Aukin eftirspurn gerir örðugt að tryggja heimilum og smáfyrirtækjum raforku 8. mars 2017 07:00 Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir iðnaðarráðherra vísir/vilhelm Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira
Hætta er á að í framtíðinni verði erfiðara að tryggja framboð á raforku fyrir íslensk heimili og lítil og meðalstór fyrirtæki. Ástæðan er einkum sú að eftirspurn stórnotenda eftir raforku vex og því sífellt ákjósanlegra fyrir framleiðendur að selja stórnotendum raforku í stað þess að selja smærri fyrirtækjum eða heimilum. Þetta kemur fram í skýrslu sem fyrirtækið Copenhagen Economics gerði um íslenska raforkumarkaðinn. Skýrslan var kynnt á morgunverðarfundi Landsvirkjunar á Reykjavík Hilton Nordica í gær. Í skýrslunni segir að þar til núna hafi notendur á heildsölumarkaði, það er smærri fyrirtæki og heimili, getað verið öruggir um rafmagn vegna þess hversu hátt verð hefur fengist á þeim markaði miðað við það sem stórnotendur hafa greitt. Þannig hafi verið hvati fyrir framleiðendur að sinna þessum markaði. Vegna aukinnar eftirspurnar og nýrra samninga við stórnotendur með hagstæðu verði fyrir framleiðendur sé þessi verðmunur að minnka. Þegar verð sem stórnotendur greiða færist nær því verði sem heimili og smærri og meðalstór fyrirtæki greiða er minni hvati fyrir framleiðendur að sinna síðarnefnda markaðnum. Þetta þýðir að verð á raforku til heimila og smærri fyrirtækja gæti hækkað. Í skýrslunni kemur líka fram að það þurfi að skilgreina betur með lögum ábyrgðina á því að fylgjast með og tryggja smærri notendum framboð á raforku. „Það vantar skýra umgjörð um það hvernig er haldið utan um þessi mál. Eins og staðan er í dag þá er enginn að vakta þetta og enginn sem hefur úrræði til að bregðast við þessu. Þetta hefur í raun og veru bara gleymst í raforkulögunum,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar, í samtali við Fréttablaðið. Hann segir að áður fyrr hafi raforkuverð til heimila verið miklu hærra en til stórnotenda og vandinn því leyst sig sjálfur. „En núna erum við að halda verðinu til heimila niðri og því hefur verið haldið niðri í mörg ár,“ segir hann. Hörður segir ýmsar leiðir færar til að leysa vandann og það þurfi að fara fram umræða um það meðal hagsmunaaðila. „En ég held að það þurfi að vera skylda að afhenda inn á þennan markað. Það er ekki nóg að láta markaðslögmálin gilda heldur þurfa framleiðendur líka að hafa skyldur gagnvart smærri notendum,“ segir hann.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Mest lesið Vaktin: Tollar Trump valda usla Viðskipti erlent Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Viðskipti erlent Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Viðskipti innlent 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Öll félög lækkuðu nema þrjú Viðskipti innlent Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Eistnesk að kenna íslensku: „Þúst, ehaggibara og kúka” Atvinnulíf Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Viðskipti innlent Fleiri fréttir Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Sjá meira