Körfubolti

Sverrir: Mig vantaði þennan

Anton Ingi Leifsson í Laugardalshöll skrifar
Sverrir segir sínum stelpum til í leikhléi.
Sverrir segir sínum stelpum til í leikhléi. vísir/andri marinó
„Þetta var bara geðveikt. Það var allt að gerast í þessum leik,” sagði gífurlega ánægður Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, sem var rosalega ánægður með sínar stelpur, eðlilega, í leikslok þegar Keflavík varð bikarmeistari í kvennaflokki í körfubolta í 14. skipti.

„Við byrjuðum þetta stórkostlega, en misstum þetta svo aðeins niður eins og maður bjóst við. Síðan var þetta bara stál í stál og við héldum áfram, skoruðum hörku flottar körfur úr hinum ýmsu áttum og svo var Kaninn okkar frábær.”

Keflavík byrjaði af rosalegum krafti, en hvað fór í gegnum huga Sverris þegar liðið var 13-2 yfir eftir einungis fáeinar mínutur?

„Ég var bara ánægður með byrjunina og vildi að við myndum halda því eftir, en við döluðum aðeins og það skipti ekki máli. Við höfðum alltaf trú á þessu og sjálfstraustið var í botni þrátt að við misstum nokkur skot.”

„Það var smá stress og þannig stress dæmi í nokkrum sendingum, en það var haldið áfram sama hvað gerðist og það var það sem ég bað um.”

„Þetta var stórkostleg frammistaða og ég er virkilega stoltur af liðinu.”

Þetta er fjórtándi bikarmeistaratitill Keflavíkur í kvennaflokki og segir Sverrir stoltur að taka þátt í þessu, en einnig að loka sínum hring.

„Það er ekki leiðinlegt að halda áfram að bæta í þetta. Mig vantaði þennan. Ég er búinn að að vinna bikarkeppnina með kvennaliði Njarðvíkur og Grindavíkur, en þjálfaði Keflavík fyrir mörgum árum og gerði þær að Íslandsmeisturum.”

„Mig vantaði þennan og það er gott að vera búið að loka þessari bikarkeppni með öll lið sem ég hef þjálfað í meistaraflokki,” sagði Sverrir sigurreifur í leikslok, en hann er að gera magnaða hluti með þetta Keflavíkur-lið.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×