb 2, 2017 at 2:07pm PST
Aðrar íþróttir CrossFit Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Handbolti Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Íslenski boltinn Hvorki zombie-bit né tattú Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Haaland væntanlega úr leik í deildinni Brast ítrekað í grát og neitar öllum ásökunum um ofbeldi Í beinni: Haukar - Grindavík | Erfitt verkefni fyrir Grindvíkinga Saka klár í slaginn á ný McIlroy annar til að þéna hundrað milljónir á PGA-mótaröðinni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Fékk fjóra bakka af eggjum fyrir að vera maður leiksins Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Valgerður ekki af baki dottin: „Ég ætla í stóru beltin“ Hvorki zombie-bit né tattú Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Ekki þess virði að taka áhættu með Glódísi „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Glódís ekki með í landsleikjunum Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Vill hópfjármögnun fyrir Antony Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Dagskráin í dag: Úrslitakeppnin af stað Búinn að skora gegn öllum en bíður enn eftir titli Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Sjá meira