Jafnlaunafrumvarp gæti orðið óþarft ef samkomulag næst Sveinn Arnarsson skrifar 17. mars 2017 07:00 Jöfn laun kvenna og karla hefur verið baráttumál verkalýðshreyfingarinnar lengi. vísir/daníel Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira
Jafnlaunavottunarfrumvarp Þorsteins Víglundssonar, félags- og jafnréttismálaráðherra, gæti orðið óþarft eftir samningaviðræður aðila vinnumarkaðarins og launþegahreyfingarinnar í landinu. Reynt er að ná sátt um jafnlaunavottun í samningaviðræðum. Náist ekki samkomulag mun Þorsteinn leggja málið fyrir þingið í lok mánaðarins.Þorsteinn VíglundssonFrumvarp Þorsteins Víglundssonar um jafnlaunavottun átti að vera fyrsta mál Þorsteins á Alþingi. Samkvæmt þingmálaskrá ráðherrans átti frumvarpið að koma til þings í janúar. Hins vegar bólar ekkert á frumvarpinu. Frumvarpið gerir ráð fyrir að fyrirtækjum með 25 starfsmenn eða fleiri verði gert skylt að fá vottun á því að laun karla og kvenna séu þau sömu fyrir sömu vinnu. Sagði Þorsteinn slíkt frumvarp íþyngjandi fyrir fyrirtæki en það væri nauðsynlegt að hans mati. Frumvarpið lagðist strax illa í Samtök atvinnulífsins sem gagnrýndu frumvarpið. „Það er rétt að þetta átti að vera mitt fyrsta mál og ég hef áður lagt áherslu á frumvarpið,“ segir Þorsteinn. Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ„Frumvarpið er tilbúið í ráðuneytinu og verður lagt fyrir þingið í lok mánaðar ef ekki næst samkomulag milli aðila á vinnumarkaði um að koma jafnlaunavottun inn í samninga.“ Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, er bjartsýnn á að sátt náist um jafnlaunavottun fyrir lok mánaðarins. Ef svo verður mun frumvarpið ekki verða lagt fram. „Við höfum unnið að því síðustu vikur að ná samkomulagi og munum gera það áfram fram að mánaðamótum. Ég tel meiri líkur en minni á að samkomulag náist um jafnlaunavottun en brýnt er að útrýma kynbundnum launamun,“ segir Gylfi. Forveri Þorsteins í embætti ráðherra, Eygló Harðardóttir, staðfesti reglugerð um vottun jafnlaunastaðalsins í október árið 2014. Vonaðist ráðherra til að með því ynnist árangur í baráttu fyrir launajafnrétti kynjanna. Gylfi segir hægt hafa gengið og því þurfi að taka stærri skref. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Sjá meira