Stefna í ranga átt Líney Lilja Þrastardóttir skrifar 29. mars 2017 15:00 Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Skoðun Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmál eru mikilvægur hluti af öllum samfélögum og hafa víðtæk áhrif hvert sem litið er. Þau koma okkur öllum við og stjórnmálalegar ákvarðanir sem teknar eru hafa alltaf áhrif á einhvern hluta af samfélaginu. Þrátt fyrir það er ekki mikið um almenna fræðslu um stjórnmál í grunnskólum. Umræður nemenda og kennara geta þó leitt til pólitískrar umræðu út frá öðru námsefni og svo má nefna að utanaðkomandi vitneskja, t.d. af netmiðlum, úr sjónvarpi og frá öðru fullorðnu fólki hefur sitt að segja. Áhugaleysi ungmenna á stjórnmálum hefur færst í aukanna á síðastliðnum árum og er það áhyggjuefni hjá eldra fólkinu. Þetta áhugaleysi er algjörlega stefna í ranga átt og á eflaust rætur sínar að rekja til þess hversu torskilin stjórnmálin eru þegar engin almennileg fræðsla hefur verið veitt.Stjórnmál fyrir allaNú á dögunum var lögð fram tillaga á þingi um að lækka kosningaaldur úr 18 ára aldri niður í 16 ára aldur. Ásamt tillögunni kom einnig fram greinargerð sem segir að hugmyndin með þessari tillögu sé að auka þátttöku ungs fólks í stjórnmálum, því að það er mikilvægt að fólk mæti á kjörstað og kjósi sinn stjórnmálaflokk, jafnt ungir sem aldnir. Í kjölfar seinustu kosninga þar sem kjörsókn var frekar dræm, einkum í aldursflokknum 18-24 ára, hafa þessar vangaveltur farið af stað. Þessi tillaga er bæði frábær og sniðug að öllu leyti og mun án efa auka áhugann og þátttöku ungs fólks í stjórnmálum að einhverju leyti. En er nægilegur skilningur hjá 16 ára unglingum á stjórnmálum til staðar til þess að þeir geti kosið?Hvað er til ráða?Mikilvægt er að fræða unga fólkið sem seinna meir mun stjórna landinu okkar betur um stjórnmál og reyna á einhvern hátt að gera stjórnmálin að áhugaverðum og spennandi hlut sem öllum finnst vert að fræðast um. Það er einnig mikilvægt að draga það jákvæða í stjórnmálunum fram og með því gera efnið áhugaverðara því einhvers staðar verður að byrja. Fræðslan gæti farið fram strax í grunnskólum þar sem kennarar fræða nemendur sína á uppbyggilegan hátt og beiti mismunandi og skemmtilegum kennsluaðferðum til að vekja áhuga hjá einhverjum. Það er auðvitað aldrei hægt að gera öllum nemendum í einu til geðs. Ýmsum öðrum aðferðum hefur verið beitt til að auka þennan áhuga og er það mjög jákvætt. Þar má einna helst nefna skuggakosningar framhaldsskólanema haustið 2016 og aðdraganda þeirra. Einnig er samfélagið meðvitað um þessi málefni og í sameiningu er hægt að breyta þessu til hins betra. Þó verður unga fólkið að vera bæði viljugt og meðvitað um það að láta stjórnmál landsins sig varða.Aukin fræðsla til góðs Ljóst er að fræðsla fyrir ungt fólk á íslenskum stjórnmálum verður að aukast og byrja þarf fyrr verði kosningaaldurinn lækkaður niður í 16 ára aldur. Skilningurinn verður að vera til staðar ef niðurstöður úr kosningum eiga að vera raunverulegar. Aukin fræðsla getur einnig leitt af sér aukinn áhuga og betri þátttöku hjá unga fólkinu í stjórnmálum. Þannig má snúa stefnunni og þróuninni inn á rétta braut.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun