Bjóða austur-evrópskum utangarðsmönnum til heimalandsins í meðferð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. febrúar 2017 20:30 Nú þegar hefur einn Pólverji ákveðið að fara í meðferð í heimalandinu. Vonast er til að einn til þrír fari á mánuði og leiti lausnar á sínum málum. Vísir/skjáskot Velferðarsvið Reykjavíkur hefur gert samning við Barka, pólsk samtök sem munu aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna að koma lífi sínu á réttan kjöl en nær helmingur þeirra sem gisti í gistiskýlinu á Lindargötu á síðasta ári eru erlendir ríkisborgarar og langflestir koma frá Póllandi. Forstöðumaður Gistiskýlisins segir marga menn fasta í gildru og nær útilokað sé að þeir geti unnið í sínum málum hér á landi - ekki nema meðferðarkerfið á Íslandi gjörbreytist. Verkefnastjóri Barka segir marga afar illa stadda og nefnir hún sem dæmi manninn sem fannst látinn á Selfossi í gær en hann var pólskur og fastagestur í gistiskýlinu ásamt um þrjátíu í viðbót frá Austur-Evrópu. Nú verður þeim og öðrum sem eru við það að fara á götuna - boðin meðferð í heimalandi sínu en öllum er frjálst að snúa aftur til Íslands. Ráðgjafarnir hafa starfað hér á landi í einn máunuð, hitt 34 menn og nú strax er einn farinn í meðferð í Póllandi. Barkasamtökin byggja á jafningjafræðslu en Piotr Smigielski er fyrirliði Barka á Íslandi. „Ég styðst við mína reynslu. Ég var sjálfur heimilislaus fyrir þremur árum. Þá bjó ég þrjú ár á götunni í HOllandi en þáði hjálp frá Barka. Ég ákvað síðan að taka þátt sjálfur í þessu verkefni í Hollandi og aðstoða þá sem eru í sömu stöðu og ég var í," segir hann. Magdalena Kowalska er aðstoðarmaður Piotr. „Það er mikilvægt að fólkið fái að komast heim í meðferð og geta unnið í sínum málum á móðurmálinu. Einnig er gott fyrir þá að komast nær fjölskyldu og vinum - en margir eiga stóra fjölskyldu í heimalandinu sem þeir hafa misst sambandið við," segir hún. Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira
Velferðarsvið Reykjavíkur hefur gert samning við Barka, pólsk samtök sem munu aðstoða utangarðsmenn af erlendum uppruna að koma lífi sínu á réttan kjöl en nær helmingur þeirra sem gisti í gistiskýlinu á Lindargötu á síðasta ári eru erlendir ríkisborgarar og langflestir koma frá Póllandi. Forstöðumaður Gistiskýlisins segir marga menn fasta í gildru og nær útilokað sé að þeir geti unnið í sínum málum hér á landi - ekki nema meðferðarkerfið á Íslandi gjörbreytist. Verkefnastjóri Barka segir marga afar illa stadda og nefnir hún sem dæmi manninn sem fannst látinn á Selfossi í gær en hann var pólskur og fastagestur í gistiskýlinu ásamt um þrjátíu í viðbót frá Austur-Evrópu. Nú verður þeim og öðrum sem eru við það að fara á götuna - boðin meðferð í heimalandi sínu en öllum er frjálst að snúa aftur til Íslands. Ráðgjafarnir hafa starfað hér á landi í einn máunuð, hitt 34 menn og nú strax er einn farinn í meðferð í Póllandi. Barkasamtökin byggja á jafningjafræðslu en Piotr Smigielski er fyrirliði Barka á Íslandi. „Ég styðst við mína reynslu. Ég var sjálfur heimilislaus fyrir þremur árum. Þá bjó ég þrjú ár á götunni í HOllandi en þáði hjálp frá Barka. Ég ákvað síðan að taka þátt sjálfur í þessu verkefni í Hollandi og aðstoða þá sem eru í sömu stöðu og ég var í," segir hann. Magdalena Kowalska er aðstoðarmaður Piotr. „Það er mikilvægt að fólkið fái að komast heim í meðferð og geta unnið í sínum málum á móðurmálinu. Einnig er gott fyrir þá að komast nær fjölskyldu og vinum - en margir eiga stóra fjölskyldu í heimalandinu sem þeir hafa misst sambandið við," segir hún.
Mest lesið Krefjast gæsluvarðhalds Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Ögurstund upp runnin hjá VR Innlent Fleiri fréttir Draga úr fyrirhuguðum þéttingaráformum Hafna ásökunum á hendur Gunnari Smára Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Krefjast gæsluvarðhalds Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Stórfelldur laxadauði í Berufirði Tveir kaflar að Látrabjargi lagfærðir fyrir almyrkvann Svefnlyf ávanabindandi og auki hættu á heilabilun Sjá meira