Ljónagryfjan stóð í ljósum Loga: „Fæ mér árskort í Njarðvík ef hann spilar til 45 ára aldurs“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 7. mars 2017 15:00 Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Logi Gunnarsson, fyrirliði Njarðvíkur, setti lið sitt á bakið og bar það til sigurs á móti ÍR, 79-72, í frábærum leik í 21. og næst síðustu umferð Domino´s-deildar karla í körfubolta í gærkvöldi. Sigurinn var ævintýralega mikilvægur fyrir Njarðvík sem á enn þá möguleika á að komast í úrslitakeppnina en Ljónin hafa ekki misst af úrslitakeppninni í 24 ár eða síðan 1993. Logi var rólegur í fyrri hálfleik og skoraði aðeins sex stig. Hann hitti ekki nema úr einu af átta skotum í heildina og engu fyrir utan þriggja stiga línuna. Í seinni hálfleik bauð Logi aftur á móti upp á eina bestu frammistöðu nokkurs leikmanns í deildinni á tímabilinu. Logi skoraði 20 stig á 20 mínútum, hitti úr sjö af tólf skotum sínum og þar af fjórum af sjö fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann var með 18 framlagspunkta í seinni hálfleik og kláraði leikinn fyrir Njarðvík með því að verja skot Matthíasar Orra Sigurðarsonar, leikstjórnanda ÍR, meistaralega á síðustu sekúndunum. Þökk sé Loga getur Njarðvík enn þá komist í úrslitakeppnina en liðið verður að vinna Þór í Þorlákshöfn í lokaumferðinni og treysta á að erkifjendur sínir í Keflavík fari í Breiðholtið og taki sigur á móti ÍR þar sem Hellisbúarnir eru búnir að vinna sex leiki í röð. „Ég get ekki hætt að tala um Loga Gunnarsson,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, sérfræðingur Domino´s-Körfuboltakvölds, í þætti kvöldsins sem verður á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport. Óhefðbundinn tími vissulega en óhætt er að mæla með þættinum í kvöld. „Gaurinn er 35 ára. Hann eltir þarna gaur sem er sennilega búinn að vera einn besti leikmaður deildarinnar eftir áramót og blokkar hann og er að passa sig allan tímann að snerta hann ekki,“ segir Jón Halldór um varða skotið og heldur áfram: „Sjáið svo viðbrögðin hjá honum. Hann er gjörsamlega trylltur. Hvers konar ástríðar er þetta? Ég fæ bara gæsahúð að horfa á þetta. Ef þessi gaur ætlar að spila þar til hann verður 45 ára er ég að hugsa um að kaupa mér árskort í Njarðvíkunum,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson.Brot úr þætti kvöldsins má sjá í spilaranum hér að ofan en þátturinn er á dagskrá klukkan 22.15 á Stöð 2 Sport HD í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm Formúla 1 Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Enski boltinn Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Hundur hljóp inn á völlinn í leik Vestra og FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - KA 4-0 | Meiðslum hrjáðir Víkingar léku KA-menn grátt Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri - FH 1-0 | Daði Berg hetja Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 0-0 | Markalaust í nýliðaslagnum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Jokic sá þriðji með þrefalda tvennu að meðaltali í leik á tímabili Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Jokic tjáir sig um óvæntan brottrekstur þjálfarans Barðist við tárin fyrir leik en skoraði svo 45 stig gegn gamla liðinu LeBron fær Barbie dúkku af sér „Þegar ég er í svona stuði þá fara þær á ferð með mér“ „Ekki séns að fara í sumarfrí“ Uppgjör: Njarðvík - Stjarnan 95-89 | Sópurinn á lofti í IceMar-höllinni Uppgjör: Þór Ak.-Valur 72-60 | Þórskonur ætluðu ekki í sumarfrí í kvöld Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni „Meiri barátta í okkur í dag heldur en í hinum leikjunum“ „Erum á uppleið og ætlum að halda áfram“ Uppgjörið: Haukar - Grindavík 76-73 | Deildarmeistararnir fengu líflínu Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 88-58 | Mættu með sópinn Flórída háskólameistari í fyrsta sinn í átján ár „Erum að gera þetta fyrir samfélagið“ Sjá meira
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik
Uppgjörið: Fram - Breiðablik 4-2 | Skoruðu fjögur mörk á minna en tíu mínútum til að tryggja sigur Íslenski boltinn